Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1999 Tímamótarannsókn í Bandaríkjunum: Lýsi gegn geðhvarfasýki Leyndardómum þorskalýsisins fer fækkandi. Nú síðast þykjast vísindamenn hafa leitt líkum að því að það geti linað þjáningar þeirra sem haldnir eru geðhvarfa- sýki. Áður var náttúrlega búið að sýna fram á hollustu þess fyrir hjart- að og sitthvað fleira. Rannsókn bandariskra vísinda- manna, sem þykir marka tímamót þótt hún hafi verið smá í sniðum, leiddi í ljós að geðhvarfasjúklingar sem fengu lýsispillur með ómega-3 fitusýrunni, fengu greinilega bót meina sinna á fjögurra mánaða tíma- bili. „Áhrifm voru mjög sterk. Lýsið kom í veg fyrir óeðlileg boð (í heilan- um) sem við teljum að séu fyrir hendi í geðhvarfasjúklingum," segir Andrew Stoll, forsprakki rannsókn- arhópsins og yfirmaður lyfjafræði- rannsókna á McLean sjúkrahúsinu við Harvard-háskóla. Rannsókn vísindamannanna við Harvard náði til þrjátíu sjúklinga sem greindust með geðhvarfasýki þar sem skiptist á þunglyndi og of- læti. Frá henni er greint í geðlæknisfræðiriti bandarisku læknasam- takanna. Liðlega helmingur sjúklinganna fékk lýsistöflur en hin- ir fengu lyfleysutöflur með ólífuolíu. Allir gengust undir sálfræðipróf á tveggja vikna fresti þá fjóra mánuði sem rannsóknin stóð yfir. Talið er að ómega-3 fitusýrumar í lýsinu hafi áhrif á heila sjúkling- anna. Andrew Stoll segir að ómega-3 auki magn taugaboðefnisins serótóníns í heilanum, svipað og vin- sæl þunglyndislyf eins og Prozac gera. Óvíst er þó hvemig þetta gerist. Stoll segir að fyrri rannsóknir á dýrum sýni að ómega-3 fitusýrumar endumýi lípíðlög utan um frumur líkamans, þar á meðal Ahrifin voru mjög sterk. Lýsið kom í veg fyrir óeðlileg boð sem við teljum að séu fyrir hendi í geðhvarfasjúk- lingum. heilafrum- urnar, þar sem er að fmna nema sem taka við boðum frá boðefnunum. Stoll setti fram þá kenningu að hægt væri að bæta upp það litla magn af ómega-3 fitusýrum sem ^ íbúar iðnríkja Vesturlanda fá úr éZ mataræði sínu með því að gefa þeim lýsistöflur eða hörfræ sem einnig innihalda ómega-3. Sjúklingarnir í rannsókninni fengu allt að sjö lýsistöflum á dag sem í voru samtals tíu grömm af fitu- sýrum. Jaröskorpuflekar á Mars á hreyfingu í fyrndinni: Kyndir undir hugmyndir um líf á rauðu plánetunni Marskönnunarfar bandarísku geimferðastofnunarinnar hefur safnað mikilvægum upplýsingum um reikistjörnuna rauðu. Segulmagnaðar „sebrarendur" á reikistjörnunni Mars benda til að þar hafi jarð- skorpuflekar, ef svo má kalla þá, eitt sinn rekist hver á annan af miklu afli, rétt eins og gerist á jörð- inni. Það hc-fur svo kynt undir vangaveltum vísindamanna um að líf hafi þrifist á reikistjömunni rauðu einhvern tíma I fymdinni, að því er fram kemur í tímaritinu Sci- ence. Flekakenningin í jarðvísindum gerir ráð fyrir því að jarðskorpan skiptist í fleka sem era á hreyfmgu innbyrðis og valda meðal annars jarðskjálftum. Hingað til hefur verið talið að jarðflekahreyfingar þessar hafi aðeins átt sér stað á jörðinni þar sem þær þörfnuðust vatns sem er grundvallarskilyrði alls lífs. Ef þess- ar flekahreyfmgar hafa orðið á Mars rennir það enn frekari stoðum undir kenningar þeirra sem halda því fram að eitt sinn hafi líf þrifist þar. Ef hægt væri að segja að í árdaga hefðu jarð- flekar á Mars verið á hreyfingu væru það enn frekari rök fyrir því að gera ráð fyrir lífi á Mars því þá væri hún líkari jörðinni. / „Ef hægt væri áð segja að í ár- daga hefðu jarðflekar á Mars verið á hreyfingu væru það enn frekari rök fyrir því að gera ráð fyrir lífi á Mars því þá væri hún líkari jörð- inni,“ segir John Connemey, einn höfunda greinarinnar í Science. Hann segir að jörðin og Mars séu eins og tvíburar sem hafi verið skapaðir fyrir 4,5 milljörðum ára. Stærri tvíburinn, jörðin, sé enn ólg- andi og þrýsti meginlöndunum sundur og saman en kuldi ríki á Mars og þar séu aðeins þessar seg- ulvísbendingar um þau miklu átök. Connemey, sem starfar við Godd- ard-geimvísindastöð bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA), byggir rannsóknir sínar á gögnum sem ómannað könnunarfar NASA á hringsóli um Mars safnaði saman. Áhugi vísindamanna á að ná jarð- vegssýnishomum frá