Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 10
10 enmng MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Forn/o'w/cfræðingar Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son sagði i viðtali að tónlistina sem hljómsveitin Krókódíllinn væri aö flytja mætti ef til vill kalla fornt fónk. Fyrir fjörutíu árum eða rúm- lega það fóru djassleikarar að blanda saman töktum úr rokktónlist saman viö djass. Þó má segja að öllu meiri blús heldur en djass hafi þar verið á ferðinni þótt yfirbragð djass- ins væri á öllu saman. Þetta skríður líka að nokkru leyti upp úr sálar- djassi eða gamla fönkdjassinum sem er kannski enn fomari að því leyti að rokkhrynjandin var þar lítt eða ekki notuð. Forvígismenn þeirrar tónlistar sem Krókódíllinn býður upp á voru helst orgelleikarar á borð við Richard „Groove" Holmes, Jimmy McGriff og Jack McDuff en einnig ýmsir saxafónleikarar og var þar Lou Donaldson fremstur meðal jafningja. Hljómsveitin Krókódíllinn - „hressileg tónlist og jarðbundin". Jass Ingvi Þór Kormáksson Var efnisskráin á mánudagskvöldið í Leik- hússkjallaranum að miklu leyti úr smiðju þess síðastnefnda. Þetta er þægileg og hressi- leg músík og ákaflega „jarðbundin" ef svo má segja sem þýðir að blúshljómar og blússkalar em ráðandi og trommur halda sig við jörðina og taka lítt flugið. Fótspilar bassann Enginn er bassaleikarinn því að Þórir Bald- ursson fótspilar bassann á Hammondorgelið samkvæmt siðvenjunni. Hann átti stjörnuleik í lögum Donaldsons Alligator’s Boogaloo og The Pepper og „bleytti í“ því síðamefnda rækilega að hætti Jimmy Smiths. Eðvarð Lárusson lék á gítar og var sá sem helst fór af og til út fyrir strangt blúsformið. Hann átti frábært sóló í Sassy Lassie. Halldór Gunnlaug- ur Hauksson sat við trommumar og var alveg eins og heima hjá sér á þessum músíkslóðum eins og vænta mátti. Og þaö skiptir ekki máli hvaða tegund tónlistar Sigurður Flosason er að spila. Það er eins og hann sé sérfræðingur í öllu sem hann fæst við og svo var auðvitað í þetta sinn. Mesta sveiflan var í The Pepper. Tennessee Waltz hætti að vera einfaldur blúsrokkari og týpísk „komý“ ballaða vals og varð Daddy’s Home (!), frá því í kringum 1960, hefði sómt sér vel sem síðasti dans á balli í þá daga. Svo lauk þessu með Georgid on My Mind eftir Hoagy Carmichael sem er svo annar og llfseigari síðasti dans og svo afgerandi sem slíkur að eftir það verður að setja punkt. Hljómsveitin Krókódíllinn í Leikhúskjallaranum 17. maí Aðallega skítverk Erik Skyum-Nielsen (á mynd) var mjög ánægður með að fá frétt um gagnrýnanda- verðlaun sín í íslensku dag- blaði en óánægður með frá- sögn blaðamanns á ræöu hans sem varð alltof væmin í þeirri túlkun. Vissulega er þetta ræktunarstarf, segir Erik, en þó aðallega skítverk. Gagnrýn- andi verður alltaf að velja úr það sem er nýtilegt af nýjum bókmenntum og má aldrei vera smeykur við að veröa skítugur á hönd- unum þegar hann mokar sinn flór. Þess vegna fannst mér svo ágætt að íslendingar skyldu halda að ég væri fjósamaður! Blákirkjutónleikar Góðu heilli verður ekkert lát á hljóm- leikahaldi úti á landsbyggðina yfir sumar- mánuðina. Sumartónleikarnir í Skálholti eru auðvit- að löngu búnir að vinna sér fastan sess í tónleikaflórunni, sama má segja um tón- leikahátíöina sem Edda Erlendsdóttir stendur fyrir að Kirkjubæjar- klaustri á hverju sumri. Nýlega bættust svo við tónleikaraðir