Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 9 Utlönd Ritari norska varnarmálaráöherrans myrtur: Dularfull morð Stepasjín óánægður með skipanir Jeltsíns Sergei Stepasjín, nýr forsætis- ráðherra Rússlands, hélt í gær til Svartahafs til fundar við Borís Jeltsís Rússlandsforseta. Fór fundur þeirra fram degi éftir að Stepasjín hafði gefið í skyn að hann væri óánægður með val Jeltsíns á Nikolai Aksijonenko, fyrrverandi ráðherra lestarsam- gangna, I embætti fyrsta aðstoðar- forsætisráðherra. Aksijonenko mætti einnig óvænt til fundarins og þótti það kynda undir orðrómnmn um ágreining milli forsetans og for- sætisráðherrans um skipunina. Rússneskir fjölmiölar fullyrtu fyr- ir helgi að Aksijonenko væri mað- ur fjármálafurstans Borís Ber- ezovskís sem hefur náin tengsl við fjölskyldu Jeltsíns. Stepasjin vill fá annan aðstoð- arforsætisráðherra til viðbótar til að Aksijonenko verði ekki of áhrifamikill í efnahagsmálum. Missti nýfætt barn í salerni hraðlestar Fátæk kínversk stúlka, sem var á leið til nýs starfs, var í hraðlest nálægt Kanton þegar hún fékk hríðir. Stúlkan fæddi bamið án aðstoðar á salemi hraðlestarinnar og sleit naflastrenginn. Hún var hins vegar svo óheppin að missa barnið niður í salemisskálina. Þrír jámbrautarstarfsmenn sáu bamið á teinunum en þegar þeir ætluðu að ná í það æddi önnur hraðlest fram hjá. Bamið lifði öll ósköpin af og dvelst nú með móð- ur sinni á sjúkrahúsi, að því er segir í kínverskum fjölmiðlum. Norska lögreglan leitar nú að morð- ingja Anne Orderud Paust, ritara norska vamarmálaráðherrans, og for- eldra hennar. Anne Paust og foreldrar hennar fundust myrt um helgina á býli foreldranna utan við Ósló. í fyrrasumar var ritaranum og eig- inmanni hennar, stjórnarerindrekan- um Per Paust, sem er látinn, tvisvar sýnt banatilræði. Þau flýðu í kjölfarið til Bandaríkjanna en komu heim aftur fyrr á þessu ári. Per Paust lést af völd- um krabbameins fyrir tveimur vik- um. í júlí í fyrra fannst hálft kUó af dínamíti undir bíl Anne Paust á bíla- stæði fyrir utan norska vamarmála- ráðuneytið. Mánuði seinna kveikti einhver eld utan við íbúð hennar og eiginmanns hennar í Ósló. Norskir fjölmiðlar veltu því fyrir sér í gær hvort morðin gætu hafa ver- ið fjölskylduharmleikur vegna deilna um býli foreldranna. Bróðir Anne mun hafa krafist eignarréttar yfir því. Fjölmiðlar í Noregi veltu því einnig fyrir sér hvort um pólítíska ástæðu hefði verið að ræða. Lögreglan kvaðst ekk sjá nein slík tengsl. Sonia Gandhí dregur afsögn sína til baka Sonia Gandhi ákvað í gær að draga til baka afsögn sína sem leiðtogi Kongressflokksins á Ind- landi. Þar meö er kreppunni um formann Kongressflokksins, sem er stærsti stjómarandstöðuflokk- urinn á Indlandi, lokið. MikU fagnaðarlæti bmtust út meðal starfsmanna flokksins í gær og sungu þeir og dönsuðu fyr- ir utan aðalbækistöðvar sínar. Sonia Gandhi sagði af sér leið- togaembættinu fyrir viku eftir að þrír háttsettir leiðtogar flokksins drógu í efa hæfileika hennar tU að gegna leiðtogaembættinu. Bentu þeir á að Sonia, sem er fædd á Ítalíu, væri af erlendum uppruna, auk þess sem hún væri reynslulaus. Leiðtogarnir þrír, sem gagn- rýndu Soniu, voru reknir úr flokknum í síðustu viku. Þeir til- kynntu í gær að þeir hygðust stofna nýjan flokk. Nelson Mandela, forseti Suður-Afrfku, sem lætur af embætti í næsta mánuði, tekur nú þátt í kosningabaráttunni fyr- ir flokk sinn, Afríska þjóðarráðið. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum nýtur flokkurinn fylgis 65 prósenta kjós- enda.. Af þeim er 81 prósent blökkumenn. Kosið verður í S-Afríku 2. júnf næstkomandi. Símamynd Reuter. Grand Cherokee Limited '94, ek. 63 þús. km. Ásett verð: 2.690.000 Tilboðsverð: 2.550.000 MMC Pajero '91, breyttur, ek. 159 þús. km. Ásett verð: 1.390.000 Tilboðsverð: 1.200.000 Plymouth Voyager4x4 '92, ek. 129 þús. km. Ásett verð: 1.530.000 Tilboðsverð: 1.290.000 Peugeot 306 '98, bílaleigubíll, ek. 30 þús. km. Ásett verð: 1.190.000 Tilboðsverð: 1.080.000 M. Benz 280SE '85, ek. 230 þús. 2 eigendur frá upphafi. Ásett verð: 790.000 Tilboðsverð: 650.000 Skoda Fellcia GLX '98, ek. 10 þús. km. Ásett verð: 790.000 Tilboðsverð: 700.000 Mazda 626 GLX '92, ek. 93 þús. km. Ásettverð: 1.090.000 Tilboðsverð: 830.000 MMC Space Wagon 4x4 '93, ek. 120 þús. km. Ásettverð: 1.230.000 Tilboðsverð: 1.100.000 Chrysler Neon '95, ek. 70 þús. km. Ásett verð: 1.190.000 Tilboðsverð: 890.000 BMW 518 '90, ek. 91 þús. km. Ásett verð: 990.000 Tilboðsverð: 830.000 VW Jetta '88, ek. 150 þús. km. Ásett verð: 290.000 Tilboðsverð: 180.000 Hyundai H100 sendibíll '95, ek. 89 þús. km. Ásett verð: 890.000 Tilboðsverð: 690.000 Isuzu crew cab, 4 d., '91, ek. 126 þús. km. Ásett verð: 990.000 Tilboðsverð: 830.000 Chrysler Saratoga '91, ek. 85 þús. km. Ásett verð: 690.000 Tilboðsverð: 590.000 Dodge Aries '89, ek. 115 þús. km. Ásett verð: 290.000 Tilboðsverð: 190.000 Daihatsu Charade '93, ek. 55 þús. km. Ásett verð: 550.000 Tilboðsverð: 450.000 NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.