Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir Salan á Mjólkursamlagi KÞ til KEA: Hefði átt að seljast á almennum markaði segir Kári í Garði Bændur á félagssvæði Kaupfélags Þingeyinga eru ekki á eitt sáttir um þá niðurstöðu sem varð í gjaldþroti kaupfélagsins við yfirtöku KEA á eignum þess, ekki sist Mjólkursam- lagi KÞ. Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, telur að of mikill asi hafi verið á mönnum og að ekki hafi verið fullreynt hvort markaðsvirði fengist fyrir Mjólkur- samlagið. Hann kvaðst lengi hafa verið mjög hlynntur því að komið yrði upp mjólkurvinnslufyrirtæki sem væri rekið af öðrum aðilum en bændum en það tækifæri hefði ekki verið notað. „Ég er sannfærður um að núverandi fyrirkomulag er mjög óheppilegt. Mér er alveg sama hvort Jóhannes í Bónusi eða KEA borgar mér fyrir mjólkina. Dagur Jóhann- esson, oddviti í Haga í Aðaldal, er þessu ekki sammála. Hann telur að skásti kosturinn í þeirri stöðu sem upp var komin hafi verið tekinn þegar KEA yfirtók eignir og rekstur KÞ. DV hefur áður greint frá því að KEA fékk Mjólkursamlag KÞ fyrir 237 milljónir króna. Fjármálasér- fræðingar sem DV ræddi við í síð- ustu viku voru sammála um að markaðsvirði Mjólkursamlagsins væri mun hærra, eða um 500 millj- ónir króna. Kröfur bænda, sem ekki höfðu fengið greitt fyrir innlagða mjólk í samlagið, námu um 140 milljónum króna þannig að hefði KEA greitt um 380 milljónir fyrir Mjólkursamlagið hefði verið hægt að greiða bændum inneign þeirra hjá samlaginu. Hefði samlagið verið selt fyrir 500 milljónir hefði verið 123 muljóna króna afgangur. „Ég veit ekki til þess að Jóhannes í Bónusi hafi nefnt slíkar tölur þeg- ar hann hringdi kvöldið fyrir kaup- félagsfundinn heldur að hann vildi borga eitthvað meira en KEA," Kári Þorgrfmsson, bóndi Mývatnssveit. Garöi sagði Dagur Jóhannesson við DV. Dagur segir að burséð frá því þá hafi spurningin verið um það að væntanlegur kaupandi kæmi að öll- um kaupfélagspakkanum en ekki bara að Mjólkursamlaginu einu. „Það hefði ekkert bjargað málunum að kaupa eitt mjólkursamlag. Menn voru að koma í veg fyrir að rekstur- inn í heild stöðvaðist. Þess vegna var staðið að þessu á þennan hátt," sagði Dagur. „Ég er fullviss um það að verið er að selja þessi fyrirtæki frá kaupfélag- inu undir því verði sem hefði mátt telja eðlilegt að fengist fyrir þau und- ir öðrum kringumstæðum. Hversu mikið lægra það er við núverandi kringumstæðum skal ég ekki segja, en það er örugglega eitthvað, Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það hefði átt að leita eftir sölu á mjólkur- samlaginu á almennum markaði," sagði Kári Þorgrímsson. -SÁ Hengilssvæðið: Alls óvíst um stórskjálfta Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu íslands, segir að það sé alls óvíst að stór jarðskjálfti sé að brjótast út á Hengilssvæðinu eins og hefði mátt ráða af frétt Stöðv- ar 2 í fyrrakvöld. Hann segir að fylgst verði með því næstu daga hvort slík merki sjáist. Þaö sé oftúlkun á niður- stöðum skoska jarðeðlisfræðings- ins Stuarts Cramp- ins að sú spenna sem hefur verið að safnast upp á tilteknum stað i jarð- skorpunni á Hengilssvæðinu sé bein ávísun á að harður jarðskjálfti sé í þann mund að skella á. Ragnar segir að fjölmargir sam- verkandi þættir leiði til jarðskjálfta og það geti gefið afar ranga mynd að grípa einn þeirra úr samhengi umræðunnar og telja hann vera spá. „Við þurfum að vita hvar skorpan er veikust fyrir hverju sinni til að átta okkur á hvar jarð- skjálfinn verður," sagði Ragnar við DV. -SÁ Sjá Heim, bls. 21 Ragnar Stef- ánsson jarö- eðlisfræðingur. Ekki er að undra þó að menn klóri sér í höföinu þegar blossuð sólin tekur upp á því að verma kroppinn i rigningartíö- inni. Þessi öldungur var líka svo sannarlega í sólarmiöju í Kópavogslauginni og kunni því vel. DV-mynd Hilmar Þór Alþingishússgarðurinn: Friðaður veggur brotinn niður Suður- og vesturhliðar veggjarins utan um garð Alþingishússins hafa verið brotnar niður vegna fram- kvæmda