Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Side 33
]D'V ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 53 Teena Palmer syngur Bille Holliday Hljómlistarhátíð til heiðurs Billie Holiday verður haldin í Iðnó í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Þann 25. maí 1959, fyrir 40 árum, söng Billie Holiday sinn svanasöng í New York City’s Phoenix Theatre. Það er kanadíski söngfuglinn Tena Palmer sem ætlar að túlka tíð Billie Holiday í söng og með henni koma fram valinkunnir hljóðfæraleikarar, þeir Óskar Guðjónsson, tenórsaxófónn, Sam- úel Samúelsson, básúna, Kjartan Valdemarsson, píanó, Þórður Högnason, kontrabassi, Pétur Grétarsson, trommur. Tónleikar Ætlunin er að tengja og toga tóna jassins til hins ýtrasta en á lagalistanum er m.a. að fmna: God Bless the Child, Sophist- icated Lady, What a Little Moon- light Can Do, You’ve Changed, Get out of Town, Billie’s Blues, Now or Never. Tena Palmer hefur búið í Reykjavík frá september 1996. Síð- an þá hefur hún starfað með nokkrum fremstu tónlistarmönn- um landsins og komið fram við fjölbreytilegustu tækifæri. Tena Palmer syngur Billie Holiday að- eins tvisvar sinnum í Iðnó og því er hér um einstakan viðburð að ræða sem tónlistaráhugamenn ættu að nýta sér. Stefnumót nr. 10 á Gauki á Stöng: Maus með nýtt efni Maus spilar á Stefnumótum nr. 10 í kvöld og ætlar að gefa áhorfendum for- smekkinn af nýrri plötu sem kemur út í haust. I kvöld verður mikið um dýrðir á Gauknum því haldið verður 10. stefnumótakvöld tónlistartímarits- ins Undirtóna. Þessi kvöld eru orð- in fastur liður í íslenskri tónlistar- menningu því ávallt er á boðstólum það áhugaverðasta sem er að gerast i íslenskri tónlist. Kvöldið í kvöld er engin undan- tekning þvi auk tveggja nýrra og spennandi hljómsveita mun rokksveitin Maus troða upp. Maus hefur ekki spilað í langan tíma enda hefur bandið verið á fullu við að vinna nýja tónlist sem gefa á út í haust. Aðdáendur ættu ekki að láta Skemmtanir sig vanta því Maus mun spila mikið af nýju efni i kvöld og verður at- hyglisvert að sjá hvert sveitin stefn- ir í sköpun sinni. Tvær nýjar hljómsveitir munu einnig kveða sér hljóðs í kvöld. Þær eru Hljóðnótt og Útópía. Hljóðnótt er rokksveit sem hefur ekki komið fram áður en meðlimir hennar eru langt frá því að vera byrjendur í bransanum því bróðurpartur þeirra var áður í hljómsveitinni Soma. Þótt sveitin hafi enn ekki spilað op- inberlega er farið að kvisast út í undirheimum borgarinnar að þarna sé á ferðinni mjög spennandi hljóm- sveit. Útópía kemur frá Akureyri og spilar rokk á rólegri nótunum. Hún er stofnuð upp úr hljómsveitinni Dagbók NN sem m.a. átti lög á safn- plötu fyrir stuttu. Áfram frekar kalt í veðri Norðaustangola en kaldi verður norðvestanlands, rigning eða slydda norðaustanlands, skúrir á Suðaustur- landi en bjart veður suðvestanlands. Áfram verður fremur kalt í veðri. Veðrið í dag Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri rigning 4 Bergsstaöir Bolungarvík slydda á síð. kls. 2 Egilsstaöir 5 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö 10 Keflavíkurflv. skýjaö 6 Reykjavík skýjaö 6 Stórhöfði léttskýjaö 6 Bergen skýjaó 11 Helsinki skýjaó 13 Kaupmhöfn skýjaö 16 Ósló skýjaó 11 Stokkhólmur 16 Þórshöfn skýjaö 8 Þrándheimur skúr 14 Algarve léttskýjaó 28 Amsterdam skýjaö 15 Barcelona léttskýjaó 22 Berlín