Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 10
10 enning MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 List á Stokkseyri Nú fer í hönd tími listsýninga víða á landsbyggðinni. Stokkseyri er yndislegur staður, bæöi fyrir áhugafólk um náttúru og mannlíf. Þar hafa margir listamenn drepið niður fæti á undanfomum árum, Haukur Dór, hollenski furðufuglinn Willem Labey og fleiri. Stokkseyri er þó framar öðru ríki Elfars Guðna í Sjólyst, sem sýnir verk sin í túninu heima með reglulegu millibili. Nú stendur einmitt yfir sýning á verkum hans í samkomuhúsinu Gimli (til 6. júní). Þeir sem eru á Stokkseyri á annað borð ættu einnig að leggja leið sína á kaffihús- ið Viö fjöruboróiö, þar sem er að flnna verk eftir Þórgunni Jónsdóttur ljóðskáld (á mynd). Þórgunnur stundaði nám bæði við Myndlista- og handíðaskóla íslands og frönskunám við Háskóla íslands, en dvaldi síðan í Kaliforníu um niu ára skeið. Mál og menning gaf út bamabók hennar Helga og hunangsflugan árið 1992, en ljóðabók eftir hana kom einnig út hjá forlagi í Lundúnum árið 1997. Á sýningu Þórgunnar á Stokkseyri, sem stendur til 9. júní, er að fínna myndir sem málaðar em með vatnslitum á rekavið af Stokkseyrar- og Eyrarbakkaströnd, auk steina víðs vegar af landinu. Meðaljón útbýr morgunverð Þorri Hringsson - „ekki erfitt að vera sonur listamanns". DV-mynd HH Mannsins megin málað Það reynist mörgu listamannsefni þrautin þyngri að brjótast undan áhrifum listrænna foreldra og marka sér sjálfstæða stefnu. Ýmist risa þau gegn foreldrinu, jafnvel gegn sjálfri listinni, eða þá að list þeirra verður eins kon- ar framlenging af sköpunarstarfi foreldranna. Hringur heitinn Jóhannesson listmálari var sterkur og auðkennilegur listrænn persónu- leiki. Nú hefur Þorri sonur hans einnig gert sig gildandi á myndlistarvettvangi; nú síðast með stórri sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. í fyrstunni þykir áhorfanda sem himinn og haf séu á milli ljóðrænna raunsæ- ismynda Hrings af skOunum milli byggðar og sveitar og dálítið kaldranalegrar útlistunar Þorra á skrautlegum matréttum. En kannski er myndsýn Þorra rökrétt framhald á sýn föð- urins; það haftaþjóðfélag sem hann fjallaði um hefur breyst í þjóðfélag margháttaðrar ofgnóttar. Það lá beint við spyrja Þorra um samband þeirra feðga. „Þaö var ekki erfitt aö vera sonur Hrings. Auövitaö er ég alinn upp við málverk og mál- aralist; þaö var því engin tilviljun aö ég fór sjálfur út í myndlist. En þá vissi ég líka aó hverju ég gekk, öfugt viö marga aóra félaga mína viö Myndlista- og handíðaskólann sem höföu tilhneigingu til aö sjá líf myndlistar- mannsins í hillingum. Ég var líka búinn aö fá talsvert rœkilega sjónrœna uppfrœðslu áöur en ég fór í listnám; árum saman fór ég til dœmis meó pabba á allar sýningar sem haldnar voru í bœnum. “ Sammannlegt viðfangsefni Gerðirðu upp við þig strax í byrjun að þú þyrftir að marka þér aðra braut i myndlist- inni en hann? „Ég veit ekki hvort ég lagói hlutina niöur fyrir mér meö nákvœmlega þeim hœtti. Ég var klár á því aö mig langaöi til aö mála. Og þá varö ég auóvitaö aó finna mér viöfangsefni að fjalla um sem aórir, og ekki bara pabbi, voru ekki búnir aö helga sér. En ég vissi einnig, rétt eins og pabbi, aó afstraklistin var ekki mín deild. “ Hvemig kviknaði áhuginn á þvi að gera myndir af mat? “Þaö tók mig tíma aö koma mér niöur á myndefni sem hentaói mér. Um skeiö málaöi ég