Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 Fréttir DV Menn útlendra kvenna stofna samtök: Saka Útlendinga- eftirlitið um fordóma j " ........" 1 ucnmumijuxx vc^iuct. Fæðingin kostaði hundrað þúsund - af því aö konan var taílensk „Þctto vr búinn nð vc-ra ort: Dvalarinmnaöur 26.-27. aprtj Tallaiids komiö. J:u cr okki mft- Aö auki hefur KrlstjAn þuiíl nö eikur !r,1 upphafi. Eg vUsi vkktrt 29.100 krónur. Fæólngarlijaip imincltt I þcssu dasnl ogþóU við Krcíöa -tfrstakksa fynt alla sk<*ó im þotta þótt heflSi spurt.** 72X50 krftnur. Samtals J0J.950 séum búín aö sklni dóttur okkar anir sem Choosri fór J !, meógouit auði Krtstjim Jónsson simdibil- króiuis. Souju vcróur hón ekki Krísljdns- unni 0« l»á vúknuöu crunscsr.iJir tjóri scm fékk rcikninj! tipp á „Konan mtn attt dóttur okkar tlóttír í)ir m vió Choosri höfum hjA honum að e( ttl vill þyrflí hann fisnar cítt huntiroö iitssuistt krön- ktukkan hsUiþrJú að nóttu oj: fór skráð okkur forinlctct t snnibúö. líka að weiAr fyrir f;cóinyui:.i. ir eílir aó dóttlr lians Éasidist ft hcím s.tma tlai;. Kf hún hcíöl lcgið Éc veltí þvi fyrir mór hvemig „fcg reyiuJi nð sjiyija t:n tmginn gat íeðingardcilil Landspltalans. 0 f;eðinís»nieildlnni i tjóra dsi»i þctta hcíði vcrið cf ég værí Tai- svamö mér. Ku aö þetta yröí svona Cristjáni var í'.ert aö r.reiða alian eins og venjst cr þ.i hefUi r>.-iknin^- lcndingur oj{ Choosri Islcnsk. Kt» dj-rt <»n aö dóltir mísi nuettí ckki icöísuvsrkosmnð vegna þoss aö urinn flogtö yt'tr 200 þúsund krím- er vlst aö hanslöer mitt alveg jnfn kenna sig vfð (hður sítm: það datt Ktm.'-inWlir haiu cr tailensk og ur." sagöi Krisijím scm kjmntist mlkíft og tn'nnar." sagði Krístján mí-r aldrei í hUK." sagftl Kristjím icfur ckkt crm fettgíft dvalaiieyfl Choosri TisongkhA Itðr ;1 landi og Jónsson sem vonast eítir þvi að fá Jóttsson sem Irrótt fyrir ailt n l iðr ix laisdí. A reiksiísigt fra Rlkts hefttr huið með hcuni 1 hólft atuv reikningmn frá HfkUspitólunum sjóimda himni rrseö litiu Sonju pttöium sienciur skyrt og skorin- að ftr. Sjólftir hcfur hann nldret til cndurgreiildnn f)-rr cn sciitna slna þott hfm hafi kostað ?j;t. -qr Frétt DV um hundrað þúsund króna fæðinguna. „Frétt DV á fimmtudaginn um hundrað þúsund króna fæðinguna er dæmigerð fyrir ástandið í mál- efnum útlendra kvenna sem eru með íslenskum mönnum. Hér á landi ríkja þvílíkir fordómar gagn- vart útlendingum, og þá sérstaklega Asiukonum, að það er til skamm- ar,“ sagði Ólafur M. Ólafsson bíl- stjóri sem er kvæntur konu frá Fil- ippseyjum. Ólafur og fleiri hafa ákveðið að stofna samtök þeirra sem telja sig verða fyrir barðinu á fordómum og geðþóttaákvörðunum ýmissa embættismanna í kerfinu þegar leitað er eftir fyrirgreiðslu vegna útlendinga. Samtökin verða stofnuð í júní og hafa hlotið heitið „Mannréttindasámtök innflytjenda og ftölskyldna þeirra“. Ólafur segir að framkoma starfs- fólks Útlendingaeftirlitsins sé oft á tíðum með ólíkindum og dæmi séu þess að fólk hafi ekki fengið um- sóknareyðublöð vegna dvalarleyfis þegar það hefur ætlaö að sækja þau. Dæmin séu mörg og sum hver ljót. „Þetta á ekki einvörðungu við um Útlendingaeftirlitið því verkalýðsfé- lögin og Vinnumálastofnunin eru ekki hótinu betri á köflum. Þegar ég leitaði eftir dvalarleyfi fyrir konuna mína, sem er frá Filippseyjum, svar- aði embættismaðurinn því til að hann væri alltaf í einhverju veseni með þessar konur frá Filippseyjum eins og það kæmi málinu eitthvað við. Við erum nú búin að vera gift í fjögur ár og ekki veit ég til þess að hún hafi valdið umræddum manni nokkrum vandræðum," sagði Ólaf- ur. Forsvarsmenn þessara nýju mannréttindasamtaka segja Útlend- ingaeftirlitið aðeins hafa gömul og götótt lög’til að fara eftir og þar geti starfsmenn hagað sér að vild í fjötr- um eigin fordóma. Eina skriflega reglan sé reyndar sú að..