Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIDJUDAGUR 25. MAI1999 UtJeiga á alls konar leiktækjum ___ f barnaafmæll götupartí ættarmót o.fl. Fréttir Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 Brunndælur Vandadar og ó'fluyar dælur fyrirallaverktakastarfsemi Sprengiefnaframleiðandi sýknaður í héraðsdómi: Púðrið vantaði alveg í ákæruna Eigandi Kemis, framleiðarida ís- lensks sprengiefnis, var nýlega kæröur til Héraðsdóms fyrir brot á vopnalögum og reglugerð um með- ferð sprengiefnis. Elías Kristjánsson var sakaður um að hafa framleitt 2 tonn af ANFO, sem er blanda ammóníumhýdrats frá Norsk Hydro og gasolíu, á athafnasvæði sínu á Breiðhöfða, þéttbýlu iðnaðarsvæði. Efnið er svipað að styrkleika og dínamít og mikið notað í mann- virkjagerð. Elías var sakaður um að hafa geymt sprengiefnið á óvarleg- an hátt í ólæstri og ómerktri geymslu, of nærri samkomustaö, mannvirkjum og umferðargötum, þar á meðal Gullinbrú. Elías var S.TöIvuúr: Ester A. Albertsdóttir nr. 13261 Árni J. Einarsson nr. 5830 Björk Jónsdóttir nr. 15266 Daði Mánason nr. 14745 Anna M. Þorsteinsdóttir nr. 14348 5. Nestisbox og drykkjarbrúsar: Elsa B. Guðjónsdóttir nr. 9333 Davíð Sturluson nr. 9195 Sigurður Haraldsson nr. 10777 Karen D. Gunnarsdóttir nr. 8649 Guðbjörg Á. Jónsdóttir nr. 5604 10. Kjörís-bolir og Kjörís- derhúfur: Hallbjörg E. Fjeldsted nr. 14719 Davíð og Aron nr. 7270-7268 EmilFannar nr. 15304 Klemenz Ó. Sigurbjörns. nr. 14166 Sigríður Ólafsdóttir nr. 13 3 22 Sigga Jónsdóttir nr. 4527 Kristján P. Ingimundars. nr. 5701 Þormar E. Jóhannsson nr. 10917 Björg I. Erlendsdottir nr. 10934 Stefanía Á. Árnadóttir nr. 15438 Krakkaklúbbur DV og Kjörís óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum fyrir þátttökuna. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. sýknaður af ákæru lögreglunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Ákæra lögreglunnar frá 30. mars síðastliðnum var ekki talin studd þeim sönnunum sem til þurfti til sakfellingar, allt púður vantaði í ákæruna sem birt var 30. mars en dómur gekk í hvelli, 40 dögum síð- ar. Lausleg vettvangsrannsókn Skarphéðinn Njálsson lögreglu- maður og Ólafur R. Magnússon eld- varnaeftirlitsmaður heimsóttu Kemis 6. maí í fyrra. Ábendingar höfðu borist um blöndun ANFO á staðnum í eða við hús Kemis. Grun- ur lék á um að efnið væri selt verk- tökum til notkunar annars staðar. Elías segir í viðtali við DV að hann hafi um þetta leyti í fyrra fengið lögregluþjón og slökkviliðs- mann í heimsókn vegna nafnlausr- ar ábendingar um ólögleg sprengi- efni á staðnum. Þá hafi staðið yfir tilraunakeyrsla og stilling á blönd- unarvélum, hráefni hafi verið á staðnum en ekki fullbúið sprengi- efni. Af þessu hafi engin sprengi- hætta verið. Sprengiefnið sé aðeins framleitt á sprengistöðunum og dælt beint frá vélinni ofan í sprengi- holur. Embættismennirnir skrifuðu skýrslu sama dag og daginn eftir óskaði Magnús I. Erlingsson, lög- maður Vinnueftirlits ríkisins, eftir því við lögregluna í Reykjavík að opinber rannsókn færi fram á meintri framleiðslu Kemis á ANFO- sprengiefni. Gylfi Már Guðjónsson, tæknifull- trúi hjá Vinnueftirlitinu, var gerður út af örkinni daginn eftir til að skoða aðstæður, ljósmynda og taka sýni. Hann kom á staðinn klukkan hálfellefu um morguninn en greip í tómt. Ekkert sprengiefni var á staðnum og engin olía sjáanleg. I gámi 4 þar sem 2 tonn af sprengiefrii höfðu verið, að sögn Skarphéðins og Ólafs, var aðeins nokkurt magn af pökkuðu, óblönduðu