Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 5
28. Eg man eftir „Himmel iiber Berlin“ eftir Wim Wenders vegna þess að upphafsmínútumar, með flakki myndavélar inn og útum blokkarglugga þar sem hugs- anir íbúanna fylgja með í „voice over“ er það fallegasta sem maður hefur upplifað í bíó. 39. Eg man eftir „Lost Hig- hway“ vegna þess að í einu atriði myndarinnar tekst David Lynch að mynda myrkur á hvíta tjaldinu og það án þess að nota „fade out“ eða „black out“. Eina skiptið sem mað- ur hefur SÉÐ myrkur í hinum myrka sal. Eg man eftir „Festen“ vegna þess að hún er ein af bestu myndunum sem ég hef séð. Á köflum verður hún að meistaraverki: Til dæmis í draumasenu með símhringingu. Á dögunum hitti ég myndarlegan gráhærðan mann í Kaupmannahöfn sem kynnti sig sem Sören Vinterberg. Ég spurði hvort hann væri skyldur Thomasi Vinterberg. Hann kvað svo vera, hann væri faðir hans, bætti síðan við: „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að Thomas byggir „Veisluna" alls ekki á raunverulegum atburðum" og hló. 30. Eg man eftir „Singing in the Rain“ vegna þess að henni tókst að fá mig til að hlæja á ömur- legasta kvöldi lífs míns. 40. 31 Ég man eftir rússnesku myndinni „Hænan mín heitir Ri- aba“ eftir Konchalovsky sem ég sá í París vorið 1994 vegna þess að ég hef aldrei séð hana síðan, hvorki á myndbandaleigum né í kvikmyndahúsum, né heldur hef ég nokkum tíma heyrt nokkurn mann minnast á hana. Ein allra besta mynd sem ég hef nokkurn tima séð. 41 42. 32. Ég man eftir „Amarcord" eftir Fellini vegna þess að atriðið með geðveika frændanum sem klifrar uppí tré og situr þar heilan sunnudag öskrandi: „Ég vil konu!“ er einhvemveginn algjörlega full- komið kvikmyndaatriði. 33. Eg man eftir „81/2“ eftir Fellini vegna þess að hún er eina kvikmyndin sem ég hef séð sem hefur gefið mér sömu næringu og góð skáldsaga, sem lyftir manni á jafn hátt plan og góð skáldsaga, sem hefur sömu breidd og góð skáldsaga. Og vegna snilldaratriðis þegar aðalpersónan (alter ego leik- stjórans) gefur fyrirskipun um af- töku einnar pérsónunnar í mynd- inni: Höfundurinn gerist þreyttur á persónu i verki sínu og lætur hengja hana. Fellini er, var og verður séní. 34. i Ég man eftir öllum hinum myndum Fellinis vegna þéss að fyrir utan Woody Allen er hann eini tótal kvikmyndahöfundurinn. Eg man eftir frönsku myndinni „Gazon maudit" vegna þess að hún gaf mér hugmyndina að plottinu í „101 Reykjavík" og vegna þess að Victoria Ábril leik- ur í þeim báðum. L Ég man eftir „Pulp Fiction“ vegna þess að annars væri ég hálf- viti. 44. 36. Eg man eftir „Waynes World“ vegna þess að hún hafði áhrif á stílinn i „101 Reykjavík". 37. Eg man eftir „Kika“ eftir Almodovar vegna þess afreks að í mvndinni tekst honum að gera nauðgun fyndna og vegna þess að þar birtist sæði i fyrsta sinn í á hvíta tjaldinu. 38. Eg man eftir „Ace Ventura" vegna þess að þar var Jim Carrey ein af þessum upp- götvunum sem maður gerir aðeins nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Svipað og að sjá Michael Jackson í fyrsta sinn. iir ijéðlisl ■kvaknn yndin i Ég man eftir „My Best Fri- ends Wedding" vegna þess að Jul- ia Roberts var svo falleg og vegna þess að ég grét óvenju mikið á henni (það er að segja myndinni). Eg man eftir „Austin Powers" vegna þess að Mike Meyers er snillingur. Eg man eftir öllum mynd- um Woody Allens vegna þess að þær eru allar jafn góðar, allar næstum því frábærar, en engin þó meistaraverk. Hann er „litli snill- ingurinn". Hann er eins og Chek- hov fastur í smásögunum, eins og Chekhov áður en hann skrifaði leikritin. Úr öllum myndum hans eru mér tvær setningar minnis- stæðastar: „Ég hugsa nánast ein- göngu um dauðann og kynlíf, þessa tvo hluti sem gerast aðeins einu sinni á mannsævinni". Og: „Ég kvíði ekki dauðanum vegna þess að þegar hann kemur þá verð ég farinn." , Eg man eftir „Little Voice“ vegna þess að ég sá hana i gær- kvöldi. Ég vona að ég yerði búinn að gleyma henni á morgun. Ég man eftir 43 kvikmyndum, búinn að gieyma 959. Sýningartími 959 kvikmynda eni tæplega áttatíu sólarhringar. Ég hef eytt heilu sumri í myrkvuðum sal, fyrir svörtu tjaldi. ú ert bjartsýnn aó œtla þér aö seilast í sjóöi sem búiö er aö tœma í þetta mikla menningarár sem fram undan er? „Ja, bíðum bara, ég hef ekki sótt um ennþá og ekki kynnt þeim hug- myndina. En vittu til, þeir fá þetta margfalt til baka.