Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI1999 _________________________________________Ikvikmyndir * v Laugarásbíó - Free Money: Tengdafaðir sem enginn vill eignast ★★i Marlon Brando hefur á midaníomum árum sagt af og til í viðtölum aö honum hund- leiðist að leika í kvikmyndum og geri það einungis peninganna vegna. Það er þó ekki annað að sjá í Free Money en að hann hafi nokkuð gamEm af að léika fangelsisstjóra sem gengur undir nafhinu Svíinn, enda er persónan frábmgðin þeim Kvikmynda GAGNRÝNI sem hann hefur leikið áður, mikill svíðingur sem drepur með eigin hendi þá fanga sem voga sér að reyna flótta úr fangelsi hans. Hrottaskapur þessi, svo ekki sé tal- að um meðferðina sem tengdasynir hans fá frá hans hendi, er þó meira á yfirborðinu í myndinni þar sem hún er fyrst og fremst svört kómedía um heimskar tvíburadæt- ur fangelsisstjórans og tengdasyn- ina tvo sem era svo óheppnir að gera tvíburasystumar ófrískar og lenda þar með í klónum á tengda- fóður sínum sem gerir þeim tvo kosti; annaðhvort að giftast þeim eða verða drepnir. Undir hans vemdarvæng eiga þeir svo ömur- lega daga þar til annar þeirra fær, að því er hann heldur, snjalla hug- mynd yfir sjónvarpsglápi á Butch Cassidy and the Sundance Kid. Þar með fer af stað kostuleg atburðarás þar sem kemur við sögu lestarrán, falleg stúlka sem reynist vera FBI- lögga og ekki síst nýr og fallegur trakkur sem Svíinn hefur eignast. Svíinn nánast tilbiður trakkinn sinn og kemur dýrkunin í staðinn fyrir guöstrú á hans heimili. Það er því þess skemmtilegra að fylgjast með örlögum trukksins en langur aðdragandi er að því ágæta atriði. Free Money fer nokkuð þung- lamalega af stað og er ekki alveg ör- uggt hvaða stefhu myndin ætlar að taka, verður vitleysisgangurinn of mikill eða fer hún í far ofbeldis- fullra sakamálamynda þar sem húmorinn sem lagt er af stað með týnist? Það losnar þó úr öllum flækj- um þegar líða fer á myndina og hinn svarti húmor nýtur sín vel í mörgum skemmtilegum atriðum. Marlon Brando, sem virðist þenj- ast út í orðsins fyllstu merkingu með hverri kvikmyndinni sem hann leikur í, virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að skapa þá eft- irminnilegu persónu sem Svíinn er og oftar en ekki fær þessi mikli skrokkur meira áorkað með einni andlitslyftingu en þunglamalegum hreyfingum. Aðrir leikarar fá minna til að moða úr ef undanskild- ir era Thomas Haden Church og Charlie Sheen sem leika tengdasyn- ina. Það verður þó að segjast eins og er að léttleika vantar í túlkun þeirra, þeir era hvorugir góðir gam- anleikarar eða hafa ekki skilinng á því hversu heimskar þær persón- umar era sem þeir era leika. Leikstjóri Yves Simoneau. Handrit: Anthony Peck og Joseph Brutsm- an. Kvikmyndataka David Franco. Tónlist Mark Isham. Aðalleikarar: Marlon Brando, Charles Sheen, Thomas Haden Church, Donald Sutherland, Mira Sorvino, Martin Sheen og David Arquette. Hilmar Karlsson IOI í 10 í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 14. -16. maí. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Michelle Pfeiffer fyrir miOri mynd í A Midsummer Night's Dream. Múmían hélt velli The Mummy var mest sótta kvikmyndin í Bandarikjunum um siðustu helgi aðra vikuna í röö og var jöfn og góð aðsókn á myndina alla vikuna. Það má telja fullvíst aö hún detti niður um eitt sæti í næstu viku því nú er komið að Star Wars: Episode 1 - The Phantom Menace og miöað við þá miklu markaössetningu og uppbyggða spennu má fastlega búast viö að aösóknarmetin fjúki. Eins og T síðustu viku er spennumyndin Entrapment, með Sean Connery og Catherine Zeta Jones, í ööru sæti. Rmm nýjar myndir voru settar á markaöinn fyrir helgi en enginn þeirra í fleiri sali en 1100 sem þykir rétt í meðallagi. Sú af þeim fimm sem fékk bestu aösóknina var Black Mask, spennumynd T anda Jackie Chan þar sem aðalhlutverkiö leikur landi Chans, Jet Li. Litlu minni aösókn fékk A Midsummer Night's Dream sem gerö er eftir gamanleikriti William Shakespeare. í helstu hlutverkum eru þekktir leikarar, má þar nefna Rupert Everett, Kevin Kline, Michelle Pfeiffer, Calista Rockheart og Sophie Marceau. Þess má aö lokum geta að nýja Stjörnustríösmyndin er frumsýnd á morgun í staö hins heföbundna frumsýningardags, sem er föstudagur, svo tölur ættu aö vera orðnar nokkuð háar í helgariok. -HK Tekjur Heildartekjur 1. (1) The Mummy 24,856 80,580 2.