í • 7 -. j Reykholti og á Seyðisfirði. Á síðarnefnda staðnum fara nú í Óminnishegrar Ein af eftirminnilegustu geislaplötum síð- ari ára var án efa Officium, (ECM) samvinnu- verkefni sönghópsins Hilliard Ensemble og norska saxófónleikarans Jans Garbareks. Þarna var um að ræða margraddaðan kirkju- söng frá miðöldum, meðal annars tíðasöng eft- ir Dufay og Morales, tónaðan af tærri snilld, ásamt frjálsum saxófóntilbrigðum Garbareks við þennan söng. Út úr þessu kom tónlist sem var hvorki forn né ný, heldur tímalaus og óumræðilega fogur. Þeir Hilliard-menn og Garbarek komu svo hingað til að syngja og leika þessa tónlist fyrir okkur íslendinga. Sjálfsagt hefur einhverjum þótt sem ekki yrði auðvelt að höggva tvisvar í þennan sama knérunn sem aftraði ECM-útgáfunni og öör- um aðstandendum ekki frá því að gera aðra Geislaplötur Aðalsteinn Ingólfsson tilraun með þetta vel heppnaða „konsept". Fyrir skömmu komu út tvær geislaplötur í smekklegum pakka undir heitinu Mnemosyne, í höfuðið á frægu ljóði Hölderlins um óminn- ið og sköpunina, þar sem Hilliard-sönghópur- inn og Garbarek takast á við fjölbreyttari tón- list en á fyrri plötunni. Meðal annars er þama að finna tvö þúsund ára gamlan helgisöng, þjóðlög frá Perú, Eist landi, Skotlandi, Baska löndum og landssvæð um amerískra indjána, en einnig hefðbundna miðaldatónlist eftir Hildigerði frá Bingen, Tallis, Brumel og Fayr- fax. Auk þess virðist Garbarek einnig hafa kompónerað ópusa sér- staklega fyrir þessa upptöku. Hver með sínu nefi Þessi plata er því ekki einasta margbrotnari en sú fyrri heldur að mörgu leyti afslappaðri því nú er það ekki bara Garbarek sem leikur af fingrum fram heldur fá söngvararnir einnig svigrúm til frjálslegra útlegginga á tónlistinni. Eða eins og forsöngvarinn í Hilliard-hópnum, John Potter, segir í skrá: „Við ákváðum í stór- um dráttum hvernig við ætluðum að fara með tónlistina og skiptum hlutverkunum á milli, en síðan söng hver og einn með sínu nefi þannig að við vorum aldrei alveg klárir á því hvemig tón- listin mundi þróast." Tveagja heima hönnun Stuðlakot er ekki ýkja hentugur staður til sýninga á þrívíðum gripum af neinu tagi; það gerir smæð hússins og skáhallandi þakið á efri hæðinni. Það virðist þó ekki hafa dregið kjark úr ungum hönnuði, Dögg Guðmunds- dóttur að nafni, sem stillir þar upp brúkshlut- um sem hún hefur verið að gera á Ítalíu og í Listhönnun Aðalsteinn Ingólfsson Danmörku á undanfornum misserum. Ekki er fráleitt að segja að í þessum hlutum mæt- ist hönnunarhefðir þessara tveggja ólíku landa. í vösum af ýmsum stærðum og gerð- um, sem Dögg hefur gert úr ryöguðu smíða- jámi og blásnu gleri, er að finna anga af rök- réttum þankagangi, kímnigáfu og efnislegri útsjónarsemi danskra hönnuða. Vegglampar hennar, sem eru i raunninni Gólflampar eftir Dögg Guðmundsdóttur bara plastblöð fest með segulstálshnöppum utan um ljósaperur eftir hentugleikum hvers og eins, bera hins vegar með sér eitthvað af formrænum þokka og fingerðri útlistun ítal- anna. í gólf- og borðlömpum Daggar, sem eru í stórum dráttum lóðrétt og samstæð glerrör í yfirstærð, örlar hins vegar á annars konar formrænum og hugmyndalegum pælingum. Þar em til dæmis eft- irtektarverðar tilraunir hennar til að láta gólf- og loftlýsingu vinna saman. