Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAI 1999 25 Sport «Q.lfMBR0r titlar í höfn af þremur eftir 2-0 sigur á Newcastle í bikamum Leikmenn Manchester United undirstrikuðu það um hvítasunn- una að þeir eru með besta knatt- spymulið Bretlands í dag. Nokkrum dögum eftir að meistaratitillinn fór til Old Trafford tóku léikmenn United lið Newcastle í bakaríið og vann enska bikarinn á Wembley á auðveldan hátt. Manchester United setti tvö met með sigrinum á Newcastle. Þriðja „tvennan" var í höfn og engu liði hefur tekist að sigra svo oft í deild og bikar sama árið. Þá var þetta tí- undi bikartitill United og það er líka met. Sigur Manchester var mjög ör- uggur og liðið yfirspilaði Newcastle í löngum köflum enda meistaramir í öðrum gæðaflokki í allan vetur. Ruud Gullit, framkvæmdastjóri Newcastle, var ekki ánægður eftir leikinn: „Við erum alltaf að gera afdrifarík mistök sem gefa andstæð- ingunum mörk. Ekki bara í þessum leik heldur á allri leiktíð- inni. Bæði mörk United komu eftii- mikil mistök minna manna og yfír þessi mistök verðum við að setjast fyrir næstu leiktíð," sagði Gullit eftir leikinn. United varð fyrir áfalli strax á 2. mínútu leiksins er Gary Speed braut fólskulega á Roy Keane. Sex mínút- um síðar varð hann að yfirgefa völl- inn. „Ég var meiddur fyrir í hægra ökklanum og í upphafi leiksins meiddist ég á þeim vinstri. Það var þvi ekki um annað að ræða en fara af velli og fá fullfrískan mann í stað- inn. Og þvílík skipt- ing,“ sagði Keane eftir leikinn. Ferguson var lengi að ákveða hvað hann ætti að gera. Eftir vangaveltur setti hann Teddy Sher- ingham í sókn- ina. 96 sekúnd- um síðar þakkaði Sheringham fyrir sig og skoraði gott mark. Og aftur var Teddy Shering- ham á ferðinni á 53. mínútu er hann lagði upp mark sem Paul Scholes skoraði með langskoti. „Þetta var kannski ekki besta markið sem ég hef skorað. Ég hitti boltann frekar illa en sem betur fer fór boltinn i netið,“ sagði Scholes um markið. Stórkostlegu tímabili hjá Manchester United lýkur á morgun er liðið mætir tf Bayern Múnchen í úrslitum Evrópukeppninnar. Alan ‘ Shearer, fyrirliði Newcastle, er | á meðal þeirra sem vona að United vinni Evróputitilinn og nái þrennunni: „Betra liðið vann í dag og lið Manchester hef- ur verið betra en okkar lið á allri leiktíðinni. Ég vona að United vinni Bayern. Það á skilið að fá Evrópu- titilinn," sagði Shearer. Ruud Gullit lofaði lið Manchester og sagði: „Leikmenn United eru svo hæfileikaríkir að það liggur við að þeir geti ákveðið hvenær þeir ætli að skora mark. Það var ljóst að all- ir mínir menn þyrftu að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri en því var ekki að heilsa," sagði Gullit. Á morgim rennur enn ein stóra stundin upp hjá leikmönnum United. Liðið hefur ekki komist nær Evrópu- meistaratitlinum í 31 ár og á morgun mun Alex Ferguson stilla upp sterkasta liðinu sem völ er á í dag og freista þess að ná þrennunni umtöluðu sem engu ensku liði hefur tekist. -SK Peter Schmeichel og Alex Ferguson sigri hrósandi með bikarinn. Reuter Þeir voru ekki af verri endanum varamennirnir sem Alex Ferguson notaði gegn Newcastle. Teddy Sher- ingham, maður leiksins, kom inn á í byrjun leiks fyrir Roy Keane, Dwighí Yorke fyrir Andy Cole og Jaap Stam fyrir Paul Scholes. Á sama tima og leikmenn Manchest- er United voru að innbyrða bikarinn á Wembley og yfirsplla Newcastle voru leikmenn Arsenal staddir i Taílandi þar sem þeir léku við lands- lið Tailendinga. Arsenal tapaði leikn- um, 4-3. Mörk Arsenal skoruðu Petit og Kanu (2). Alex Ferguson á í nokkrum vand- ræðum með að stilla upp liði sínu í leiknum gegn Bayern Miinchen á morgun. Roy Keane er í leikbanni og sömuleiðis Paul Scholes. Líklegast er að Nicky Butt komi inn á