Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 16
16
wnning
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999
Frumstæð tákn
og fjarskafegurð
Margrét Jónsdóttir list-
málari sýnir tæplega 40
málverk af ýmsum stærð-
um í aðalsal Hafharborg-
ar og kaffistofu. Titlarnir
eru aðeins fjórir: Lífsvatn-
ið, Móðurskautió djúpa,
„Still life" (kyrralífsmynd)
og Móöir jörð, og er efni
þeirra allra, litur og áferð
mjög svipað. Á grænum
eða jarðlitum bakgrunni,
sem minnir helst á fellt
flauelsklæði eða bung-
andi mosabreiðu, eru tot-
ur og holur með misaug-
ljósar skírskotanir til
kynfæra og streymir hvít-
leitur vökvi út úr sumum,
lækjarsprænur.
Margrét Jónsdóttir - Málverk, 1998.
gerðarlegur og
óvandaður.
Minnstu myndirn-
ar eru í römmum
sem þó eru ekki all-
ir eins. Flestar eru
á blindrömmum,
illa strengdar, sum
hornin skaga langt
út frá veggjunum.
Stærstu strigarnir
eru negldir beint á
vegginn og slapa
milli nagla. Þessir
gúlpar í striganum
vinna gegn felling-
unum í myndfletin-
um. Synd að láta
líkamsvessar eða
Kyrralífsmyndirnar sýna
ávexti og steina á sams konar bakgrunni.
í sýningarskrá fer listakonan fram á að
áhorfandinn reyni að upplifa myndirnar með
hjartanu; noti ekki rökhugsunina. Hún segist
fást við „djúpið í lífi okkar ... hið smáa í hinu
stóra", efni sem hlýtur að snerta alla menn,
enda notar hún alþekkt frumstæð tákn.
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Margrét er ágætur málari og sýningin er
að mínu mati heilsteypt og falleg ef ekki
væru á henni mjóg slæmir annmarkar. Djúp-
ar holur hafa sterkt aðdráttarafl, augað leitar
stöðugt inn í þær. Því býst ég við að Margrét
ætli að ná fram en vegna þess að hún virðist
nota svarta litinn óblandaðan úr túpunni þar
sem dýptin á að vera mest er móðurskautið
ekki hyldjúpt og heillandi heldur fiatt, eins
og svartglansandi sneplar hafi verið lagðir
yflr þessa annars mjúku og safariku fiauels-
jörð. Þar með er aðdráttaraflið ekki hið
samá.
Frágangur myndanna er einnig sundur-
svo einföld atriði spilla annars kraftmikilli
sýningu.
Ekki allt
sem sýnist
Þorri Hringsson
sýnir í Listasafni
ASÍ. Þar gefur að líta
málverk annars veg-
ar af mat og hins
vegar konum. Þetta
eru glansmyndir,
maturinn er litsterk-
ur og skrautlegur og
uppstillingarnar
puntaðar, konurnar
vel snyrtar, brosandi
og fagrar. Stúlkurn-
ar líða reyndar fyrir
nálægðina við mat-
inn sem tekur megn-
ið af athygli áhorf-
andans. Kannski
hefði verið betra að
halda þessum tveim-
ur syrpum aðskild-
um.
þetta nostalgískar myndir. Matarmyndirnar
eru gamaldags, málaðar eftir matreiðslubók-
um, og eins og vera ber er matnum stillt upp
eftir fagurfræðilegum formúlum
til þess að hann verði sem mest
lokkandi. Konurnar tilheyra líka
yfirborðskenndum auglýsinga-
heiminum, fallegar táknmyndir
fyrir gullaldartímann upp úr
striði. Skiltamálunarvinnubrögð-
in tilheyra einnig heimi auglýs-
inganna.
Úr fjarska virðast myndirnar
afar raunsæislega og nákvæmt
málaðar en í návígi sér maður að þær eru
grófar, nánast „illa" málaðar. Þrátt fyrir
glansinn er því hvorki hægt að segja að
mann langi í matinn né það freisti manns að
vera í sporum stúlknanna eða að kynnast
þeim nánar. Satt best að segja er þetta allt
nokkuð fráhrindandi, á sama hátt og aðferð-
in þolir nálægðina illa.
Flæmsku meistararn-
ir, sem fyrir einhverj-
um öldum máluðu und-
urfagrar mataruppstill-
ingar, gerðu það vegna
þess hve þær bjuggu
yfir margs konar áferð
og birtubrigðum sem
hentuðu tilraunum
þeirra til að höndla feg-
urðina með litnum. Hér
er allt annað á ferðinni.
Þorri er miklu frekar að
sýna okkur hvernig
blekkingin sykurhúðar
yfirborð hlutanna og
hvað hið ákjósanlega
getur með auðveldum
hætti snúist upp í and-
hverfu sína og orðið
ógeðfellt þegar betur er
að gáð. Þetta er fin sýn-
ing sem vinnur á við
umhugsun.
