Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 15 Hver vann? - leikmannsþankar að loknum kosningum Við erum búin að kjósa fulltrúa okkar til setu á Alþingi næstu fjögur ár og höfum þar með afsal- að okkar íhlutunar- rétti um eigin mál næstu Qögur árin. Kosningaúrslitin urðu þau sem búist var við og búið var að ákveða fyrir fram í óteljandi skoðanakönnunum. Allt eins og átti að fara Sitjandi ríkisstjóm, sem skv. sömu skoð- anakönnunum, naut fylgis 67 af hundraði .......... þjóðarinnar situr áfram; hvað annað? Og að líkum munu sömu ráðherramir sitja í sömu stólun- um þó að það sé ekki alveg víst. T.d. hefur verið rætt um að skipta um heilbrigðisráðherra. Annað væri varla heilbrigt. Svo bætast tveir ráðherrar við vegna þess að alþingismenn langar svo voða mikið til að verða ráðherrar. Hvers vegna skyldu þeir annars hafa verið að sækjast eftir því að komast á þing? Allt fór þetta eins og það átti að fara, enda var þess vandlega gætt að í kosningabaráttunni væri ekki tekist á um neitt sem máli skipti. Vandlega hönnuð sviðsframkoma forystumannanna réð úrslitum og hún birtist i ýmsum myndum, m.a. í því að halda sig baksviðs framan af, til að skapa eftirvænt- ingu, og birtast svo undir lokin í líki hins alsjáandi og alltvitandi foringja sem leiðir þegna sína í höfh stöðugleikans þar sem rjóma- logn alsældar ríkir meðan foring- inn heldur í taumana. Það var pissað svolítið á fisk- veiðistjómun, einhverjir voru að nöldra um kjör aldraðra og ör- yrkja og einhverjir sögðu eitthvað neikvætt um kjör einstæðra for- eldra. Stórmál eins og gagna- grunnurinn vom kæfð í þögn. Allt í einu voru verstu fjandmenn ís- lenskrar náttúru orðnir að nátt- úruvemdarsinnum. Vegna slakrar stöðu framsóknarmanna fengu Kjallarinn þeir að lofa þrem milljörðum til bar- áttu gegn eiturlyfj- um. Hver er ekki á móti eiturlyfjum? ís- lenskum almenningi var boðið upp í dans eftir sömu gömlu slögurunum og venjulega og hann lét leiða sig í dansinn eins og venjulega. Timburmennirnir komu Svo vom kosning- amar búnar og allir unnu eins og venju- lega. Framsókn tap- "“........ aði að visu þrem þingsætum en íhaldið vann eitt svo ríkisstjórnin hlaut stuðning meiri- hluta þjóðarinnar og getiu- haldið áfram að stjóma. Fyrir Framsókn gæti það þýtt að lítið yrði eftir af þeim flokki eftir næstu kosningar en þá gætu þeir sem eftir em bara sameinast íhaldinu í samræmi við kenningar Hannesar Hólmsteins. Enginn mundi sakna flokksins. En timburmennirnir komu eftir kosn- ingaballið. Fyrstu timburmennirn- ir vom dómarar í Kjaradómi sem Arni Björnsson læknir „En timburmennirnir komu eftir kosningaballið. Fyrstu timbur■ mennirnir voru dómarar í Kjara- dómi sem dæmdu hæst launuðu embættismönnum landsins allt að 30% launahækkun á kosninga■ daginn. Einhverjir hristu höfuðið en þá bönkuðu bara fieiri timbur■ menn á.“ dæmdu hæst launuðu embættis- mönnum landsins allt að 30% launahækkun á kosningadaginn. Einhverjir hristu höfuðið en þá bönkuðu bara fleiri timburmenn á. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar og seðlabankastjóri fóru að skaka verðbólguhrossabrestinn, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins tók undir, skók atvinnu- leysishrossabrestinn og varaði nýja stjóm við launahækkunum með þar til heyrandi þenslu í rík- ____________, isútgjöldum. Yfir- smiðurinn, sjálf- ur forsætisráð- herrann, hefur að visu reynt að berja í brestina en þó látið skína í það að ekki sé varlegt að sóa of miklu í velferðar- kerfið. Hafi ein- hverjir hinna lægst launuðu, þ. á m. aldraðir og öryrkjar, trúað því að með endur- kjöri ríkisstjórnarinnar