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvemig hún gerir sér mat úr þessu veganesti. Sjálfsagt má enn fínslípa þessar hugmyndir Daggar. Ekki er ljóst hve þjálir og skítsælir plastskermarnir era sem hún notar í vegglömpunum; sömuleiðis þyrfti ef til vill að styrkja undirstöður „röralampa" hennar með einhverjum hætti. Hins vegar er ljóst að Dögg hefur £illa burði til að hrista upp í ýmsum vanahugmyndum okkar varðandi bæði húsmuni og lýsingu. Sýningu Daggar Guðmundsdóttur í Stöðla- koti lýkur 30. maí. Hllllard Ensemble með Jan Garbarek - „upphafin og ástríðufull tón- list“ Sumfr gagnrýnendur hafa ekki verið sátt- ir við útkomuna en sá sem þetta skrifar tel- ur hana engu síðri en á Officium-plötunni. Hér er um að ræða tónlist sem er allt í senn, upphafin, ástríðufull og sjálfsprottin. Aðdá- endur fyrri plötunnar verða ekki fyrir von- brigðum. The Hitliard Ensemble & Jan Garbarek, Mnemosyne, ECM 1700/01 Umboð á íslandi: JAPIS I hönd sumartónleikar sem nefn- ast Bláa kirkjan. Alls verða haldnir þar 14 tónleikar með að- skiljanlegu íslensku og erlendu tónlistarfólki. Fyrstu tónleik- arnir verða haldnir í Seyðisfjarðarkirkju 2. júni kl. 20.30 og koma þar fram Margrét Bó- asdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergs- son orgelleikari. Munu þau flytja bæði kirkjuleg og veraldleg lög, allt frá Lilju til nýrra verka Jónasar Tómassonar, Atla Heimis Sveinssonar og Hjálmars H. Ragn- arssonar. Upplýsingar og miða er hægt að fá hjá Bláu kirkjunni, sumartónleikum, skrifstofu, Ránargötu 3, 710 Seyðisfirði, e- mail: muff@eldhorn.is. Ferðalangar á íslandi geta því farið tónlistarhringinn. Fiðlusnillingur í Hveragerði Raunar þmfa ferðalangar ekki að bíða fram á sumar eftir að fá úrvalstónlist fram- reidda í fógra umhverfi, því um hvítasunn- una verður tónlistarhátíðin Bjartar sumar- nœtur haldin í Hveragerðiskirkju í þriðja sinn. Á þessari hátíð koma fram Rachel Barton fiðlu- leikari (á mynd), Signý Sæ- mundsdóttir sópransöng- kona, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Ragnhildúr Pétursdóttir fiðluleikari, Junah Chung víóluleikari og Tríó Reykjavíkur, sem er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanó- leikara. Þama verða flutt kammerverk eft- ir Beethoven, Brahms, Chausson, Schumann og Jón Nordal, auk sönglaga eftir Liszt og Sveinbjörn Sveinbjömsson. Að auki mun Rachel Barton, sem leikur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands annaö kvöld, flytja sérstaka dagskrá með „virtúósa“-verkum fyrir fiðlu. Alls verða haldnir þrennir tónleikar, fostudaginn 21. maí kl. 20.30, laugardaginn 22. maí kl. 17 og sunnudaginn 23. maí kl. 20.30. Upplýsingar era veittar í símum 483 4516 og 483 4484 milli kl. 18 og 20.00 daglega. Kristni í landganginum Þeir sem eru á fórum til annarra landa ættu að gjóa augum á sýninguna í landgangi flugstöðvarinnar á KefLavíkurflugvelli en þar hefur verið komið fyrir ljósmynd- um og eftirmyndum íslenskra kirkjulistaverka í tilefni af 1000 ára sögu kristninnar á íslandi. Þarna gefur að líta myndir af mun- um úr Þjóðminjasafninu, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur í Skálholtskirkju, ljósmyndir þeirra Ragnars Th. Sigurðssonar og Rafns Hafnfjörð og eftirprentun af mynd Colhngwoods frá Þingvöllum. Hönnuöur þess- arar litlu og nettu sýningar er Ámi Páll Jó- hannsson (á mynd) sem i fyrra hannaöi skála íslands á Heimssýningunni í Portúgal, eins og frægt er orðið. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.