Útlend- ingaeftirlitið tekur ákvörðun um dvalarleyfi útlendinga“. Mörgum út- lendingum sé síðan haldið á fram- lengdu þriggja mánaða dvalarleyfi og komist fyrir bragðið aldrei inn í kerfið. Það sé ástæða þess að eigin- maður taílensku konunnar sem átti barn á fæðingardeild Landspítalans á dögunum hafi verið rukkaður um rúmar eitt hundrað þúsund krónur fyrir fæðingarhjálpina. „Stofnfélagar í nýju mannrétt- indasamtökunum eru rúmlega fimmtíu en við höfum tekið eftir að margir óttast að taka þátt vegna hræðslu við afleiðingamar. Þessir útlendingar hafa líka æma ástæðu til að óttast embættismenn kerfis- ins. Þeir eru fullir af fordómum,“ sagði Ólafur M. Ólafsson. -EIR Keikó veröur ekki sýningargripur: Ferðamálamenn eru hundsvekktir Ferðamálamenn í Eyjum, sem voru afar hjartsýnir á að Keikó mundi draga fjölmarga ferðamenn til Eyjanna, eru óánægðir. Tveir þeirra segja í viðtali við DV að þeir sjái enn ekki nein viðbrögð markað- arins við Keikó þrátt fyrir mikla „auglýsingu" og umfjöllun erlendis þegar hvalurinn var fluttur til ís- lands. „Málið er að við vorum seinir fyr- ir með niðurstöðuna í þessu máli. Við erum til dæmis núna í dag að taka í notkun sal í félagsheimilinu þar sem fólk getur séð beinar út- sendingar frá þvi sem er að gerast í kvínni," sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, í gær. Komið hefur verið fyrir nokkrum mynda- vélum í kví Keikós, neðansjávar og ofan. Keppinautarnir í ferðabransan- um í Eyjum, Páll Helgason og Gísli Magnússon, sögðust ekki hafa séð neina hreyfingu vegna Keikós. „Við erum hundsvekktir og allt í vitleysu. Fyrirhugaðar Keikóferðir detta upp fyrir því Keikó verður ekki gefið á ákveðnum timum eins og talað hafði verið um. Við sjáum Keikó oft tilsýndar í bátsferðinni en það er fullt af vinum og ættingjum Keikós fyrir utan og þá sjáum við,“ sagði Gísli. „Ég spáði ekki neinni sprengingu en sumarið er varla byrjað. Við skulum sjá til,“ sagði Páll Helgason ferðafrömuður í gær. -JBP Keikó dregur enn ekki að ferðafólk. Oskaplegar langanir Ef einhver veiki er skæð þá er það svonefnd ráðherra- veiki. Veiran sem henni veld- ur er í hverjum og einum þingmanni en atvikin ráða því hversu skæðri pest hún veldur. Þessa dagana herjar hún á þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks enda eiga foringjar þessara flokka i stjórnarmyndunarviðræð- um. Þingmenn annarra flokka eru ekki eins illa haldnir enda minni von hjá þeim um ráðherrastóla. Reyndar er vafasamt að tala um að foringjar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks- ins séu í stjómarmyndunar- viðræðum. Frægt var að Dav- íð nennti ekki að standa í stappi við aðra flokksleiðtoga í kosningabaráttunni. Hann sendi því aðra fyrir sig fram á síðustu stundu. Með því tókst honum að koma sjálf- um sér á æðra plan og pirraði um leið hina, eink- um Margréti vinkonu sina Frímannsdóttur. Hann nennir heldur ekki að standa í þjarki um stjórnarmyndun og lætur aöra sjá um það. Hið sama gildir um Halldór. Hann stoppar ekki nógu oft á landinu til þess að setja sig inn í gang mála. Halldór og Davíð fólu því varaformönnum sínum, Geir og Finni, að mynda stjórnina. Þeir nenntu því ekki heidur og fengu lögfræðistofur í djobbið. Það er þó ekki svo að skilja að Davíð sitji alveg aögerðalaus. Á meðan lögfræðingarnir dunda sér við stjórnarmyndunina kallar hann þingmenn sína, einn af öðrum, á sinn fund og spyr þá hvort þeir vilji verða ráðherrar eða hvort þeir geti góð- fúslega bent á félaga sína sem eigi rétt á slíkri upphefð. Myndir hafa náðst af helstu kandidötum þar sem þeir koma brosandi af fundi formannsins eftir að hafa bent á sjálfa sig. Þannig náði DV mynd af Árna M. Mathiesen skælbrosandi á fundi formanns og Moggi birti aðra eins þar sem annar Ámi brosti ekki minna, þ.e. Johnseninn sjálfur, jarl