“ Eru ekki svona stuttmyndahátíöir úti um allan heim? „Ekkert svo margar. Ég veit til dæmis af einni í Belgíu og annarri í Kanada en Stuttmyndahátíð í Reykjavík: Það mun vekja mikla at- hygli.“ Átta ár eru síðan Stuttmyndadag- ar í Reykjavík voru fyrst haldnir. Þá stóð Jonni að þeim einn og hugðist síðan láta hátíðina í hendur Félags kvikmyndagerðarmanna en þeir sýndu henni ekki áhuga. Jonni fékk því vin sinn og félaga til margra ára, Júlíus Kemp, til þess að að- stoða sig. Síðan hafa þeir tveir hald- ið stuttmyndinni á lofti. Til marks um gróskuna í stuttmyndagerð á is- landi, sem kölluð hefur verið Ijóðlist kvikmyndagerðarinnar, hafa aldrei íleiri sent inn myndir en í ár. Þær eru alls sjötíu sem þeir félagar þurfa að skoða áður en hátíðin hefst. „Þetta er algjört met. Svo má líka kalla þessa hátíð ráðstefnu því þama hittir fagfólk annað fagfólk, hina sem ekki eru fagmenn og mik- ið er rætt um strauma og stefnur." Takiö þiö viö öllu efni, dogma úr fjölskyldualbúminu einnig? „Ef það er saga og hugsun á bak við myndina á hún fullan rétt á sér. Við byrjum öll sem áhugamenn og verðum einhvem tímann fagfólk ef við höldum áfram. Þetta er til dæm- is tólfta árið mitt í greininni og enn hef ég áhuga á því sem ég er að gera og enn er ég að æfa mig svo ég geti orðið fagmaður. Ég hef ekki atvinnu af kvikmyndagerð nema þá sem ég skapa mér sjálfur. Stundum er ég alveg að drukkna í verkefnum og stundum er ekkert að gera, það fer eftir því hvað maður er latur. Það sama gildir um þá sem stunda aðrar listgreinar." Hvernig hefur ykkur tekist aö halda hátíöina hingaö til? „Með velvild þeirra sem taka þátt í henni og velvild fyrirtækja. Eini opinberi styrkurinn sem við fáum er verðlaunaféð en það rennur beint í gegn frá Reykjavíkurbdrg til verð- launahafa." Hvaö má stuttmynd vera löng? „í mesta lagi 25 til 30 mínútur en æskileg lengd er frá tveimur upp í tíu til tólf mínútur." Hefur þú gert stuttmyndir sjálfur? „Já, ég hef verið með í nokkrum. Ég ætlaði einu sinni sjálfur að gera eina þá ungur ég var en hætti við eftir að hafa verið rekinn út af búll- unni með allt mitt hafurtask þar sem ég var að gera myndina. Á sam- an tíma var ég að vinna við að klippa myndir hjá fyrirtæki sem hét Plúsfilm en mér var lika sparkað þaðan svo ég fór að gera Veggfóð- ur.“ Jonni er um það bil að ljúka við gerð þriðju myndar sinnar en þær sem hann hefur þegar gert er sukksessmyndin Veggfóður sem þeir félagar hann og Júlíus Kemp unnu saman. Önnur myndin var Ein stór fjölskylda sem Jonni gerði algerlega upp á eigin spýtur og er að hann fullyrðir ódýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið á íslandi og þótt víðar væri leitað. „Hún kostaði þegar upp var staðið aðeins sex og hálfa milljón með plötunni. Ég skil ekki ennþá af hveiju hún var svona ódýr í framleiðslu." Þriðja mynd hans, Óskabörn þjóð- arinnar, er nú komin á hljóð- vinnslustigið og segir Jonni hana líka ótrúlega ódýra. Að vísu fékk hann handritsstyrk frá Evrópu- sjóðnum og tíu milljónir úr Kvik- Það er ahreg sama á hvaða veggi hann gengur, alltaf kemst hann einhvem veginn f gegnum þá„Á næsta ári stefnir Jonni Sigmars, sem stundum hefur verið nefhd- ur villingurinn í íslenskri kvikmyndagerð, að því að gera Stuttmyndahátíð f Reykjavík að alþjóöiegri hátíð. Hann er ekkert að klóra sér f hausnum yfir því: „Ég er að byrja á þvf að hanna heimasíður og senda út bréf, svo vantar mig bara peninga frá menntamálaráðuneytinu, kvikmyndasjóði og Reykjavíkurborg til þess að standa straum af kostnaði.