við byggingu skrifstofu- húsnæðis fyrir Alþingi. Veggurinn er frá árinu 1895 og er því friðaður samkvæmt lögum. Þetta kom fram á Vísi.is í gær og þar sagði jafnframt að ætlunin væri að taka sneið af garðinum til að gera akstursleið í bílakjallara væntanlegs skrifstofu- húsnæðis Alþingis. Alþingishússgarðurinn er elsti skrúðgarður landsins og hefur hald- ist að mestu óbreyttur til þessa dags. Garðurinn var alla tíð mikið áhugamál Tryggva Gunnarssonar landsbankastjóra og fór hann fram á að verða jarðsettur í garðinum og varð Alþingi við þeirri ósk. Magnús Skúlason, framkvæmda- stjóri Húsafriðunarnefndar, sagði nefndina ekki hafa gefið leyfi fyrir niðurbroti veggjarins og alls ekki fyrir breytingum á garðinum. Þá hefur Vlsir.is heimildir fyrir því að erindi hafi ekki borist núverandi fornleifanefnd. Formaður fráfarandi fornleifanefndar, Páll Sigurðsson, kannast ekkert við málið. Ólafur G. Einarsson sagöi i sam- tali við Vísi.is að veggurinn hefði verið tekinn niður stein fyrir stein og hann yrði settur aftur saman í upphaflegri mynd að framkvæmd- um loknum. Suður- og vesturhliöar veggjarins um garð Alþingishússins hafa veriö brotnar níöurvegna byggingar skrifstofuhúsnæðis. DV-mynd HH Peningum stolið Brotist var inn í skrifstofur Vid- eohallarinnar klukkan tvö aðfara- nótt mánudags. Þær eru beint fyrir ofan búðina í Lágmúla. Þetta var á afgreiðslutíma og uppgötvaðist þeg- ar starfsstúlka Videohallarinnar fór upp á skrifstofu til þess að ná í myndbandshulstur. Þjófarnir náðu tæpum tveimur milljónum króna. Tíkin Tína fannst dauð Tíkin Tina, sem týndist í janú- ar síðastliðn- um, fannst á laugardaginn. Hún lá dauð í skurði í ná- grenni Hafra- vatns. Hún var enn í bláu káp- unni sinni með rúllur í feldinum. Banaslys í Borgarfirði Banaslys varð I Borgarfirði kl. hálfeitt aðfaranótt laugardags þegar bíll með fimm ungum pilt- um fór út af Borgarfjarðarbraut rétt við Varmaland og fór nokkr- ar veltur. Einn piltanna var úr- skurðaður látinn á slysstað. Tveir voru alvarlega slasaðir. Hinn látni hét Krisrján Óskar Sigurðs- son, Grenigrund 48, Akranesi. Viðgerð kostar mifijónír Kostnaður við viðgerð á öðrum veltiugga Herj ólfs skiptir milljónum króna, að sögn Gríms Gisla- sonar, stjórnar- formanns út- gerðarinnar. Hann skemmd- ist fyrir um mánuði og hefur skip- ið verið í viðgerð í Rotterdam. Fagranesið var leigt í staðinn. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur geti hafið áætlunarferðir að nýju á fimmtudag. Mbl. greindi frá. Hækka iögjöld Tryggmgafélögin undirbúa hækk- un iðgjalda lögboðinna bifreiða- trygginga vegna gildistöku breyt- inga á skaðabótalögum l. mai. Nýju lögin fela í sér 58 prósenta hækkun á bótum vegna líkamstjóns. Skarkoli sýktur Helmingur skarkolastofhsins í Faxaflóa er með bráðdrepandi sveppasýkingu. Sjúkdómurinn leggst á nýru skarkola og leiðir hann til dauða. RÚV greindi frá. Innbrot í geymslur Brotist var inn i 17 geymslur í geymsluhúsnæði við Brekkugötu í gær. Ekki er enn búið að hand- sama innbrotsþjófana. Surtsey inc. Nýtt netþjónustufyrirtæki í Minneapolis í Bandaríkjunum, Surtsey inc, ber heiti eldfjallaeyj- unnar góðu. Morgunblaðið segir ástæðu nafhgiftarinnar þá að Net- ið og Surtsey séu nýjustu staðirn- ir á jarðriki. Samdráttur í sjónmaíi Aðsókn í íbúðahúsnæði eykst enn og er grið- arleg þensla í byggingariðn- aðinum um allt land. Haraldur Sumarliðason, formaður sam- taka iðnaðar- ins, telur kröft- ugan samdrátt í aðsigi á nýbygg- ingarmarkaðnum og mun hann koma í kjölfar minnkandi þenslu í þjóðfélaginu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu. Snör handtök Mikið snarræði gesta í sumarhús- um Eimskips að ReynivöUum í Suð- ursveit kom í veg fyrir að stórtjón yrði þegar eldur læsti sig í útvegg eins hússins. Talið er að kviknað hafi í út frá grilli. Gestirnir réðu niðurlógum eldins og rifu klæðning- una af veggnum og komu þar með í veg fyrir frekari útbreiðslu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.