Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999 Fréttir Aflatillögur Hafrannsóknastofnunar: 1,2% minni þorskkvóti - innan skekkjumarka, segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að heildarþorskafli verði 1,2% minni en á yfirstandandi fiskveiðiári, eða alls 247 þúsund lestir í stað 250 þúsunda. Hafrannsóknastofnunin kynnti fyrir helgina tillögur stofnunarinn- ar að veiðum á næsta fiskveiðiári sem hefst 1. september. Lagt er til að heildarþorskafli verði 1,2% minni en á yfirstandandi fiskveiði- ári, eða alls 247 þúsund lestir í stað 250 þúsunda. Þjóðhagsstofnun telur að þessi samdráttur og aðrar breyt- ingar á fiskveiðum geti leitt til þess að hagvöxtur verði um hálfu prósentustigi minni en áætlað var fari stjómvöld að tillögum HAFRÓ. Guð- mundur Ólafsson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun HÍ, sagði í samtali við DV í gærkvöld að sveiflan væri innan skekkjumarka. Hlutur sjávarútvegsins i þjóðarfram- leiðslunni hafi minnkað og sé kominn niður undir 13%. Því skipti sveifla af þessu tagi ekki því máli sem hún hefði gert þegar vægi greinarinnar var mun meira. „Aðr- ir atvinnuvegir eru farnir að dafna það mikið að þetta er tæpast stór- mál,“ sagði Guðmundur. Lagt er til að kvóti í úthafsrækju verði minnkaður verulega frá því sem heimilað var í upphafi þessa flskveiðiárs, eða úr 60 þúsund lesta heildarafla í 20 þúsund lestir. Frá upphafi fiskveiðiársins hefur þessi upphafskvóti hins vegar verið skor- inn niður í 40 þúsund lestir. Aðeins Laugardalur: Stórslys í uppsiglingu „Þetta yrði skipulagslegt stór- slys ef af þessu yrði. Það er alveg greinilegt að R-listinn gælir við þá hugmynd að úthluta lóðum undir bíó og leiktækjasali í Laugardalnum,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Sjálfstæðismenn vilja að íþrótt- irnar nýti það takmarkaða land sem eftir er í Laugardalnum. Kjartan segir annað á skjön við stefnu sem mörkuð hefur ver- ið síðustu áratugi að íþróttir og útivist hefðu allan forgang í daln- um. Fyrir liggur umsókn Bíós hf., fyrirtækis Jóns Ólafssonar, um að byggja stórhýsi efst í Laugar- dal. -JBP er búist við að takist að veiða 27 þúsund lestir. Um 8 þúsund lestir af kvóta þessa árs verða fluttar á næsta ár þannig að vart verður um raunverulegan samdrátt í veiðun- um að ræða. Hafrannsóknastofnun leggur til að um fimm þúsund lestum minna verði veitt af djúpkarfa og 4 þúsund lestum minna af ufsa. Stofn- unin metur hins vegar ástand síldar mun betur og leggur til að auka heildar- kvóta í sumargotssíld um 10 þúsund tonn. Þetta eru helstu breytingar sem stofn- unin leggur til. Veiðar á öðr- um kvótabundnum nytja- fiskum verða með svipuðum hætti og á yfirstandandi ári. Undanfarin þrjú fiskveiði- ár hefur Hafrannsóknastofn- un talið óhætt að mæla með vax- andi þorskveiði vegna þess að stofn- inn hefur verið í vexti. Frá árinu 1995 hefur verið mælt er með því að veidd séu um 25% af því sem skil- greint er sem veiðistofn. Á árinu 1995/1996 var leyfður heildar- þorskafli 155 þúsund lestir en hefur síðan aukist upp í 250 þúsund lestir á þessu fiskveiðiári en verður, ef farið verður að tillögu stofnunar- innar, 247 þúsund lestir sem fyrr segir. Sérfræðingar um þorskstofn- inn telja að lægð hafi komið í við- gang stofnsins vegna þess að ár- gangarnir 1994 og 1996 hafi verið lé- legir. Búast megi hins vegar við að óhætt verði að auka veiðina um allt að 25 þúsund