kæmi betri tíð með fleiri og betri blóm í haganum ættu þeir að reyna að hrista af sér timburmennina. Þeir koma hvort eð er ekki til með að hafa efni á afréttara. - En menn verða víst að sætta sig við vítin ef þeir hafa ekki vit á að varast þau. Ámi Bjömsson „Vandlega hönnuð sviðsframkoma forystumannanna réð úrslitum og hún birtist í ýmsum myndum ..." segir Árni m.a. í greininni. Formenn stjórnmálaflokkanna bíða sjónvarpsupptöku. Hamingjusamasta þjóðin „Jæja, kona,“ sagði gamli mað- urinn sem hraktist burt frá eyði- þorpinu Þorskavík á Vestfjörðum vegna kvótabrasks. „Okkar maður hjá frjálslyndum náði kjöri. Ég á von á því að það heyrist aldeilis hátt í honum og Sverri á þingi. Enda stefnan að leggja niður kvóta- kerfið og hefja frjálsar veiðar. Svo er líka allt annað hljóð í Davíð. Hann og Halldór ætla að kippa þessu öllu í liðinn með fiskveiði- stjómunina og þá þurfum við ekki að lifa í eymd og fátækt lengur héma í henni Reykjavík með grjónagraut í alla mata að siðu Steingríms. Já, ég er bara ánægður með þetta allt. Ekki hætta á að fjár- málin fari úr böndunum, hvorki hjá kotbúskap né þjóðarbúskap." „Heyrðu, gamli minn,“ varð konunni að orði og sló sér á lær. „Þú fylgist ekki nógu vel með frek- ar en endranær. Tókstu ekki eftir því að þingmenn fengu 60 þúsund króna launahækkun strax daginn eftir kosningar og ráðherrar helm- ingi meira? Svo fá þeir yflr 100% í lífeyrissjóð á meðan almúginn fær 10%. En það er eins gott að vera ekkert aö tala í prósentum á neinn hátt því þá skilur enginn neitt í neinu. Þetta var kjaradómur sem kvað upp þennan úrskurð og það eina sem við þurfum að stefna að núna er að leggja öll verkalýðsfé- lög niður og setja okkar mál í hendur kjaradómi. Það er þá fyrst sem verður gaman að lifa.“ Minnst 60 þúsund króna hækkun Og Þorskvíkingar fóra að leggja höfuðið í bleyti. Fyrst þingmenn fengu 60 þúsund krónur í hækkun (sem þeir þóttust ekkert vita um fyrir kosningar) þá fengi allur almúg- inn það líka, ef ekki 120 þúsund krónur eins og ráðherrar. Meira að segja hafði Dáv- íð sagt fyrir 6 árum að fækka þyrfti bæði þing- mönnum og ráð- herram en nú stóð það alls ekki til því nú átti að fjölga ráðherram og heyrst hefði að þeir ættu jafnvel ekki einu sinni að sitja á þingi vegna anna og fá inn varaþingmenn í staðinn. Þá þyrfti að fjölga enn meira her- bergjum hjá Alþingi til þess að þingmenn hefðu almennilega að- stöðu til þess að gauka að kúnnum sínum sporslum. Hvað þá annað sem þessi út- þensla hefði í för með sér í ferðalögum og risnu. Davíð hafði boðað stöðugleika í kosningaslagnum eins og háværasti trúboði þótt reyndar hefði hann ekki talað eins hátt og þeirra er sið- ur. Nei, fóðurlegur var hann í alla staði eins og góðum þjóð- höföinga sæmir. Já, það voru sko nógir peningar í kassanum. Raunar hefur ekkert heyrst um Vinnslustöðina síðan fyrir kosningar en Árni Johnsen sagði að í því dæmi kæmi fram í raun hvemig kvótakerfið hefði reynst. En það tók ekki langan tíma að örlög Kaupfélags Þingey- inga væru ráðin. Hvað, verðbólga? Það skyggði samt á þessar bolla- leggingar Þorskflrðinganna að strax eftir kosningar var Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri allt í einu farinn að tala um verðbólgu og að nú þyrfti að spara. Al- menningur eyddi allt of miklu, það þyrfti að grynnka á skuld- um ríkisins og ríkið þyrfti að veita aðhald. Gat það verið að þeir sem höfðu trúað Dav- íð um að stöðugleik- inn héldist bara ef hann yrði kosinn kæmust á kaldan klakann? Nei, það gat ekki verið. Svo trúverðug- ur hafði foringinn verið að það lá við á tímabili að Sjálfstæð- isflokkurinn