Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 1
G-4 frá Apple á leiðinni Bls. 19 Nýttlyf gegn getuleysi Bls. 18 2000- vandinn Bls. 20-21 tölvui tækni og vísinda PlayStation Leitað að geimverum Áhugamenn um geimverur, sem eiga tölvu og hafa aðgang að Netinu, geta nú nýtt tölvur sinar til að leita að lífi á öðrum hnöttum. Það er verkefnið Seti@home sem gerir almenningi kleift að leggja hönd á plóg í leitinni að útvarpssendingum frá verum úr geimnum. Þetta fer þannig fram að fólk sækir skjáhvílu á heimasíðu Seti@home og með henni fylgja gögn sem stærsti útvarpssjónauki heims hefur safnað. Á meðan tölvan er aðgerðalaus og skjáhvílan er virk sér hún um að leita í gögnunum að útvarpssendingum frá öðrum hnöttum. Með þessu hyggjast forráðamenn Seti@home virkja hina gríðarlegu reikningsgetu sem annars er ónýtt á meðan skjáhvíla heimilistölva er virk. Seti@home er að flnna á slóðinni http://setiat- home.ssl.berkelev.edu/ Drykkja dregur úr krabbameini Karlmenn geta minnkað hættu á krabbameini i þvag- blöðru með því að drekka meira sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem nýlega voru gefnar út. Þar kom m.a. í Ijós að þó svo aukin vatns- drykkja hafi haft mest áhrif þá leiddi aukin drykkja á hvaða vökva sem er, þar á meðal bjór, til þess að minni líkur voru á krabbameini af þessu tagi. Sérfræðingar tóku þó skýrt fram að of mikil drykkja á alkóhóli væri ávallt slæm fyrir heilsu manna. Vísindamennirnir segjast þó ekki enn vita hver ástæðan sé fyrir því að aukin vökvainntaka hafi þessar af- leiðingar. í síðustu viku fór fram í Los Angeles tölvu- leikjasýningin Electronic Entertainment Expo, sem oft- ast er kölluð E3 meðal tölvu- leikjaunnenda. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar en hana sóttu rúmlega 55.000 sérfræðingcir í tölvuleikjaheiminum og fjöl- miðlafólk frá yfir 70 löndum. Það er rúmlega þriðjungi fleiri gestir en sóttu sýninguna fyrir ári en hún hefur verið haldin árlega síðustu fimm árin. Aukningin er í samræmi við gríðarlegan vöxt í tölvuleikjaheiminum um þessar mundir. Nú þegar velta tölvuleik- ir meiri fjármunum en kvik- myndaiðnaðurinn í Hollywood og búast má við að þessi geiri skemmtanaiðnaðarins eigi eftir að verða enn stærri á næstu misser- um. Á sýningunni kynntu allir helstu leikjaframleiðendur heims þá leiki sem eru á teikniborðinu um þessar mundir og kenndi þar margra grasa. Mikil samkeppni var um athygli ráðstefnugesta og var öllu til kostað til að fá gesti til að kíkja á varning fyrirtækjanna. Meðal þess sem vakti hvað mesta athygli var risavaxið líkan af henni Löru Croft, hetjunni úr Tomb Raider-leikjunum sem prýddi sýningarbás Eidos-fyrir- tækisins. ODYRASTA SKEMMTUNIN ER I ELKO 1. South Park kr. 5.495 1. Metal Gear Solid Irr. 4.895 1. Championship Manager III kr. 3.795 2. Space Station Silicon Vall. kr. 5.195 2. G-Police kr 2.495 2. Silver kr. 3.595 3. 1080 Snowboarding kr. 6.695 3. Viva Football kr. 4.595 3. lands of lore 3 kr. 3.795 4. Zelda kr. 6.895 4. Pro Boarder kr. 4.395 4. Requiem kr. 3.495 5. V-Rolly 99 kr. 8.295 5. Crash Bandicoot 3 kr 4.195 5. Army Men 2 kr. 3.495 6. Star Shot kr. 7.995 6. Mickey's Wild Ad. kr. 2.495 6. Sim City 3000 kr. 3.795 7. Baseball 99 kr. 7.995 7. Bug's life kr. 3.995 7. Civilization:Call to power kr. 3.495 8. Mission Impossible kr. 5.995 8. Gran Turismo kr. 4.495 8. Halflive kr. 3.695 9. NHI 99 kr. 6.895 9. Test Drive 5 kr. 4.695 9. Tomb Raider 3 kr. 3.995 10. Golden Eye kr. 6.495 10. Crash Bandicoot kr. 2.795 10. Castrol Honda kr. 1.995 1. Copycat Irr. 2. I know what (you did lost summer) kf. 3. Risky Business kr. 4. Ransom kr. 5. Sphere kr. 6. lion King kr. 7. Goodfellas kr. 8. feathal Weapon 4 kr. 9. Murder at 16.00 kr. 10. Mad City kr. 1.695 2.495 1.695 1.695 1.695 1.695 1.695 1.695 1.695 1.695

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.