Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 7
28 29 i ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 Sport Sport Ársþing HSÍ: Hagnaðurinn 3,6 milljónir Á ársþingi HSÍ um helgina kom fram að hagnaöur á síðasta starfsári nam 3,6 milljónum króna. Þetta eru mikil umskipti frá því að skuldir sambandsins námu 120 milljónum króna fyrir aðeins nokkrum árum. Guðmundur Ingvarsson verður áfram formað- ur HSÍ. Aðrir í stjórn: Sigurjón Pétursson, Hildigunnur Skapta- son, Guðmundur Davíðsson, Goði Sveinsson, Árni Samúelsson og Jensína K. Böðvarsdóttir. -SK Brynja og Helga til liðs við Vai Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV eru tvær sterkar handknattleikskonur í þann veginn að skipta yfir í Val. Þetta eru þær Helga Ormsdóttir, sem lék áður með Gróttu/KR, og Brynja Steinsen sem lék með þýska liðinu Minden. -SK Eyjólfur þjálf- ar Stjörnuna Stjarnan er eina lið 1. deildar kvenna í handknattleik sem enn hefur ekki gengið frá ráðningu þjálfara fyrir næsta tímabil. Stjaman hafði boðið Theódór Guðfmnssyni að taka við liðinu en ekki hefur enn verið gengið frá samningum þeirra á miOi. „Theódór setti strax það skil- yröi að allir leikmenn liðsins yrðu áfram hjá því, en ég get ekki lofað honum því enn þá. En við veröum að fara að ganga frá þessum málum og viö erum farn- ir aö líta annað,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, formaður, Stjöm- unnar. Þorsteinn staðfesti það í sam- tali við DV að Eyjólfur Braga- son, núverandi aðstoðarþjálfari mfl. karla, væri efstur á blaði fyrir stelpumar. -íh ?<LANDSSÍHA DEILDIN 'gg iBV Fram Víkingur Grindavík Breiðablik KR ÍA Valur Keflavík Leiftur 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 5-0 3-1 3-2 2-1 2-1 1-0 1-2 0-2 1-4 0-5 Leik Leifturs og KR var frestað vegna lélegra vallaraðstæöna á Ólafsfirði. Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn. ^ Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur: Anægjulegt - Grindavík vann Breiðablik, 1-0 DV, Grindavik: Það er óhætt að segja að vindurinn Kári hafi verið í aðalhlutverki í leik Grind- víkinga og Breiðabliks- manna. Hann sá til þess að leikmenn áttu erfitt með að byggja upp spil með knetti sem fauk út og suður en aðal- lega í aðra átt en leikmenn ætluðu. Fyrri háiíleikur var ákaf- lega tíðindalitill, fyrir utan markið sem heimamenn settu á 13. mínútu sem reyndist vera sigurmark leiksins. Seinni hálfleikur var öllu fjörlegri og leikmenn lögðu sig meira fram við að halda boltanum við jörðina. Heima- menn voru aðgangsharðari í byrjun háifleiksins og Sinisa Kekic átti gott skot yfir mark Blika og skömmu seinna bjargaði Atli Knútsson marki Blika með góðu úthlaupi eft- ir að Scott Ramsey var kom- inn einn á móti honum. Hann var einnig vel á verði þegar Duro Mijuscovic átti þrumuskot af markteig. Albert var sem fyrr besti maður Grindvíkinga og bjargaði ekki færri en þrem- ur dauðafærum gestanna og er mjög öruggur maður á ©"© Grétar Hjartar- son (13.) eftir sendingu frá Sinisa Kekic. móti manni. Stevo Vorkapic stóð sig vel í vöminni ásamt Óla Stefáni Flóventssyni og frammi mátti ekki líta af Grétari Hjartarsyni sem var sívinnandi í leiknum. Sigurð- ur Grétarsson batt vörn Blikanna vel saman og Há- kon Sverrisson var drjúgur á miðjunni. Milan Stefán Jankovic landaði þar með fyrsta sigri sínum sem þjálf- ari í úrvalsdeildinni. „Þetta var erfitt en sigurinn ánægjulegur. Við urðum fyrri til að skora og það er mikilvægt í svona leik. Mér fannst við bakka of mikið í seinni hálfleik en við áttum samt að bæta við mörkum. Sigurinn var sann- gjarn í kvöld.