Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 15
ÞRIDJUDAGUR 25. MAI 1999
15
Ráðherraveikin
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrv. alþingismaöur
Skæð farsótt
hefur brotist
út við Austur-
völl og heltek-
iö fólk i hrönn-
um, meira að
segja löngu
áður en búið
var að stimpla
menn inn sem
rétt kjórna
fulltrúa á lög-
gjafarsamkom-
una. Þetta er
ráðherraveik-
in. Hún lýsir
sér í þvi að
enginn telst
maöur með
mónnum nema
hafa fengið það
orð á sig að
vera upplagt ráðherraefni í ríkis-
stjórn sem mynda verður að lokn-
um kosningum hvað sem tautar og
raular.
Enginn veit enn um hvað srjórn-
armyndunarviðræður tveggja lög-
fróðra snúast annað en stöðugleik-
ann sem er mál mála og sameigin-
legt áhugamál allra. í samræmi
við það hafa formenn hinnar ást-
sælu stjórnar B og D sem hélt ör-
ugglega velli í kosningunum gefið
það eitt út að jafnvægi verði að
vera á ráðherrabekknum, ef ekki
fimm og fimm þá sex og sex. Og
það er seinni útgáfan sem magnað
hefur upp ráðherraveikina svo um
munar.
Gamlar en gleymdar dyggðir
Allt skapað þróast og heitir það
nú framþróun svo að enginn
ímyndi sér að um afturför geti ver-
ið að ræða. Þannig er það líka með
ráðherraveikina. Hún varð fyrst
skilgreindur sjúkdómur fyrir um
áratug og hélst í hendur við öra
framþróun lýðræðis eins og hún
birtist í prjófkjörum. Til þess tíma
hafði vart nokkur löglega kjörinn
þingmaður dirfst að gefa til kynna
að hann dreymdi um ráð-
herrastól hvað þá meira.
Nú er hins vegar svo komið
að ekki þýðir að sýna sig í
prófkjöri án þess að sögunni
fylgi að viðkomandi stefni á
ráðherrastól eigi hann ekki
slíkt þarfaþing fyrir. Alþingi
er sem kunnugt er svo
ómerkilegur vettvangur að
ekki er hægt að ætlast til að
kjósendur styðji við fólk
sem hyggst láta sér nægja
svo lágan .sess.
Löngu fyrir síðustu kosn-
ingar voru frambjóðendur
farnir að máta sig við stóla
í stjórnarráðinu, dyggilega
studdir af garralegum sand-
kornum blaðanna. í þeim
hópi voru þingmenn úr liði
Davíðs, sem sóttust eftir
endurkjöri. Fóru þar fremstir
þeir sem minnst hefur kveðið að
og eyða tímanum í flest annað
fremur en setur í þingsöl-
um."Sælir eru hógværir" má lesa
í gömlum bókum en þau heilræði
eru nú á dögum ekki hátt skrifuð
á hönnunarstofum
efna.
þingmanns-
Framsókn öll á sjúkrabeði
Eins og sæmir liðsveit sem ekki
kann við sig utan valdastóla er
Framsókn i sérflokki þegar ráð-
„Allt skapað þróast og heitir þaö
nú framþróun svo að enginn
ímyndi sér að um afturför geti
verio að ræða. Þannig er það líka
með ráðherraveikina. Hún varð
fyrst skilgreindur sjúkdómur fyrir
um áratug og hélst í hendur við
öra framþróun lýoræöis eins og
hún birtist í prjófkjörum."
herraveikin er annars vegar. All-
ur þingflokkurinn, líklega að Jóni
Kristjánssyni einum undanskild-
um, hefur fengið bakteríuna og
eru sumir helteknir. Dapurleg út-
reið flestra ráðherra flokksins á
síðasta kjörtímabili breytir þar
engu um, þótt hún ætti að vera
víti til varnaðar fyrir þá óbreyttu.
Verst er ástandið sagt á kvenna-
deildinni þar sem allar eru kallað-
ar.
Fái Framsókn sex ráðherrastóla
verða jafnmargir
að láta sér nægja
hlutskipti hinna
óbreyttu. Verður
það döpur og van-
þakklát vist í
heilt kjörtímabil
fyrir utan þá nið-
urlægingu að
vera ekki metinn
að verðleikum.
Færi nú betur að
hlustað hefði ver-
ið á Sivjar-ráð
þess efnis að ráð-
herrar gegni ekki
þingmennsku. Myndu þá rísa upp
sumir hinir föllnu og mæta gal-
vaskir til þings líkt og æsir í Val-
höll. Og gleðin ríkti ein ofar hvers
kyns sút í höll Davíðs.
