Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Fréttir Hiti i fundarmönnum aöalfundar Kaupfélags Þingeyinga: Hvít lygi stjórnar - og vanræktu upplýsingaskyldu, segir félagsmaður um stjórnarmenn Töluveröur hiti var í nokkrum fundarmanna á aðalfundi Kaupfé- lags Þingeyinga sem haldinn var á hótelinu á Húsavík í gær. Fram kom í máli sumra fundarmanna að þeim fannst stjórn kaupfélagsins hafa vanrækt mjög upplýsinga- skyldu sín við félagsmenn og „setiö í glerbúri stórveldisdrauma" eins og einn fundarmanna orðaöi það. Fram komu orð eins og hvít lygi um upplýsingar frá stjóminni um stöðu kaupfélagsins. Skilja mátti á máli þeirra að rekstur félagsins hefði verið í rugli sem leitt hefði til þess hvernig nú er komið. Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi í Vog- um, sagði að stórveldisdraumar stjórnarinnar, t.d. með miklum hlutafjárkaupum, hefðu líklegast orðið kaupfélaginu að falli. Hún sagöi suma halda því fram að kaup- félagið ætti að vera með rekstur á sem flestum sviðum. Félagsmenn í sveitinni hefðu hins vegar farið var- hluta af allri atvinnuuppbyggingu meðan framkvæmt væri á Húsavík eins og um milljónaborg væri að ræða. „Við viljum heyra staðreynd- ir en ekki einhverja draumóra,“ sagði Ólöf og bætti við: „Af hverju í ósköpunum var ekki gripið fyrr í taumana. Ég var að byggja fjós og nú hefur mér verið stillt upp við vegg.“ Ólöf sagðist hins vegar styðja stjórnina úr því sem komið væri og mælti með ályktun stjómarinnar. Ólöf Hallgrímsdóttir í pontu á aðal- fundi KÞ. DV-mynd Hilmar Þór Þótt félagsmenn hafi aðallega beint spjótum að stjórn KÞ kom einnig gagnrýni á upplýsingaflæð- ið innan stjórnarinnar frá einstök- um stjórnarmönnum. Sögðust þeir ekki hafa haft fullnægjandi upp- lýsingar um stöðuna. Enginn stjórnarmanna sagðist hins vegar skorast undan ábyrgð. Halldóra Jónsdóttir, formaður stjórnar kaupfélagsins, sagði að umræðurnar væru góðar og gildar en lítið stoðaði að skoða nú hvað hefði farið úrskeiðis og hvenær. Best væri að horfa fram veginn og bjarga þeim verðmætum og þeirri atvinnu sem um væri að tefla í stöðunni. -hlh 140 milljónir vantar svo hægt sé aö greiða allar skuldir KÞ: Málaferli skaða bændur - sagöi Gísli Baldur Garöarsson hrl. á aöalfundi KÞ DV, Húsavik: „Vinnan sem lögö hefur veriö í þetta mál miðar mjög að því að gera sem mest úr þeim verðmætum sem til staðar eru og tryggja eftir föngum að rekstur geti haldið áfram án verulegrar röskunar. Það er tvennt ólíkt að selja fyrirtæki í rekstri eða selja það eftir að rekstur hefur stöðvast vegna greiðsluþrots eða gjaldþrots. Það er eðli gjaldþrota að eignir fyrirtækja rýrna verulega. En staðreyndin er þó sú að 140 milljónir vantar til að takast megi að greiða allar skuldir félags- ins,“ sagði Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík í gær. Þar kynnti hann ályktunartil- lögu um sölu eigna og samninga við lánardrottna og uppgjör á stöðu kaup- félagsins eins og hún er í dag. Samkvæmt niðurstöðu uppgjörsins, þar sem við blasir 140 milljóna gat, lít- ur út fyrir að kröfuhafar verði að gefa eftir 24% af kröfum sínum. í uppgjör- inu kemur fram að heildarskuldir KÞ eru um 1300 milljónir króna, veð- skuldir og forgangskröfur 555 milljón- ir og afgangur skulda þegar þær hafa verið greiddar 601 milljón. Til greiðslu almennra krafna og vegna innlánsdeildar KÞ fara síðan 457 millj- ónir króna eöa 76% heildarskulda. Bændum var gerð grein fyrir alvarlegri stöðu þessa elsta kaupfélags landsins og sumir sátu hljóðir og hnípnir und- ir þeim iestri. Stjórnarmenn stinga saman nefjum á aðalfundinum. Þeir eru sakaðir um að sitja í glerbúri og sinna ekki upplýsingaskyldu sinni. DV-myndir Hilmar Þór Samkvæmt ályktunartillögunni, sem Gísli Baldur kynnti og samþykkt var samhljóða í atkvæðagreiðslu, verður unnið að lausn fjárhagsvanda Kaupfélags Þingeyinga á þeim grund- velli sem undirbúinn hefur verið í samvinnu Landsbanka íslands, KEA og KÞ. í tillögunni er fjallað um að eignir er tengjast afurðastöðvunum verði færðar í einkahlutafélög sem þegar hafa verið stofnuð. Hlutafélagiö MSKÞ ehf. verður selt KEA fyrir 237 milljónir króna og Landsbanka ís- lands selt hlutafélagið Kjötiðjan ehf. fyrir 