Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjðri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjðri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabðnkum án endurgalds. Bændur féflettir Ef Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga hefði veriö selt á frjálsum markaöi, hefði fengizt svo miklu meira fyrir það, að þingeyskir bændur hefðu fengið til baka allt það fé, sem þeir áttu inni hjá kaupfélaginu. í staðinn tapa þeir 140 milljónum króna á hruni fyrirtækisins. Bændur selja kaupfélögum afurðir og kaupa af þeim nauðsynjar í staðinn. Viðskiptareikningur hjá kaupfé- lagi hefur löngum verið ávísanareikningur bænda. Marg- ir Þingeyingar áttu nokkur hundruð þúsund krónur inni á viðskiptareikningi hjá kaupfélagi sýslunnar. 140 milljónir króna af inneign bænda á viðskiptareikn- ingum í kaupfélaginu urðu glatað fé, þegar það hrundi um daginn og mjólkurkýr þess var seld með öðrum eign- um til að afla fjár upp í sviptingar, sem teldust vera gjaldþrotaskipti, ef um hlutafélag væri að ræða. Stjórn Kaupfélags Þingeyinga leitaði ekki tilboða, held- ur ákvað að selja mjólkursamlagið til Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri fyrir 237 milljónir króna. Engin tilraun var gerð til að finna, hvort þetta væri rétt verð fyrir sam- lag með 27 milljón króna árlegan hagnað. Mjólkursamlagið var eina rósin í hnappagati Kaupfé- lags Þingeyinga. Það framleiddi undir eigin vörumerki mjólkurvörur, sem vakið höfðu athygli um allt land, þar á meðal á hinum erfiða markaði höfuðborgarsvæðisins. Slíkur orðstír er verðmætur, þegar fyrirtæki er selt. Kaupsýslumenn höfðu lýst áhuga á að kaupa mjólkur- samlagið. Starfsmenn fjármálafyrirtækja sundurgreindu ársreikninga þess og mátu það á 350-400 milljónir króna. Og kaupfélagið þurfti einmitt slíka upphæð, 377 milljón- ir, til að geta staðið í skilum við bændur. Þegar slíkar upplýsingar eru fáanlegar, er ábyrgðar- laust að afla ekki tilboða í mjólkursamlagið í stað þess að afhenda það KEA á silfurfati. Greinilegt er, að stjórn kaupfélagsins hefur tekið hagsmuni annars kaupfélags fram yfir hagsmuni sinna eigin félagsmanna. Þetta þætti glæpsamlegt í hlutafélagarekstri og yrði tekið á því sem slíku. Kaupfélög éru hins vegar svífandi fyrirbæri, þar sem erfitt er að skera úr um, hver á hvað og hver ber ábyrgð á hverju. Niðurstaðan er venjulega, að enginn á neitt og enginn ber ábyrgð á neinu. Kaupfélögin eru hluti valdakeðju, þar sem aðrir helztu hlekkirnir eru stofhanir landbúnaðarins og landbúnað- arráðuneytið. í þessari keðju hefur löngum verið venja að taka hagsmuni fyrirtækja og stofnana fram yfir hags- muni bænda, sem litið hefur verið á sem þræla. Offramleiðslustefnan, sem ríkti um áratugi í landbún- aði, var ekki rekin í þágu bænda. Þeir voru bara vinnu- dýr stefnunnar, hvattir til að framleiða meira og meira, unz markaðurinn hrundi. Þá voru þeir látnir borga brús- ann með kvótakerfi, sem hertist að hálsi þeirra. Mikilvægt markmið ofLramleiðslustemunnar var, að kaupfélög reistu frystigeymslur og kæligeymslur, sem þau síðan leigðu ríkinu fyrir okurverð til að geyma óselj- anlegar afurðir, sem biðu útflutnings. Mikilvægt var, að halda þessumgeymslum alltaf sneisafullum. Óvinir bænda voru þeir kallaðir, sem börðust gegn of- framleiðslustefnunni á sjöunda, áttunda og níunda ára- tugnum. Bændur trúðu þessu margir, þótt hinn raun- verulegi óvinur þeirra væri yfirstéttin, sem réð ríkjum syðra í keðju fyrirtækja og stofhana landbúnaðarins. Síðan hrundi onramleiðslukerfið og bændur um allt land voru gerðir að fátæklingum. Fyrirlitningin á þeim lifir góðu lífi í ráðstöfun eigna Kaupfélags Þingeyinga. Jónas Kristjánsson Aðstandendur Varins lands afhenda undirskriftalista á Alþingi árið 1974. leg þroun Kjallarínn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Þó kynlega kunni að hljóma, átti hérlent tjáning- arfrelsi í vök að verjast frammá síð- ustu ár. I 72. grein stjórnarskrárinnar er skýrum orðum kveðið á um að aldrei megi leggja hömlur á ritfrelsi í landinu. Þar segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs- anir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyr- ir prentfrelsi má aldrei í lög leiða." Eiaðsíður hefur það þrásinnis gerst að blaðamenn og rithöfundar hafa veriö dæmdir í fé- sektir og fangelsi fyrir skrif sín. Það á rætur að rekja til þess að íslensk refsilöggjöf var í stórum dráttum sniðin eftir danskri löggjöf á síðustu öld þarsem þess var vandlega gætt að vernda opinbera embættismenn og aðra fyrirmenn samfélagsins gegn réttmætri jafnt sem óréttmætri gagnrýni. Fangelsanir Alræmdust grein í Almennum hegningarlögum var 108. grein: „Hver sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða æru- meiðandi aðdróttanir við opinber- an strarfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sekt- um, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt." Að undirlagi Ragnars Aðalsteinsson- ar var þessi makalausa og forneskjulega grein felld niður í heild sinni þegar Mannréttihda- sáttmáli Evrópu var lögfestur á íslandi árið 1995. Frægasta dæmi um hérlenda ritskoðun er sennilega málsóknin á hendur Þórbergi Þórð- arsyni sem dæmdur var í fésekt og vikið úr kennarastarfi fyrir að skrifa ósæmilega um Adolf Hitler fyrir seinni „Vel má vera að andudin sem þessar handtökur vöktu meðal almennings hafí valdiö því að refsiglaðir menn hurfu frá því ráði að krefjast fangelsunar sókudólga en hófu að gera kröf- ur um háar fésektir. Það varð lenskan næstu áratugi." heimsstyrjöld. Árið 1941 var Valdi- mar Jóhannsson ritstjóri viku- blaðsins Þjóðólfs dæmdur í 30 daga varðhald fyrir landráð afþví hann hafði skrifað gagnrýna grein um fisksölumál íslendinga. Árið 1955 var Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóðviljans dæmdur í 62 daga tukt- húsvist fyrir að þverskallast við að greiða sektir í nokkrum meiðyrða- málum, en sat ekki inni nema 4 sólarhringa, meðþví verkamenn í Dagsbrún söfnuðu fé til að leysa hann úr haldi. Fésektir Vel má vera að andúðin sem þessar handtókur vöktu meðal al- mennings hafi valdið því að refsi- glaðir menn hurfu frá því ráði að krefjast fangelsunar sökudólga, en hófu að gera kröfur um háar fé- sektir. Það varð lenskan næstu áratugi. Um miðjan sjöunda ára- tug kom til langvinnra málaferla á hendur Einari Braga vegna skrifa hans í Frjálsa þjóð um mjög vafa- sama lánastarfsemi hæstaréttar- dómara og bankastjóra. Hæstarétt- ardómarinn krafðist hárra fé- sekta, en varð að sætta sig við lægri fúlgu og hrökklaðist úr emb- ætti að unnum þeim Pyrrhosar- sigri. Alvarlegasta atlaga við tjáning- arfrelsi í landinu var gerð árið 1974 þegar 12 af 14 aðstandendum Varins lands hófu málsókn á hendur hópi blaðamanna og rit- höfunda og kröfðust hárra miska- bóta. Hafði það aldrei fyrr gerst í þjóðarsögunni að hópur manna, sem staðið hafði að umdeildri og mjög umfangsmikilli pólitískri aðgerð, gerði tilkall til sameigin- legrar æru, þannig að deila mætti henni í tólf parta og síðan verð- leggja hana. Niðurstaða þess málareksturs varð sú að sakborningar voru dæmdir í misháar sektir. Ég var einn þeirra og dæmdist í milljón króna sekt, sem voru rífleg árs- laun, en hún var greidd af ný- stofnuðum Málfrelsissjóði undir forsæti Páls Skúlasonar núver- andi háskólarektors. Síðan urðu nokkrir blaðamenn og rithöfund- ar fyrir barðinu á 108. grein hegn- ingarlaganna, uns þar kom að einn þeirra, Þorgeir Þorgeirsson, sneri sér til Mannréttindadóm- stólsins í Strassborg og fékk leið- rétting sinna mála. Dómsniður- staðan í Strassborg hafði í för með sér uppskurð á hérlendu réttar- kerfi og verulega rýmkun á tján- ingarfrelsinu. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Verðstríð vekur spurningar „Það verðstríð er ríkt hefur í stórmörkuðum á höf- uðborgarsvæðinu undanfarna daga hefur vart fárið fram hjá neinum. Verslanir hafa lækkað verð á grænmeti og ávöxtum á vixl og hægt hefur verið að kaupa vörur á verði sem er töluvert undir skráðu heildsöluverði ... Verðstríð af þessu tagi vekja upp margar spurningar. Spyrja má hver sé eiginlega til- gangur þess að lækka verð á ákveðnum vöruflokki í skamman tíma. Hagsmunir neytenda af því eru tak- markaðir þar sem tilboðin eru oft bundin við tak- markað magn og standa stutt ... Er hugsanlegt að svigrúm sé til að lækka þessar vörur, t.d. ávexti og kjúklinga, með varanlegum hætti í stað þess að lækka verð niður úr öllu valdi tímabundið?" Úr forystugreinum Mbl. 21. maí. Klúður á Akureyri „Auðvitað er allt þetta mál frá upphafi algjört hneyksli og að bæjaryfirvöld Akureyrar skyldu ekki grípa tækifærið á sínum tíma til þess að flytja höf- uðstöðvar íslenskra sjávarafurða til Akureyrar. Það voru stóru mistökin en fyrst menn báru ekki gæfu til að taka rétt á málum þá gat þetta aldrei orðið annað en klúöur. Það sýnir sig nú að sú leið sem val- in var er harla lítils virði. Ábyrgð sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni á þessu máli er mikil." Valgerður Sverrisdóttir í Degi 21. maí. Stjórnmálastéttin kaus að þegja „Stjórnmálamenn hafa ítrekað sameinast í grát- kór vegna kjara sinna og nú hafa þau verið bætt eina ferðina enn ... Á sama tíma upplýsti Pétur Blön- dal alþingismaður að 80% af dagpeningum þing- manna væru að öllu jöfnu afgangs þegar kostnaður vegna ferðalaga hefði verið greiddur ... Ekki varð þess vart að konur sem valdar hafa verið til setu á Alþingi teldu við hæfi að andmæla fráleitum úr- skurði kjaradóms. Raunar kaus stjórnmálastéttin upp til hópa að þegja eða lýsa yfir algjöru áhrifaleysi sínu í þessu máli." Ásgeir Sverrisson í Mbl. 21. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.