Hjörleifur Guttormsson
Þingflokkur Framsóknarflokksins. „Allur þingflokkurinn, líklega að Jóni Kristjánssyni einum undanskildum, hef-
ur fengiö bakteríuna og eru sumir helteknir," segir Hjörleifur í grein sinni.
Vildu ekki frið-
samlega lausn
Því hefur verið haldið fram að
NATO hafi orðið að grípa til hern-
aðaraðgerða gegn Serbíu vegna
neitunar júgóslavneskra yfirvalda
að skrifa undir hið svonefhda
Rambouillet-samkomulag. Er þessi
fullyrðing rétt?
Samkomulagsdrögin sem lágu
fyrir í Rambouillet voru tvískipt.
Annar hlutinn fjallaði um póli-
tíska lausn deilunnar, þ.e. skipan
borgaralegs lífs í Kosovo, m.a.
sjálfsstjórn héraðsins. Hins vegar
komulagsins, enda treystu þeir
ekki loforðum serbneskra yfir-
valda. Sú tortryggni var réttmæt.
En að sögn frönsku fréttastofunn-
ar AFP (20. febr. 1999) voru Serbar
í meginatriðum tilbúnir að semja
um sjálfsstjórn handa Kosovo en
fulltrúar Serba í Rambouillet gáfu
til kynna að þeir myndu sam-
þykkja friðargæslusveitir á vegum
Sameinuðu þjóðanna eða ÖSE, en
ekki undir stjórn NATO.
Bandariskur
„Rétt er að geta þess að Kosovo
var og er hérað í sambandsríkinu
Serbiu en hvorki sjálfstætt sam-
bandsríki né sjálfstætt ríki.
Serbnesk yfirvöld hafa því rétt til
þess að ákveða hvort og með
hvaða hætti erlendum aðilum er
leyft að inna af hendi eftirlits-
störf innan lógsögu sambandsrík-
isins."
var sérstakur kafli um alþjóðlegt
eftirlit sem tryggja átti fram-
kvæmd hinnar pólitísku lausnar.
Réttmæt tortryggni
Kosovo-Albanar kröfðust alþjóð-
legs eftirlits með framkvæmd sam-
embættismaður
staðfesti við AFP
að deilan í Ram-
bouillet stæði
einmitt um þetta
en ekki um póli-
tíska þætti sam-
komulagsins. En
næsta dag lýsti
Madeleine Al-
bright, utanrík-
isráðherra
Bandaríkjanna,
því yfir að
Bandaríkin
myndu ekki
sætta sig við
neitt annað en
að Serbar sam-
þykktu hersveitir undir stjórn
NATO. Þetta ítrekaði hún við
CNN og tveim dögum síðar á
blaðamannfundi.
Þetta var meginkrafa Bandaríkj-
anna sem var ítrekuð aftur og aft-
ur. Serbum var m.a. ekki leyft að
undirrita hinn póli-
tiska hluta samkomu-
lagsins sérstaklega
nema gengið yrði að
öllum öðrum kröfum,
þ.m.t. um framkvæmd
eftirlitsins á vegum
NATO.
Úrslitakostir
Þann 23. mars af-
henti sendiherra
Bandaríkjanna, Ric-
hard Holbrooke, for-
seta Júgóslavíu,
Slobodan Milocevic,
úrslitakosti: Skrifaðu
undir skilmála um
hersveitir NATO í
Kosovo eða við ""^^^~
ráðumst á land þitt.
Sömu nótt hafhaði serbneska þing-
ið að nýju hernaðarhluta sam-
komulagsins en lýsti vilja sínum
til að skoða nánar „umfang og eðli
alþjóðlegrar viðveru" í Kosovo.
Rétt er að geta þess að Kosovo
var og er hérað í sambandsríkinu
Serbíu en hvorki sjálfstætt sam-
bandsríki né sjálfstætt ríki.
Serbnesk yfirvöld hafa því rétt til
þess að ákveða hvort og með
hvaða hætti erlendum aðilum er
leyft að inna af hendi eftirlitsstörf
innan lögsögu sambandsríkisins.
Bandaríkin höfðu augsýnilega
engan áhuga á að fylgja eftir þeim
möguleikum til alþjóðlegs eftirlits
Kiallarinn
Elías Davíðsson
tónlistarmaður
sem serbnesk yfir-
völd töldu sig geta
sætt sig við.
Serbnesk yflrvöld
höfðu leyft sveitum á
vegum ÖSE og ýms-
um mannúðarsam-
tökum að athafna sig
í Kosovo framan af.
