Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999 47 í ! r>v Fréttir Krían á áætlun 15. maí: Löggæsla lítilmagn- ans í náttúru landsins DV; Hólmavik: í dýrafræðibók þeirra sem voru að nema um miðja öldina stóð að komudagur kríunnar væri 15. maí. Óháð breytilegu hátterni mann- fólksins hefur hún í tímanna rás verið trú sinni aldagömlu áætlun og mætt til þessa norðlæga lands um miðjan maí. Þá áætlun hélt hún að þessu sinni hvað Strandasýslu áhrærir. Ekki aðeins þeim sem hagsmuna . hafa að gæta, eins og eigendum æð- arvarps og annarra nytjafugla, er koma kríunnar fagnaðaefni heldur óllum sem unna fuglalífl. Hún er sí- vakandi eftirlitsaðili sem lætur vita af hverri hættu sem að steðjar og kemst engin mannleg skynjun ná- lægt hæfni hennar í þeim efhum. Eftir að fáir ógæfumenn þessarar þjóðar hvöttu til innflutnings á minkum til landsins á sínum tíma hefur krían verið ötul við að benda veiðimönnum á ferðir þeirra, eink- um á hinum byggðu svæðum. Krían er því hin ábyrga löggæsla lítil- magnans í náttúru landsins, hikar aldrei við að ráðast gegn ofureflinu hvar og hvernær sem er og vara lít- ilmagnann við aðsteðjandi hættu. Koma hennar er því fagnaðaremi öllum sönnum náttúruunnendum. -Guðfinnur Hreyfilsbílstj óri Norðurlandameistari: Borgin svarar engu um styrk 57 ára leigubílstjóri á Hreyfli, Trausti Pétursson, er Norður- landameistari í skák leigubílstjóra og sporvagnsstjóra. Mótið fór fram í Málmey í Svíþjóð og lauk í vikunni. Ökumenn á Hreyfli hafa tekið þátt í NSU-mótinu síðan 1964 og eru einu leigubílsrjórarnir sem taka þátt í mótinu, hafa til þess sögulegan rétt. Annars eru þátt- takendur sporvagnsstjórar og strætisvagnstjórar. Hreyfill hefur á þessum 35 árum átt 8 meistara á mótinu. Bílstjórar Hreyfils sem þátt tóku óskuðu eftir styrk hjá Reykjavíkurborg fyrir mótið, enda útgjöld mikil við þátttökuna. „Þessi ósk var hóflega fram borin en borgaryfirvöld virtu félagið ekki svars," sagði einn Hreyfils- manna í gær. „Þetta var jöfn keppni, en þó var ég kominn með vinninginn fyrir síðustu umferð," sagði Trausti í gær þegar hann gaf sér frí frá akstrinum. Hann sagði að tefldar hefðu verið tvær umferðir á dag og það hefði verið nokkuð erfitt. Trausti er vélstjóri að mennt, sigldi í tólf ár með Eim- skipafélagsskipum en hefur ekið leigubíl síðan 1963 en aðeins í igripum þangað til síðustu tíu árin. „Ég hef teflt daglega eða allt að því síðasta árið," sagði Trausti sem þarna vann sinn fyrsta mótssigur. Á Norðurlandamótinu varð ís- lendingur í öðru sæti, Halldór Gísla- son hjá SVR. í 2. flokki sigraði Jó- hannes Eiríksson, prentari og nú bílstjóri á Hreyfli, og flyst upp i meistaraflokk. Það sama gerði Þórð- ur Ingólfsson, SVR, sem var í öðra sæti og flyst upp. JBP Fýrsta lambið og kálfur DV, Hólmavik: Á sauðfjárbúum landsins er það að verða æ sjaldgæfara að þar sjá- ist einnig káifar. Og þegar það gerist að einnig fæðist kálfur um leið og fyrsta lambið er