Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 Hringiðan Félagarnir Einar Alex- ander Eymundsson og Sigurður Þór Ágústs- son hlupu í Lands- bankahlaupinu á laug- ardaginn. Þegar þeirri raun var lokið gæddu þeir sér á glóðvolgri pylsu og ísköldum svaladrykk. Söngleikurinn Rent var frumsýndur í Loftkastalan- um á föstudagskvöldið. Ein þeirra sem þar stígur á svið er Álfrún Örnólfsdóttir. Að lokinni sýningu mættu stóra systirin, Margrét Örnólfsdóttir, og móðir leikkonunnar ungu, Helga Jónsdóttir, með hamingjuóskir baksviðs. Sölvi Blöndal, trommuleikari og aðaldriffjöður hljóm- sveitarinnar Quaras- hi, lemur hér húðir á kombakki þeirra Quaras- hibræðra á Thomsen á föstudagskvöldið. Dj Margeir og Dj Rampage stóðu við plötuspilarann á Thomsen á föstudagskvöldið og Óskar Guð- jónsson fléttaði saxófóninum sínum inn í það sem þeir settu frá sér. Óskar biæs hér í lúðurinn sinn. Margrét Jónsdóttir listmálari opnaði sýn- ingu á verkum sínum í Hafnarborg á laug- ardaginn. Margrét ræðir hér um listina við Eddu Harðardóttur á opnunardaginn. Þjóðleikhúsið frumsýndi söngleikinn Rent í Loftkastalanum á föstudaginn. Leikararnir brugðu á leik í uppklappinu og tóku eitt laga stykkisins aftur áhorfendum til mikillar skemmtunar. Margrét Eir Hjartardóttir syngur hér hástöfum. DV-myndir Hari Feðgarnir Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri og Baldur Stefáns- son, fram- kvæmdastjóri GusGus, heilsuðu upp á Jón Ólafsson tónlistarmann í hléi á frumsýningu söngleiksins Rent í Loftkastalanum á föstudaginn, enda eru þeir frændur. Radíusbræðurnir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson eru komnir aftur á kreik. Þeir héldu Radíuskvöld á Grand Rokk á föstudaginn þar sem gamlir og nýir „sketsar" flugu um salina. v/at 'Sí'i"')Uw»s?'vSSoss'''*' Gta 09 Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, afhendir hér Helga Mar Finn- bogasyni sigurverðlaunin f keppni 12 ára pilta. Þeir Hauk- ur Lárusson, sem lenti í öðru sæti, og Sigurður Lúðvík Stefánsson, sem kom þriðji í mark, bíða eftir sínum verð- launum á meðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.