A vissan hátt eru Þorri Hringsson - Kartöflu-laxabaka, 1998.
Síbylja frá barokktíð
Rússneska tónskáldið og dul-
spekingurinn Alexandr Scriabin
sagði um tónlist sem var samin
fyrir daga Beethovens að hún
væri dauð. Það er nokkuð til í því
þó Scriabin hafi ýkt eins og hans
var von og vlsa. Beethoven var
byltingarmaður í tónlistinni; tón-
list forvera hans var ávallt samin
samkvæmt viðteknum formúlum
og oftar en ekki eftir pöntun ein-
hvers baróns eða greifynju. En
Mozart, Haydn, Handel,
Monteverdi og Bach voru samt
snillingar og tónlist þeirra fyllir
mann andakt þótt hún sé samin
eftir föstum reglum. Mörg önnur
tónskáld voru til sem nú eru að
mestu gleymd. Þau kunnu líka sitt
fag og sömdu áheyrilega tónlist
sem er þó óttalega andlaus ef
grannt er skoðað.
í Langholtskirkju mátti heyra á hvíta-
sunnudag hálfgleymda (og hálfgelda) tónlist
því hinn heimsfrægi kammerhópur Musica
Antiqua Köln hélt þar, undir stjórn Rein-
hards Goebels, tónleika þar sem á efnis-
skránni voru verk eftir barokktónskáldin Al-
brici, Becker, Baltzer, Kirchoff, Meder,
Fischer og Telemann. Telemann var snilling-
ur, og tónlist hans er fyrir löngu orðin ódauð-
leg, en hið sama verður ekki sagt um flesta
hina. Samt var forvitnilegt að heyra ýmislegt
á efnisskránni. Sumt var fallegt, með gríp-
andi laglínum og seiðandi hljómum, eins og
fyrsta verkið, Fantasia „á 7 violes í C", sem
var samin árið 1645 í Stokkhólmi af óþekktu
tónskáldi.
En næsta tónsmíðin, Sinfonia primi toni
frá 1650, eftir Vincenco Albrici, var óttalega
leiðinleg. Sömu hendingarnar og mótífin
heyrðust aftur og aftur, án teljandi umbreyt-
inga. Skipti þá engu þó tónlistin væri fjörleg,
hún hljómaði samt eins og þráhyggja á háu
Kammersveitin Musica Antiqua Köln.
Tótilist
Jónas Sen
stigi. Á hinn bóginn var Sónata í g-moll eftir
Dietrich Becker bæði fjölbreytileg og lifandi,
enda samanstóö hún af nokkrum stuttum en
ólíkum hlutum þar sem margar hugmyndir
komu við sögu. Annað á efnisskránni var eft-
ir þessu, sumt áheyrilegt en hitt varla annað
en leiðinleg síbylja.
Hvergi feilnóta
Þess má geta að sjaldnast eru til fyrirmæli
um túlkun á stórum hluta barokktónlistar.
Yfirleitt var ekki gefið til kynna i nótunum
hversu hratt ætti að leika og ekki heldur
neitt sagt um styrkleikabrigði eða frasering-
ar. En hefðirnar voru sterkar og
einnig réð túlkandinn miklu sjálf-
ur og þvi voru flestar tilskipanir
af hálfu tónskáldsins taldar óþarf-
ar. Hraðaval og annað í túlkun
Musica Antiqua Köln var greini-
lega úthugsað og fræðileg rök fyr-
ir öllu sem hún gerði. Þó var ekki
laust við að Pavqne &
svíta í C dúr eftir Thomas
Baltzer hefði mátt vera
hægari og hátíðlegri -
hraðinn var svo mikill að
tónlistin fór einhvern veg-
inn inn um annað eyrað
og út um hitt. Kannski má
kenna einbeitingarleysi
undirritaðs um að verkið
féll í svo grýttan jarðveg
en um miðbik tónleikanna
var honum farið að liða
eins og á sýningu á vegg-
fóðri.
Svona tónlist er nefnilega eins og
fallegt veggfóður sem maður starir
ekki beint á í hrifningarvímu en finnst þó
huggulegt á stofuveggjunum. Það er ósköp
ljúft að hafa eldgamla, óþekkta tónlist á fón-
inum heima á meðan maður slappar af í baði
en að fara á tónleika með þessari sömu tón-
list er fullmikið af því góða. Samt er maður
þakklátur því tónlistarfólki sem dustar rykið
af gömlum tónverkum og nennir að æfa það
því innan um leynist ein og ein perla.
