Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI1999 Vélskóli Islands Innritixn á haustönn 1999 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám veroa að hafa borist skrifstofu skólans fyrirlO. júní nk.Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra framhaldsskóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands.Vélstjórnarbraut: 011 fjögur réttindastig. Inntökuskilyrði í vélstjórnarbraut er lokið grunnskólapróf með tilskildum árangri.Ahnenn braut: Eins árs nám sem sérstaklega er ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í grunnskólaprófi. Námið tekur eitt ár og lýkur með prófi sem heimilar nám á brautum framhaldsskóla og gefur jafnframt vélvarðarréttindi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8 til 16 alla virka daga. Sími 551 9755, fax 552 3760 • Netfang: vsi@isment.is Veffang: htttp://www.velskoli.is Póstfang: VélskóU Islands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg 105 Reykjavík Skólameistari INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR F ríkiricjuvsgi 3 - 101 Re^cjavík-Slni 570 5800 Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhijs.rvk.is Utlönd Stuttar fréttir UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald hita- og hreinlætiskerfa í 16 leikskólum í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000 frá kl. 13.00 25. maí 1999. Opnun tilboða: 1. júní 1999, kl. 14.00, á sama stað. BGD 75/9 F.h. Gatnamálastjórans f Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð mal- bikaðra gangstíga ásamt ræktun víðs vegar í borginni. Verkið nefnist: Gangstígar 1999 - Útboð II. Helstu magntölur eru: Lengd stíga: u.þ.b. 3.500 m Flatarmál gangstíga: u.þ.b. 9.500 m2 Ræktun: u.þ.b. 8.000 m2 Lokaskiladagur verksins er 15. okt. 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkarfrá og með 25. maí 1999 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 2. júnf 1999, kl. 11.00, á sama stað. GAT 76/9 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfaran- di verk: FÁKSSVÆÐI, jarðvinna og yfirborðsfrágangur. Helstu magntölur eru: 6.600 m2 8.700 m2 57.200 m2 325 m 17stk. 17.500 m2 29.100 m2 Verkinu skal lokið fyrir 1. nóvember 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 26. maí 1999 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. júní 1999, kl. 11.00, á sama stað. GAT 77/9 Gröftur: Fylling: Burðarlag: Lagnir að svelgjum: Svelgir: Formun áhorfendamanar: Þökulagning og sáning: F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir, 1. áf., við Breiðholtsskóla. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 2. júní 1999, kl. 14.00, á sama stað. BGD 78/9 Serbar mótmæla stríðinu í Kosovo: Leiðtogar handteknir Sveitir serbneska innanríkisráðu- neytisins handtóku í gær nokkra leiðtoga svokallaðs borgaraþings í bænum Cacak. Voru þeir sakaðir um að hafa tekið þátt í ólöglegum fundi. Friðarhreyfingin varð til í síðustu viku þegar borgarstjórinn í Cacak, Ilic, sem lengi hefur gagn- rýnt Milosevic Júgóslavíuforseta, setti þingið og hvatti til þess að árásum NATO yrði hætt og að allir Albanar sneru heim. Ilic fer nú huldu höfðu og leitar lögreglan hans. Mótmæli gegn stríðinu i Kosovo fara nú vaxandi í Serbíu. Þúsundir íbúa borga og bæja hafa flykkst út á götur og torg og krafist þess að her- menn verði kallaðir heim frá Kosovo. Þetta kom fram í blaðinu Vijesti, sem er óháð, í gær. Fjöl- mennustu mótmælin voru í Cacak og Krusevac. Heimtaði mannfjöld- inn að fá syni sína heim aftur úr stríðinu. Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir í Serbíu hvöttu í gær stjórn Júgóslavíu til aö taka upp viðræður á ný til þess að stöðva stríðið og árásir NATO. Sergio Vieira de Mello frá Sam- einuðu þjóðunum, sem fór fyrir 13 Serbnesk yfirvöld fullyrða að um 100 fangar hafi látist og 200 særst í árásum NATO á fangelsi í Kosovo. manna sendinefnd til Kosovo, segir ástandið miklu verra en búast hefði mátt við. Hann sagði sendinefndina hafa séð nægilega mikið til að.geta staðfest að um þjóðernishreinsun hefði verið að ræða. Knýjandi þörf væriá aðstoð. De Mello sakar Serba um að hindra hjálparstarfsemi. Björgunarmaöur ber aldraða konu í bænum Neustadt í Þýskalandi um borð í þyrlu í gær eftir að stífla í Dóná brast. Ástandið var víða alvarlegt í Bæjaralandi og Austurríki í gær vegna flóða í kjölfar úrhellis. Vitaö var um sex dauðsföll í gær af völdum flóðanna. Símamynd Reuter fc# Olíuleki Olía hefur iekið frá skemmti- ferðaskipinu Sun Vistas sem sökk undan strönd Malasíu í síðustu viku. Allir sem um borð voru,björguðust. Stjórnarmyndun Ehud Barak, nýkjörinn forsæt- isráðherra ísraels, hóf í gær við- ræður við nokkra mið- flokka sem bú- ist er við að verði með í stjórn hans. Barak vill hafa eins breiða srjórn og unnt er og er jafhvel gert ráð fyrir að hann bjóði til viðræðna að minnsta kosti einum af truar- flokkunum á hægri kantinum sem studdu keppinaut hans, Benjamin Netanyahu, í kosning- unum í síðustu viku. Fleiri lík í sýru Lögreglan í Snowtown í Ástral- íu hefur fundið líkamsleifar að minnsta kosti átta manna í ílát- um með sýru í yfirgefinni banka- hvelfingu. Einnig fundust líkams- leifar í plastpokum í garði við bankann.^ Herstjórn fer frá Yfirmenn hersins í Nígeríu til- kynntu í gær að þeir segðu af sér embættum sínum þegar borgara- leg srjóm tæki við næstkomandi laugardag. Brunnu inni í lest Fjórir stuðningsmenn ítalska fótboltaliðsins Salernitana brunnu til bana í gær í lestar- vagni á leið heim frá úrslitaleik liðs síns. Fótboltabullur höfðu verið með ólæti í lestinni. Gaddafi neitar Yfirvöld í Líbýu hafa vísað á bug frétt í Sunday Times um að Gaddafi Llbýuleiðtogi hafi sjálfur fyrirskipað að Pan Am farþega- þotunni, sem fórst yfir Lockerbie í Skotlandi 1988, yrði grandað. Lýgur aldrei Forseti Indónesíu, B.J. Habibie, sagði í gær að fyrirrennari hans, Suharto, sem neitar að hafa þénað milljarða dollarða á óheið- arlegan hátt, segði aldrei ósatt. Stjóniar- andstaðan hefur gagnrýnt náin tengsl flokks Habibies, Golkar- flokksins, og Suhartos. Kosið verður til þings í Indónesíu 7. júní. Forsetakosningar fara fram í haust. Leiðtogi Golkarflokksins útilokar ekki að endurskoða hvort Habibie verði áfram for- setaefni flokksins. Öcalan í glerbúrí Lögmenn kúrdíska PKK-leið- togans Abdullahs Öcalans gagn- rýna þá ákvörðun tyrkneskra yf- irvalda að láta hann sirja í gler- búri þegar réttað verður yfir hon- um. Öcalan muni ekki heyra í lög- mönnum sínum. SMSSPGi 24 síðna aukablað um jeppa og mótorhjól fylgir DV á morgun. Meðal efnis: Upplýsingar um alla aldrifsbíla sem í boði eru á íslenskum markaði ásamt hliðstæðum upplýsingum um mótorhjól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.