hálfskýjaö 22 Chicago alskýjaö 9 Dublin skýjaó 14 Halifax þoka 7 Frankfurt skýjaö 21 Hamborg skýjaö 17 Jan Mayen skýjaó 5 London alskýjaö 16 Lúxemborg skýjaö 15 Mallorca léttskýjaö 23 Montreal 15 Narssarssuaq hálfskýjaó 7 New York þokumóóa 16 Orlando hálfskýjaó 21 París skýjaö 18 Róm léttskýjaó 22 Vín léttskýjaó 19 Washington rigning 17 Winnipeg heióskírt 5 Sigrún Huld sýnir málverk Hinn kunna sund- drottning, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, fyrrverandi Ólymp- íumeistari í sundi Sýningar þroskaheftra, hefur nú snúið sér að myndlist og heldur fyrstu einkasýningu sína í Eden í Hvera- gerði og verður sýn- ingin opnuð í dag. Myndirnar eru mál- aðar með pastel- og akríllitum á síðustu tveimur árum. Sig- rún Huld er fædd í Reykjavík 12. janúar 1970 og var snemma farin að sýna mikla hæfileika í sundi. Sýning hennar í Eden stendur frá 25. maí til 7. júní. Sigrún Huld Hrafnsdóttir með eitt málverk sitt. Guðjón Litli drengurinn á myndinni heitir Guðjón Gunnar. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítal- Barn dagsins Gunnar ans 22. janúar sl. kl. 13.45. Hann var við fæðingu 54 sentímetrar og 3865 grömm. Guðjón Gunnar er frumburður foreldra sinna, Eddu Margrétar Guðmundsdóttur og Val- týs Stefánssonar Thors. 4 4. Gengið Almennt gengí LÍ 21. 05. 1999 kl, 9.ÍÍS Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,740 74,120 73,460 Pund 118,510 119,120 118,960 Kan. dollar 50,300 50,610 49,800 Dönsk kr. 10,5080 10,5660 10,5380 Norsk kr 9,4830 9,5350 9,4420 Sænsk kr. 8,7090 8,7560 8,8000 Fi. mark 13,1358 13,2147 13,1780 Fra. franki 11,9066 11,9781 11,9448 Belg.franki 1,9361 1,9477 1,9423 Sviss. franki 48,7500 49,0200 48,7200 Holl. gyllini 35,4411 35,6541 35,5548 *, Þýskt mark 39,9329 40,1728 40,0610 ít. líra 0,040340 0,04058 0,040470 Aust. sch. 5,6759 5,7100 5,6941 Port. escudo 0,3896 0,3919 0,3908 Spá. peseti 0,4694 0,4722 0,4710 Jap. yen 0,595300 0,59890 0,615700 írskt pund 99,169 99,764 99,487 SDR 99,020000 99,62000 99,580000 ECU 78,1000 78,5700 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 --------------------------------------- * Paul Newman og Robin Wright Newman í hlutverkum sínum. Flösku- póstur Sam-bíóin sýna hina róman- tísku Message in Bottle. í henni segir frá Theresu Osborne (Robin Wright Pehn) sem dag einn þegar hún er í heimsókn hjá fóöur sín- um og gengur eftir ströndinni sér hafrekna flösku sem inniheldur ástríðuþrungið bréf sem aðeins hefur Z///////y Kvikmyndir undirskriftina G. Hin ljóðrænu og hjartnæmu orð ná til Theresu sem ákveður að grafast fyrir um það hver hafi sent flösku- skeytið. Með nútímatækni og tölv- um kemst hún að því að bréfritar- inn er seglbátasmiöurinn Garret Blake (Kevin Costner) sem býr í Norður-Karólínu. Garret hefur frá því eiginkona hans lést lifað ein- angruðu lífl og eini maðurinn sem hann hefur samband við er faðir hans, Dodge (Paul Newman), sem reynir hvað hann getur til að hressa son sinn við og segir að hann eigi aðeins um tvennt að velja, fortið eða framtíð. Nýtt í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: She's All That Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: Rushmore Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: True Crime Laugarásbíó: At First Sight Regnboginn: Taktu lagið. Lóa Stjörnubíó: Who Am I A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.