miðjuna og David Beckham . verði þar líka. Þá er 1 ' JBF líklegt að Jesper Blomqvist leiki á öðr- um kantinum og Ryan Giggs á hinum. Þá mun Jaap Stam örugglega verða í byrjunarliði United og taka stöðu Davids Mays í vörninni. Áhangendur Newcastle tóku Roy Keane, Newcastle. fyrirliði United, hampar bikarnum eftir sigurinn á Reuter Strakarnir storkostlegir - sagöi Alex Ferguson, stjóri United „Þetta hefur verið stórkostlegt tímabil. Allir strákarnir léku frábærlega gegn Newcastle en frammistaðan hjá Teddy Sheringham geröi útslagið. Mér líður mjög vel á þessari stundu. Að vinna bikar og deild í þriðja skipti á fimm leiktíðum er árangur sem enginn hefur náð áður,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, eft- ir sigurinn gegn Newcastle. Enn einu sinni sýndi Ferguson snilli sína. Hann stóð frammi fyrir erflðri ákvörðun á 8. mínútu er Roy Keane fyrirliði meiddist og varð að fara af leikvelli. Fyrst ætlaði Fergu- son að setja Jesper Blomqvist inn á en hætti við það, setti Teddy Sheringham inn á sem þriðja sóknarmann og það átti heldur betur eftir að skila sér. „Strákarnir fara með mikið sjálfstraust í leikinn gegn Bayern. Margir hafa sagt að það sé stórt vandamál fyrir okkur að fara í þann leik án Roys Keanes. Það held ég ekki. Við erum með stóran hóp snjallra leikmanna," sagði Alex Ferguson. -SK osigrinum gegn Manchester United vel en voru að von- um svekktir yflr úr- slitum leiksins. Eft- ir leikinn gengu stuðningsmenn lið- anna hlið við hlið út af Wembley-leik- vanginum og engin ólæti urðu. Paul Scholes virð- ist kunna vel við sig á Wembley. í vor skoraði hann eftirminnilega þrennu með enska landsliðinu gegn því pólska og á laugardag skoraði hann síðara mark United gegn New- castle. Flensuskratti hef- ur verið að hrjá nokkra leikmenn United undanfarið. Þeir Paul Scholes, David Beckham og Gary Neville hafa verið slappir en það kom ekki að sök gegn Newcastle. Dwight Yorke vissi það fyrir nokkrum dögum að hann yrði á varamannabekknum gegn Newcastle. „Ferguson sagði mér þetta og ég skildi vel ákvörðun hans. Það var skemmtilegt að fá að koma inn á og taka þátt i leiknum undir lokin," sagði Dwight Yorke og bætti við: „Það er enginn í hópnum i fýlu. Leikmannahópurinn er stór og við erum allir í þessu saman til að vinna eins og við höfum verið að gera.“ „Leikurinn gegn Bayern Múnchen er stærsti leikur sem við höfum leikið á ferlinum. Við erum búnir að vinna deildina og bikarinn og getum ekki farið i leikinn með meira sjálfstraust," sagö Gary Neville. -SK Leikmenn Manchester United sýndu og sönnuðu hverjir eru bestir í ensku knattspyrnunni: mQikw „Þetta hefur verió stórkostlegt tima- bil. Við höfum æft mjög stíft og leik- mannahópurinn er stórkostlegm. Það er ólýsanleg tilfinning að vinna þessa titla og fá að vera með í þessu liði,“ sagði markaskorarinn mikli, Dwight Yorke, eftir sigurinn á Newcastle. „Nú eru tveir titlar i höfn og sá þriðji bíður handan við hornið. Við ætlum okkur Evrópubikarinn og fór- um nú afslappaðir í leikinn gegn Bayem,“ sagði Ryan Giggs, leikmaö- ur Manchester United. Leikur United gegn Bayern á morg- un verður örugglega mjög erfiður fyr- ir ensku meistarana. Tveir afar erflð- ir leikir undanfarna daga taka toll og mikill hugur er i leikmönnum Bayern. Þýska liðið hefur eins og United möguleika á að vinna þrefalt, þýski bikarinn og meistaratitillinn er í höfn og Evróputitiilinn yrði númer þrjú eins og hjá United. Peter Schmeichel lék síðasta leik sinn með Manchester United á enskri grund á laugardag. Nú á þessl snjaUi markvörður einungis eftir að leika einn leik með besta liði Englands, úr- slitaleikinn í Evrópukeppninni gegn Bayern Múnchen á morgun í Barcelona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.