Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1999, Síða 1
Ekki vera lestarstjóri Um þessa helgi má vænta þess að margir bregði sér í bíltúr, lengri eða skemmri, og litist um í land- inu, Það er vel. Til þess eru bílarn- ir að nota þá og fallegt er landið. Þess er að vænta að menn aki skynsamlega og muni að hámarks- hraði er ekki sama og skyldugur hraði. Vert er jafnframt að minna á að óskynsamlegt og hættulegt er að aka undir viðteknum umferðar- hraða þannig að langar raðir myndist sem leiða til óskynsam- legrar framúrtöku. Sá sem verður var við að hann er orðinn lestar- stjóri ætti, ef hann endilega viil eða þarf að aka svona hægt, að fara út á útskot og hleypa röðinni fram úr sér oft og þétt. Einnig er rétt að undirstrika að sá sem dregur uppi bíl sem ekið er óeðlilega hægt ætti að nota fyrsta nýtilegan möguleika til að komast fram úr honum. Langar raðir á eft- ir snigli fara yfirleitt ekki að myndast fyrr en þeir sem sætta sig við snigilhraðann eru orðnir einn eða tveir á eftir lestarstjóranum. Það er yflrleitt lítið mál að kom- ast fram úr einum bíl, jafnvel tveimur. En þegar þeir eru orðnir þrír i röð eru málin orðin verri - og viðsjárverðari. Um það má mjög deila hversu skynsamlegur sá hámarkshraði er sem íslendingar þurfa að búa við. Sem betur fer gera lögregluyfirvöld almennt sér þetta ljóst og taka tillit tO aðstæðna áður en ökumenn eru stöðvaðir fyrir „hraðakstur". Þó eru alltaf til einstaka refsivendir réttlætisins sem einblína á bókstaf- inn svo það er betra fyrir budduna og góða skapið að halda sig sem næst mörkum. Höfum bílinn í lagi og ökum skynsamlega - góða ferð. -SHH Lágur og rennilegur, með einkenni sportbílsins - Ferrari 355. Mynd DV-bílar GVA ri 355 GTS Berlinetta: sportbíll Einn þeirra bíla sem vöktu hvað mesta athygli á nýaf- staðinni sportbílasýningu í Laugardalshöll var Ferrari 355 GTS Berlínetta, hrein- ræktaður sportbíll með 3,5 lítra V8 vél, 381 ha. Bíllinn varfenginn að lánifrá Þýskalandi og er nú farinn heim til sín aftur, en DV-bíl- ar fengu hann lánaðan dag- stund. Bls.34 Kynningarakstur Aifa 156 2,0 Twin Spark Sjelespeed ivieo girsKipimgii t tæknin úr Formúlu 1 komin til almenning ;nota Meö því að þróa upp tæknina fyrir raf- stýröa gírskiptingu úr Formúlu 1 bílun- um og gera hana nothæfa fyrir almenn- ing hefur Aifa Romeo komið með áhugaverða nýjung: Nú nota menn þumalfingurna til að skipta um gír án þess að taka hendurnar af stýrinu. Kúplingsfetill fyrirfinnst heldur ekki lengur í gólfinu og þó er þetta ekki sjálfskipting í þeim skilningi sem áður var heldur er Alfa Romeo 156 Selespeed búinn hefðbundnum 5 gíra gírkassa og kúplingu. Það er bara rafbúnaður sem sér um skiptin eftir fyrirsögn öku- mannsins. Að ytra útliti er Alfa 156 Sel- espeed um flest nauðalfk hefðbundna bílnum - bara með öðruvísi hjól. Hilmar Þór Hvar er best ad gera bílakaupin? VW Golf 1400 Basicline, nýskráður 08/98, ekinn 7.000 km, rauður, 3 dyra, bsk. Verð 1.340.000 Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 Nissan VWPatrol 2800 dísil, nýskráður 06/98, ekinn 22.000 km, grænn, bsk. Verð 3.380.000 MMC Pajero 3500 SW, nýskráður 12/94, ekinn 80.000 km, grár, ssk. Verð 2.910.000 MMC Carisma 1800 GDI, nýskráður 01/98, ekinn 30.000 km, grár, bsk. Verð 1.600.000 SuzukiVitara 2000 dísU, nýskráður 07/98, VW Passat 1800 turbo dísil, skutbíll, ekinn 10.000 km, grænn, ssk., nýskráður 01/99, ekinn 14.000 km, Verð 2.200.000 blár. Verð 2.210.000 Velkomin á Laugaveg Í74 og www.bilathing.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 12-16 BÍLAÞINGÍEKLU A/t/Wr e-íH' t notvZuM btlurvil www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.