Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999 Utlönd Stepasjín óánægður með skipanir Jeltsíns Sergei Stepasjín, nýr forsætis- ráðherra Rússlands, hélt í gær til Svartahafs til fundar við Boris Jeltsís Rússlandsforseta. Fór fundur þeirra fram degi eftir að Stepasjín hafði gefið í skyn að hann væri óánægður með val Jeltsíns á Nikolai Aksijonenko, fyrrverandi ráðherra lestarsam- gangna, í embætti fyrsta aðstoðar- forsætisráðherra. Aksijonenko mætti einnig óvænt til fundarins og þótti það kynda undir orðrómnum um ágreming milli forsetans og for- sætisráðherrans um skipunina. Rússneskir fjöhniðlar fullyrtu fyr- ir helgi að Aksijonenko væri mað- ur fjármálafurstans Boris Ber- ezovskís sem hefur náin tengsl við fjölskyldu Jeltsíns. Stepasjín vill fá annan aðstoð- arforsætisráðherra til viðbótar til að Aksijonenko verði ekki of áhrifamikiU í efnahagsmálum. Missti nýfætt barní salerni hraðlestar Fátæk kínversk stúlka, sem var á leið til nýs starfs, var í hraðlest nálægt Kanton þegar hún fékk hríðir. Stúlkan fæddi barnið án aðstoðar á salerni hraðlestarinnar og sleit naflastrenginn. Hún var hins vegar svo óheppin að missa barnið niður í salernisskálina. Þrir járnbrautarstarfsmenn sáu barnið á teinunum en þegar þeir ætluðu að ná i það æddi önnur hraðlest fram hjá. Barnið lifði öll ósköpin af og dvelst nú með móð- ur sinni á sjúkrahúsi, að því er segir í kínverskum fjölmiðlum. Ritari norska varnarmálaráðherrans myrtur: Dularfull morð Norska lögreglan leitar nú að morð- ingja Anne Orderud Paust, ritara norska varnarmálaráðherrans, og for- eldra hennar. Anne Paust og foreldrar hennar fundust myrt um helgina á býli foreldranna utan við Ósló. í fyrrasumar var ritaranum og eig- inmanni hennar, stjórnarerindrekan- um Per Paust, sem er látinn, tvisvar sýnt banatilræði. Þau flýðu í kjölfarið til Bandaríkjanna en komu heim aftur fyrr á þessu ári. Per Paust lést af völd- um krabbameins fyrir tveimur vik- um. 1 júlí í fyrra fannst hálft kiló af dinamíti undir bíl Anne Paust á bíla- stæði fyrir utan norska varnarmála- ráðuneytið. Mánuði seinna kveikti einhver eld utan við íbúð hennar og eiginmanns hennar í Ósló. Norskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í gær hvort morðin gætu hafa ver- ið fjölskylduharmleikur vegna deilna um býli foreldranna. Bróðir Anne mun hafa krafist eignarréttar yfir því. Fjölmiðlar í Noregi veltu því einnig fyrir sér hvort um pólítiska ástæðu hefði verið að ræða. Lögreglan kvaðst ekk sjá nein slík tengsl. Nelson Mandela, forsetl Suður-Afriku, sem lætur af embættl í næsta mánuði, tekur nú þátt í kosnlngabaráttunnl fyr- Ir flokk slnn, Afríska þjóöarráðið. Samkvæmt nýjustu skoðanakónnunum nýtur flokkurlnn fylgls 65 prósenta kjós- enda.. Af þeim er 81 prósent blökkumenn. Kosið verður í S-Afrfku 2. júní næstkomandi. Símamynd Reuter. Grand Cherokee Limited '94, ek. 63 þús. km. Ásett verð: 2.690.000 Tilboðsverð: 2.550.000 MMC Pajero '91, breyttur, ek. 159 þús. km. Ásett verð: 1.390.000 Tilboðsverð: 1.200.000 Plymouth Voyager 4x4 '92, ek. 129 þús. km. Ásett verð: 1.530.000 Tilboðsverð: 1.290.000 Peugeot 306 '98, bílaleigubíll, ek. 30 þús. km. Asett verð: 1.190.000 Tilboðsverð: 1.080.000 M. Benz 280SE '85, ek. 230 þús. 2 eigendur frá upphafi. Ásett verð: 790.000 Tilboðsverð: 650.000 Skoda Felicia GLX '98, ek. 10 þús. km. Ásett verð: 790.000 Tilboðsverð: 700.000 Mazda 626 GLX '92, ek. 93 þús. km. Ásettverð: 1.090.000 Tilboðsverð: 830.000 MMC Space Wagon 4x4 '93, ek. 120 þús. km. Ásett verð: 1.230.000 Tilboðsverð: 1.100.000 Chrysler Neon '95, ek. 70 þús. km. Ásettverð: 1.190.000 Tilboðsverð: 890.000 BMW 518 '90, ek. 91 þús. km. Asett verð: 990.000 Tilboðsverð: 830.000 VW Jetta '88, ek. 150 þús. km. Ásett verð: 290.000 Tilboðsverð: 180.000 Hyundai H100 sendibíll '95, ek. 89 þús. km. Ásett verð: 890.000 Tilboðsverð: 690.000 Sonia Gandhí dregur afsögn sína til baka Sonia Gandhi ákvað í gær aö draga til baka afsögn sína sem leiötogi Kongressflokksins á Ind- landi. Þar með er kreppunni um formann KongressQokksins, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn á Indlandi, lokið. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal starfsmanna flokksins í gær og sungu þeir og dönsuðu fyr- ir utan aðalbækistöðvar sínar. Sonia Gandhi sagði af sér leið- togaembættinu fyrir viku eftir að þrír háttsettir leiðtogar flokksins drógu í efa hæfileika hennar til að gegna leiðtogaembættinu. Bentu þeir á að Sonia, sem er fædd á ítaliu, væri af erlendum uppruna, auk þess sem hún væri reynslulaus. Leiðtogarnir þrír, sem gagn- rýndu Soniu, voru reknir úr flokknum í síðustu viku. Þeir til- kynntu í gær að þeir hygðust stofna nýjan flokk. , feÓtiTbílá wro i Bjóðum hagstæð lán til allt að 60 mán. VEXTIR FRÁ 5% Þú getur líka fengið Visa- eða Euro- raðgreiðslur. Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frákl. 13-17. sunnudaga frá 13-16. Isuzu crew cab, 4 d., '91, ek. 126 þús. km. Ásett verð: 990.000 Tilboðsverð: 830.000 ' Chrysler Saratoga '91, ek. 85 þús. km. Ásett verð: 690.000 Tilboðsverð: 590.000 Dodge Aries '89, ek. 115 þús. km. Asett verð: 290.000 Tilboðsverð: 190.000 Daihatsu Charade '93, ek. 55 þús. km. Ásett verð: 550.000 Tilboðsverð: 450.000 NÝBÝLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.