ammón- íumnítrati. Hins vegar var þar megn olíulykt. „Þar sem ekkert aðfinnsluvert kom í ljós við heimsókn undirritaðs var ekki hafst frekar að þar á staðn- um," segir Gylfi í minnisblaði frá heimsókninni. „Forstjóri Vinnueft- irlitsins taldi nauðsynlegt að lög- reglurannsókn færi fram til að ekk- ert færi á milli mála..." segir þar ennfremur. Um haustið skrifar Guðmundur St. Sigmundsson rannsóknarlög- reglumaður stutta skýrslu. Hann hafði að litlu aö ganga og undrast að ekki voru tekin sýni eða ljósmyndir þegar lögreglumaður og eldvarnaeft- irlitsmaður komu á staðinn. Guð- Elías Kristjánsson vlð vélina sem blandar saman gasolíu og ammóníum- hýdrati sem hann flytur inn frá Norsk Hydro. DV-mynd S mundur bendir á að hafi verið um sprengiefni að ræða þá hefði átt að kalla til lögreglu og vakta staðinn og koma efninu á öruggan stað. Lygi frá rótum Elías Kristjánsson tjáði DV í gær að fyrirtæki hans hefði sérstakan búnað tíl framleiðslunnar og á þessu ári hefðu á annað hundrað tonn verið seld. Heildarsala á sprengiefnum til mannyirkjagerðar er um 500 tonn á ári. Innlend fram- leiðsla hefur því afgerandi áhrif á markaðnum. Þetta sprengiefni hef- ur verið flutt inn til sprenginga í jarðgöngum og auk þess framleitt af Pétri og Páli viða um landið, oft í steypuhrærivélum. Verðlag á þessu íslenska sprengiefni er aðéins 1/3 af dínamiti en sprengikrafturinn nán- ast hinn sami ef sprengt er við góð- ar aðstæður. „Auðvitað var þessi áburður á mig lygi frá rótum. Hér voru tveir samkeppnisaðilar öskuillir yfir þessari framleiðslu. Ég er fyrsti maður í landinu sem sæki um að framleiða innlent sprengiefni og geri það á löglegan máta. Ég sagði í réttarsalnum að þetta sprengiefni hefði lengi þekkst og meðal annars hefði ráðuneytisstjórinn í dóms- málaráðuneytinu framleitt svona sprengiefni 1968 til að sprengja fram ís í höfninni á Húsavík," sagði Elías Kristjánsson í samtali við DV í gær. Hann segir að þetta sprengiefni hefði verið framleitt í bOskúrum og verkstæðum og úti um allar jarðir allan þennan tíma og væri aðal- sprengiefni á íslandi í dag. Kemis fékk í janúar 1998 leyfi Vinnueftirlitsins til að framleiða sprengiefni á sprengistað. Hann segir að strax hafi orðið vart við öskuilla samkeppnisaðila. Norð- menn frá Dyno Nobel komu í jarð- göngin í Sultartangavirkjun og var sagt að verktakinn í göngunum ætlaði að taka fjögur tonn af Kem- is til prufu. Segir Elías að þessu hafi verið fálega tekið, enda þótt magnið væri lítið miðað við sölu þeirra. Hann segist hafa orðið þess var að samkeppnisaðilar hafi reynt að hindra viðskipti sín við Norsk Hydro en þar kaupir hann sér- staka tegund ammóníumnítrats, kjarnaáburðurinn frá Áburðar- verksmiðjunni gengur ekki í þessa sprengiefnagerð vegna eiturgass frá slíkum sprengingum sem geti valdið heilsutjóni og umhverfis- spjöllum. „Starfsmenn Vinnueftirlitsins komu hingað og fundu ekkert at- hugavert við húsrannsóknina en samt kærðu þeir mig og mæltu með að ég yrði sviptur leyfunum. Það gerði enginn ráð fyrir því að málið færi fyrir dóm, þetta yrði móndlað einhvern veginn. En lóg- in eru nú þannig að menn verða ekki dæmdir sekir án þess að mál þeirra fari fyrir dóm," sagði Elías. -JBP SHARP AL-1000 10eintöká mínútu Stafrœn Vil iNNSLA i SHARP AR-280/335 28/33 eintök á mínútu Stafræn ViNN'SLA Betri prentun meiri myndgæði! Hágæða umhverfisvænar Ijósritunarvélar Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar BRÆÐURNbR Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.