“ Sigurður Grétarsson, þjálf- ari og leikmaður Blikanna, var ekki eins upplitsdjarfur í leikslok. „Við fengum þetta mark snemma á okkur og það er ekki auðvelt að spila í þannig stöðu. Það var erfitt og nánast vonlaust að leika knattspymu við aðstæður eins og í kvöld. Við fengum þó okkar færi sem okkur tókst ekki að nýta og þvi fór sem fór. Nú er bara að ein- beita sér að næsta leik.“ -FÓ „Ætluðum að hirða öll stigin" - Víkingar náðu stigi á Skaganum Skagamenn skomðu mörkin, segir í baráttusöngnum kunna sem Akumesingar kyija gjaman. Það virðist við hæfi að hafa þann söng eins og hann er, í þátíð, því Skagalið nútíðarinnar, allavega eins og það lék gegn Víkingum á Akranesi í gærkvöld, er ekki líklegt til að skora mikið af mörkum í sumar. Vamarsinnaðir og baráttuglaðir Víkingar kræktu sér öðm simii í óvænt stig, nú með 1-1 jafntefli við ÍA, og byijun þefrra í úrvalsdeOdinni er vonum framar, enda var þeim spáð erfiðri botnbaráttu í sumar. Fjögur stig em því góð uppskera á þeim bænum úr tveimur fyrstu umferðunum. „Við ætluðum að hirða öll stigin hér en verðum að vera sáttir við eitt. Manni fleiri og búnir að jafna heföum við mátt sækja meira en það vom þeir sem hertu róðurinn og pressuðu á okkur. Við erum að sanna það að við erum komnir til að vera í þessu móti af fullum krafti. Byijunin er góð, en þetta em bara tveir fyrstu leikimir og 16 eftir, svo þetta er rétt að byija," sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Víkings, við DV. Leikurinn í heild var ekki mikið fyrir augað og ekki hjálpaði rokið til. Leikurinn fór að mestu þannig fram að Skagamenn spiluðu sín á milli á miðjunni en komust lítið áleiðis gegn sterkri og vel skipulagðri vöm Víkinga. Sem dæmi átti ÍA eitt markskot fyrstu 25 mínútumar þrátt fyrir að vera nær óslitið með boltann úti á vellinum. Vandamál Skagamanna virðist ætla að vera sóknarleikurinn. Þeir Ragnar og Sigurður Ragnar eru alls ekki nógu ógnandi og allan hraða vantar í sóknaraðgerðir liðsins. Skagamenn virtust hins vegar hafa gert það sem þurfti á besta tíma þegar Sigurður Ragnar kom þeim yfir í lok fyrri hálfleiks. í upphafi þess síðari riðlaðist leikur heimamanna þegar Gunnlaugi Jónssyni var vísað af leikvelli með tvö gul spjöld. Víkingar nýttu sér óöryggið sem þá kom í Skagavömina og Láms Huldarsson jafnaði metin. Þrátt fyrir að vera manni fleiri ógnuðu Siguróur Ragnar Eyjólfsson v W (44.) með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Gunnlaugs Jónssonar. a Lárus Huldarsson (63.) með ^ þrumuskoti frá vítateig eftir slæm vamarmistök ÍA. Víkingar sjaldan eftir það. Á lokakaflanum vörðust þeir 10 Skagamönnum af krafti og fógnuðu unnu stigi þegar flautað var af, óvæntu