293 milljónir. Unnið verður að þvi að selja bygginga- og fóðurvöru- deild og aðrar eignir félagsins. Stað- fest er sala einkahlutafélagsins Mat- bæjar ehf. ásamt hlutabréfum í Garð- ræktarfélagi Reykhverfinga til KEA fyrir 51 milljón króna. Samkvæmt þessu verður KÞ nánast ekkert nema nafnið, eins fram kom í DV í gær. í lok ályktunarinnar segir: „Fund- urinn samþykkir að veita stjóm fé- lagsins heimild til að óska því næst eftir leyfi til greiðslustöðvunar fyrir Kaupfélag Þingeyinga svf. meðan leit- ast er við að ná samningum við lánar- drottna um skuldaskil. Takist þeir ekki verði leitað heimildar til form- legra nauðasamninga." Málaferli skaðleg Gísli sagði hag mjólkurbænda best borgið með því að ganga til samninga með félagsmönnum í kaupfélaginu. Hann sagðist skilja þau sjónarmið sem fram hefðu komið síðustu daga, um eignarhald i mjólkursamlaginu, að það sé samlags- eða félagsmanna. Hann sagðist þó ítreka að þama væri fyrst og fremst um fræðilegan hlut að ræða. Ef fengin yrði niðurstaða varð- andi eignarréttinn kostaði það að minnsta kosti tvö ár í dómskerfinu og fjölda málaferla. Á meðan yrði starfsemin væntanlega í skötulíki og miklir fjármunir mundu vafalítið tapast. „Félagsformið, samlagsfélagið, er einfaldlega vanmáttugt og það hefur heldur ekki verið haldið utan um fé- lagið með þeim hætti að þessir hlutir geti orðið skýrir," sagði Gísli Baldur. -hlh Stuttar fréttir i>v Undrandi Forstjóri Baugs hf., Jón Ásgeir Jóhannesson, undrast í viðtali við RÚV að stjórn KÞ skuli ekki leita eftir tilboð- um í rekstur KÞ þegar verið sé að reyna að bjarga fyrirtækinu. Baugur hefur áhuga á að taka þátt í rekstri Mjólkursamlags KÞ. Bannað að mynda Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að myndavélaeftirlit með starfsmönnum sé óheimilt án vitundar þeirra. Starfsmaður Navy Exchange á Keflavíkurflugvelli kærði slíkt athæfi og skal ríkið nú greiða 200 þúsund krónur í skaða- bætur auk málskostnaðar. Minna atvinnuleysi Skráð atvinnuleysi minnkaði niður í 2,2% af mannafla á vinnu- markaði í apríl, eða tæplega 3000 manns að jafnaði. Atvinnulausum körlum fækkaði enn meira en kon- um og er nú rúmlega helmings munur á atvinnuleysishlutfalli kynjanna. Kynferðisleg áreitni Á málþingi um kynferðislega áleitni á vinnustöðum í gær kom fram að talið er að um 15% laun- þega verði fyrir slíku á vinnustað. Vinnuveitendur og stéttarfélög séu þó að vakna til vitundar um þennan vanda. Vísir.is sagði frá. Útlendingar lægstir Þýskt fyrirtæki bauð lægst í vél- og rafbúnað og franskt fyrirtæki bauð lægst i lokur og fallpípur í út- boði vegna Vatnsfellsvirkjunar. Til- boð Frakkanna var upp á aðeins 55,4% af kostnaðaráætlun og Þjóð- verjanna upp á 75,4% af áætlun. Vísir.is sagði frá. Vill ræða breytingar Alls sögðu 37 kennarar í Reykja- vík upp stöðum sínum í gær. Samtals hafa um 230 kennarar í Reykjavík nú sagt upp og mið- ast uppsagnirnar við 1. september næstkomandi. Borgarstjóri vill viöræður við kenn- ara um breytingar á skólastarfi. Verömætari fiskur Heildarverðmæti fiskaflans í febrúar 1999 var 5.584 milljónir króna. Það er aukning frá febrúar- mánuði ársins 1998, en heildarverð- mæti fiskaflans var þá 4.404 milljón- ir króna. Heildarverðmæti fiskafl- ans jókst einnig í janúar í 3.655 mkr. miðað við 2.240 mkr. 1998. Við- skiptablaðið sagði frá. Sáu Stjörnustríð 32 manna hópur íslendinga fór til Halifax í Kanada-á mánudaginn til að sjá heimsfrumsýningu kvik- myndarinnar Star Wars. Myndin var frumsýnd samtímis í Bandarikj- unum og Kanada. Morgunblaðið sagði frá. Vilja fæðingarorlof Tveir feður, bankastarfsmaður og maður sem starfar hjá ríkinu, hafa kært fjármálaráðuneytið og bankana til kærunefndar jafnréttis- mála fyrir brot á jafnréttislögum vegna greiðslu fæðingarorlofs. Þeir vilja sama fæðingarorlof og konur. ísland í Schengen Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, Knut Wollebæk, utanrik- isráðherra Nor- egs, og Gúnther Verheugen, að- stoðarutanríkis- ráöherra Þýska- lands, undirrit- uðu í gær samn- ing íslands og Noregs við Evr- ópusambandið um þátttöku í Schen- gensamstarfinu um gæslu ytri landamæra Evrópu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.