til dæmis myndir af innanhússrými. Dag einn rakst ég á gamla matreióslubók uppi í hillu hjá vinum mínum. Hún var uppfull meó mjög einlœgar og sérkennilegar Ijósmyndir af mat sem ég varó strax hugfanginn af enda var ég þá kominn meó mikinn áhuga á mat og mat- gœóum. Mérfannst ég þurfa aö gera mér mat úr þessu, ef svo má segja ..." Hvað þótti þér svona áhugavert við þetta myndefni? „Fyrir þaðfyrsta er matur sammannlegt viö- fangsefni. Hann er mannsins megin. Þaö hafa allir áhuga á mat og skoðanir á mat. Enginn lítur lengur viö óhlutbundnu, kringlóttu formi á striga, en þegar kringlótt Berlínarbolla birt- ist þar í staöinn, bregóumst viö allt ööruvísi við. En þessi viðbrögö okkar vió matnum eru ekki bara huglœg - maturinn stendur jú fyrir svo margt annaö en sjálfan sig - heldur bein- línis líkamleg. Sem gerir myndefniö enn meir spennandi. “ Gnægtaborðið Það er ljóst að þegar listamaður tekur tU við að mála myndir af mat þarf hann að taka afstöðu tU annarra mynda af því tagi, tU dæm- is barokkhefðarinnar niðurlensku á 17.öld, tU uppstUlinga almennt og popplistamanna, þar á meðal Errós, sem gerðu matarmyndir sem vom ýmist hyUingar neysluþjóðfélagsins eöa ádrepur á það. „Ég þurfti auóvitaó aö vera klár á hvar ég stœöi gagnvart þessari matarmyndahefö. Ég lít ekki á mínar myndir sem hluta af kyrralífs- hefðinni, þar sem dauöir hversdagshlutir eru notaöir til rannsóknar á formum og litum. Ekki nota ég matinn heldur til aó árétta grœögi mannsins og hégómaskap, eins og gömlu hollensku listmálararnir geróu. Því síö- ur er ég aó gagnrýna samneysluna sérstaklega, eins og Erró gerir í Matarlandslagi sínu, Foodscape. Miklu frekar er ég að mála gnægtaborð sem tákn fyrir drauminn um jarðneska alsæld, út- ópíuna, sem bæði forfeður okkar í torfbæjun- um og foreldrar okkar vom uppteknir af. Þannig að þetta em aUs ekki gagnrýnar myndir, heldur má segja að þær upphefji lífs- nautnina. Sá popplistamaður sem í mínum huga kemst einna næst þessum pælingum mínum er Kaliforníumálarinn Wayne Thiebaud, sem er mikUl aðdáandi bandarísku deli-matarmenningarinnar.“ Það er ekkert tros á borðunum hjá þér, heldur tómur veislumatur. Hvað ræður vali þínu á matréttum? „Markmiöiö er að nota ýmislegan veislumat til aö vekja meö áhorfandanum ákveóna teg- und af óvissu. Til dœmis mála ég ekki skyndi- bita vegna þess aó hann hefur þegar ákveóna - og neikvœöa - merkingu í hugum ótalmargra. Hann er þekkt stœró, ef svo má segja. Og ég mála ekki íslenskan þorramat, svið, hrútspunga og svo framvegis, vegna þess aó hann er líka hlaðinn margháttaöri merkingu. Helst vil ég mála mat sem er okkur dálítiö framandlegur, mat sem viö vitum ekki alveg hvernig viö eigum aö umgangast. Ég reyni að mála hann þannig aö hann virki bœöi eftir- sóknarveröur og fráhrindandi. Helst vildi ég líka aö áhorfandinn skynjaói þverstœóurnar í því sem hann er aö horfa á, til dœmis hvaö þaö er í rauninni fáránlegt uppátœki aö þaul- mála - gera tímalaus - fullkomlega for- gengileg fyrirbœri á borö viö búöinga, grauta og sósur. “ Konfektkonur Breytirðu mikið út af því sem þú sérð á ljósmyndunum í matreiðslublöðunum? „ Yfirleitt gengst ég viö því sem matreiöslu- meistararnir og Ijósmyndararnir hafa sett saman, í mesta lagi hreinsa ég út hluta af bak- grunni eöa hnykki á einhverjum litnum." Á sýningunni eru einnig þrjár stórar mynd- ir af konuandlitum, sem einnig eru málaðar upp úr tímaritum. Hvemig