Samkvæmt skýrslum
Sameinuðu þjóðanna
tryggði þessi viðvera
Kosovo-Albönum lág-
marksvernd, kom í
veg fyrir kerfis-
bundnar þjóðernis-
hreinsanir og stór-
felld mannréttinda-
brot og stuðlaði aö
^^-^^- heimkomu flótta-
manna. En Banda-
ríkin vildu etja NATO í stríð.
Áhersla þeirra á hlutverk
NATO var og er liður í almennri
stefnu Bandaríkjanna sem lýst er í
skýrslu Pentagon: „Leiðarvísir um
varnaráætlanir 1994-1999". í
skýrslunni segir m.a.: „Við verð-
um að koma í veg fyrir að Evrópu-
þjóðir myndi eigið öryggiskerfi
sem gæti grafið undan NATO ...
Þess vegna er það afar mikilvægt
að beita NATO sem aðaltæki vest-
ræns varnar- og öryggiskerfis og
til að auðvelda bandarísk áhrif á
og þátttöku í evrópskum öryggis-
málum."
Elías Davíðsson
Meðog
á móti
Sveik Sölumiöstöö hraö-
frystihúsanna Akureyringa?
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur
ákveðið að hætta starfsemi sinni á Ak-
ureyri en hún hófst árið 1995 í kjölfar
þess að bæjarstjórn samdi við fyrir-
tækið um að það héldi áfram að ann-
ast sölumál með afurðlr Útgerðarfé-
lags Akureyringa. SH lofaði að flytja
þriðjung starfsemi sinnar til Akureyr-
ar, koma með öðrum hætti að atvinnu-
lífinu og skapa þannig um 80 ný störf í
bænum. Akureyringar eru margir
hverjir afar reiðir vegna þelrrar
ákvörðunar stjórnar SH að hætta
starfseml sinnl á Akureyri og segja að
fyrirtækið hafi svikið slnn hluta samn-
ingsíns, þann að halda úti starfsem-
inni á Akureyri.
Hrein
Sverrir Leósson,
fyrrverandi stjórn-
armaour í Útgero-
arfélagi Akureyr-
inga.
„Kolkrabbinn er búinn að
mylja Útgerðarfélag Akureyringa
gjörsamlega undir sig og þar á bæ
stendur mönnum algjörlega á
sama um hvort einhverjir samn-
ingar hafa verið
gerðir eða ekki
eða að viö þá sé
staðið. Ég átti
sæti í stjórn ÚA
þegar þetta mál
gekk yfir á sín-
um tíma og var
andvígur því að
samiö yrði við
Sölumiðstöðina
á þessum nót-
um og það hef-
ur komið á dag-
inn hvaða vitleysa það var. Fram-
koma SH gagnvart Akureyringum
eru hins vegar hrein og klár svik
og það er búið að hafa oktair að al-
gjörum fiflum.
Akureyringar eiga í þessu máli
skilyrðislausa krðfu á hendur
Jakobi Björnssyni, fyrrverandi
bæjarstjóra, þess efnis að hann
geri okkur grein fyrir þvi hvernig
það samkomulag var sem gert var
við SH. Sé þaö rétt sem ég hef
heyrt að með sanmingnum hafi
SH verið tryggð sölumál með af-
urðir ÚA í 10 ár þá hlýtur slíkur
samningur auðvitað hafa átt að
gilda í báðar áttir."
Ekki svik
„Það er auðvitað mjög slæmt að
þessi staða skuli hafa komið upp,
aö SH skuli hafa þurft að draga
saman seglin hér í bænum, og það
er spurning hvort kalla megi þetta
svik. Atvinnu-
lífið hér á Ak-
ureyri er hins
vegar þannig í
stakk búið
núna að það
getur tekið við
þessum skell.
Við getum líka
spurt okkur
þeirrar spurn-
ingar hvað
hefði gerst ef
við hefðum samið við íslenskar
sjávarafurðir sem ætluðu vissu-
lega að flytja höfuðstöðvar sínar
til Akureyrar en vera með hluta
af starfsemí sinni fyrir sunnan.
Ég held að ÍS hefði ekki haft burði
til þess að taka við sölumálum fyr-
ir ÚA og óvíst hver staða ÚA væri
í dag hefði það gerst.
Það er hins vegar hjá SH eins
og öðrum fyrirtækjum sem eru að
draga saman í rekstri að þau
þurfa að grípa til ýmissa aðgerða
og við pví er ekkert að gera. Þetta
er hins vegar auðvitað önnur þró-
un en við." -gk
Þörarinn B. Jóns-
son, bæJarfulKrúi
Sjálfstæðisflokks-
Ins.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum i blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu. DV áskilur
sér rétt til að birta aðsent efhi á
stafrænu formi og í gagnabönk-
um.
Netfang ritsrjórnar er:
dvritst@fT.is