Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Sport 33 W Sport Verður Samaranch neyddur til að hætta? Svo gæti farið að Juan Antonio Samaranch neyddist til að hætta sem forseti Alþjóða Ólympíunefnd- arinnar (IOC) undir lok þessa árs. Talsverðar líkur eru á að í desem- ber komi fram tillaga þess efnis að meðlimir nefndarinnar megi ekki vera eldri en 70 ára í stað 80 ára eins og reglur segja til um í dag. Ef þetta verður samþykkt mun Samar- anch neyðast til að hætta en hann er 78 ára gamall. Enn neitar Spánverjinn að segja af sér. Þvert á móti vitnar hann í stuðningsyfirlýsingu sem hann fékk frá meðlimum nefndarinnar á fundi í Lausanne í vor. Samaranch getur starfað sem for- seti IOC til ársins 2001. Alveg er inni í myndinni að svo fari enda hefur hvorki hann né nefndin sið- ferðilegt þrek til að koma forsetan- um frá sem þverbrotið hefur allar siðareglur nefndarinnar. -SK Úrsltakeppni NBA-deildarinnar í nótt: Portland skoraði 5 stig - í 3. leikhluta og Utah vann 93-83 Tveir leikir fóru fram í úrslitum NBA-deildarinnar í nótt. Utah sigraði Portland á heimavelli sín- um, 93-83 og New York Knicks vann góðan útisigur á Atlanta, 92-100. Leikmenn Utah Jazz fóru á kostum í fjórða og síðasta leik- hluta í nótt gegn Portland. Utah var undir eftir þrjá leikhluta, 74-78, en í síðasta leikhlutanum skoraöi Utah 19 stig gegn aðeins 5 stigum frá Portland. Karl Malone átti mjög góðan leik fyrir Utah, skoraði 25 stig og tók 12 fráköst. Russell kom næstur með 18 stig. John Stockton skoraöi 10 stig og gaf 7 stoðsendingar. Anderson og Homacek voru með 8 stig. Hjá Portland skoraði Grant 19 stig, Stoudamire 15, Rider 12, Wallace 10 og Sabonis var með 9 stig. Góður útisigur Knicks New York Knicks vann góðan útisigur gegn Atlantaf^-Bakverðir Knicks, Allen Houston og Latrell Sprewell áttu frábæran leik og skoruðu samtals 65 stig. Houston 34 stig og SpreeweO 31. Aðrir leik- menn stóðu þeim langt að baki. Patrick Ewing, sem leikur meidd- ur þessa dagana, lenti í viOuvand- ræðum og skoraði aðeins 12 stig. Chris Crawford skoraði 26 stig fyr- ir Atlanta, Smith var með 25, Bla- ylock 16 og Mutombo 14. -SK Handknattleikur: Ungverji þjálfar liö ÍBV? Maður leiksins: Sigursteinn Gísiason, KR. Góðar líkur em á að Ungverji muni þjálfa 1. deildar lið ÍBV í handknattleik á næstu leiktíð en Eyjamenn hafa und- anfamar vikur verið í þjálfaraleit. „Við höfum gert ungverskum þjálfara tOboð og fáum vonandi svar frá honum í vikunni. Þetta er þjálfari sem hefur þjálfað í ungversku 1. deOdinni og stýrði liði sínu í 5. sæti þar í landi á tímabUinu. Við erum bjartsýnir á að ná samningum við hann,“ sagði Magnús Bragason, formað- ur handknattleiksdeUdar ÍBV, í samtali viö DV í gærkvöld. í viðræðum við tvo Júgóslava Þá ætla Eyjamenn að styrkja lið sitt með tveimur erlend- um leikmönnum og hafa þeir verið í viðrærðum við tvo Júgóslava í því sambandi. Tveir erlendir leikmenn vom í herbúðum ÍBV á síðasta tímabili en þeir stóðu engan veg- inn undir væntingum. Magnús segir að menn ætli ekki að brenna sig á því aftur og því verði vandað til valsins. -GH KR 1 (1) - Akranes 0 (0) KA og danska liðið Viborg hafa náð samkomulagi um félagaskipti Bo Stage yfir til KA. KA-menn höfðu áður náð samningum við leikmann- inn. Það verða því tveir Danir í her- búðum KA næsta vetur en auk Stage verður Lars Walther með liðinu á næsta timabili eins og i vetur. Lazio og Mallorca leika til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa á Villa Park í Birmingham í kvöld. Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio, segist ætla að gera breytingar á liði sínu frá jafh- teflisleiknum gegn Fiorentina um síð- ustu helgi sem kostaði Lazio senni- lega titilinn. Eriksson segir mesta vandamálið að ákveða hvaða tveir leikmenn muni leika í fremstu röð en hann hefur Christian Vieri, Alan, Macello Salas og Roberto Mancini til að velja úr. Erikson metur möguleika liðanna jafha. Hann segir að Mallorca sé í 2. sæti spænsku deildarinnar og það segi mikið um styrk liðsins. „Sigur- inn 1 ítölsku deildinni er markmið númer eitt í mínum huga en við mun- um ekkert hugsa um það fyrr en eftir þennan leik,“ sagði Eriksson. Sveinn Sölvason féll úr keppni f ein- liðaleik á heimsmeistaramótinu í bad- minton í gær. Sveinn tapaði í 1. um- ferð fyrir Austurríkismanninum Heimo Götschl, 15-17, 2-15 og 9-15. Malmö vann góðan útisigur á Hamm- arby, 0-1, f sænsku A-deildinni í knattspymu i gærkvöld. Ólafur Örn Bjarnason lék síðustu 20 mínúturnar með Malmö en Sverrir Sverrisson missti af leiknum vegna meiðsla. Bayern Miinchen er á góðri leið með að kaupa 17 ára ungling frá Paragvæ að nafni Roque Santa Cruz sem þyk- ir gríðarlega efnilegur sóknarmaður. Sturm Graz varð austurrískur bikar- meistari f gær þegar liðið lagði LASK, 4-2, eftir vítaspymukeppni. -GH/EH/VS/JKS 0_ It *§** m %* m »« Stuðningsmenn KR-inga létu ekki sitt eftir liggja í kalsaveðrinu á KR- vellinum í gær og hvöttu sína menn til dáða. Á minni myndinni hefur Sigurður Örn Jónsson, varnarmaðurinn sterki í liði KR, brugðið sér f sóknina og skallar að marki Skagamanna. KR-ingar höfðu betur í þessum fyrsta leik Islandsmótsins sem lofar góðu fyrir sumarið. DV-myndir ÞÖK Þaö er ekki hægt að segja annað en íslandsmótið í knattspymu hafi byrj- að með stæl á KR-vellinum í gærkvöld en leikurinn og íslandsmótið var ekki nema 17 sekúndna gamalt þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Og þetta mark Sigþórs Júlíussonar, sem margir vallargestir misstu af, reynd- ist vera sigurmark leiksins. Þar með náðu KR-ingar að yfirstíga erfiða hindrun en þeim hafði ekki tekist að vinna fyrsta leik á íslandsmóti síðan 1994. Ekki er þó hægt að segja að þetta hafi verið sanngjöm úrslit. Gestimir af Skipaskaga voru allan tímann sterkari aðilinn en þeir vom ekki á skotskónum fyrir framan mark vest- urbæjarliðsins. Markið kom eðlilega eins og köld gusa framan í leikmenn ÍA en þeir voru fljótir að hrista það af sér. Þeir náðu smátt og smátt tökum á leiknum og á miðsvæðinu höfðu þeir tögl og hagldir. KR-ingar bökkuðu með lið sitt aftur á völlinn og leyfðu Akumesingum að stjóma ferðinni. Skagamenn fengu tvö góö mark- tæki færi í fyrri hálfleik. í fyrra skipt- ið skallaði Ragnar Hauksson yfir úr opnu færi og á lokamínútunni varði Kristján Finnbogason vel skot Kára Steins Reynissonar af stuttu færi. KR- ingarnir náðu ekki að skapa sér nein færi en minnstu munaði að Þórhallur Hinriksson bætti við öðru marki en glæsilegt þrumuskot hans af 25 metra færi small í vinklinum. KR-ingar komu heldur grimmari til síðari hálfleiksins en Akumesingar voru fljótir að ná yfirhöndinni og réðu ferðinni allt til leiksloka. Jöfun- armarkið virtist liggja í loftinu en fyr- ir klaufaskap og snjalla markvörslu Kristjáns tókst Skagamönnum ekki að skora. Besta færið fékk Pálmi Haraldsson þegar hann slapp inn fyrir vöm KR en Kristján sá við honum með góðu úthlaupi og andartaki síðar skaut Sig- urður Ragnar yfir markið af mark- teignum. Sigursteinn góður Gamli Skagamaðurinn Sigursteinn Gíslason var besti maður KR-inga. Hann var ákaflega traustur í stöðu vinstri bakvarðar, las