komu þessar myndir tU? „Þetta eru eins konar konfektkonur. Hér er kona sem heldur á rauöri sundhettu; ég sá hana fyrst í auglýsingu frá Hertz-bílaleigunni, þar sem hún á aó vera aó koma af baöströnd. En þaö er svo augljóst aö hún hefur aldrei dýft tánni í saltan sjó, í staöinn hefur vatni veriö skvettyfir hana. Litirnir í þessari Ijósmynd voru líka svo skrítnir. Mér datt því í hug aö mála hana eins og hún vœri konfektmoli, ýkja varalitinn á henni o.s.frv. til aö gera hana „œtilegri “ ef svo má segja. Hinar kon- urnar uröu svo til í fram- haldinu og mikiö út frá sömu forsendum. “ Við fyrstu sýn virðist hér vera á ferðinni upphafning auglýsingarinnar, eins og við þekkjum úr popplist. Er skyldleiki þama á mUli? „Ég er eiginlega meira aó velta fyrir mér hvaö eða hverjir ráöa því hvernig viö skilgrein- um „raunsœi" í myndum. Ég er búinn að sjá nokkrar Ijósmyndasýningar þar sem dapurleg, lífsþreytt og hrjáö andlit eru notuö sem mœli- kvaröi á raunsœi. Glaóleg andlit og vel til haft fólk voru ekki inni í því dœmi, eins og þau vœru ekki hluti af veruleikanum. Mín vióbrögó voru þau aó mála þessar uppstríluðu konur, því sú gerviveröld sem þœr tilheyra er líka hluti af veruleikanum og raunsœinu. “ -AI Ungur íslenskur gamanleikari, Kristján Ingimarsson frá Akureyri, þótti standa sig afburðavel á svoköUuðum Junge Hunde Festival í Kanonhallen í Kaupmannahöfn í fyrra. Meðal annars var hann tilnefndur tU Reumert-verðlauna fyrir sýningu sína, Mike Attack. I fyrradag var síðan fmmsýnt nýtt einsmanns-verk hans, Tanker, í Teatret Neander í Kaupmannahöfn, sem að sögn JyUandsposten fjallar um „þá heimsmynd sem kemur í ljós þegar skyggnst er á bak við hversdagsleg ritúöl.“ Verkið gerist í „eldhúslandslagi" þar sem meðaljón útbýr morgunverð, en gefur sig um leið á vald dagdraumum, dægurlaga- bútum, minningum og meinlokum, þannig að skarast tvö svið, atferU og tilfmningar. Við uppsetningu á þessu „sjói“ hefur Kristján notiö aðstoðar Lars Knutssons. Hjalti í ham Hjalti Rögnvaldsson leikari (á mynd) er í miklum ham þessa dagana. Um daginn las hann upp nýjustu ljóðabók Þor- steins frá Hamri, Meöan þú vaktir, eins og hún lagði sig, á Næsta Bar við Ingólfsstræti. Virðist það hafa gefist svo vel að Hjalti hefur haldið áfram að lesa upp skáldskap Þor- steins í stórum skömmtum. Nú er komið að ljóðabókinni Vatns Götur og Blóós frá 1989, en hana ætlar Hjalti að lesa annað kvöld, fimmtudag, á Næsta Bar og hefst lesturinn kl. 21.30. Lögreglan syngur Lögreglukór Reykjavíkur (á mynd) er án efa hinn ágætasti sönghópur, en allt frá þvi Bubbi minntist á söngæfmgu hans í ádeilubrag fyrir nokkrum árum getur maður ekki varist brosviprum þegar hann er nefndur. Lögreglukórinn var að gefa út geisladisk með nýjum upptökum af sönglögum, sem mörg bera dáldið lög- gæslulega titla, ef maður notar ímynd- unaraflið og mynd- uglega framsögn. Með smávegis ímyndunarafli gæti Finn ég þig vor (Skoskt þjóðlag) hljómað eins og valdsmannsleg heit- strenging. Nú, þeir sem reyna að kom- ast undan lögreglunni á hlaupum geta svo átt von á að heyra Ég sá þig (lag og ljóð Gylfí Ægisson). Og skyldi þýfi ekki ein- hvem tímann hafa fundist Undir Stóra- steini (Lag og ljóð Jónas & Jón Múli)? Næt- urvaktin á þama líka sitt Næturljóö (Evert Taube). Sorrí strákar, umbi varö að láta þetta flakka. Annars er diskurinn hinn hressilegasti. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.