Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 1
15 Körfubolti: Tveir sigrar i roð i Slóvakíu Smáþjóöaleikar: 113 keppendur frá íslandi í Uechtenstein íslendingar senda 113 kepp- endur á Smáþjóðaleikana sem fram fara í Liechtenstein í næstu viku. Hópurinn heldur utan á morgun og verða leikarnir settir á mánudag. Þetta er í 8. sinn sem Smáþjóðaleikarnir fara fram en á þeim keppa átta þjóðir sem all- ar hafa íbúatölu innan við eina milljón. Undirbúningurinn hefur gengið vel „Undirbúningurinn hefur gengið vel og við vonumst að sjálfsögðu eftir því að okkar keppendur standi sig vel, eins og þeir hafa ævinlega gert á þessum leikum,“ sagði Stefán Konráðs- son, framkvæmdastjóri íþrótta- og Ólympíusambands íslands í samtali við DV í gær. íslendingar hafa í gegnum tíð- ina sópað að sér verðlaunum á Smáþjóðaleikunum og þar hafa sundmenn og frjálsíþróttamenn farið ffemstir í flokki. Á leikunum verður keppt í sundi, frjálsum íþróttum, blaki, skotflmi, hjólreiðum, tennis, borðtennis, júdó og skvassi. Landsliðsfólkið í blaki mátaði nýju búningana í gær og ekki er annað að sjá á myndinni til hægri en þeir fari vel á því. -GH Astafjev ekki með Frömurum Nú er orðið ljóst að Pússinn Andrei Astafjev mun ekki leika áffam með 1. deildar liði Fram í handknattleik á næsta tímabili. Astaíjev stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og þá einkum og sér í lagi í sókninni. -GH Tómas skoraði Tómas Ingi Tómasson skoraði eitt marka AGF sem gerði 3-3 jafntefli gegn Bröndby i dönsku úrvalsdeildinni í knattspymu í gær. Tómas skoraði fyrsta mark leiksins á 24. minútu eða sex mín- útum eftir að honum var skipt inn á. AGF komst i 3-0 en dönsku meistaramir náðu að jafna metin á síðustu 20 mínútum leiksins. Jöfnunarmarkið var sjálfsmark Torben Piechnik, ftrrum leik- manns Liverpool, þegar 7 minút- ur vom til leiskloka. Ólafur H. Kristjánsson lék allan tímann á miðjunni fyrir AGF -GH Watford á Wembley Það verða íslendingaliðin Wat- ford og Bolton sem leika um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattpymu á Wembley 31.maí. Watford tapaði fyrir Birmingham í gær en hafði áður unnið með sama mun. Úrslitin réðust í víta- spymukeppni þar sem Watford hafði betur, 7-6. -GH íslenska landsliðið í handknattleik hélt utan í morgun: Valdimar ekki með gegn Sviss íslenska landsliðið í handknatt- leik hélt af landi brott í morgun og er áfangastaðurinn Dormagen i Þýskalandi. Þar ætlar liðið að búa sig undir leikinn gegn Sviss i undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Aarau á fimmtudaginn. Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari fór út með 16-manna leik- mannahóp og vekur athygli að Valdimar Grímsson er ekki þar á meðal. Valdimar kemst ekki utan af persónulegum ástæðum en hann og eiginkona hans eiga von á erf- ingja á allra næstu dögum. Sendur ef eitthvað kemur upp „Ef eitthvað kemur upp hjá örvhentu leikmönnunum sendi ég Valdimar á staðinn rétt fyrir leikinn en ég treysti þeim sem þama em alveg fyrir verkefn- inu,“ sagði Þorbjörn við DV i gær. íslenski landsliðshópurinn er þannig skipaður: Guðmundur Hrafnkelss. . Nordhorn Birkir Ivar Guðmundss. . . Stjarnan Sebastlan Alexandersson .... Fram Gústaf Bjamason.........Willstatt Njörður Ámason ..............Fram Bjarki Sigurðsson .... Aftureldingu Róbert Sighvatsson.....Dormagen Magnús M. Þórðarson . Aftureldingu Geir Sveinsson..........Wuppertal Ólafur Stefánsson .....Magdeburg Dagur Sigurðsson........Wuppertal Aron Kristjánsson ..........Skjem Róbert Duranona .........Eisenach Július Jónasson...............Val Rúnar Sigtryggsson .... Göppingen Sigurður Bjamason .. Niederwúrzb Guðmundur Hrafnkelsson og Róbert Duranona voru ekki með í leikjunum gegn Kýpur um síðustu helgi. Tveir sterkir komnir í lið Sviss íslendingar og Svisslendingar hafa marga hildi háð á handbolta- vellinum og í fyrra mættust þjóðim- ar í tveimur leikjunum i und- ankeppni HM. íslendingar unnu heimaleikinn en töpuðu ytra og eins og nú fór sá leikur fram í Aarau. „Frá því við mættum Sviss síð- ast hafa orðið breytingar á liði þeirra. Tveir sterkir leikmenn eru komnir aftur, Marc Baumgartner og Robbie Kostadinov og þeir koma örugglega til með að styrkja liðið. Baumgartner er öflugur og leikur Svisslendingar snýst mikið í kringum hann. Við stefnum að sjálfsögðu að því að ná í sigur í Sviss og það yrði mjög dýrmætt veganesti," sagði Þorbjöm. -GH Steingrímur með fernu gegn Leiftri (Í6^rr>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.