Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1999 19 Síritar komnir á markaöinn: Nauðsynlegir til vörueftirlits Fyrirtækið Boð- vídd hefur sett á markaðinn hér- lendis sírita sem eru að sögn for- ráðamanna þess allt í senn; öflug- ir, handhægir og ódýrir. Síritar af þessu tagi geta mælt reglubundið hita, raka, ljós og fleira. Þeir koma að miklu gagni við hvers konar eftir- lit og mælingar þar sem nauðsynlegt er að fylgjast nákvæmlega með ástandi hluta og viðkvæmra fram- leiðslu-, geymslu- eða flutningakerfa. Að sögn þeirra Boðvíddarmanna Lýðs Skúlasonar og Jóns H. Ragnars- sonar er langt siðan síritar af þessu tagi komust í almenna notkun er- lendis. Hér á landi hafa menn ekki tekið við sér enn, þó breyting sé að verða þar á. „Alls staðar þar sem fylgjast þarf með viðkvæmum vönun, eins og t.d. matvælum, þar sem þær eru geymd- ar eða verið er að flytja þær er mjög mikilvægt að umhverfisþættir séu réttir. Ef t.d. matvæli eru geymd við of háan hita í smástund getur það valdið tugmilljóna tjóni. Með því að geyma sírita hjá þeim er hægt að sjá nákvæmlega hvenær tjónið varð og finna þannig ástæðuna fyrir því. Þetta er sérstaklega gott þegar fyrir- tæki þurfa að senda varning langar leiðir með mismunandi flutningsað- ferðum," segja þeir. Tðhran katlar fram niðurstöður mæting- anna og setur þær upp í tínurit og súturit til að sýna nákvæmlega hvemig ástand máía hefur verið. Komið til að vera Síritinn er lítill kassi sem hægt er að setja hvar sem er í rýminu sem verið er að fylgjast með. Þar mælir hann allt sem mæla á reglu- lega. Síðan er hann tekinn, honum stungið i samband við tölvu sem kallar fram niðurstöður mæling- anna og setur þær upp í línurit og súlurit til að sýna nákvæmlega hvernig ástand mála hefur verið. Ef menn vilja svo hafa eftirlit sem gerir aðvart ef eitthvað fer úrskeið- is er hægt að fá búnað sem tengd- ur er stöðugt við tölvu. Hún getur svo hringt og látið vita ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Lýður og Jón segja að þar sem allt eftirlit með viðkvæmum vör- mn sé að verða betra hér á landi hafi viðtökur við síritanum verið mjög góðar. „Það er alveg ljóst að vörueftirlit með síritum er komið til að vera.“ Lýður Skúlason og Jón H. Ragnarsson sýna hér síritana sem þeir hafa sett á markað hérlendis. Eins og sjá má fer ekki mikið fyrir tóiunum sem geta þó veitt fyrirtækjum mikia yfirsýn yfir meðferð viðkvæmra vara. DV-mynd ÞÖK OZ og Ericsson: Nýr samskiptahug- búnaður frumsýndur Kynjahlutverk á Netinu: Pabbi og mamma ólík OZ.COM og Er- icsson hafa í sameiningu hannað nýjan hugbúnað sem gerir samskipti einfaldari en áður með því að brúa bilið á milli hefðbundinna símakerfa, farsima- kerfa og Intemetsins. Hugbúnað- urinn neöiist iPuIse og er fyrstur sinnar tegundar í heiminum. iPulse var frumsýndur 1 síðustu viku á tölvusýningimni NetWorld+Interop 99 í Las Veg- as þar sem sýningargestir gátu prófað hann og hefur hann þegar vakið mikla athygli. Notendur iPulse geta á auðveld- an hátt náð sambandi hver við annan óháð því hvort þeir eru með einkatölvu, síma, boðtæki, handtölvu eða farsíma við hönd- ina. Með því að skilgreina með hvaða hætti þeir vilja láta ná í sig á hverjum tíma tryggja notendur að fljótlegasta og þægilegasta leið- in sé alltaf notuð, hvort sem er tal yfir Internetið, í farsíma eða venjulegan sima, SMS skilaboð, textaspjall