Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 32
í m pPÍtSv; V I K I N G A L9TTC - * *t m ( cj: ttm I; ,..'^v",Sí FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ingibjörg Sólrún: Erfitt að mæta 230 þúsunda eingreiðslu „Viö áttnm von á því að það kæmi að Reykjavík eftir þessa upp- sagncihrinu sem hefur staðið allt síðasta ár víða um land,“ sagði Ingihiörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri í morg- un. Rétt um 200 kennarar í skól- um borgarinnar hafa sagt upp störfum sínum frá og með 1. september næst- komandi. í gildi eru kjarasamning- ar sem gerðir voru haustið 1997. ^ Deilan er erfið viðfangs, að sögn borgarstjóra. Kröfu kennara um 230 þúsund króna eingreiðslu er erfitt að mæta. „Það er ljóst og það höfum við alltaf sagt að við erum ekki til- búin í slíka eingreiðslu nema að tengja hana breytingum í skóla- starfi á næsta ári. Margir hópar mundu kjósa sér slíkar eingreiðsl- ur,“ sagði borgarstjóri í morgun. Ingibjörg sagði að i sjálfu sér hefði engin ákvörðun verið tekin um hvemig tekið verður á þessum kröf- um kennara í borginni. -JBP ' Samstarf Bón- uss og bænda hugsaniegt Jóhannes Jónsson í Bónusi sagði i morgun að fyrirtækið hefði árum saman átt gott samstarf við hændur og mjólkurbú í Neskaupstað og seldi firnin öll af jógúrt þaðan. „Við sjáum ekki annað en við getum unnið með bændum í Þing- eyjarsýslu ekkert síður en austfirsk- um bændum. Þetta er ekkert komið upp á borð- ið en það hefur verið rætt við Jóhannes í Bón- usi. ráðunauta óformlega," sagði Jóhann- es. Hann sagði að ekki væri rætt um meirihlutaeign í slíkum rekstri ef af yrði. Jóhannes sagði að staða bænda- stéttarinnar á íslandi gagnvart kaup- félögunum væri óviðunandi. „Auðvit- að ættu bændur að fá að eiga hluta- bréf í þessum félögum sem þeim er sagt að séu þeirra félög, þannig að þeir gætu farið frá búrekstrinum eins og sjálfstætt fólk, en þannig er það ekki, því miður,' bændur eiga aldrei neitt í þessum rekstri þegar grannt er cskoðað," sagði Jóhannes í morgun. -JBP Gunnar Snorrason býr Kópavogi en á þennan fallega trébát norður á Akureyri. Hann var þar nyrðra í gær að dytta að báti sínum, mála hann og gera sjóklár- an í góðviðrinu þegar Ijósmyndari DV, Hilmar Þór, átti leið hjá. Drög aö endalokum KÞ kynnt á fundi meö bændum í gærkvöld: KÞ verður nafnið eitt - segir Dagur Jóhannsson, oddviti og bóndi aö Haga II í Aðaldal DV, Þingeyjarsýslu: „Menn vilja ekki setja kaupfélagið í gjaldþrot ef þeir komast hjá því. Það er vilji fyrir þvi að selja einstakar deildir kaupfélagsins í rekstri en ekki stöðva þær með gjaldþroti og síðan að gera aðrar deildir upp. Það er ljóst að framvegis verður starfsemi á vegum Kaupfélags Þingeyinga lítil sem eng- in, ekki ósvipað og hjá Sambandinu í dag. Menn eru að átta sig á að Kaup- félag Þingeyinga verður ekkert nema nafhið og mun aldrei ná sér á strik aftur,“ sagði Dagur Jóhannsson, odd- viti að Haga II í Aðaldal, við DV í gær- kvöld. Sögulegur aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga verður haldinn á hótelinu á Húsavík í dag. Þar munu ársreikn- ingar félagsins væntanlega liggja frammi og stofhun hlutafélaga um hluta rekstrarins, kjötvinnslu og slátrun annars vegar og mjólkur- vinnslu hins vegar, borin undir at- kvæði. Lögð hafa verið drög að því að leggja kaupfélagið, elsta kaupfélag landsins og vöggu samvinnuhreyfing- arinnar, niður. Horfa menn þá mjög til endaloka Sambandsins, þar sem Landsbankinn, aðalviðskiptabanki KÞ, var í aðalhlutverki. Þegar DV ræddi við Dag var hann nýkominn heim af fundi á Húsavík þar sem lögfræðingur Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyjarsýslu skýrði stöðu mála hjá Kaupfélagi Þingeyinga fyrir félagsmönnum og tíundaði þær leiðir sem rætt er að fara. Fundurinn var lokaður tjölmiðlum. „Hljóðið var ágætt í mönnum og greinilegt að þeir voru búnir að jafha sig eftir sjokkið á dögun- um. Fréttimar af stöðu kaupfélagsins vom eðli- lega mikið áfall fyrir marga. Nú blasir við að ganga frá samningum um uppgjör en óvíst er hvort farin verður leið venju- legra nauða- samninga eða önnur leið. Félag- ið verður tekið fyrir í heild og kröfu- höfum greitt þegar allar deildir kaup- félagsins hafa verið gerðar upp, ann- aðhvort með sölu eða öðm. Þetta verða ekki ólíkar aðferðir og þegar SÍS var gert upp á sínum tíma. Þá var aldrei farið í gjaldþrot enda reyndist það betra þegar upp var staðið.“ Innlánum bjargað Margar fjölskyldur eiga umtais- verða fjármuni á innlánsreikningum kaupfélagsins, samtals um 200 millj- ónir króna. Yrði gífurlegt áfall ef það fé tapaðist. Dagur segir innlánsdeild- ina hins vegar með tryggingasjóð en eftir sé að ganga endaniega frá því máli. Útlit sé því fyrir að innlánsfé fé- lagsmanna glatist ekki. Öðru máli gegni hins vegar um inneignir á við- skiptareikningum. Þær kröfur fáist væntanlega ekki greiddar að fullu. Tölur sem nefndar hafi verið í því sambandi, og hann geti ekki skýrt frá, miðist hins vegar við ákveðnar for- sendur, eins og sölu eigna. Innlagnir mjólkurbænda á við- skiptareikningum í apríl og fram til 10. maí era frystar í gamla félaginu. Því er ljóst að margir bændur munu lenda í vanda næstu mánuði, hafa ekki fé tO áburðarkaupa eða annarra aðfanga á annatimum. En nýtt mjólk- ursamlag sem KEA stofnaði, og tók til starfa 10. maí, mun væntanlega koma til móts við þessa bændur að ein- hverju leyti með fyrirframgreiðslum. Sjá nánar á bls. 4. -hlh Veðrið á morgun: Rigning fyr- ir sunnan Á morgun verður suðlæg átt, víðast kaldi. Rigning verður um sunnanvert landið en dálítil rign- ing eða súld með uppstyttum vest- an til. Lengst af verður bjartviðri norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast norð- austanlands. Veðriö í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.