tonn á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2001. -SÁ Lögregla kærö fyrir ofsaakstur DV, ísafjarðarbæ: Skömmu fyrir klukkan tíu á fimmtudagskvöld urðu margir Súðvíkingar vitni að ofsaakstri eftir aðalgötu þorpsins. Þar voru lögreglumenn frá ísafirði á ferð. Þeir hafa verið kærðir til ríkis- lögreglustjóra. „Þetta var ekkert annað en ofsa- akstur," sagði Heiðar V. Guð- brandsson sem varð vitni að akstr- inum ásamt konu sinni og fleiri Súðvíkingum. Hann segir mönnum bera saman um að hraði bílsins hafi verið á miili 150 og 200 km og að stórhætta hafi skapast af. Sagði Heiðar að lögreglumennirnir hefðu þeytt flautur bílsins ógurlega. Akst- urinn liti illa út á sama tíma og lög- reglan væri að hvetja ökumenn til að sýna stillingu í umferðinni. Ástæður hraðakstursins voru að bíll með tveimur mönnum fór út af veginum við bæinn Látra við ísafjarðardjúp, án þess þó að velta. -HKr. Ráðist á leigubílstjóra Farþegi veittist að leigubílstjóra á Vesturlandsvegi um fimmleytið í gærmorgun með þeim afleiðing- um að hann hlaut áverka á auga og handlegg. Bílstjórinn náði að yfirbuga manninn og gera lög- reglu viðvart. Farþeginn var færð- ur í fangageymslur og sleppt að yf- irheyrslu lokinni. -aþ Tuttugu og fjór- ir sækja um DV, Vestnrlandi: 24 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra í Borgarbyggð en um- sóknarfrestur rann út 13. maí. Að sögn Eiríks Ólafssonar, starfandi bæjarstjóra, verður gengið frá ráðningu bæjarstjóra á næstu dögum. Eftirtaldir sóttu um stöð- una: Arinbjörn Sigurgeirsson, Benedikt Sigurðarson, Björn Björnsson, Breki Karisson, Frið- jón Axfjörð Árnason, Gísli Karls- son, Guðmundur Sigurjónsson, Hallur Magnússon, Hálfdán Krist- jánsson, Hilmar Önfjörð Magnús- son, Jón Ingi Jónsson, Jónas Eg- ilsson, Róbert Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Albert Ár- mannsson, Sigurður R. Ólafsson, Sigurjón Björnsson, Stefán Kal- mansson, Sveinn G. Hálfdánar- son, Sædís íva Elíasdóttir, Trausti Jóel Helgason, Valbjörn Stein- grímsson, Þorbjörn Árnason og Þröstur Óskarsson. -DVÓ/GE > Viðskiptavinir Borgarbúðarinnar í Kópavogi tóku sig saman og færðu kaupmönnunum Jóhanni Kristjánssyni og Huldu Klein Kristjánsson blómvönd og góðar óskir af því tilefni að þau eru að hætta rekstri eftir 42 ára farsælt starf. Að sögn Jóhanns voru hjónin hrærð yfir góðvild nágranna sinna og vilja koma á framfæri kærum þökkum fyrir við- skiptin á liðnum árum. DV-mynd Hilmar Þór Guðmundur Ólafsson. , Meö tilkDmu S3.Starfsmenn eru allar upplýsingar um starfsíólkiö á g einum stað. SS.Stariamann nýtist öllum starfsmönnum fyrirtækisins og er ómissandi verkfæri fyrir starfsmannastjóra Dg aöra stjórnendur. .1I S3.Starfsmenn eru skráöar upplýsingar um starfsmenn og starfsferil. Gefinn er kostur á aö skrá inn umsókn, ráöningarsamning, starf, starfslýsingu, skólavist, námskeið og leyfi. í stofnupplýsingum um hvern starísmann er hægt aö Premium Partner geyma mynd af viðkomandi. Þá er hægt að velja út og skoöa upplýsingar á ýmsa vegu s.s. eftir starfslýsingum, viðtölum, starfsferli, námsferli, afmælum, merkis- dögum o.s.frv. Þá er hægt að velja ýmsar ■ n JB flokkanir og raöa starfsmönnum t.d. eftir .. fyrri vinnuveitendum, skólum, námsstofnunum og umsóknum. IH ■ ■■ E lY J I Skaftahlíö 24 • Sfmi 569 7700 http://www.nyherji.is Dreifingeraðili Lutus Notes á íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.