Musica Antiqua Köln er tvímælalaust frá-
bær hópur, allir hljóðfæraleikararnir í
fremstu röð, hvergi feimóta, hljómurinn full-
komlega samstilltur og túlkunin lífleg og
sannfærandi. Þrátt fyrir það voru þetta frem-
ur leiðinlegir tónleikar. Notalegra hefði ver-
ið að heyra þá í útvarpinu heima, á meðan
maður flatmagaði uppi í sófa með bók.
Dogmað blífur
Hafi einhver haldið aö dogma-fyrirbærið í
dönskum kvikmyndum væri hóla verður sá
hinn sami að sætta sig við að hafa rangt fyr-
ir sér. Frá kvikmyndahátiðinni í Cannes
berast þær fréttir að í bigerð séu sextán
kvikmyndir sem gera eigi samkvæmt fyrir-
mæium þeirra reglubræðra, Lars von Tri-
ers, Thomasar Vinterbergs og félaga. Menn
hafa hreinlega tekið dogmasótt víðs vegar
um Evrópu því þessar myndir verða gerðar
í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi og
Englandi - auk Danmerkur. Til upprifjunar
ganga dogma-reglurnar út á sem ailra ein-
faldasta kvikmyndagerð: Engin tilbúin
sviðsmynd, engin sérstök hljóðupptaka, allt
kvikmyndað með vél
sem tökumaðurinn held-
ur á, engin gervilýsing,
aðeins sú birta sem er á
tökustað hverju sinni,
allt gerist hér og nú,
engir „búningar" og
ekki má tilgreina í
myndinni hver leiksrjór-
inn er.
Danska kvikmynda-
stofhunin gerði þau örlagariku mistök á sin-
um tíma að neita dogma-bræðrum um styrki
til myndanna sem nú fara sigurfór um heim-
inn (eina þeirra, Fávita von Triers, má sjá í
reykvísku kvikmyndahúsi um þessar mund-
ir). Til þess að bæta fyrir brot sín býður
stofnunin þeim nú að gera alle tiders kvik-
mynd um Danmörku og Dani um árþús-
undamót og það verðá engar 15 milljónir
eins og þeir báðu um á hnjánum í gamla
j daga sem þar verða lagðar í púkk heldur
miklu miklu meira.
Tena syngur Billie
Varla getur ljúfsárri jasssöng en lagasmíð-
arnar sem Billie Holiday (á mynd) festi á
vinýl þann stutta tíma sem hún var í góðu
formi. Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum,
nánar tiltekið 25. maí 1959,
kom hún í síðasta sinn
fram opinberlega, og þá í
Phoenix Theatre í New
York. í tilefni af því ætlar
kanadíska söngkonan Tena
Palmer, sem búsett er hér á
landi, að syngja til heiðurs
Billie í Iðnó í kvöld (þriðju-
dag) og annað kvöld kl.
20.30 við undirleik valin-
kunnra tónlistarmanna:
Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Samúel
Samúelsson á básúnu, Kjartan Valdemarson
á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og
Pétur Grétarsson á trommur.
Varla þarf að taka fram að sungin verða
nokkur þeirra laga sem Billie gerði fræg, t.d.
What a Little Moonlight Can Do, God Bless
the Child, Sophisticated Lady, You've
Changed, Billie's Blues, Get out of Town,
kannski líka Strange Fruit.
Myndlistin lifir á Stöðvar-
firði
Sýknt og heilagt er klifað á því að á lands-
byggðinni sé viðvarandi skortur á öllu sem
heitir listmenntun; hún eigi bara heima í
Reykjavík og á Akureyri. Þetta eru að sjálf-
sögðu ýkjur eins og margt annað
sem sagt er um sveitir landsins. í
nokkur ár hefur Ríkharður Valt-
ingojer grafíklistamaður (og
fyrsti handhafi Meríningarverð-
launa DV fyrir myndlist) staðið
fyrir margs konar myndlistar-
uppfræðslu og listastarfsemi á
Stöðvarfirði þar sem hann býr
ásamt Sólrúnu Friðriksdóttur
konu sinni sem einnig er lista-
maður. Verkleg námskeið sem
hann hefur haldið á heimaslóð-
um að sumarlagi hafa ávallt ver-
ið vel sótt.
í júní og júlí verður Ríkharður
(á mynd) með nokkur þriggja og
fjögurra daga námskeið um grafiktækni á
Stöðvarfirði. Þann 3. júní hefst námskeið í
háþrykki og i kjölfarið fylgir námskeið í
polyester-litógrafiu þar sem hægt er að nota
tölvu, leysiprentara og ljósritunarvél. í júlí
verða síðan námskeið í djúpþrykki og off-
setlitógrafiu, auk þess sem fólki gefst kostur
á alhliða myndlistarnámskeiði þar sem
hægt verður að læra teikningu, grafik,
vatnslitatækni og skúlptúrgerð.
Umsjóii
Aöalsteinn Ingólfsson
L