Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 29
T~>V MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 45 Kristján Davíösson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Ný olíumálverk Kristján Davíösson opnaði sýn- ingu á olíumálverkum í sýningar- sal Sævars Karls í Bankastræti í Reykjavík á sunnudaginn. Verkin á sýningunni eru öll ný og er hún opinn virka daga kl. 10-18 og kl. 10-16 á laugardögum. Sýningin stendur til 27. maí. Sýningar Pétur í Listasafni Árnesinga Pétur Halldórsson hefur opnað sýningu í Listasaíni Árnesinga. Á sýningunni eru lítil verk og skiss- ur og eru verkin þróun á vinnu sem Pétur hefur fengist við undan- farin ár þar sem hann steypir sam- an ólíku myndefni; ljósmyndum, teikningum, kynningar- og prentgögnum. Pétur, sem rekur auglýsingastofu og er kennari í MHÍ, segir: „Ég nýti ýmislegt sem gert hefur verið á auglýsingastof- unni, kynningarefni og söluhvetj- andi auglýsingarefni sem gert hef- ur sitt gagn á smáum markaði okk- ar íslendinga. Þegar þessi bræðing- ur lítur út eins og blöð úr minn- ingabók, mála ég yflr allt saman.“ Sýningin stendur til 30. maí. Ástæður brottfails unglinga úr skóla Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna halda fund í kvöld kl. 20 að Vatnsstíg 10 (bakhús). Efni fundarins er ástæður brottfalls unglinga úr skóla. Hvað verður um þau? Ræðumenn: Rún- ar Halldórsson félagsráðgjafi, Guðrún Friðgeirsdóttir náms- og uppeldisráðgjafi og Eyjólfur Bragason námsráðgjafi. Foreldrafélag misþroska barna Síðasti fræðslufundur vetrarins verður i kvöld kl. 20. Umræðuefnið verður: Ofvirkni, greining og lyfja- meðferð. Fýrirlesari verður Steingerð- ur Sigurbjörnsdóttir barnalæknir. Foreldrafélagið hvetur alla foreldra, ekki síst þá sem þurfa að hugleiða lyfjagjöf handa barni sínu vegna ____________________vandans, en Samkomur Lmninýiega hafa fengið greiningu eða eru að biða eftir henni, til að koma á fundinn. Hann verður haldinn í safnaðarheimili Háteigs- kirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 20 30 ' ITC-deildin Fífa Vorfundur verður í kvöld á kránni Ásláki í Mosfellsbæ kl. 20.15. Lagt verð- ur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 19.45. Heilsubót á Sólheimum Heilsubótardagar verða haldnir á Sólheimum í Grímsnesi 20.-25. maí. Dvölin er til þess að hjálpa fólki að takast á við viðfangsefni hins daglega lífs með því að stíga út úr hinu dag- lega amstri og skoða hugarfar sitt og finna innri frið. Leiðbeinendur eru Sigrún Olsen og Þórir Barðdal. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma meö myndina, ásamt upplýsingum, á ritsfjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef bamið á myndinni er i fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Stórsveit Reykjavíkur í Iðnó: Trompetleikari Buddy Rich stýrir sveitinni Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Iðnó í kvöld kl. 21. Stjórnandi sveitarinnar á þess- um tónleikum er tónskáldið og trompetleikarinn Greg Hopkins. Flutt verða verk og útsetningar eftir hann. Hopkins kemur einnig fram sem einleikari. Hopkins hefur meðal annars gert garðinn frægan sem trompetleikari og útsetjari með Buddy Rich stórsveit- inni en er nú búsett- ur í Boston þar sem hann leiðir eigin stórsveit, kennir við Berkelee-tónlistarháskólann, auk þess sem hann ferðast víða sem fyrirlesari, kennari, útsetjari og trompetleikari. Bubbi á Fógetanum í kvöld heldur Bubbi Morthens sjöttu tónleikana í 16 tónleika röð á Fógetanum í Aðalstræti. Þeir eru tvisvar í viku, á mánudags- og mið- vikudagskvöldum. Bubbi lítur yfir 20 ára ferilinn á tónleikunum og tekur fyrir viss tímabil og þær plöt- ur sem komu út á þeim. Nú er Bubbi búinn að gera plötunni Kona góð skil og komið að Dögun sem Grammið gaf út en hún seldist í 20 þús, eintökum á nokkrum vikum fyrir jólin 87. Súkkat á Næsta bar í kvöld skemmtir dúettinn Súkkat á Næsta bar, Ingólfsstræti la. Hefja þeir félagar leik kl. 22. Annað kvöld mun svo hinn þekkti leikari, Hjalti Rögnvaldsson, lesa ljóð eftir Þorstein frá Hamri á Næsta bar. Hann byrjar upplestur- inn kl. 21.30. Stórsveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Greg Hopkins í kvöld. Skemmtanir Skúrir vestan til Á Grænlandshafi er heldur vax- andi 984 mb lægð sem hreyfist lítið. 