Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Alvarlegar spurningar Það er dapurlegt að fylgjast með örlögum Kaupfélags Þing- eyinga, sem á sér glæsilega sögu sem er samtvinnuð atvinnu- og sjálfstæðissögu íslands. Elsta kaupfélag landsins verður brátt nafnið eitt en eftir sitja margir, og þó einkum bændur, með sárt ennið. Margar og flóknar ástæður kunna að liggja að baki erfið- leikum Kaupfélags Þingeyinga, en félagið er langt í frá að vera eina kaupfélagið sem glímt hefur við erflðleika. Sum kaupfélög hafa borið gæfu til þess að vinna sig út úr erfiðleik- unum og lagað sig að nýjum og breyttum tímum, en önnur hafa lagt upp laupana eftir vonlausa baráttu. Kaupfélag Ár- nesinga er gott dæmi um kaupfélag sem tekist hefur að nýta sér breytta tíma. Kaupfélag Eyfirðinga gengur nú í gegnum mikla uppstokkun, enda ungur og framtakssamur maður í brúnni. Þótt enn sé of snemmt að fella dóma má binda vonir við að þessi félög séu á réttri leið. Kaupfélag Þingeyinga hefur ekki náð að fylgja breyttum tímum og tileinka sér nýja hætti í viðskiptum. Margt bendir til þess að hvorki stjómendur né stjóm kaupfélagsins hafi haft hugmynd um hver raunveruleg staða félagsins var, enda höguðu menn sér eftir því. Fjárfestingar sem voru í engum tengslum við nokkra skynsemi og furðuleg lánafyrirgreiðsla við trjávörufyrirtækið Aldin bera ekki vitni um skynsemi eða þekkingu á rekstri. En það er eitt að lenda í erfiðleikum og annað að leysa úr þeim með þeim hætti að lánardrottnar og viðskiptamenn verði fyrir sem minnstum skaöa. Forráðamenn Kaupfélags Þingeyinga hafa hvorki haft hagsmuni lánardrottna né við- skiptavina og félagsmanna að leiðarljósi síðustu vikur þegar eignir hafa verið seldar. Mjög alvarlegar spumingar og athugasemdir verður að gera við þær ráðstafanir sem gripið hefúr verið til, ekki síst við sölu á Mjólkursamlagi KÞ til KEA á 237 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá hér í DV hefur söluverðið vak- ið furðu, ekki síst meðal sérfræðinga á verðbréfamarkaði sem telja að raunvirði Mjólkursamlagsins kunni að vera allt að 500 milljónir króna. Hafi þeir rétt fyrir sér er í raun verið að hafa nokkur hundmð milljónir af lánardrottnum og félags- mönnum kaupfélagsins. Hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Svarið við þessari spumingu er einfalt. Verið er að þjónka sömu hagsmunum og réðu ferðinni þegar komið var í veg fyr- ir að einkaaðilar eignuðust mjólkurbú Kaupfélags Borgfirð- inga. Þá líkt og nú voru hagsmunir bænda og annarra félags- manna kaupfélagsins ekki hafðir í huga. Staðreyndin er sú að reistur hefur verið múr um mjólkur- iðnaðinn og með öllum ráðum reynt að koma í veg fyrir að hann sé rofinn. Kaupfélögin, sem stofhuð voru til að þjóna fé- lagsmönnum sínum, hafa beitt öllu í endalausri viðleitni sinni til að koma í veg fyrir að einkaaðilar næðu fótfestu í mjólkuriðnaði. Jafnvel í dauðateygjum standa stjómendur kaupfélaganna varðstöðuna af trúmennsku. Á meðan múrinn stendur órof- inn er alltaf hægt að senda reikninginn til neytenda og bænda, sem eru hvort eð er vanir að standa undir kostnaði við óhagkvæmt kerfi samkeppnisleysis. í niðurlægingu sinni hafa stjóm og stjómendur Kaupfélags Þingeyinga staðið