“ myndasjóði svo á endanum mun hún að hans mati líklega ná Vegg- fóðursprís. „Annars er ég ekki bú- inn að reikna út kostnaðinn." Er hœgt aö gera mynd meö berum höndum án þess aö reikna út kostn- aöinn? „Já, með rosalegum vilja og áhuga er allt mögulegt. Eftir að hafa verið svona lengi í harkinu hefur maður líka sjóast." Öfundar þú ekki félaga þinn, Ragnar Bragason, vegna hins full- komna leikstjórnarfrelsi? „Nei, ég myndi segja að það væri ekkert verra að vita eitthvað um hitt og þetta. Það eru til margar að- ferðir til þess að gera kvikmynd og þetta er bara mín aöferð. En ég er ekki þar með að segja að hún sé sú eina rétta. Ég hef svo brennandi áhuga á því sem ég er að gera að ég finn ekkert fyrir allri þessari vinnu.“ Hvernig vinnur þú mynd? „Fólk vinnur ekki fyrir mig held- ur með mér. Fyrir mér er það að vinna að kvikmynd eins og jólatrés- skemmtun. Allir haldast í hendur og dansa í kringum jólatréð en jóltréð er í þessu tilfelli hugmynd að kvik- mynd.“ Því hefur stundum veriö haldiö fram aö þú sért undir verndarvœng Friöriks Þórs Friörikssonar. „Það er bara bull. Ef ég hef ein- hvem tímann verið það þá var það í Veggfóðri. Annars var það ekkert annað en dugnaður okkar og áræðni sem gerði þá mynd að veruleika. Svo vorum við heppnir með stað og stund. Það er þannig á milli okkar Friðriks að stundum eram við vinir og stundum óvinir en við getum alltaf rökrætt." Jonni segir það þó rétt að Friðrik Þór hafi komið til hans þegar hann var 18 ára upprennandi kvikmynda- gerðarmaður og sýnt áhugamáli hans mikinn áhuga: „En það á ekki eingöngu við um mig því hann er duglegastur allra að styðja unga kvikmyndagerðarmenn á íslandi í dag. Friðrik Þór er tvímælalaust fað- ir íslenskrar kvikmyndagerðar og ætti skilið að fá fálkaorðuna fyrir.“ Viltu segja mér eitthvaö um Óska- börnin, stefnir í sukksess? „Ég vil sem minnst tala um sögu- þráðinn en þetta er raunsæisgaman- mynd sem fjallar um smákrimma; líf þeirra, ástir og vonir. Það má segja að hún sé smá road, smá tra- velling, smá grín og drama og meló- drama. Ég er undir áhrifum af mörgu en hugmyndina fékk ég þeg- ar ég var að gera Eina stóra fjöl- skyldu. Þá þurftum við oft að bera græjunar hús úr húsi um miðjar nætur sökum peningaskorts. Við höfðum ekki efni á bíl. Þama litum við því út eins og smákrimmar." Persónugalleríið í myndinni er lit- ríkt og mannavalið eftir þvi en í að- alhlutverkum eru Óttar Proppe, Grímur Ragnarheiður Axel, Jón Sæmundur, Davíð Þór Jónsson og Þröstur Leó Gunnarsson. í minni hlutverkum era svo menn eins og Árni Tryggvason og Friðrik Þór Friðriksson enda mikið um skemmtileg aukahlutverk. Kvik- myndatökumaður er Guðmundur Bjartmarsson sem hefur starfað sem slíkur í 30 ár. Að sögn Jonna hefur hann gert 2.500 auglýsingar og 600 heimildarþætti. Framkvæmdastjóri i tökunum var Júlíus Kemp . Öll hin handverk myndarinnar hafa meira og minna verið gerð af Jonna Sig- mars. En svo hef ég haft hana Bryndísi Jóhannsdóttur sem mina hægri hönd en verst þykir mér að hún verður alltaf ólétt þegar hún vinnur með mér. En ég ætla að vona að hún sé ekki ólétt núna.” Hvaö ertu aö hugsa meö Óska- börnum þjóóarinnar? „Fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig, að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni en það væri mjög gott að fá áhorfendur til þess að sjá myndina." Láttu ekki svona, maöur getur ekki bara hugsað um sjálfan sig í þessum bransa? „En það verður maður samt að gera. Ég hugsa þó ekki eins og marg- ir kvikmyndagerðarmenn sem virða ekki áhorfandann og telja hann vit- lausan og flatan. Það geri ég ekki. Auðvitað ráða áhorfendur öllu um hvernig framtíð min verður. En ætli það megi ekki reikna út að hingað til hafi ég fengið svona krónu á tím- ann. En það er allt í lagi vegna þess að ég hef verið að gera það sem ég hef áhuga á.“ Á hverju lifir þú; súpu hjá Hjálp- rœöishernum? „Nei, aðallega vinum mínum og stundum lifa vinir mínir á mér. Annars vil ég benda á það að ég er alltaf til sölu þó ekki telji ég líklegt að einhver vilji kaupa mig.“ Áttu marga vini? „Já og það á ótrúlegustu stöðum, háa sem lága.“ Ertu spenntur fyrir samkeppninni á haustmyndadögum? „Ég er ekkert að spá í það. Ég velti aldrei fyrir mér hvort nágrann- inn á flottan bíl. Mér finnst sam- keppni af hinu góða.“ 21. maí 1999 f ÓkUS 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.