Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 4
20 Suðurnes MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 rsroi Víkurfréttir á 20. ári „Við höfum átt því láni að fagna að vera í góðum tengslum við fólkið á svæðinu," segir ritstjóri Víkurfrétta, Páll Ketils- son. Blaðið stendur á tímamótum, því það er að hefja sitt 20. útgáfuár. Víkurfréttir hafa verið fastur þáttur í lífi Suðurnesjamanna um nær 20 ára skeið og komið út vikulega. Ritstjórinn, Páll Ketilsson, stóð á tvítugu þegar hann hóf ritstjóra- feril sinn ásamt Emil Páli Jóns- syni en árið 1993 keypti Páll hlut Emils og hefur rekið fyrirtækið einn síðan. „Mestu breytingarnar á þess- um tima eru sú öra þróun sem orðið hefur í tölvuvinnslu við út- gáfu blaða. Árið 1996 minnkuðum við aðeins brotið á blaðinu og fór- mn að nota meiri lit og síðufiöld- inn hefur að meðaltali verið 20-24 á viku. Önnur verkefni hafa líka verið að aukast. Við byrjuðum t.d. með Tímarit Víkurfrétta fyrir tveimur mánuðum en það er gamall draummr hjá mér að koma á markað með blað sem við mundum selja í lausasölu og jafn- vel áskrift. Þetta var skemmtileg nýjung og viðtökurnar voru svo góðar að ég á von á því að blaðið sé komið til að vera. Þá erum við að vinna ýmsa auglýsingabæk- linga fyrir einstaklinga og fyrir- tæki.“ Páll hefur þó ekki staðið alveg einn að útgáfu Vikurfrétta því hann hefur notið aðstoðar frétta- stjórans, Hilmars Braga Bárðar- sonar, sem kom ungm- til starfa á Víkurfréttum og hefur verið vak- inn og sofinn yfir velferð blaðs- ins. „Hann er mín hægri hönd, kom til mín í starfskynningu 16 ára gamall og hefur unnið með mér síðan. Ég held að án hans gæti ég ekki verið. Það vinnur þetta eng- Bolafæti 1 v/Njarðarbraut, Reykjanesbæ. Sími 421 4444 - 897 9557. Umboðsaðili fyrir Ræsi og Bifreiðar & Landbúnaðarvélar. M. Benz E280, '93, ek. 125 þús. km, ssk., álf., toppl., sfmi o.fl. Verð 2.350 þús. Cherokee Grand Limitet V8, '93, ssk., ek. 85 þús. Verð 2.590 þús. VW Golf CL 1,4, '94, ek. 74 þús. km, 15“ álf, 5 d., 5 g. Verð 850 þús. Ford Escort CLx '96, ek. 74 þús. km, 5 d., 5 g. Verð 800.000. Eigum einnig '97. Toyota Corolla Gti '88, ek. 171 þús. km, álf., toppl., rafm. í öllu, cd. Verð 450 þús. Mazda 323 Sport, '97, ek. 22 þús., 5 g., 17“ álf., spoiler, toppl., góðar græjur. Verö 1.250 þús. Toyota Corolla Luna, '98, 5 g., 5 d., ek. 4 þús. km. Verð 1.530 þús.Gottlán. Ford KA '98, ek. 22 þús. km, 5 g„ álf., cd., spoilerkitt. Verð 1.100 þús. Suzuki Baleno stw '97, 5 g., ek. 17 þús. km, spoiler. Verð 1.230 þús. Eigum einnig 4x4 bil. Ssangyoung Musso dísil turbo, nýr bíll, 31“ dekk, krómf., leður, ssk. Verð 3.090.000. .. .. : ■' Dodge Stratus V6 '95, ssk., ek. 42 þús. km, álf., cd. Verð 1.590 þús. Ath öll skipti. VW Golf VR-6, '03, ek. 103 þús. km, 5 g„ einn með öllu sem völ er á f bfl. Verð 1.750 þús., ath. öll skipti. Starfsfólk Vikurfrétta. Sitjandi f.v.: Páll Ketilsson, Hilmar Bragi Bárðarson og Kolbrún J. Pétursdóttir. Aftar f.v.: Stefanía Jónsdóttir, Aldis Jónsdóttir, Kristín G. Njálsdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson. DV-mynd Arnheiður inn einn og ég hef verið mjög heppinn með starfsfólk. Nú starfar hjá mér fastur kjarni fólks sem flest hefur unnið með mér í mörg ár. Með fram ritstjórastarfinu hef- ur Páll sinnt fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 og Bylgjuna á Suðurnesjum ásamt Hilmari Braga. -AG Myndarfólk 10 ára: Fagmennska í fyrirrúmi „Það var mikil bjartsýni á sínum tíma að opna ljósmyndastofu og framköllunarþjónustu, þar sem fyrir voru tvær ljósmyndastofur og Kodak Express framköllun," segir Haukur Ingi Hauksson, ljósmyndari og stofn- andi ljósmyndaþjónustunnar Mynd- arfólk í Keflavík, en fyrirtækið held- ur upp á 10 ára afmæli sitt um þess- ar mundir. Haukur Ingi, sem er lærður ljós- myndari, lærði hjá Heimi Stígssyni ljósmyndara í Keflavík og var fyrstu árin með ljósmyndastudíó samhliða framköllunarþjónustunni. „Ég hef minnkað myndatökur í studíóinu en er þó oft fengin í myndatökur út í bæ við hin ýmsu tækifæri". Haukur Ingi fjárfesti nýlega í einni fullkomnustu framköllunarvél á landinu sem er bæði hraðvirk og af- kastamikil, svo núna getur hann framkallað flestar filmur, t.d. hinar nýju APS-filmur sem eru að ryðja sér til rúms og einnig svokallaðar 120 filmur sem ljósmyndastofur nota. Þá getur hann stækkað myndir í stærð- unum frá 9xl3cm til 30x45cm sem er nýtt hér á Suðumesjum. „Ég hef alltaf lagt áherslu á fag- mennsku og hraða og góða þjónustu enda allar filmur framkallaðar sam- dægurs ef óskað er, með hverri fram- kallaðri filmu fylgir ný filma eða 15x21cm stækkun.“ Haukur Ingi segir góða ljósmynd- ara þurfa að hafa auga fyrir augna- blikinu ásamt listrænu innsæi. „Fólk sýnir þó ekki alltaf sitt rétta andlit í myndatökum. Ég er nýbyrjaður að vinna myndir í tölvu í myndvinnsluforritinu Photoshop og get þá lagað gamlar myndir og gert þær sem nýjar bæði í svart-hvítu og lit. Á þessum 10 árum höfum við haft sumariríyndakeppnir og veitt vegleg verðlaun og staðið fyr- ir ljósmyndamaráþoni í samvinnu við Víkurfréttir. í tilefni 10 ára af- mælisins ætlum við að láta okkar traustu viðskipavini, sem fer stöðugt fjölgandi, njóta þéss.“ Hjá Myndarfólki eru seldar allar vörur sem tengiast ljósmyndum, svo sem myndavélar, rammar og albúm svo eítthvað sem nefnt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.