dyggan vörð um múrinn sem umlykur mjólkuriðnaðinn á íslandi. Allt er lagt í sölurnar í vörninni og öllu fómað. Hagsmunum einstakra bænda, lánardrottna, félagsmanna og viðskiptavina er kastað fyrir róða. Þingeysk- ir bændur hafa fram til þessa ekki verið þekktir fyrir geð- leysi, að minnsta kosti var það ekki í samræmi við skapgerð þeirra sem stóðu að stofnun Kaupfélags Þingeyinga, að sifja þegjandi undir ofríki sem þessu. Óli Bjöm Kárason Ljóst er að hundruð þúsunda flóttamanna komast ekki heim fyrir veturinn. - „Sjálfur Wesley Clark, yfirhershöfð- ingi NATO, segir raunhæft að koma þeim heim á tveimur árum,“ segir m.a. í grein Gunnars. Eldglæringar í stað árangurs ingur almenningsálits- ins gegn sjónvarps- myndum af Serbum sem reyndu að berja hana niður. íhlutun NATO hefur búið til enn þá meira vandamál en eng- an vanda leyst. Lumbrað á Júgósiövum Eitt hefur þó áunnist; almenningur, ekki alltaf vel upplýstur, hlakkar yfir því að verið sé að berja á Serbum. í Milos- evic sameinast Saddam, Loðinbarði, Leppalúði og Grýla, ef ekki sjálfur Hitler. En engar for- mælingar geta dulið þá -----------------— „Þrátt fyrír allt hlýtur að draga að lokum þessa stríðs. En NATO á nú heiður sinn undir hjálp Rússa og Sameinuðu þjóðanna. Málamiðlun er möguleg, en ekki ágrundvelli skUyrða NATO. í það súra epli verður NATO að bíta.“ Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Engin áróð- ursmaskína, jafn- vel öflugustu f]öl- miðla Vesturlanda, getur hulið þá stað- reynd að stríðið gegn Júgóslavíu hefur mistekist. Það er það sem á útlensku er kallað fíaskó. Ekkert af yfirlýstum mark- miðum árásanna hefur náðst, þvert á móti hefur NATO tekist með beinum og óbeinum hætti að hjálpa Serbum til að hreinsa Kosovo af nær öll- um albönskum ibú- um, sem þó átti að vemda, og búa til flóttamannavanda- mál sem verða mun martröð á þessum slóðum um ókomin ár. Það er þegar ljóst að þau hundruð þúsunda flótta- manna sem þegar hafa flúið land komast ekki til síns heima fyrir veturinn. Þeirra bíður líf í flóttamannabúöum, við vax- andi óvild íbúanna, sérstaklega í Makedóníu, að minnsta kosti fram á næsta ár. Óvíst er hvort þorri þeirra snýr nokkra sinni aftur. Sjálfur Wesley Clark, yfirhers- höfðingi NATO, segir raunhæft að koma þeim heim á tveimur árum. Hvaö hefur þá áunnist? í Kosovo geisaði uppreisn aö- skilnaðarsinna, blóðug og ófogur ásýndum á sjónvarpsskjám um- heimsins. Sú var ástæðan, þrýst- staðreynd að það er Milosevic sem hefur yfirhöndina. Hann getur val- ið um áframhaldandi stríð, sem á endanum myndi sprengja NATO, eða þvingað fram nýja skilmála. Það eina varanlega sem sprengt hefur verið í loft upp er öll von um að Kosovo-Albanir og Serbar geti lifað saman í sátt innan sambands- ríkisins Júgóslavíu. Til þess var sprengt. Aldrei stóð til að Kosovo yrði sjálfstætt ríki. Til stóð að stilla til friðar, sú draumsýn vakti fyrir vel meinandi sjónvarpsáhorfendum, að með því að eyðileggja daglegt líf almennings í Belgrad og Novi Sad, yrði þrýstingurinn á Milosevic svo óbærilegur, að hann gæfist upp og gengi að öllum skilyrðum NATO. En það er borin von. Hvort sem er í augum Serba eða annarra er Rambouillet-samkomulagið, sem lagt var til grundvallar, ekkert