stigi miðað við væntingar til liðanna fýrir fram en eftir atvikum verðskulduðu eins og málin þróuðust. Víkingar sýndu það að þeir verða öllum liðum erfiðir i sumar og með svona baráttu eiga þeir eftir að hirða stigin hér og þar. -VS Grindavík 1 (1) - Breiðablik 0 (0) Grindavík: Albert Sævarsson @@ - Óli Stefán Flóventsson @, Guöión Ásmundsson, Stevo Vorkapic @, Allister McMillan @ - Ólafur Ingólfsson, Sinisa Kekic, Hjálmar Hallgrímsson, Scott Ramsev - Duro Mijuskovic (Ray Jónsson 88.), Grétar Ólafur Hjartarson @. Gul spjöld: McMillan, Grétar. Breiðablik: Atli Knútsson @ - Che Bunce, Siguröur _______ Grétarsson @, Hjalti Kristjánsson, Ásgeir Baldursson - Heiöar Bjamason, Hákon Sverrisson @, Salih Heimir Porca, Kjartan Einarsson - Marel Baldvinsson, tvar Sigurjónsson (Bjarki Pétursson 75.). Gult spjald: Hjalti. Grindavík - Breiðablik Markskot: 9 Horn: 3 Áhorfendur: 650 Grindavik - Breiðablik VöUur: Mjög goöur. Dómari: Kristinn Jakobs- son, góður. Maður leiksins: Albert Sævarsson, Grindavík. IA1(1) - Víkingur 1 (0) Ólafur Þór Gunnarsson - Gunnlaugur Jónsson, Alexander Högnason, Reynir Leósson @ - Pálmi Haraldsson, Jóhannes Harðarson @, Heimir Guöjónsson @, Kári Steinn Reynisson, Unnar Öm Valgeirsson (Sturlaugur Haraldsson (58.) - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Kristján H. Jóhannsson 84.), Ragnar Hauksson (Baldur Aöalsteinsson 73.) Gul spjöld: Heimir. Rautt spjald: Gunnlaugur (2 gul). ■mmM Gunnar S. Magnússon - Þrándur Sigurðsson @, Þorri Ólafsson @, Gordon Hunter @, Siguröur Sighvatsson, Amar Hallsson - Bjami Hall (Hólmsteinn Jónasson @ 16.), Láms Huldarsson, Haukur Úlfarsson (Sumarliði Ámason 52.), Alan Prentice @ (Daníel Hafliðason 70.) - Jón Grétar Ólafsson. Gul spjöl: Þorri, Amar. _______________ ÍA-Víkingur 1 r ÍA - Víkingur Markskot: 11 8 Hom: 12 3 Áhorfendur: Um 1000. : Völlur: Sæmilegur. Dómari: Pjetur Sigurðsson, ! þokkalegur. Maður ieiksins: Þrándur Sigurðsson, ViMngi. Fimasterkur og öruggur í vöm Víkinga. Framarar unnu góðan sigur á Keflvíkingum á Valbjarnarveili í gærkvöld. Framarar eru því taplausir á íslandsmótinu en Keflvíkingar hafa ekki enn náð að krækja i stlg. DV-myndir ÞÖK Ragnheiður til Noregs Ragnheiður Stephensen, leikmaður íslandsmeistara Stjömunnar í handknattleik, fór til Noregs í gærmorgun til að skoða aðstæður hjá norska A-deildar liðinu Totem. Samkvæmt heimildum DV hafði Totem, sem komst upp um deild i fyrra, samband viö nokkra íslenska leikmenn um að koma til liðs við liðið og þekktist Ragnheiður boð þess um að fara utan og skoða aöstæður. Fari svo að Ragnheiður leiki í Noregi á næstu leiktíð verður það mikil blóðtaka fyrir íslandsmeistara Stjörnunnar en Ragnheiöur hefur verið einn besti leikmaður Islandsmótsins undanfarin ár og markahæst á síðustu leiktíð. -ih - skoraöi tvö glæsileg mörk þegar Fram sigraöi Keflavík, 2-0 „Þetta var erfítt og hart barist en þetta gekk upp hjá okkur í þetta skiptiö. Keflvík- ingar voru erfiöir og spiluðu vel en svona er fótboltinn,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, eftir að hans menn höfðu borið sigurorð af Kefl- víkingum, 2-0, á Valbjamar- vellinum, í