Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 Fréttir Ferðaþjónusta er eini möguleikinn á að halda byggð á Svalbarða: Vantar íslenska jeppa - segir Arne Kristoffersen sem fengið hefur augastað á íslensku ofurjeppunum DV, Longyearbyen: „íslensku jepparnir eru mjög spennandi kostur fyrir okkur. Við munum fylgjast vel með hvemig gengur í ferðinni yfir Grænlands- jökul og eftir það er stóra spuming- in hvort við sækjum ekki um að fá að flytja þessa jeppa til Svalbarða,” sagði Arne Kristoffersen, Norðmað- ur sem undanfarin 18 ár hefur búið í Longyearbyen á Svalbarða, og rek- ur þar nú ferðaþjónustuna Svalbard Wildlife Service. „ísland, Grænland og Svalbarði keppa um sömu ferðamennina. Þetta er fólk sem hefur farið víða, er ferðavant og hefur oft þegar séð eitt þessara landa en vill sjá meira. Til að fá þetta fólk til að koma aftur verður aö vera hægt að bjóða upp á eitthvað nýtt. íslend- ingar hafa hestana og ofurjeppana. Grænlendingar hafa sjálfa sig og samfélag sitt að sýna en ekki við. Það sem okkur vantar eru of- urjeppar til að geta fært út kvíarn- Jeppi sem breytt hefur verið að ísienskum hætti. Slíkir jeppar henta vel í alls konar torfærum og ekki síst í akstri á jöklum. ar og keppt við íslendinga,” sagði Arne við blaðamann DV, sem var á ferð á Svalbarða á dögunum. Nú koma árlega um 10 þúsund ferðamenn til Svalbarða. Þá er ekki talið með fólk sem kemur með skemmtiferðaskipum og stoppar aðeins þrjá til fjóra klukkutíma og veit oft að sögn heimamanna ekki hvar í veröld- inni það er statt. Tekjur af þessum ferðamönnum eru og hverfandi litlar. „Vandi okkar er að ferðamanna- tíminn er mjög takmarkaður. Við höfum vélsleðaferðir á vorin og bátsferðir á sumrin en gengur illa að nýta vetrarmánuðina betur. Fólk veigrar sér við að fara í vélsleðaferðir rnn miðjan vetur. Þar eru jepparnir öruggari og hlýrri og kæmu sér örugglega vel fyrir okkur,” sagði Arne. Arne sagði að enn væri það á umræðustigi i fyrirtækinu hvort ráðast ætti í kaup á jeppum frá ís- landi og alls óvist hvort leyfi feng- ist til að nota slíka bíla á Sval- barða. Þessir jeppar eru óþekktir í Noregi og á Svalbarða, þar sem vélsleðar eru hins vegar algengir. Náttúran á Svalbarða er viðkvæm og sagðist Arne reikna með að erfitt yrði að fá fólk til að trúa að jeppaakstur á snjó væri ekki skað- legri fyrir gróður en akstur vélsleða. „Þessir jeppar myndu gera okk- ur kleift að komast víðar og með minni fyrirhöfn en á vélsleðunum. Margir ferðamenn, sem áhuga hafa á heimskautasvæðunum, eru komnir á efri ár og veigra sér við að sitja á vélsleðum. Jeppar eru þarna betri,” ságði Arne. Á Svalbarða er ferðaþjónustan almennt talin eini möguleikinn á að viðhalda byggð nú þegar fram- tíð kolavinnslu þar er í mikilli óvissu og að engu aö hverfa fyrir 1350 íbúa Longyearbyen ef síðustu kolanámunni verður lokað. -GK ¥* 4 Vélsleðaferðir lokka flesta ferðamenn til Svalbarða. Nú vilja ferðafrömuðir þar færa út kvíarnar og bæta íslenskum ofurjeppum við. Hér er vélsleðamaður á ferð fyrir ofan Longyearbyen. DV-mynd Gísli Kristjánsson Sameinaðir stöndum vér Samkeppni milli mat- vöruverslana, einkum á höfúðborgarsvæðinu, var undanfarinn áratug harð- ari en í öðrum greinum viðskiptalífsins. Þar var barist um hvem kúnna og baráttan skilaði sér í bættum hag neytenda. Allir vom kátir að þvi er virtist nema kaupmenn þá daga sem verðkannan- ir stóðu yfir, hvort sem það var hjá Neytendasam- tökunum eða einstökum fjölmiðlum. Þá biðu þeir þvalir í lófunum eftir nið- urstöðunni. Þeir sem lægstir voru önduðu létt- ar en hinir sem hærri vora reyttu hár sitt. Bónus kom á sínum tima sem sprengja inn á markaðinn, sótti að þeim risum sem fyrir vora, einkum Hagkaupi og Nóatúni. Hagkaupsmenn urðu að sætta sig við það að bjóða ekki lengur lægsta verðið. Hagkaup var orðin fin verslun en Bónus tók eiginlega upp gamla Hagkaupsmerkið frá fjósinu við Miklatorg og fór að selja að kalla beint upp úr kössunum. Fleiri tóku þátt í slagnum. Verslanakeðjan 10- 11 varð öflug og KEA gat ekki setið hjá. Þeir kaupfélagsmenn mættu Bónusi í harðri sam- keppni með Nettó þegar þeir Bónusfeðgar gerðu sig heimakomna í þeirra eigin kartöflugarði, í sjálfum höfuðstað Norðurlands. Nettó færði sig svo suður, vildi að vonum spila í sömu deild og stóru strákamir. Um hríð voru flestir sælir