Mars til jarð- ar hefur aukist til muna við kenn- ingar Connemeys þótt ekki séu all- ir sannfærðir um að hann hafi rétt fyrir sér. Jl b Meðfæddir lestrarerfiöleikar: Afbrigðileg starfsemi í litla heila Meðfæddir lestr- arerfiðleikar, eða dyslexía, or- sakast hugsan- lega af afbrigði- legri starfsemi þess hluta heil- ans í okkur sem gerir okkur kleift að læra nýja hluti, að því er breskir vísindamenn segja. Stór hluti rannsókna á dyslexíu, sem hrjáir um það bil einn af hverj- um tuttugu mönnum, hefur beinst að málstöðinni í heilanum sem kall- ast heilabörkur af því að þeir sem em með kvilla þennan eiga í erfið- leikum með að læra að lesa og skrifa. Rannsókn sálfræðinga við há- skólann í Shefiield á Englandi norðanverðu bendir til að litli heilinn komi þar einnig við sögu. Fyrir tilstilli litla heilans getur maður tileinkað sér nýja færni og gert sér hana svo tama að maður Heilaskannar leiddu í Ijós að starfsemin í litla heila þeirra með dyslexíu reyndist að- eins vera um tíundi hluti sem þess var hjá hinum hópnum. þurfi ekki að hugsa við að beita henni. „Niðurstöður okkar renna stoðum undur þá tilgátu að starfsemi litla heilans sé skert hjá dijúgum hluta þeirra barna sem þjást af meðfæddum lestrarerfiðleikum og að það dragi úr getu þeirra til að tileinka sér nýja fæmi og til að inna af hendi verk sem eru þeim svo töm að þau þurfa ekki að hugsa sig um,“ segir prófessorinn Rod Nelson við Sheffield-háskóla í grein í læknaritinu Lancet. Nelson og sam- verkamenn hans próf- uðu kenninguna með því að bera saman heilastarfsemi fólks með dyslexíu annars veg- ar og fólks án dyslexíu hins vegar. . Heilaskannar leiddu í ljós að starfsem- in í litla heila þeirra með dyslexíu reyndist aðeins vera um tiundi hluti sem þess var hjá hin- } um hópnum. Vísindamennimir segja að litli heilinn eigi líklega ekki einn sök á dyslexíu en þeir telja þó að hann gegni þar lykil- hlutverki. Vísindamenn á Nýjð-Sjálandi með tæki til að skrá starfsemi hellans sem þeir gera sér von- ir um að munl auka skilning þeirra á orsökum meðfæddra lestrarerfiðleika, eða dyslexíu. Gerviaugað getur blikkað Þýskum lækn- um hefur tekist að smíða gervi- auga sem getur blikkað um leið og heilbrigða augað. Að því er fram kemur í læknaritinu Lancet hafa þýsku vlsindamennirn- ir, sem starfa við Humboldt- háskóla í Berlín, nú ráð- ið bót á þeim galla gervi- augnloka að þau litu oftast óekta út þar sem þau hreyfast ekki. Það gerðu þeir með því að tengja gerviaugnlok úr latexi við lít- inn mótor sem getur samhæft hreyfingar þess hreyfingum heilbrigða augnloksins. Fyrstu tilraunir með gervi- augað lofa góðu, að sögn lækn- anna ffá Humboldt. Fyrirburar með hegðunar- vandamál Börn sem fædd eru meira en fimm vikum fyrir tímann eru mun lík- legri en önnur börn til að eiga í vandræðum með lestur þegar þar að kemur og hegð- unarvandarmál þeirra eru líka fleiri, segir í niðurstöð- um rannsókna breskra vis- indamanna. Ann Stewart frá University College í London og sam- starfsmenn hennar rannsök- uðu 72 unglinga sem fæddust fyrir tímann og 15 til viðbótar sem fæddust eftir fulla með- göngu. í ljós kom meðal ann- ars að tólf sinnum meiri likur voru á því að segulómunar- myndir af heila fyrirburanna væru óeðlilegar. Fyrirburun- um gekk einnig verr í skóla en öðrum. Stærsti munurinn á hópun- um tveimur tengdist hvíta efninu í heilanum en það flyt- ur boð milli heilans og mæn- imnar. Risaeðla setur strik í land- reksreikning Svo kann að fara að vís- indamenn verði að skrifa kenningamar um landrek stórheimsálfunn- ar Pangaeu til forna upp á nýtt eftir að leifar risaeðlu nokkurrar fundust í Portú- gal. Vísindamenn eru flestir á því að Norður-Ameríka og Evrópa hafi skilist að fyrir um 200 milljónum ára. Portúgalska risaeðlan reynd- ist hins vegar vera 150 milj- ón ára gömul. Sams konar eðla, alveg jafngömul, hefur líka túndist í Ameríku og því hljóta Ameríka og Evr- ópa að hafa tengst á þessum tíma. Portúgölsku vísindmenn- imir við náttúrusögusafhið í Lissabon hafa rannsakað mál þetta í tíu ár. Umrædd risaeðla var kjöt- æta, allt að tólf metra löng og tvö tonn að þyngd. WnWWBWMWWWIBIIiaBIMi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.