Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 2
18 Suðurnes MIÐVKUDAGUR 19. MAI1999 Sjáum hvali og höfrunga í nánast hverri ferö - segir Helga Ingimundardóttir leiösogumaöur Haþnystihvottur Sumarið er tími ferðalaga og útiveru. Karlakór Helga Ingimundardóttir, sem er framkvæmdastjóri Ferða- þjónustu Suðurnesja, er einnig leiðsögumaður í hvalaskoðunarferðum. Hún byrjaði með þessar ferðir á Suðurnesjum 1994 en síðan hafa aðrir fylgt á eftir og nú eru nokkrir sem bjóða upp á slíkar ferðir. „Fyrsta sumarið fór mest í að markaðssetja ferðimar og hafa sam- band við þá sem áttu báta og vildu koma í samstarf við mig.“ í fyrstu fór Helga með Ólafi Björnssyni, skip- stjóra á Hnossi frá Keflavík, en fór síðan sjálf út í það að taka stærri báta á leigu til hvalaskoðunarferða. „Fjöldinn hefur aukist jafnt og þétt. Fyrsta sumarið fóru um 350 manns í ferðirnar en í fyrrasumar var fjöldinn orðinn 3400 manns. Við byijuðum 2. apríl í ár og höfum nú þegar farið 25 ferðir. Þetta er í fyrsta skipti sem við byrjum svona snemma. Það var meiri aðsókn en við áttum von á. Þegar mest verður að gera í sumar er ég með leiðsögumenn í starfi. Vetm-inn hefur farið í að markaðs- setja og undirbúa ferðimar, búa til bæklinga og kynna ferðirnar erlendis. Það þarf alltaf að markaðssetja jafnt og þétt og fara á hótelin og kynna dagskrána." Helga var í hlutastarfi hjá Fræða- setrinu í Sandgerði frá 1996 þangað til í febrúar á þessu ári að hún sneri sér alfarið að hvalaskoðunarferðunum, en hver var kveikjan að þessari starf- semi? „Ég var búin að vera að fara með fólk um Reykjanesið sem svæðisleið- sögumaður og fann að það var mikill Ævi ntýra sta ð u r Hnúfubakur í návígi. áhugi fyrir hvalaskoðun, svo ég sló til. Helga er fædd og uppalin í Njarð- vík og starfaði á bæjarskrifstofunni þar í 16 ár. Á sumrin upp úr 1980 fór hún til Ítalíu að læra ítölsku. „Þá fékk ég þessa leiðsögumanna- bakteríu. Sjálfsagt var þetta ævin- týraþrá og það var árið 1985 sem ég gerðist fyrst leiðsögumaður hér á Reykjanesi. Ég hætti síðan á bæjar- skrifstofunni árið 1992.“ Helga talar auk ítölsku, ensku, dönsku og þýsku sem hefur komið sér vel í hvalaskoðuninni þvi 80% fólks- Bláa lóniö: ins sem fer í þessar ferðir em útlend- ingar. Þá tók hún meiraprófið sem hefur nýst henni vel sem leiðsögu- maður og bílstjóri um Reykjanesið. „Núna hefur þetta þróast út í það að ég er í samvinnu við rútu- bílaeigendur sem sækja fyrir mig fólkið á hótelin og gistiheimilin og skila því aftur eftir ferðir. Þá eram við í tengslum við Fræðasetrið í Sandgerði en þar er sérþjálfað fólk sem tekur á móti hópum og sýnir litskyggnur og kynnir það sem fyr- ir augu ber á safninu. í lok hverrar ferðar gefst fólki kost- ur á að fara í Bláa lónið og vera þar í klukkustund áðm en það heldur heim, en það verður þó að panta það með fyrirvara. Fólk er mjög spennt fyrir að sjá hvalina og það má segja að við höfum séð hvali og höfrunga í hverri einustu ferð. Það eru aðallega hnýðingur, hrefna, hnúfubakur, háhymingar og hnísur. Síðan hefur sést steypireyður, langreyðm og sandreyðm, en þeir koma yfirleitt ekki svona grunnt. Fólki þykir líka gaman að sjá fúgl, Helga Ingi- mundardóttir, leiðsögumaður í arferðum. eins og lunda, súlu, kríu og kjóa.“ í samvinnu við Skógrækt ríkisins kaupir Helga eitt tré fyrir hvem far- þega sem fer í hvalaskoðun og stefnir að því að afhenda fjárupphæðina, andvirði 3400 tijáa, sem ætluð eru til útplöntunar á Reykjanesi. -AG m Tökum að okkur almennan háþrýstiþvott á húseignum. Gerum við fiskikör. Fjöltak sf. Símar 426 7550 og 893 3719 Nýr og glæsilegur baðstaður verður opnaður I júní við Bláa lón- ið, aðeins innar í hraiminu en nú- verandi aðstaða er. Hér er um að ræða 2700 fm bað- stað. Búnings- og baðaðstaða mun rúma 900 manns. Þá er gert ráð fyrir 5000 fm baðlóni. í húsakynn- um við Bláa lónið verða einnig veitingastaðir, funda- og ráðstefnu- aðstaða. „Bláa lónið býður upp á gífm- Agætu Suöurnesiabuar lega upplifun sem felst í tengslum við náttúruna, gufu- og jarðhita- strönd, en þessi ævintýralegu sér- kenni Bláa lónsins munu einkenna nýja baðstaðinn og umhverfi hans og gera hann enn meira spennandi en ella,“ segir Magnea Guðmunds- dóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins. Vinsældir Bláa lónsins hafa auk- ist jafnt og þétt og á síðasta ári heimsóttu það 171.650 gestir sem er 13% aukning frá árinu á undan. Aðsókn yfir vetrarmánuðina hefur aukist mikið og í desember sl. sóttu um fimm þúsund gestir Bláa lónið heim, þar af rúmlega tvö þús- und um jól og áramót. í Vetrargarðinum, sem er umlukinn sjö metra háum glerveggjum, með stór- kostlegu útsýni yfir Bláa lónið, verður glæsilegur veitingastaður. Léttar veitingar verða einnig bornar fram í bistro-um- hverfi og einnig geta gest- ir fengið sér hressingu á svæðinu fyrir framan búninga- og baðaðstöðu. A.G. Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa Lónsins hf„ á nýja baðstaðnum. DV-mynd Arnheiður Keflavíkur 45 ára Því hvetjum við ykkur til að sýna ýtrustu VARÚÐ við meðhöndlun elds á ferðalögum og í umgengni við náttúru landsins. Góða ferð og ánægjuríkt sumar. Brunavarnir Suðunesja Karlakór Keflavíkur var stofn- aður 1953 og hefur starfað óslitið síðan. Hann er því 45 ára á þessu starfsári. Kórinn er ein elsta stofnun á menningarsviði á Suð- urnesjum. Á þessum tíma hefur kórinn sungið víða um land og fengið hvarvetna góðar viðtökur. Kór- inn hefur einnig sungið í sjö þjóðlöndum bæði austan- og vest- anhafs. Stjórnandi kórsins síðastliðin sex ár er Vilberg Viggósson. Eig- inkona hans, Agota Joe, hefur verið undirleikari frá sama tíma. Annan undirleik annast Ásgeir Gunnarsson á harmóniku og Þórólfur Þórsson á bassa. Ein- söngvari er Steinn Erlingsson. Karlakór Keflavikur. DV-mynd Arnheiður Undanfarið hafa kórfélagar og einnig sungið hér á Suðurnesj- verið í tónleikaferðum um landið um. -AG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.