það nán- ast stórviðburður. Svo mikill að börn af næstu bæjum sjá ástæðu til að bregða sér bæjarleið og líta á það. En þetta gerðist einmitt á bæn- um Miðhúsum í Broddaneshreppi á meðan enn voru nokkrir dagar eftir af aprílmánuði. Lambsærin var lítt hrifin af gestakomunni og lét sig svífa nokkrar stíubreiddir í burtu þegar gestir nálguðust, sem vildu handleika lambið hennar. Kýrin átti aftur á móti óhæg- ara um vik enda bæði rólynd og auk þess bundin á bás sínum. -GF Bridge: Sigurvegarar frá Patreksfirði DV, Ströndum: Góðir gestir sóttu Hólmvíkinga heim um síðustu helgi og tóku þátt i Vestfjarðamóti i sveitakeppni í bridge á Cafe Riis. Átta sveitir mættu til leiks - þar af tvær sveitir heima- manna. Það var mun minna en vænta mátti og ástæðan einna helst að sauð- burður var hafmn. Margir af áhuga- sömustu spilamönnunum eru bænd- ur. Spiluð voru 16 spil miili sveita, eða alls 112 spil. Sigurvegari varð sveit Sigurðar Skagfjörð frá Patreksfirði og sveit Sigríðar H. Elíasdóttur á Súða- vík varð í öðru sæti. Svo langt er sið- an Strandamenn voru síðast þátttak- endur í Vestfjarðamóti í sveitakeppni að það er aðeins á færi eldri manna að rifja það upp. En Maríus Kárason, for- maður Bridgefélags Hólmavíkur, væntir stefnubreytingar hvað það varðar. Segir ánægjulegt að vera kom- inn inn í þetta aftur. Hins vegar þarf að færa tímasetn- ingu mótsins til vegna mikils anna- tinia haust og vor - ekki síst hjá fólki til sveita. -GF Úr fjárhúsinu í Miðhúsum. Auk lambs og kálfs eru þar frá vinstri Guóbjörg Júlía Magnúsdóttir, Júlíus Örn Sigurðar- son í fanginu á ömmu sinni, Ólöfu Á. Kristjánsdóttur, og þá ívar Atli Brynjólfsson. DV-mynd Guðfinnur IranrirrraTmi Þjáist þú af vöövabólgu, þvagleka, brjósklosi eða viltu bara grenna þig og losna við cellolite eða styrkja þig? Þá ertu velkomin í ókeypis kynningartíma hjá okkur. Vatnsnuddbehkur sem gefur nudd og góða slökun. Opið frá kl. 8.00. TRIM/\FORM Grensásvegi 50, sími 553 3818. VW Passat, árg. '96, ek. 12 þús. km, grænn. Verð 1.990.000 stgr. VW bjalla, árg. 71, blár. Einstakt eintak. Verð 300.000. Dodge Caravan Grand, árg. '95, m/öllu, 4x4 fjölskylduvagn, ek. 89 þús. km, hvítur. Verð 2.090.000. - Ford Explorer LTD, árg. '95, ek. 69 þús. km, dökkgrænn, m/öllu, ótrúlega góður. Verð 2.580.000. BMW 316i, árg. '93, ek. 103 þús. km, grænn. Verð 1.050.000 stgr. \M 1 _£_.---- ¦ ¦ --"i:**---- Nissan Pathfinder, árg. '90, ek. 72 þús. km, svartur. Verð 990.000. Staðgreiðsluverð 800.000. Toyota Touring, árg. '92, ek. 125 þús. km, rauður. Verð 790.000. Staðgreiðsluverð 660.000. Pontiac Firebird, árg. '95, ek. 75 þús. km, rauður, tautoppur. Verð tilboð. Subaru Legacy, árg. '94, ek. 103 þús. km, grænn. Verð 1.290.000. Staðgreiðsluverð 1.150.000. Vantar sárlega Hyundai Accent og Sonata á sölu. Seljast ótrúlega. Frúin hlær í betri bil, /öggíid bílasala, 31 árs starfsreynsla, sími 562 1055.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.