Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 33 Sport Gísli G. sýndi að hann hafði engu gleymt frá því í fyrra en hann sigraði í flokki sérútbúinna bfla. Elmar Þór Magnússon bíður óþolinmóður í „Reis“-græjunni meðan aðstoðarmenn hans skipta um dekk við vægast sagt erfiðar aðstæður. - og bleyta á DV-Sport torfærunni á Akureyri Bensín- dropar / Einar / Birgisson á \ / Chevrolet Nova '70 \ sigraði í Götubíla- \ flokki fyrstu kvartmílu- keppni sumarsins en ekki Friðbjörn Georgsson á Plymmanum, eins og við sögðum frá á dögunum. \ Áfram, Chevy. / Fyrstu sandspymukeppni sumarsins, sem vera átti um næstu helgi við Hraun í Ölfusi hefur verið frestað. „Ég bara stóð hann,“ sagði Ásgeir Jamil Allansson þegar hann var spurður að því hverju hann þakkaði sigur sinn í fyrstu umferð DV-Sport torfærunnar sem haldin var á Akureyri um helgina. „Heitir þetta ekki að rassa þá,“ bætti Ásgeir Jamil við en hann náði flestum stigum allra keppendanna. Ásgeir Jamil keppti í götubílaflokki og átti að sjálfsögðu við sérútbúnu bílana sem hann varð fyrir ofan. „Ég var ákveðinn alveg frá byrjun, bara í bænum, að fara og sækja dolluna og fara með hana heim.“ Tveimur vikum fyrir keppnina fór Ásgeir Jamil í ökuferð með umboðsmann Rolling Stones, Dick Berry. í þeirri ökuferð sprengdi hann vélina í Nesquick-skutlunni. „Þá fyrst fengum við að vinna," sagði Ásgeir Jamil. „Það fór allt í vélinni, stimplar, slífar og sveifarás. Þessu var reddað mjög snöggt hjá Kistufelli og afraksturinn er að bíllinn vinnur miklu betur," sagði Ásgeir Jamil við DV en hann er nú stigahæstur í götubílaflokknum. Gísli G. Jónsson, íslandsmeistari í sérútbúna flokknum í fyrra, hefur tekið forystuna í sínum flokki eftir þessa fyrstu keppni. „Það gekk nú svona frekar á afturfótunum hjá mér í dag, aðallega í tveimur brautum," sagði Gísli. „Að öðru leyti var þetta ágætt. Keppnisaðstæður voru mjög erfiðar, jarðvegurinn var rennandi blautur og mjög þungur, ógurlegt grip í brekkunum. Því fylgir aukin brothætta og þau áhrif að bíll sem er á svokölluðum götudekkjum hefur það mikla spyrnu að lítill munur er orðinn á götubílunum og bílunum í sérútbúna flokknum. Ökumennirnir í götubílaflokknum stóðu sig ótrúlega vel í dag,“ sagði Gísli G. Jónsson. Flestir biðu spenntir eftir að sjá nýja Mussoinn hjá Haraldi Péturssyni, enda er um tímamótabíl að ræða. Haraldur átti í mesta basli með bílinn. Honum rétt tókst að klára hann fyrir keppnina og vélin var fyrst sett í gang á morgni keppnisdagsins. Voru miklar gangtruflanir í henni og tókst Haraldi ekki að mæta í fyrstu tvær brautimar. Hann var í stöðugum ferðum milli keppnissvæðis og viðgerðarsvæðis. Hann mætti í þriðju brautina en vélin snerist ekki hálfan snúning. í fjóröu braut öskraði vélin eins og ljón og þrælvirkaði en Haraldur átti í erfiðleikum með að stýra bílnum sem vildi lyfta sér að framan. í flmmtu braut brotnuðu öxlarnir í framdrifi Mussosins og varð Haraldur að aka brautimar sem eftir voru á afturdrifinu. Vonandi verður Haraldur búinn að komast yfir þessa byrjunarerfiðleika í næstu keppni og mun hann þá verða keppinautum sínum skeinuhættur. Þessi fyrsta torfærukeppni sumarsins var haldin við erfiðar aðstæður því keppnissvæðið var mjög blautt eftir miklar rigningar fyrir keppnina og meðan á henni stóð. Var allt svæðið eitt forarsvað en áhorfendur vom margir og skemmtu sér konunglega. -JAK Einar Gunnlaugsson átti í erfiðleikum með að hemja aflið í nýja risamótornum í Norðdekkdrekanum og fór hann nokkrum sinnum veltur aftur fyrir sig. Helgi Schiöth ók eins og Ijón á „Greifanum" sínum og var f stöðugum loftköstum og veltum. Viðgerðarsvæðið var allt á floti eftir stanslausar rignlngar og var vinnuaðstaða aðstoðarmanna keppendanna ekki sérlega aðlaðandi. öteian ttjorgvinsson, einn starfsmannanna við keppnina, fékk stein í hausinn sem spýttist und- an dekkjum eins keppnis- bílsins. Stefán hélt störf- um sínum áfram eftir að hafa skotist niður á sjúkrahús og látið sauma fimm spor. Haraldur Pétursson og aðstoðarmenn hans berjast við að stilla kveikjukerfið í Mussonum til að fá vélina til að ganga. Urslit Götubílaflokkur: Ásgeir Jamil Allansson 1880 Rafn A. Guðjónsson 1222 Gunnar Gunnarsson 1215 Daniel G. Ingimundarson 1170 Gunnar P. Pétursson 825 Sérútbúinn flokkur: Gísli G. Jónsson 1768 Einar Gunnlaugsson 1740 Sigurður Þór Jónsson 1710 Gísli G. Sigurðsson 1620 Guðmundur Pálsson 1580 Helgi Schiöth 1545 Kristján Jóhanness. 1503 Elmar Þ. Magnússon 1200 Sigurður A. Jónsson 940 Haraldur Pétmsson 660 Jón A. Gestsson 530 Benedikt Ásgeirsson 433 Yfirleitt fara torfærukappar varlega af stað í fyrstu keppni. Sú var ekki raunin nú og lofar það góöu fyrir seinni keppnir sumarsins. Menn gáfu ekkert eftir og greinilegt er að keppnin í torfærunni er að harðna. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður létu áhorfendur sig ekki vanta og skemmtu sér konunglega, enda keppnin óvenju hörð og fjörug miðað við fyrstu keppni. Norðlending- arnir Einar Gunn- laugsson, Helgi Schiöth og Sigurdur Arnar veltu allir bilum sín- um í barði í fyrstu braut. All- ir luku þeir þó keppni og stóðu sig vel í flokki sérút- búinna bila. Gisli G. Jónsson uppgötv- aði I upphafi keppn- innar á Ákureyri að tannhjól í skiptingunni var brotið. Hann var snögg- ur að setja varaskiptinguna í bílinn og gat haldið áfram keppni og sigraði í flokki sérútbúinna bíla. Sig- ur Gísla var hins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.