með sig, einkum neytendur og verkalýðsforkólfar. Samkeppnin leiddi nefnilega til lágs vöruverðs sem aftur hafði áhrif á vísitölur og verðbólgu. Kaupmennimir voru því ekki síðri áhrifavaldar í lífi almennings en svokallaðir aðilar vinnumarkaðarins sem sömdu um kaup og kjör í karphúsi sáttasemjara. En sælan stendur ekki að eilífu. Markmiðið með samkeppninni grimmu er að ná undirtökun- um, helst ýta keppinautum af markaði en sam- einast þeim ella. Þróunin byrjaði raunar fyrir nokkrum árum en náði ákveðnum lokapunkti nú um helgina. Hagkaupsmenn sáu á sínum tíma of- sjónum yfir gengi Bónuss og keyptu helminginn. Hagkaup leystist síðan upp í einingar þar sem ein hélt gamla vörumerkinu en við bættist Ný- kaup og síðan Hraðkaup víða um land. Allt rann þetta veldi saman í eitt rekstrarfyrirtæki, Baug hf., sem nú hefur fullkomnað veldi sitt með því að kaupa 10-11-keðjuna. Þeir sem utan við Baug standa sitja heldur ekki með hendur i skauti. Þannig sameinuðust Nóatún og KÁ og um leið 11-11 keðjan og KEA hefur verið orðað við það samstarf. Að frátöldum stórmarkaði Hafnfirðinga, Fjarðarkaupum, eru því líkur á að í megindráttum berjist tveir á þeim markaði þar sem áður voru fjölmargir. Reynslan segir okkur síðan aðeins eitt, að sam- runi verði þar og eftir standi einn og aðeins einn sem öllu mun ráða í sölu matvörunnar. Þá er lokatakmarkinu náð - allt undir einn hatt. Þá þarf hvorki að lækka verð né óttast verðkannan- ir og því síður að hafa opið um helgar og á stór- hátíðum. Sameinaðir stöndum vér! Dagfari sandkorn Krónprins nyrðra Eftir afhroð Framsóknarílokks- ins i Norðurlandi vestra eru marg- ir sammála um að flokkmlnn verði að finna annan kandídat í stað hins beygða Áma Gunn- arssonar, sem varð í öðra sæti á eftir Páli Péturssyni. Margra augu bein- ast að ungum manni á Sauðár- króki sem er á upp- leið innán Kaupfélagsins sem jafn- an er gott fararnesti í Framsókn. Sá heitir Ómar Bragi Stefánsson og er kvænturfréttaritara Sjón- varpsins á staðnum, Maríu Björk Ingvadóttur, sem líka rekur Kaffi Krók. Ómar er þar að auki sonur Stefáns Guðmundssonar, hins vinsæla þingmanns Framsóknar, sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Stefán hefur mikil sambönd sem hann myndi nota af krafti ef sonurinn færi i framboð, en marg- ir rekja einmitt mikið tap flokksins til þess að Stefán ákvað að hætta ... Sverrir í ham í Framsóknarflokknum eru menn síður en svo hressir með kjör Sverris Hermannssonar á þing. Þar minnast menn enn hversu grátt Sverrir lék Finn Ingólfsson í upphafi kjörtíma- bilsiris, þegar Sverri tókst að festa nafnbótina vaxtaflónið við Finn um skeið. Sömuleið- is átti munnsöfnuður Sverris í hans garð mikinn þátt í að stjama Finns tók að dala eftir að Lands- bankamálin komust í hámæh og Finnur varð óvinsælasti ráðherr- ann. Nú hugsa framsóknarmenn með hryllingi til þess þegar Lind- armálið kemur á dagskrá Alþingis. Þykir líklegt aö Sverrir fari þá hamforum gegn Finni... Alvöru maður Stuttmyndadögum lýkur 1 Tjarn- arbíói í kvöld og hafa þá staðið í þijá daga. Myndimar, hátt í 70, eru misgóðar og misjafn- lega flippaðar eins og gengur, bemskubrek kvikmyndaleikstjóra framtíðarinnar. Dómnefnd situr sem fastast alla dagana og horfir á hverja einustu mynd. I þeim hópi er Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri. Margir hefðu haldið að mað- ur í hans virðulegu stöðu yrði lítt hrifinn af að þurfa að sitja undir tilraunastarfsemi með fólki sem er á allt annarri bylgjulengd en ríkir dagsdaglega á kontómum hjá hon- um. En yfirmaður gömlu giiífunnar er greinilega framsýnn og frjáls- lyndur, lætur sér vel lika, rabbar við mannskapinn og mætir að auki mátulega frjálslega til fara ... Þetta lagast Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Stykkishólmi. Menn vinna af krafti við byggingu húss undir sýslumann og lög- reglustöð, nýja sundlaug og eru í þann mund að grafa upp allar götur bæjarins vegna hitaveitu- framkvæmda. Ólafúr Sverris- son bæjarstjóri og hans fólk hafa því í nógu að snúast. Það skemmtilega við þetta er að von um betri tíð og blóm í haga vegna hitaveitunnar hefur náð að ylja hugum sumra svo vel að þegar vart verður bar- lóms út af einu eða öðru heyrist gjarnan sagt: Þetta lagast allt meö hitaveitunni... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.