Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 Spurningin Hver er drauma- bíllinn þinn? Hulda Guömundsdóttir launa- fulltrúi: Land Cruiser-jeppi. Helgi Jóhannesson ellilaunaþegi: Þaö er Volvo. Þeir eru svo traustir. Ólafur Magnús Ólafsson: Bíll á þremur hjólum frá því um 1930. Jón Pálsson nemi: Daihatsu. Eva Rós Valgarðsdóttir nemi: Lada sport. Anna Rós Lárusdóttir nemi: Stóri guli bíllinn (strætó). Lesendur Launaskrið á fulla ferð - Reykjavíkurborg ríöur á vaöið Það var ekki á vitorði margra að borgarfulltrúar og embættismenn í Reykja- vík eða öðrum stærstu bæjarfélögunum fylgi launahækkun til ráðherra og þingmanna. Frá borgarstjórnarfundi. Birgir Ólafsson skrifar: Eins og öllum er kunnugt dæmdi Kjaradómur þingmönnum, ráðherr- um og fleiri embættismönnum rikis- ins launahækkun fyrir fáum dögum. Þetta var upplýst daginn eftir kosn- ingar. Nú hefur Réykjavíkurborg riðið á vaðið og ætlar að úthluta borgarfulltrúum og nefndamönnum 30% launahækkun. Ég veit ekki til að Kjaradómur hafl dæmt embættis- mönnum borgarinnar 30% launa- hækkun. Allt í einu er gripið til þeirra útskýringa að laun kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar séu „föst prósenta af þingfararkaupi". Vel má vera að rétt sé en enginn flölmiðill greindi frá þessu um leið og ráðherrar og þingmenn fengu úrskurð Kjaradóms. Það var ekki á vitorði margra að borgarfulltrúar og embætt- ismenn í Reykjavik eða öðrum stærstu bæjarfélögunum fylgdu launa- hækkun til ráðherra og þingmanna. Staðreyndin er því þessi: Laun bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og nefnda- manna í stærstu (hvers vegna ekki öllum?) bæjarfélögunum munu hækka um 30% á allra næstu dögum eða vikum. Ef hækkunin er ekki orð- in staðreynd nú þegar. Undantekn- ingin virðist vera bæjarfélagið Hafn- arfjörður. í bili, a.m.k. Engin fyrir- mæli liggja fyrir um launabreyting- ar í þeim bæ, samkvæmt fréttum um 30% hækkunina. Við (já, við sem greiðum skattana og borgum þessar hækkanir!) eigum því eftir að fá að heyra og lesa um ágreining sem nú verður opinber, að- allega á milli hinna ýmsu sveitarfé- laga, hvort allir opinberir hjá sveit- arstjómunum eigi að fá 30% hækkun eða hvort þetta eigi að ákveða af hverri sveitarstjórn fyrir sig. Og ein staðreynd er þegar á borð- inu: Launaskrið er hafið í efri kanti þjóðfélagsins og það mun að sjálf- sögðu breiðast upp og niður meðal annarra launahópa. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að allur almenningur sitji hjá og bíði fram á næstu öld eftir annarri „þjóðarsátt" þegar svo er komið að forystuliði allra helstu stofnana þjóð- arinnar, allt frá ríkisapparatinu sjálfu, þingmönnum og ráðherrum til meðalfulltrúa í bæjar- og sveitar- stjórnum, hafa verið dæmdar kjara- bætur upp á 30%. Ef góðærinu á að ljúka á þessum nótum þá hlýtur því að ljúka eins hjá öllum. Með 30% kjarabót yfir „línuna". islensk jeppamenning hlægileg nú á Grænlandsjökli Sonni hringdi: Það er ekki nóg með að jeppa- menn nýti heimahagana og tæti þá niður í svörð, og síðan jöklana þvera og endilanga. Nei, nú er ís- lensk jeppamenning að halda inn- reið sína til Grænlands. Og það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur er sjálfur Grænlandsjökull lagður und- ir. Þetta er að mínu mati síður en svo æskilegur útflutningur, því við honum er amast mjög sem vonlegt er. Heimamenn eru vægast sagt mið- ur sín og segja að leiðangur þessi frá íslandi skaði ímynd grænlenskr- ar náttúru. Ég er þessu sammála. Hvers vegna láta íslenskir sportidjótar sér ekki nægja heima- slóðimar. Hér era tiltækir björgun- arleiðangrar til að sækja hvern þann sem fer sér að voða á jöklum, í sprungum og í ám þegar gassa- gangurinn er sem mestur og bjart- sýnin á að komast alls staðar er ofan á. Ég vil láta banna svona víðáttu- vitleysu sem engum tilgangi þjónar. Hér er ekki um vísindaleiðangur að ræða, einungis sport sem er raunar á ábyrgð okkar skattgreiðenda sem borgum brúsann þegar allt fer úr- skeiðis. íslensk jeppamenning er hlægileg, jafnt á jöklum sem á göt- um Reykjavíkur. Misvísandi fréttir úr Balkanstríði - voru loftárásirnar óþarfar? Mótmæli eru hafin í Belgrad gegn stjórnvöldum í Júgóslavíu. Stjórnvöld dæma mótmælendur landráðamenn. Hver verður afstaða vestrænna fréttastofa? Stefán Guðmundsson skrifar: Það hefur verið hart barist um fréttir frá hinum fyrrverandi lýð- veldum Júgóslavíu síðustu mánuð- ina. Og nú síðustu tvo, þrjá mánuð- ina hefur ekki linnt fréttum og myndskýringum frá Kosovo og flóttafólkinu þar sem flýr unnvörp- um hina grimmu serbnesku her- menn sem ekkert