leik þar sem jafn- tefli hefði verið sanngjöm úr- slit. Jafnræði var með liðunum megnið af fyrri hálfleik. Kefl- vikingar vora þó heldur sterk- ari aðilinn og fengu nokkur ágætis færi sem ekki nýttust. Besta færi hálfleiksins féll þó í skaut Framara þegar tíu min- útur vora til leikhlés. Valdi- meu- komst þá einn gegn Bjarka markverði sem bjargaði glæsi- lega með úthlaupi. Rétt fyrir leikhlé þurfti Ólaf- ur, markvöröur Fram, að taka á honum stóra sínum þegar hann varði fast skot Gunnars Oddssonar. Glæsilegt mark Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og enn vora Keflvíkingar heldur sókn- djarfari. Framarar áttu þó sin færi og úr einu slíku skoraði Ágúst Gylfason glæsilegt mark á 62. mínútu. Framarar nýttu færi sín vel Þetta sló Keflvíkinga nokkuð út af laginu til að byrja með en þeir jöfnuðu sig fljótt og sóttu grimmt þegar leið á hálfleik- inn. Ljubicic komst næst þvi að skora; var kominn í dauða- færi á markteig en Sævar Guð- jónsson hirti þá boltann glæsi- lega af tám hans. Þrátt fyrir að Keflvíkingar skiptu sókn- djarfari mönnum inn á dugði það ekki til og Framarar greiddu síðan Keflvík- ingum endanlega rothöggið með æv- 0-0 Ágúst Gylfason (62.) Frábært mark með þrumuskoti utan teigs eftir homspymu Steinars Þórs Guðgeirs- sonar. A-/ji Ágúst Gylfason (87.) Glæsilegt w v skot frá miðju valíarins og yfir Bjarka Guðmimdsson í marki Keflavíkur. intýralegu marki Agústs. Framarar nýttu færi sín vel í leiknum en ekki er hægt að segja að þeir hafi átt meira í honum. Samvinna Ágústs og Steinars á miðjunni var þó á köflum mjög skemmtileg og verður gaman að fylgjast með þeim í sum- ar. Valdimar var einnig frískur í framlínunni. „Ósáttur við að tapa“ „Ég er að sjálfsögðu ósáttur við að tapa en ég er þó sáttur við margt í okkar leik. Heppn- in var þeirra megin í þetta skiptið. Þetta er að sjálfsögðu ekki óskabyrjun á mótinu hjá okkur en við eram alls ekki búnir að vera,“ sagði Sigurður Björgvinsson, þjálfari Keflvík- inga. Hjá þeim var Hjörtur Fjeld- sted, 18 ára vinstri bakvörður, mjög sprækur og þar er efnileg- ur strákur á ferð. Þórarinn var frískur í fram- línunni og Eysteinn átti góðan leik á miðjunni. -HI Fram 2(0) - Keflavík 0(0) Ólafur Pétursson - Sævar Guðjónsson, Jón Sveinsson, Sævar Pétursson @ - Anton Björn Markússon, Steinar Guðgeirsson @, ívar Jónsson, Ágúst Gylfason @@, Ásgeir Halldórsson - Valdimar Sigurðsson @ (Ámgrímur Amarsson 89.), Ásmundur Arnarsson (Haukur Snær Hauksson 70.). Bjarki Guðmundsson - Hjörtur Fjeldsted @ (Adólf Sveinsson 81.), Gestur Gylfason (Ragnar Steinarsson 71.), Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason - Zoran Ljubicic, Gunnar Oddsson @, Eysteinn Hauksson @, Róbert Ó. Sigurðsson (Vilberg Jónasson 81.),- Þórarinn Kristjánsson @, Kristján Brooks. Gult spjald: Sævar P. (Fram). Keflavík: _________Fram - Keflavík: Markskot: 8 13 Horn: 10 5 Áhorfendur: 712. Fram - Kcflavík: Völlur: Ósléttur. Dómari: Garðar öm j Ilinriksson, góðtm____________| Maður leiksins: Agúst Gylfason, Fram. Skoraöi tvö glæsileg mörk og vann mjög vel á miöjunni. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.