leikinn vel og var iðinn við að koma boltanum í spil. Kristján Finn- bogason sýndi góð tilþrif í markinu og ætlar greinilega ekki að gefa sæti sitt eftir í byrjunar- liðinu eins og á síðustu leiktíð. Guð- mundur Benediktsson átti góðar risp- ur en í heild urðu miðjumenn KR undir í baráttu við kollega sina hjá ÍA. Ekki skal það tekið frá KR-ingum að þeir börðust vel fyrir sigrinum þó svo að baráttan og krafturinn hafi komið niöur á spilinu. KR-ingar eiga mikið inni og verða án efa sterkari í komandi leikjum þegar leikmanna- hópurinn verður allur til taks. KR- ingar hafa lengi beðið eftir titlinum og hver veit nema leikurinn í gær hafi verið meistaraheppni vesturbæjarliðsins? Skagamenn skorti herslumuninn Skagamenn geta verið ósáttir með úrslitin en að mörgu leyti geta þeir verið sáttir við spilamennskuna. Þeir léku oft vel saman úti á vellinum, sköpuðu sér nokkur góö færi en vant- aði herslumuninn að nýta þau. Gunn- laugur Jónsson og Reynir Leósson voru öflugir í vöminni og Jóhannes Harðarson var mjög sterkur á mið- svæðinu. Sigurður Ragnar og Ragnar Hauksson geröu oft usla í vörn KR og með meiri samæflngu eiga þeir eftir reynast varnarmönnum annarra liða mjög skeinuhættir. Leikur liðanna í gær gefur góð fyr- irheit um skemmtilegt og vonandi spennandi Islandsmót sem heldur áfram með fjórum leikjum annað kvöld. -GH Q-0 Sigþór Júliusson (17. sek.) með skalla frá markteig eftir íyrirgjöf Guðmundar Bene- diktssonar frá vinstra kanti. |^#i INCLAND Roy Keane, fyrirliði Manchester United, er kominn í vandræði. Hann var handtekinn í fyrradag eftir að fertug kona kærði hann fyrir áreitni á vinsælli krá í Manchester. Keane var látinn laus í gær gegn tryggingu en hann þarf að mæta á ný til lögreglunnar í frekari yfirheyrslur síðar í sumar. Keane var að halda upp á sigurinn i ensku deildinni og að sögn vitna var hann mjög drukkinn. Konan sem kærði Keane sagði að hann hefði verið mjög dónalegur, hefði meðal annars sparkað í sig og hellt< úr ölglasi yfir vin sinn. Nánast er frágengið að Tyrkinn Davor Suker gangi til liðs við Tottenham. Suker, sem varð markahæsti leikmaður á HM í Frakklandi í fyrra, hefur ekki átt víst sæti í liði Real Madrid á leiktíðinni á Spáni þrátt fyrir dapurt gengi liðsins lengst af. Ekki er ólíklegt að Tottenham kaupi fleiri leikmenn fyrir næstu leiktíð. Liðið þarf á sterkari vöm aö halda en hún er að sönnu Akkilesarhæll liösins. Líklegt er að Les Ferdinand verði látinn fara frá félaginu í stað Sukersv John Barnes er líklega á förum frá Charlton. Liðið féll sem kunnugt er úr efstu deild um síðustu helgi og ekki er talið líklegt að forráðamenn Charlton hafi áhuga á aö hafa hann innan liðsins lengur. Sjálfur hefur Barnes gefið í skyn að hann sé á förum og hefur hann lýst yfir áhuga sínum á að gerast framkvæmdastjóri. Ekkert útlit er fyrir aö Hollendingurinn Jaap Stam geti leikiö með Manchester United er liðið mætir Newcastle i úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um næstu helgi. Enska blaðið Daily Mail hefur reyndar fuUyrt að Stam leiki ekki gegn Newcastle. Stam er meiddur og var langt frá því að geta leikið með United gegn Tottenham um liðna helgi. Eins er óvíst hvort Stam geti leikið úrslitaleik Evrópukeppninnar gegn Bayern Munchen. Stam var tekinn af leikveUi í leikhléi er United lék gegn Middlesborough þann 9. maí. Liverpool hefur keypt fmnska landsliðsmanninn Sami Hyypia frá hoUenska liðinu WUlem fyrir 300 miUjónir króna. Hyypia er 25 ára gamaU vamarmaður, stór og stæöUegur og þykir mjög traustur. -GH/SK Lofar ekki góðu fyrir