(2) Entrapment 9,076 51,058 3. (3) The Matrix 4,548 145,138 4.(-) Black Mask 4,449 4,449 5. (-) A Midsummer Night's Dream 4,285 4,285 6. (4) Life 2,864 55,320 7-(-) Trlppln 2,527 3,145 8. (6) Never Been Kissed 2,499 43,818 9- (5) Election 2,266 7,015 10. (-) Tea With Mussolini 1,633 1,633 11. (7) Analyze This 0,921 102,124 12. (8) Ten Things 1 Hate About You 0,911 33,824 13. (10) Shakespeare In Love 0,710 94,956 14. (12) Life Is Beautiful 0,626 55,104 15. (11) The Out-Of-Towners 0,581 26,853 16. (9) Cookie's Fortune 0,568 8,550 17. (16) Forces Of Nature 0,452 50,976 18. (14) Pushing Tin 0,403 7,703 19. (15) She's All That 0,385 65,154 20. (-) October Sky 0,360 30,473 Ir^ Háskólabíó - Forces of Nature: Málað eftir númerum ★ Fellibylurinn sem kemur lítillega við sögu í lok þessar- ar myndar virðist áður hafa átt leið um hugi allra aðstandenda hennar því að satt að segja stend- ur ekki steinn yfir steini. Þetta er ein af þessum innilega óþörfu myndum sem Hollywood sendir stundum frá sér, eins og til að fylla upp í einhvern kvóta eða skaffa stjömunum eitthvað að gera. Hvers vegna einhverju viti bornu fólki dettur í hug að bjóöa áhorfendum þetta rusl er ofar mínum skilningi. Sagan er í stuttu máli á þá leið að Ben Afíleck er á leið frá New York til fundar við verðandi konu sína sem hann hyggst giftast í Savannah í Suðurríkjunum. Á leiðinni rekst hann á Söndra Bull- ock og lendir með henni í alls kyns vitleysisgangi sem fær hann til að efast um verðandi hjöna- band sitt. Hér er lúnum leiðindaklisjum staflað hverri ofan á aðra. Flestir sem Ben hittir fyrir ráðleggja honum frá hjónabandssælunni með persónulegum hryllingssög- um sem allar era óspennandi, brúðurin og foreldrar hennar deila um ráðahaginn meöan fyrr- um kærasti brúðarinnar telur ekki fullreynt með samgang þeirra, Sandra er svona frjálsleg týpa sem lifir lífinu lifandi meðan Ben er góði strákurinn sem aldrei hefur prófað neitt, og svo fram- vegis. Allt er þetta gert án minnstu sannfæringar, kvik- myndagerð eftir númeram. Æp- K v i k m y n,d a GAGNRYNI andi tilgangsleysið verður svo enn skýrara þegar maður hugsar til þess að sams konar efniviður hefúr verið matreiddur svo miklu betur í tiltölulega nýlegum mynd- um á borð við Say Anything eftir Cameron Crowe og Something Wild eftir Jonathan Demme, svo að ekki sé minnst á gömul meist- arastykki eins og mynd Frank Capra, It Happened One Night og Powell/Pressburger myndina I Know Where I’m Going. Pínlegt er að horfa upp á Söndru Bullock reyna að fara í annan gir og rífa „ímynd" sína upp í leiðinni eftir hverja mis- heppnaða myndina á fætur annarri. Henni hefur mistekist al- gerlega að finna takmörkuðum hæfileikum sínum farveg, smellpassaði í Speed en síðan ekki söguna meir. Hins vegar gerði Speed hana aö stórstjörnu án þess að hún hefði innstæðu fyrir því þegar á reyndi. Sandra, það er kominn tími til að þú hugs- ir þinn gang, kona! Aftur. Ben á eftir að sleppa tiltölulega óskadd- aður frá þessu fiaskói svo fremi sem hann passar sig á að forðast svona slöpp handrit í frcuntíðinni. Á sýningu myndarinnar bar það til tíðinda að hópur fólks sem sat fremst í salnum, reis upp sem einn maður og gekk út þegar Sandra og Ben gengu inn í nektar- búllu. Þessi þöglu fjöldamótmæli voru ekki aðeins athyglisverö á að horfa heldur einnig fullkom- lega viðeigandi gagnvart mynd- inni sem heild. Ég iðrast þess að hafa ekki farið að dæmi þeirra. Leikstjóri Bronwen Hughes. Handrit Marc Lawrence. Kvik- myndataka Elliot Davis. Tónlist John Powell. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Sandra Bullock. Asgrímur Sverrisson Sandra Bullock og Ben Affleck leika ferðalangana. < *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.