1027 mb hæð yfir Suður-Skandinav- íu hreyfist austur. Veðrið í dag í dag verður suðvestangola eða kaldi og rigning í fyrstu en síðan skúrir vestan til. Um landið austan- vert verður sunnanstinningskaldi og rigning sunnan til en skýjað og úrkomulítið norðan til í dag. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi síðdegis. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnankaldi og skúrir, en gola um tíma i dag. Hiti 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.49 Sólarupprás á morgun: 03.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.38 Árdegisflóð á morgun: 10.13 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg skýjaó 9 rigning 6 10 rigning 7 rigning 7 rigning 7 rigning og súld 7 léttkskýjaó 9 skýjaó 11 heiöskírt 12 léttskýjaö 9 15 hálfskýjaö 10 léttskýjaö 9 léttskýjað 12 léttskýjaó 14 léttskýjaö 15 heiöskírt 12 léttskýjaó 12 þokumóöa 10 léttskýjaö 12 léttskýjaö 13 léttskýjaö 12 þoka 1 lágþokublettir 11 léttskýjaö 12 léttskýjaö 18 léttskýjaö 19 léttskýjaó -2 súld 16 léttskýjaö 21 skýjaö 13 heióskírt 11 hálfskýjaö 14 léttskýjaö 11 Aurbleyta á hálendinu Vegir á hálendi íslands eru lokaðir fyrst um sinn vegna aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það að verkum að öxulþungi er takmarkaður víða á vegum og er það tilkynnt með merkjum við við- komandi vegi. Yfirleitt er takmörkunin miðuð við Færð á vegum sjö eða tíu tonn. Vegavinnuflokkar eru að störfum á nokkrum vegum, meðal annars á Snæfellsnesi. Að öðru leyti er ágæt færð á öllum aðalvegum landsins. Ástand vega Skafrenningur E3 Steinkast 02 Hálka 05 Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Drífa og Gunni eignast son Óskírður litli sem er á mynd- inni fæddist á heimili sínu, Sel- vogsgötu 1 í Hafnarfirði, kosn- Barn dagsins inganóttina 9. maí síðastliðinn klukkan 3.38. Hann mældist 14 merkur og 52 cm. Litli prinsinn á sex systkini, þau Jens, Louisu, Þórarin, Þórdísi, Andreu og Þór Steinar. Jennifer Jason Leigh og Jude Law í hlutverkum sínum. eXistenZ Laugarásbíó sýnir nýjusta kvikmynd hins umdeilda kanadíska leikstjóra, Davids Cronenbergs, eXistenZ, sem hef- ur vakið mikið umtal eins og flestar kvikmyndir Cronenbergs. Hún var frumsýnd í Bandaríkj- unum fyrir stuttu en hafði áður verið sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. í eXistenZ, sem ger- ist í nánustu framtíð, segir frá Allegru Geller, tölvusnillingi sem hefur það að atvinnu að búa til tölvuleiki. Með leiknum eXistenZ má segja að hún hafi farið ///////// Kvikmyndir fram úr sjálfri sér. Áhangendur leiksins verða svo háðir honum að þeir komast ekki út úr hon- um. Beinist reiði þeirra því að höfundi leiksins og verður hún því að leggja á flótta. I helstu hlutverkum eru Jennifer Jason Leigh, Jude Law, Ian Holm, Sarah Polley, Christopher Eccleston og Willem Dafoe. Bíóhöllin: 8MM Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: True Crime Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Belly Laugarásbíó: Free Money Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: Deep End of the Ocean Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 to 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 ósoðið, 6 kindum, 8 kost- ur, 9 snemma, 10 kúgar, 11 hitunar- tæki, 13 dróst, 16 fiski, 18 eyða, 19 tíðum, 20 band, 22 stofa. Lóðrétt: 2 blaut, 3 viðbót, 4 gráta, 5 traðki, 6 fisk, 7 þræll, 8 vitni, 12 lið- ugur, 14 amboðs, 15 hási, 17 munda, 19 kafli, 21 tvíhljóði. Lausn á síðustu krossgát: Lárétt: 1 polki, 6 há, 8 erja, 9 net, 10 sólgin, 12 nöskum, 13 akk, 15 únsa, 16 neinn, 18 ká, 20 siðina. Lóðrétt: 1 pennans, 2 orsök, 3 ljós, 4 *■ kalkúni, 5 Ingunn, 6 heimska, 7 át, 11 nía, 14 kið, 17 ei, 19 ál. Gengið Almennt gengi LÍ19. 05. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,300 73,680 73,460 Pund 118,550 119,150 118,960 Kan. dollar 49,880 50,190 49,800 Dönsk kr. 10,4930 10,5510 10,5380 Norsk kr 9,4510 9,5030 9,4420 Sænsk kr. 8,6460 8,6930 8,8000 Fi. mark 13,1143 13,1931 13,1780 Fra. franki 11,8871 11,9585 11,9448 Belg. franki 1,9329 1,9445 1,9423 Sviss. franki 48,6900 48,9600 48,7200 Holl. gyllini 35,3831 35,5957 35,5548 Þýskt mark 39,8675 40,1071 40,0610 ít. lira 0,040270 0,04051 0,040470 Aust. sch. 5,6666 5,7007 5,6941 Port. escudo 0,3889 0,3913 0,3908 Spá. peseti 0,4686 0,4715 0,4710 Jap. yen 0,592400 0,59600 0,615700 írsktpund 99,006 99,601 99,487 SDR 98,650000 99,24000 99,580000 ECU 77,9700 78,4400 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.