skilja eftir sig annað en auðan svörð, brennd hús og limlest fólk á sál og líkama. Það var því að vonum að vest- rænar þjóðir sæju ekki annað fært en að taka í taumana. Og það hefur svo sannarlega verið gert með hörð- um loftárásum á borgir og hernað- armannvirki í Serbíu, ekki síst í höfuðborginni, Belgrad. En það er líka barist um frétta- flutninginn og engu líkara en utan- aðkomandi fréttastofur í öðrum löndum hafi tekið afstöðu með eða á móti Serbíu og sömuleiðis flóttafólk- inu frá Kosovo. Þanng segja sumar fréttastofur geinilegar fréttir af loft- árásum NATO á Belgrad en minna frá hörmungum Kosovo-Albananna. Það er skilmerkilega greint frá því ef einn, tveir eða fleiri falla eða sær- ast í loftárásum NATO á Belgrad eða hvar annars staðar í Serbíu. Víst er það fréttar vert að þar verði menn fyrir barðinu á loftárásum. Það eru þó smámunir hjá hörmung- unum, morðunum og flótta tuga og hundraða þúsunda frá Kosovo fyrir tilstilli Serba. Nú virðast málin vera að snúast við. Opinber mótmæli eru hafin í Belgrad gegn stefnu stjórnalda í fyrsta sinn. Hvernig skyldu vestræn- ar fréttastofur bregðast við því? Ætla menn enn að veija stefnu Milosevics og fullyrða að loftárásir NATO hafi verið óþarfar? Ætla vestrænar frétta- stofur að dæma mótmælendur í Belgrad landráðamenn eins og stjórnvöld í Júgóslavíu gera nú? DV Engin svik við Akureyri Þór hringdi: Það er náttúrlega eins og hvert annað bull að Akureyringar hafi verið sviknir, þótt eitthver fyrir- tæki hætti að hafa aðsetur þar. Akureyringar eiga sjálfir að stofna til fyrirtækja og reksturs og veita lífi í atvinnulífið. Það þýðir lítið að treysta á önnur bæjarfélög í því efni. Reykvíkingar geta ekki krafist þess að fyrirtæki úr öðrum byggðarlögum setji sig niður í borginni. Heldur ekki Akureyr- ingar. - ÍS eða SH, þetta eru bara fyrirtæki og ekkert á þeim að byggja fyrir aðra en þá sjálfa. Ak- ureyringar eru líka sjálfum sér næstir. Þeir verða að hrista af sér slenið. Skiptið út ráðherrum F.S. skrifar: Ég vil taka undir með þeim sem segja að skipta eigi út ráðherrum í þetta sinn, þótt núverandi stjórn- arflokkar endurnýi samvinnuna i ríkisstjórn. Það er bara af hinu góða að sama stjóm skuli sitja, þ.e. sömu flokkamir. En mér finnst að flokkarnir báðir ættu að skipta út ráðherrum og kappkosta að hafa tvær konur ráðherra ffá hvorum flokki. Ingibjörg Pálmadóttir hefur staðið sig vel sem ráðherra og kemur mjög vel fyrir. Ég vil sjá aðra konu úr þeim flokki sem ráð- herra. Einnig vil ég fá tvær konur úr Sjálfstæðisflokki og tel að Sól- veig Pétursdótttir eigi þar fyrsta sæti inni ásamt annarri konu úr þeim flokki. Það yrði mikill skaði tækist flokkunum ekki að ná tveim konum frá hvorum flokki inn í ríkisstjórn. Bílvæn tónlist Sveinn Sigurðsson skrifar: Ég man ekki til þess að á síðari árum hafi verið ráðist í það hér á landi að gefa út „gamlar perlur" fluttar af islenskum tónlistar- mönnum eða manni. Mér barst þó í hendur nýlega geisladiskur með heitinu „Golden Melodies" og er flytjandi Gunnar Páll. Kom mér að vísu dálítið spánskt fyrir að öll lögin voru erlend og það þekktar perlur frá ýmsum tímum. En ég verð að segja að Gunnar Páll fer mjög vel með lögin. Það fyrsta sem mér datt í hug þar sem ég var staddur í bílnum mínum var að prófa nýju „græjurnar" hvaða þetta væri þægileg tónlist í bíln- um. Sannarlega bílvæn tónlist. Hún hefur róandi áhrif á mann og veitir sjálfsagst ekki af í þessari stressuðu umferðarmenningu. Hvar fæst Bio spray? H.B. skrifar: Ég hef lengi leitað að vörutegund sem nefnist „Bio Spray Extra“ í stiftformi en hef ekki fundið hana í verslunum þeim sem ég hef spurt eftir henni, t.d. ekki hér í Grafar- vogi. Þetta er mjög gott bletta- hreinsiefni sem mér áskotnaðist á sínum tíma en hef ekki enn fundið það hér. Ég vona að hægt verði að bæta úr þessu og verslanir hér í Grafarvogi reyni að ná i þetta efni. Kannski einhver bendi á í þessum dálki hvar þetta fæst, viti það ein- hver. Með fyrirfram þakklæti. Ljót Lækjargata Kristjana hringdi: Mér finnst ekki ná nokkurri átt ef Lækjargatan á að líða fyrir deil- ur milli aðila sem standa að þess- um brunarústum þar sem áður var Nýja bíó. Reykjavíkurborg á að skikka þá aðila sem þarna eiga lóð að byggja á henni sem snarast en taka hana til sín aftur ella. Út- hluta svo hæstbjóðanda og fylgjast með því að hann byggi þarna fal- legt hús sem allir geta verið stoltir af. Við sem búum héma í nágrenn- inu skorum á borgina og ráða- menn hennar að losa götuna við þetta sár sem myndast hefur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.