yrði ein- ráður og þyrfti ekki einu sinni Halldór í nýrri Framsókn með sér. Það var ekki fyrr en Davíð sló á puttana á þjóðinni og fór að hrósa Halldóri svo mjög að þjóðin áttaði sig og sá að Framsókn yrði að vera með. Þorskvíkingar vildu trúa því að allt væri í góðu gengi. Engin fá- tækt. Nú myndu öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar fá minnst 60 þúsund króna hækkun ofan á sín lágu laun. Auðvitað yrðu skattleysis- mörk minnst 100 þúsund krónur. - Og, eins og hefði komið fram í skoðanakönnunum, eru íslending- ar hamingjusamasta þjóð i heimi. Ema V. Ingólfsdóttir „Það skyggði samt á þessar bolla■ leggingar Þorskfirðinganna að I strax eftir kosningar var Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri allt í einu farinn að tala um verðbólgu og að nú þyrfti að spara.u Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur Með og á móti Niðurrif suðvesturveggs við Alþingisgarðinn Fríðaður veggur suðvestanvert við Al- þingishúsið - frá árinu 1895 - hefur verið rifinn niður vegna framkvæmda við væntanlegan þjónustu- og þlng- mannaskála. Vegginn á að reisa a.m.k. að mestu leyti aftur. Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort elsti skrúð- garður landsins, Aþingisgarðurinn, og umgjörð hans muni haldast við þetta rask. Heldur eru menn ekki sammála um hvernig málið var kynnt. Friörik Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis. Ekkert vandamál „Þegar um þetta mál hefur verið fjallað hjá hlutaðeigandi aðilum hefur þess verið gætt að allra tilskilinna formskrafna verði fullnægt um eðlilega með- ferð á málinu. Ummæli um að slíkt hafi ekki verið koma því í skjöldu. aðilar sem þarna eiga hlut að máli hafa fylgst náið með og aðgætt með hvaða hætti framkvæmd- irnar áttu að gerast. Þó formleg leyfi hafi ekki verið veitt hjá Húsfriðunamefnd hefur verið fylgst með allan tím- ann og menn gert sér grein fyrir hvernig unnið hefur verið að þessu. Veggurinn var tekinn nið- ur stein fyrir stein, efiiinu ekíð á brott og það sett í geymslu. Það á ekki að vera neitt vandamál að seija vegginn upp aftur. Það er á hinn bóginn ljóst að ekki er hægt að búa til neðanjarðarskála í viðbyggingunni án þess taka vegginn ofan af fyrst. Við fram- kvæmdimar varð að fara niður til hliðar. Það var nauðsynlegt að framkvæma með þessum hætti, annars hefði veggurinn hrunið.“ Kemur á óvart „Þetta mál, áformin um að rifa niður þennan vegg, átti að kynna betur fyrir okkur í Húsafriðun- arnefnd. Að visu stendur það til bóta með kynningarfundi í dag (í gær). Það sem ég hugsa fyrst og frernst um er að þessum garði Tryggva Gunnarssonar landsbanka- stjóra verði ekki breytt. Hann er út af fyrir sig mjög merkilegur og fyrsti almenni skrúðgarður- inn sem gerður var hér á landi. Niðurrif veggs- ins kom á óvart en það stendur til bóta. Það á að byggja hann upp á ný í upphaflegri mynd. Oft hafa hlutir verið teknir niður sem hafa skemmst, endurbygg- ing getur því verið í lagi. Garöveggimir að austanverðu við Templarasund og garðurinn að sunnan era vandaðri en vegg- urinn sem snýr í vestur. Það leiðir af sér að ef Húsafriðunar- nefnd leyfir þessa viðbyggingu, þingmannaskálann, sem á að tengjast Alþingishúsinu, verður þessi veggur beint fyrir utan glugga þeirrar byggingar. Það leiðir af sér að einhver rof verða á þeirri veggleið án þess að um það hafi verið rætt sérstaklega. Það kemur verulega á óvart að suðurveggurinn hafi verið rif- inn. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því.“ -Ótt Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnofnd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.