Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Hlutabréf lækkuðu í verði í gær ... Mikil viðskipti, 176 m. kr. ... Úrvalsvísitala lækkaði um 1% ... Baugur, 20 m. kr., 1% ... ÚA, 18 m. kr., -3,3% ... FBA, 32 m. kr., 2,4% ... íslenska járnblendi- félagið lækkaði um 8% ... Lyfjaverslun íslands, -5,2% ... Nasdaq lækkar um 2,56%. Aðgerðir Vinnslustöðvarinnar kynntar í gær: 114 manns missa vinnuna í Eyjum og Þorlákshöfn - ábyrgð lýst á hendur stjórn félagsins Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að hætta allri landfryst- ingu á vegum fyrirtækisins, bæði í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn. Stjórn Vinnslustöðvar- innar hf. grípur til þessara ráð- stafana í því skyni að endur- skipuleggja og breyta áherslum í rekstri fyrirtækisins. Afkoma fé- lagsins fyrstu sex mánuði rekstrarársins var mun verri en gert hafði verið ráö fyrir og tap félagsins mikið. Að mati stjóm- ar á félagið engan annan kost en þann að endurskipuleggja rekst- urinn frá grunni til að draga úr kostnaði, leggja af óarðbæra rekstrarþætti og styrkja þá framleiðslu sem skilað hefur ár- angri. Þessar aðgerðir era óhjá- kvæmilegar svo komið verði í veg fyrir að stórfelldur hallarekstur leiði til skuldasöfnunar sem síðan sligi félagið með tilheyrandi afleið- ingum fyrir starfsfólkið og hyggðar- lögin. Gert er ráð fyrir að segja 34 starfsmönnum í 34 stöðugildum upp störfum í landvinnslunni í Vest- mannaeyjum og um 45 starfsmönn- um í 40 stöðugildum í landvinnsl- unni í Þorlákshöfh. Þá fækkar um samtals 10 stöðugildi í yfirstjóm, á skrifstofu og á verkstæði í Eyjum. í nýrri yflrstjóm Vinnslustöðvarinn- ar verða 5 en voru 8 áður. Þegar á heildina er litið fækkar starfsmönn- um um 89 vegna þeirra ráðstafana sem nú em kynntar. Alls fækkar fólki um 114 því fyrr á árinu var nokkrum sagt upp og aðrir hafa sagt upp sjálfir. Aukin áhersla verður lögð á salt- fiskvinnslu í Eyjum auk áframhald- andi vinnslu humars, síldar og loðnu. Ákveðið er að kanna ítarlega hvort og þá hvemig nýta megi tækjabúnað til landfrystingar í annarri vinnslu sjávarafurða í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Þar má nefna hugmyndir um vinnslu ferskra flaka og bita í Þorlákshöfn og karfavinnslu í Vestmannaeyjum. Ekkert liggur fyrir um hvort af slíku verður en hugmyndimar em nefndar hér til að undirstrika þann vilja ráðamanna Vinnslustöðvar- innar til að leita allra leiða við að skjóta styrkari stoðum undir rekst- ur fyrirtækisins á næstu missemm. Hins vegar velta ýmsir hagsmuna- aðilar því fyrir sér hvað felst í þess- um orðum Vinnslustöðvarmanna. Ábyrgðin er hjá stjórninni Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að þetta væri mikið áfall og samtals væri búið að segja upp 60 manns í Eyjum. Margir þeirra sem nú missa vinnuna hafa að engu öðra að hverfa og atvinnuleysi hlas- ir við þeim. Atvinnuhorfur í Eyjum era ekki góðar og framhaldið óljóst. „Það er stjóm Vinnslustöðvarinn- ar sem ber alla ábyrgð á þessu ástandi. Önnur fyrirtæki í sambæri- legum rekstri, eins og Haraldur Böðvarsson hf. og Grandi, hafa skil- að góðri afkomu og því er ekki um neitt annað að ræða en glappaskot stjórnar. Það er ekki hægt að kenna framkvæmdastjóra um afkomuna því stjóm félagsins ræður og rekur hann og ber alla ábyrgð," sagði Jón Kjartansson í samtali við DV. Þungt hljóð í Þorlákshöfn „Það er þungt í okkur hljóðið, vægast sagt. Þessi yfirlýsing stjóm- ar Vinnslustöðvarinnar eru ekkert annað en svik. Á sínum tíma þegar Meitillinn í Þorlákshöfn var sam- einaður Vinnslustöðinni vora starfsfólki og sveitarstjómarmönn- um gefin skrifleg loforð um að vinnsla og útgerð yrðu áfram í Þor- lákshöfn svo framarlega að ekki yrðu veralegar breytingar á rekstr- arumhverfi í sjávarútvegi. Það er ekkert breytt í þessum efnum. Vandi Vinnslustöðvarinnar er innanhússvandi í Eyjum sem er stjómunarlegs eðlis,“ segir Sess- elja Jónsdóttir, bæjarstjóri Ölf- ushrepps. DV hefur undir höndum þetta loforð og undir það rita Geir Magnússon stjórnarformaður, Axel Gíslason hjá VÍS og Bene- dikt Sveinsson hjá ÍS. Ekki verð- ur annað séð en að öll þau loforð sem þar koma fram hafi verið brotin því nú er bæði kvóti, vinnsla og útgerð horfin úr bæn- um og ekki verður sé að rekstr- arumhverfi sjávarútvegsfyrir- tækja hafi breyst. Áhyrgð á því ástandi sem ríkir í herbúðum Vinnslustöðvarinnar hlýtur því að skrifast á stjóm félagsins og vandi stjórnarinnar hafi verið færður á hendur þess starfsfólks sem nú missir vinnuna. Hlutabréfin hækka Mikla athygli vekur að verð á bréfum í Vinnslustöðinni hafa hækkað um 30% síðastliðinn mán- uð. Að mati fjármálasérfræðinga er ekkert í rekstri félagsins sem gefur tilefni til þessara hækkana og að þeirra mati er í raun óskiljanlegt að bréfin skuli hafa hækkað eins mik- ið og raun ber vitni. Afkoman hefur verið mjög léleg og horfur eru ekki góðar. Það eina sem getur skýrt þessa hækkun er að einhverjir aðil- ar séu að kaupa upp bréf til að tryggja stöðu sína, auka völd sín og hugsanlega breyta rekstrinum. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að kvótaeign Vinnslustöðvarinnar er mikil og gríðarleg verðmæti fólgin i þeim. Þó hefur stjóm félagsins til- kynnt og ítrekað að aflaheimildir verði ekki seldar til að mæta þess- ari slæmu afkomu. -BMG Samkeppnishæft atvinnulíf tryggir í þeirri umræðu sem verið hefur undanfarið um verðbólgu og of- þenslu hefur umræða um vinnu- markað verið lítil. Vinnumálastofn- un gaf í síðustu viku út atvinnu- leysistölur og vora þær lágar á landsvísu. í framhaldi af því fjallaði DV um áhrif launahækkana við fullt atvinnustig. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðanaðarins, hefur í skrif- um sínum fjallað um málið. „Launa- hækkanir hér á landi hafa verið ríf- lega tvöfaldar á við það sem gengur og gerist í okkar helstu viðskiptalöndum. Þrátt fyrir mikla framleiðniaukningu hafa þessar miklu launahækkanir vald- ið versnandi sam- keppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja og auknum viðskipta- halla. Ljóst er að vilji Ingólfur Bender, hagfræö- ingur Samtaka iðnaðarins menn varðveita stöð- ugleikann verður að hægja á. Laun í næstu kjarasamningum mega ekki hækka meira en framleiðni- aukning og erlendar launahækkanir bjóða upp á. Allt umfram það er innstæðulaus ávísun sem leyst verð- ur út í formi verð- bólgu og atvinnuleys- kjarabætur is. Það er kostur að atvinna sé í boði fyrir alla sem hana vilja. Atvinnuleysi er samfélagslegt og efnahagslegt mein. Það væri því slæmt ef við ykjum það með mistök- um í hagstjóm og innstæðulausum launahækkunum. Besta leiðin til kjarabóta við fullt atvinnustig er að tryggja samkeppn- ishæft atvinnulíf samhliða stöðug- leika. Þetta á að vera markmið næstu kjarasamninga," segir Ingólf- ur. -BMG viðskipta- molar Landsbankinn kaupir The Change Group Landsbanki íslands hf. hefur keypt allt hlutafé í The Change Group - Iceland ehf. af The Change Group Intemational plc. The Change Group - Iceland ehf. hefur annast kaup og sölu gjald- eyris í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli og á tveimur stöðum í Reykjavík. Mikil lækkun á netfýrirtækjum í gær og í dag hefur verð á hlutabréfum í netfyrirtækjum lækkað mikið. Þannig lækkaði Amazon.com um 8,6% í gær, Ya- hoo lækkaði um 8,88%, Dell lækk- aði um 3,18% og AOL lækkaði um 5,49%. í kjölfarið lækkuðu helStu hlutabréfavísitölur. Hugbúnaðarfyrirtæki auka útflutning Útflutningstekjur hugbúnaðar- fyrirtækja jukust um 200 milljón- ir á giöasta ári. Þetta er heldur minhi aukning en árin þar á und- an. Sex fyrirtæki fluttu út tvo þriðju af öllum útflutningnum. Heildarútflutningur er um 1,7 milljarðar króna. Hraðvirk genalesning íslensk erfðagreining hefur samið við bandarískt hugbúnað- arfyrirtæki, Affymetrix, um not á hugbúnaði til að lesa á hraðvirk- an hátt tjáningu gena og arfgerð- ir einstaklinga. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði að með þessari tækni væra mörkuð tímamót í starfsemi ÍE við að bæta tækja- búnað sem notaður er við megin- genaleit og arfgerðargreiningu. Mikil andstaða við viðskiptafrelsi Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í Bandaríkjunum kom fram að 58% Bandaríkjamanna væra sammála því að frjáls er- lend viðskipti væra slæm fyrir bandarískt efnahagslíf. Ástæðan sem flestir nefndu var að ódýrar erlendar vörur hefðu slæm áhrif á laun. Hins vegar töldu aðeins 32% aðspurðra að frjáls viðskipti væra af hinu góða því það yki er- lenda eftirspum, hagvöxt og at- vinnu. Það sem er sérstaklega athygl- isvert við þetta er að núna er efhahagsástand betra en nokkra sinni fyrr í Bandaríkjunum, at- vinnuleysi með minnsta móti og hagur láglaunafólks hefúr vænkast verulega. Alan Green- spsm, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, ræddi þetta mál fyrir skömmu: „Ég hef miklar áhyggj- ur af minnkandi stuðningi við frjáls viðskipti í þessu landi,“ sagði Greenspan. -bmg oboschI BOSCH 12.641 © BOSCH 6 BOSCH Garðyrkjusumar í hjarta borgarinnar éBOSCH Dreyfarar 16.433, Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH versiunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.