úr Eyjum. Davíð lætur vonbiðlana engjast og hélt áfram spjalli sínu við þá nú um nýliðna hvítasunnu- helgi. Það fór eins og vænta mátti að allir töldu þeir sig eiga tilkall til ráðherradóms. Halldór millilenti hér um helgina og tékkaði aðeins á stöðunni. Þar var ástandið svipað, eirðarlitlir þingmenn, þvalir af eftirvæntingu og allir með ráðherrann í maganum. Einna verst lék pestin Guðna goða þeirra Sunnlendinga enda þótti út- koma hans í kosningunum ganga kraftaverki næst. Þá þorði Siv ekki að bregða sér bæjarleið á mótorhjólinu ef ske kynni að formaðurinn hringdi í stoppinu stutta. Allt tekur þetta þó enda. Flokksformennirnir sögðust klára dæmið um mánaðamótin. Þá verða lögfræðistofurnar tvær vonandi klárar með stjórnarsáttmálann og þá verður hægt að úthluta ráðherraembættunum. Til þess að lina þjáningar sem flestra kann að reynast nauðsynlegt að fjölga ráðherrastólum úr tug í tylft. Löngunin er svo óskapleg og hjá svo mörgum. Dagfari sandkorn Hæstvirtur forseti Eftir að Ólafur G. Einarsson lét af þingmennsku vantar þunga- vigtarmann í embætti forseta Al- þingis. Sturla Böðvarsson hefur verið varaforseti og eftir góðan árangur á Vesturlandi er hann sterkur kandidat í stöðuna, enda ólík- legt að draumur hans um stól sjáv- arútvegsráðherra rætist. En Engeyj- arættin j.-ennir hýru auga til embættisins fyrir Halldór Blön- dal og sama gera ýmsir yngri menn í þingflokki sjálfstæðis- manna sem sjá aukna möguleika á ráðherradómi ef Halidór fer úr rík- isstjórninni. Eina skilyrðið fyrir að teljast gjaldgengur í embætti for- seta þingsins er að þekkja helstu þingmenn með nafni og áhöld eru um hvort Halldór Blöndal uppfyllir það. Möguleikar Sturlu eru því taldir verulegir... Á vinskap fárra í Sandkorni á fimmtudag birtum við vísu sem Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra kastaði fram á sjúkrahúsinu þegar útlit hans barst f tal: í kjölfarið fengum við sendingu frá manni sem sagði ’að faðir hans hefði kennt honum eftir- farsyjjii vísu fyrir möfjf|m árum. ÞaifWekki glögg- skyggna til að sjá að hér er annar fyrripartur en botn- inn hinn sami og hjá Páli. Virðist Páll hafa tekið sér svonefnd skáld- skaparleyfi. Samkvæmt bestu manna vitund mun vísan hér vera kveðin um Helga, föður þeirra Arnþórs og Gísla, tónlistarmanna úr Eyjum. Er talið að hún sé upp- haflega úr spéritinu Speglinum. Víst mundi Helgi vinskap eiga fárra væri hann metinn eftir dyggð- um sönnum. Útlitið er innrætinu skárra og er hann þó með skuggalegri mönnum. TölVutæknin hefur stundum gert unnendum ástkæra ylhýra málsins erfitt;iim vik enda tölvumál fullt af allsi k>ms slettum og oröaslangri. Tölvupóstur er orð sem menn hafa notað en þykir fuillangt og frek- ar óþjált fyrir tölvu- töffara. Rafpóstur er orð sem einnig hefur verið notað sem og e-mail. En nú virð- ast menn hafa dottið niður á þægilegustu lausnina. Tölvu- póstur hefur einfaldlega fengið nafnið Emil. Finnst mönnum því liggja beint við að henda Emil í súpuskálina þeg- ar honum er eytt eða fargaö ... r Oskarvann! Þjóðlífsritstjórinn Óskar Guð- mundsson, sem Jóhanna Sigurð- ardóttir gerði að kosningastjóra Fylkingarinnar i Reykjavík birti grein í Morgunblað- inu þar sem hann kemst að þeirri nið- urstöðu að skellur- inn í Reykjavík hafl í reynd verið sigur fyrir Jóhönnu (og þar með hann). Óskar segir að þar sem fylgið sé þrátt fyrir allt hæst í Reykjavík hljóti framboðið þar að leiða Fylk- inguna. Þar sem Jóhanna leiðir Fylkinguna í Reykjavík lesa gamal- reyndir djúpsálarfræðingar úr skrif- um Óskars að Jóhanna bjóði sig fram tO formennsku þegar nýi flokk- urinn verður stofnaður. Eftir brot- lendinguna í Reykjavík eru þó flest- ir nema sigurvegarinn Óskar þeirr- ar skoðunar að tími Jóhönnu sé end- anlega kominn - og farinn ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.