Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 26
46
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999
Söluleyfi17.Júní1999
í Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu
úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní
1999, vinsamlegast
vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR
Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 -16:15.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi
miðvikudaginn 2.júní fyrir kl. 16:00.
Úthlutun verður fimmtudaginn 3. júní kl.16:30
á Fríkirkjuvegi 11.
Vakin er athygli á því, að óll lausasala frá tjöldum
og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð.
Gjald v/söluleyfa er kr. 3.000.-
!
Fréttir
Rýmum fyrir
nyjum vorum
-allt að
afsláttur
Á þriðju hæð í verslun okkar
að Lágmúla 8
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Galdramál á íslandi:
Setur fræða og
minja á Hólmavík
DV.Hólmavík:
Ef allt fer að vonum verða atburðir
sem tengjast Vestfjörðum og þá
Strandasýslu ekki sist að einhverju
leyti í boði á næsta ári þegar Reykja-
vik fær það hlutverk að vera ein af
menningarborgum Evrópu, svo lítið
trúlegt sem það kann að virðast. En
málið skýrir nánast vakningu, sem
orðið hefur meðal heimamanna um að
hafist verði handa um að gera sögu
galdramálanna á íslandi, þá einkum á
17. öldinni, allnokkur eða veruleg skil.
Fremstur í flokki hefur verið Jón
Jónsson, þjóð- og sagnfræðingur frá
Steinadal í Strandasýslu, sem óþreyt-
andi hefur verið við að draga fram í
dagsljósið ýmsa atburði galdratímans
á rökkurkvöldum víða um byggðir
sýslunnar í sambandi við atburði
tengda átaki í ferðamálum á svæðinu.
Fyrir nokkrum misserum gekk til liðs
við hann Magnús Rafnsson, kennari
og fræðimaður á Bakka í Bjarnarfirði.
Hafa þeir farið um lönd til að kynna
hugmyndir sinar, m.a. um stofhun
fræðaseturs á Hólmavík.
Staðfest er að mikill áhugi og jafn-
vel eftirvænting er bæði hjá innlend-
um og erlendum fræðimönnum um að
|J* NINTENDO64
LOEWE.
BOSCH
^?indesif
18) Husqvama
FINLUX
AEG |s
SANGEAN
©YAMAHA
OLYMPUS
NÖKIA
jama
Nikon
ORION
JttlasCópco
af stofnun þessa
fræðaseturs geti orð-
ið. Hafa vísinda-
menn sagst fúsir til
að koma og miðla af
fróðleik sínum og
einnig og ekki síst
að sækja hann að
einhverju leyti til
okkar söguríku
byggðar.
Þá hafa fræði-
menn undirstungið
að hér verði haldin
alþjóðaráðstefna um
galdraöldina. Þó
staðreynd sé að hjá
vissum mönnum
hafi heilbrigð hugs-
un nánast verið í fjötra færð á því
tímaskeiði eru þeir atburðir ekki
ómerkari til upprifjunar en annan
sem sögu og arfleifð tengist. Vert hef-
ur verið talið að ljóskeri sé varpað svo
sinnt sé sögulegri varðveislu likt og
gert hefur verið í sambandi við Vík-
ingatímann.
Menntamálaráðuneytið, Byggða-
stofnun og Nýsköpunarsjóður stúd-
enta hafa veitt undirbúningsstyrki til
verkefnisins. Þá liggur fyrir umsókn
um styrk hjá Evrópuráðinu og eru
vonir bundar við jákvæðar undirtekt-
H •*• *'
\\á ^g \
fl^QjjH ¦ - ^^m '^B
|_____ '(:-.• T^^
Magnús Rafnsson í ræðupúltinu og til hægri eru Þórð-
ur Halldórsson og Sigurður Atlason.
DV-mynd Guðfinnur
ir. Það sem ekki minnsta athygli hef-
ur vakið á ferðum þeirra Jóns og
Magnúsar er að í safni í Hamborg i
Þýskalandi er meira af munum úr
Strandasýslu en á öðrum stað utan
héraðs ef frá er skilið byggðasafnið á
Reykjum. Líklegt er að þar séu einnig
munir tengdir galdratímanum. Til
umræðu er að munir þaðan komi til
sýningar hér verði setri minja og
fræða komið á laggirnar. MikiÉ vilji
er fyrir að hafist verði handa með
undirbúning ekki seinna en á sumri
komanda. -Guðfinnur
Seyðisfjörður:
Björgunar- og
slysavarnahús vígt
DV, Seyðisfiiði:
Seyðfirðingar fjölmenntu síð-
degis 15. maí þegar nýja björgun-
ar- og slysavarnahúsið var vígt á
björtum og fögrum degi. Guðjón
Jónsson, formaður byggingar-
nefhdar, bauð gesti velkomna. Fór
hann í fáum orðum yfir byggingar-
sögu hússins sem hófst 1991 og
lauk á sl. ári. Hann þakkaði allan
stuðning og velvilja og sagði það
fjöhnenni, sem væri samankomið,
staðfesta hversu raunsætt og já-
kvætt mat bæjarbúa væri á því
starfi sem héðan væri stjórnað og
skipulagt. Þakkaði hann góðar og
rausnarlegar gjafir sem borist
hefðu í tilefhi vígslunnar.
Ingi Hans Jónsson, ritari stjórn-
ar slysavarnafélagsins, færði fé-
lagsmönnum árnaðaróskir og
þakkir. Sóknarpresturinn, Cecil
Haraldsson, vígði og blessaði hús-
ið og bað fyrir allri starfsemi fé-
lagsmanna til hjálpar samborgur-
unum á hættu- og neyðarstund.
Þá var komið að því að gefa
húsinu nafn. Gengu gestir út og á
miðri framhlið hússins var nafn-
skjöldur - hulinn klæði. Frú Anna
María Haraldsdóttir, sem lengi
hefur gegnt srjórnunarstörfum í
Slysavarnadeildrnni Rán, af-
hjúpaði skjöldinn. Hlaut húsið
nafnið Sæból, eftir húsi sem þarna
stóð fyrr á tíð.
Eftir þetta var gengið til borðs
og sest að kaffidrykkju.
Ólafur Sigurðsson bæjarsrjóri
afhenti blómvönd frá bæjarbúum
og minnti fólk á óeigingjarnt starf
slysavarnadeildanna bæði hér og
annars staðar, sem vert væri að
meta að verðleikum og styðja eftir
föngum. -JJ
Tónlistarskóli
Reykjanesbæjar
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er nýr tónlistarskóli sem varð til
við sameiningu Tónlistarskólans f Keflavík og Tónlistarskóla
Njarðvíkur. Skólinn tekur til starfa 1. september 1999. Okkur
vantar góða kennara í eftirtalin störf frá og með 1. september
nk.
Forskólakennara
Suzukifiðlukennara
Fiðlukennara
Söngkennara
Málmblásturskennara
Slagverkskennara
Bassakennara - rafb. og kontrab.
heil- eða hlutastörf
heil- eða hlutastörf
hlutastarf
hlutastarf
hlutastarf
hlutastarf
hlutastarf í eitt ár.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags tónlistarskólakennara/FÍH
og launanefhdar sveitarfélaga. Umsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf berist Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,
Þórustíg 7, 260 Njarðvík, fyrir 4. júní 1999.AlIar nánari
upplýsingarveitirskólastjóri, HaraldurÁrni Haraldsson, ísíma
421 3995 eða 421 2903.
Starfsmannastjóri