annað en „diktat", sams konar og Versalasamningarnir. Júgóslavar munu aldrei ganga að því. Madel- eine Albright getur ekki verið mikill diplómat að gera slíkt plagg að ástæðu fyrir hemaðaríhlutun. Ófriöarhorfur Þrátt fyrir allt hlýtur að draga að lokum þessa stríðs. En NATO á nú heiður sinn undir hjálp Rússa og Sameinuðu þjóðanna. Mála- miðlun er möguleg, en ekki á grundvelli skilyrða NATO. I það súra epli verður NATO að bíta. Glöggir menn þykjast sjá fyrir endann á stríðinu innan tveggja vikna. En þótt þeir reynist sann- spáir eru vandamálin tröllaukin. Ekki aðeins flóttamannavanda- málið, sem gæti komiö af stað borgarastríði bæði í Albaníu og Makedóníu, og þar með hleypt upp öllum Balkanskaga, sem ætlunin var einmitt að koma í veg fyrir. Önnur ástæða er eyðileggingin í Júgóslavíu. Þar blasir við fjöldaat- vinnuleysi, skortur, jafnvel hung- ursneyð, og enga hjálp er að fá frá alþjóðastofnunum. Af því mun leiða ólgu, fólksflótta, og enn meiri óstöðugleika, þvert á tilgang loft- árásanna. Það eina sem er víst að er Milosevic er ennþá fastari í sessi en fyrr. Allt ber að sama brunni: Stríðið er fiaskó, vanhugs- að og illa útfært. Gunnar Eyþórsson Skoðanir annarra Skatta- eða vaxtahækkun? „Rikisstjóm, sem hefur markvisst lækkað skatta undanfarin ár, á erfitt með að hækka skatta í góð- æri, en skattahækkun er vissulega aðferð til að slá á eftirspum í þjóðfélaginu. Hið sama má segja um vaxtahækkun, en í því frjálsræði, sem nú ríkir og er vissulega hluti af þeirri uppsveiflu, sem verið hefur á efnahagssviðinu, er það ekki einfalt mál... En það er ástæða til að undirstrika, að þau vandamál og við- fangsefni, sem framundan eru í efnahagsmálum, era vandamál, sem leiða af góðæri, einhverju því mesta, sem þjóðin hefur kynnzt á þessari öld.“ Ur forystugrein Mbl. 22. maí. Nýbúum nýtist ekki námið „Það virðist vera nærri 100% brottfall hjá nýbúum ... Við getum sagt að þessi tala sé nærri lagi, miðað við ákveðinn hóp, þ.e. þá krakka sem eru á skrá sem nýbúar þegar þau fara í framhaldsskóla ... Þessi tala er því langt frá því að vera vísindalega nákvæm, en ég veit þó að brottfallið er gífurlegt ... En ég er að vona að eitthvað rætist úr með nýrri námsskrá, sem býður upp á meiri sveigjanleika. Nú er í fyrsta sinn komin námsskrá í íslensku sem 2. tungumál, bæði í grunn- og framhaldsskóla. Þetta er gott skref í rétta átt, viðurkenning á stöðu þessara krakka." Ingibjörg Hafstað í Degi 22. maí. Hlutabréf og starfsmenn „Starfsmaður, sem á hlutabréf í fyrirtækinu sem hann vinnur hjá, horfir á starf sitt og hagsmuni fyr- irtækisins frá öðrum sjónarhóli. Hann hefur sterk- ari tilfinningu fyrir því en ella, að hagsmunir hans og fyrirtækisins fari saman ... Hlutabréfeign starfs- manna ýtir undir tryggð við fyrirtækin og stuðlar að því að hægt verði að skapa jákvæðan fyrirtækja- brag, sem skiptir miklu máli í rekstri fyrirtækja nú orðið og hefúr sjálfsagt alltaf gert. Öll þessi sjónar- mið eru sterkar röksemdir fyrir því, að í því séu fólgnir miklir framtíðarhagsmunir fyrir fiölmörg fyrirtæki að gera starfsmenn þeirra að hluthöfum." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 23. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.