eða tölvupóstur. iPulse hugbúnaðurinn frá OZ.com og Ericsson brúar bilið milli hefð- bundinna símakerfa, farsímakerfa og Netsins. Góðar viðtökur iPulse er hluti af samstarfsverk- efni Ericssons og OZ um þróun næstu kynslóðar af samskiptalausn- um. Hugbúnaðurinn hefur verið sýndur bak við tjöldin á ýmsum sýn- ingum síðastliðna mánuði og hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá símafyrirtækjum og notendum svo og Intemetsérfræðingum. Símafyrir- tæki munu veita viðskiptavinum sinum aðgang að iPulse og margvís- legri viðbótarþjónustu sem byggir á hugbúnaðinum. Á næstu mánuðum munu fara fram almennar prófanir á iPulse i samstarfi við nokkur leiðandi síma- fyrirtæki víðs vegar um heiminn. Er- icsson og OZ munu jafnframt kynna iPulse á fjölmörgum sýningum á næstu mánuðum, s.s. VoN í Helsinki i júní, Supercom í Atlanta i júlí og Telecom 99 í Sviss í september. iPul- se verður markaðssettur af Ericsson viðs vegar um heiminn en auk þess hyggst OZ bjóða upp á Intemet-út- gáfu af iPulse á heimasíðu sinni. Þó netvæðingin hafl orsakað tals- verða breytingu á ýmsum sviðum og t.d. haft í för með sér gríðarlega mikla breytingu á viðskiptasviðinu, hefur því ekki tekist að endurskilgreina kynja- hlutverkin. Þetta kemur greini- lega fram í nýrri rannsókn banda- ríska fyrirtækisins Cyber Di- alogue. Þar kemur fram að þegar mæð- ur og feður fóru á Netið árið 1998 þá voru kynin að leita að efni sem endurspeglaði greinilega gamal- gróin hlutverk kynjanna. Mæður kynntu sér mál- efni sem varða heilsu og heimilis- hald, en feður vildu frekar frétt- ir, leiki og fjár- málatengd mál- efni. Kynin virð- ast hins vegar hafa svipaðan áhuga á sjón- varps- og kvik- myndaefni og heimasíðum tengdum ferða- málum. Sérfræðingar Cyber Dialogue telja að sennilega muni kynja- munur á Netinu verða áfram tals- verður. Hins vegar vilja þeir meina að á einu sviði muni draga saman með kynjunum: fjármála- sviðinu. Þeir segja að eins og stað- an sé nú hafi mæður að meðaltali eytt minni tíma á Netinu en feður og þar sem reyndir netverjar eigi almennt auðveldar með að stunda viðskipti á Netinu er eðlilegt að feður sinni frekar fjármálunum á Netinu. Því meira sem konur fara að nýta sér Netið almennt mun hins vegar þessi munur jafnast út að mati sérfræðinganna. 60% Foreldrar á Netinu Fréttir Heilsa Uppeldis/ Iþróttir Fjárfestingar Banka- menntamál þjónusta 1 Mosfet 45 Stærsti Mosfet útgangs- magnari sem völ er á.í dag 4x45W. Kostir Mosfet eru línulegri og minni bjögun en áður hefur þekkst. Aðeins vönduðust hljómflutningstæki nota MOSFET. Pioneer hefur einkarétt í 1 ár. 2 MARC X Nýjasta kynslóð útvarpsmóttöku, mun næmari en áður hefur þekkst. 3^ MACH 16 Ný tækni i RCA (Pre-out) útgangi sem tryggir minnsta suð sem völ er á. 4 Octaver Hljóðbreytir sem aðskilur bassan. Pioneer er fyrsti bíltækja- framleiðandinn sem notar þessa tækni sem notuð er af hljóðfæra- framleiðendum. í) EEQ Tónjafnari sem gefur betri hljóðmöguleika, á einfaldan hátt. 5 forstilltar tónstillingar. m skapa Pioneer afdráttarlausa , _ 'tr serstoðu ^ Þegar hljówtaekL sklpta máll DEH 2000 4x45 W magnari • RDS • Stafrænt útvarp • FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laudness • Laus framhlið • Aðskilin bassi/diskant RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn SlíJ/a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.