ÍA ÍA hefur aldrei unnið íslandsmótið eftir að 10 liða deild var tekin upp, eftir að hafa tapað í fyrstu umferð deUdar- innar. Þetta er jafnframt fimmta tap ÍA í röð á KR-vell- inum, og Skagamenn httfa ekki skorað þar í 3095 mínútur, eöa síðan 1995 þegar Sigurður Jónssön skoraði. -ÓÓJ/VS Annað „fljótasta" markið Markið sem Sigþór Júlíusson skoraði eftir 17 sek- únda leik i gær er annað „fljótasta" mark í sögu is- landsmótsins í 10 liða deUd. Eyjamaðurinn Leifur Geh* Hafsteinsson á metið en hann skoraði eftir 8 sekúndur í leik ÍBV gegn KR árið 1995. -GH Logi Ólafsson: Ekki sáttur „Ég er aUs ekki sáttur við úr- slitin í leiknum. Það var algjör klaufaskapur að fá á okkur þetta mark snemma leiks. Ég tel samt að við höfum leikið þennan leik ágætlega og við fengum aragrúa marktækifæra tU aö skora úr. Mörkin létu því miður á sér standa en ef tækifærin eru ekki nýtt er varla hægt að búast við því að vinna leik. Jafnteflið hefði verið sanngjarnt og kannski miklu meira en þaö,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, í samtali við DV eftir leikinn. -JKS Atli Eðvaldsson: Meiri háttar „Það var meiri háttar að vinna sigur en það hefur okkur ekki tekist í fyrsta leik á heima- veUi í mörg ár. Ég er á heUdina litið mjög sáttur við leik liðsins. Við fengum tækifærin tU bæta við mörkum en því miður gekk það ekki eftir. Við eigum mikið inni en hafa þarf í huga að við vorum að leika okkar fyrsta leik á grasi í sumar. Skagamenn voru hins vegar búnir að leika marga leiki á grasi. Að vinna með einu marki nægði okkur og því ber að fagna,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga. -JKS Gimnleifur Gunnleifsson: Bíð rólegur Gunnleifur Gunnleifsson, sem varði mark KR seinni hluta síð- asta sumars, sat á varamanna- bekk KR í gærkvöld. Kristján Finnbogason, sem missti stöðu sína tU Gunnleifs í fyrra, var í markinu á ný. „Kristján er frábær markvörð- ur og það þarf enginn að vera svekktur yfir að víkja fyrir hon- um. Ég bíð rólegur eftir mínu tækifæri, og þá mun ég nýta það tU fuUs,“ sagði Gunnleifur við DV í gær. -VS „Ánægjuleg tilfinning" „Það var mjög ánægjuleg tUfinning að skora markið eftir að- eins 17 sekúndur en ákveðið spennufalL Það var afar mikilvægt að fá þrjú stig í leiknum sem var mjög erfiður. Við duttum óþarflega mikið aftur eftir markið og Skagamenn réðu ferðinni á miðjunni lengstum," sagði Sigþór Júlíusson. -JKS Þrír með fyrsta leik Þrír leikmenn léku sína fyrstu leiki í efstu deUd á KR-veUinum í gær. Þetta voru KR-ingarnir Jóhann Þór- haUsson og EgiU Atlason (Eðvaldssonar) og Skagamað- urinn Baldur Aðalsteinsson. Þeir komu aUir inn á í síð- ari hálfleik. -GH KR Akranes Markskot: 6 12 Horn: 4 8 Áhorfendur: 2.025 KR Akranes VöUur: Blautur og þungur. Dómari: Gytfi Þór Orrason, stóð fyrir sínu. Meistaraheppni? Bland I poka Kristján Finnbogason @ - Sigurður Öm Jónsson @, David Winnie @, Þormóður Egilsson, Sigursteinn Gislason @@ - Sigþór Júlíusson, Þórhallur Hinriksson, Indriði Sigurösson (Jóhann Þórhallsson 52.), Guömundur Benediktsson © - Andri Sigþórsson (Arnar J. Sigurgeirsson 85.), Bjöm Jakobsson (Egill Atlason 71). Gul spjöld: Sigþór. Ólafur Þór Gunnarsson - Gunnlaugur Jónsson @, Alexander Högnason, Reynir Leósson @ - Pálmi Haraldsson @, Heimir Guðjónsson @,Jóhannes Harðarson @, Kári Steinn Reynisson, - Sigurður R. Eyjólfsson @, Ragnar Hauksson @, Unnar Valgeirsson (Baldur Aðalsteinsson 78). Gul spjöld: Jóhannes, Unnar. Islandsmótið í knattspyrnu hófst með stæl á KR-vellinum í gær: ♦ v *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.