Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 41 Elfa Ásdís Óiafsdóttir, 15 ára Eyjamær, reynirað stöðva markadrottninguna Olgu Færseth úr KR í leik liðanna í gærkvöld. DV-mynd ÞÖK Fyrsta umferð úrvalsdeildar kvenna: Sprækar úr Eyjum - en KR sterkara og vann, 3-1 „Eyjastelpumar em sprækar og verða það í allt sumar. Það er alveg ljóst að við munum ekki rúlla yfir þetta mót, viö vitum það manna best sjálfar. Við þurfum að hafa fyr- ir hverju því einasta sem við emm að gera. Við vorum að spila á móti 9 manna vörn, við þurftum að leysa það og tel að við höfum gert það ágætlega á köflum. ÍBV er með þrælsterkt lið og þegar erlendu leik- mennirnir verða komnir til þeirra verða þær enn sterkari og ég er dauðfegin að við unnum þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir, fyr- irliði KR eftir leik KR og ÍBV í fyrstu umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu. KR var sterkari aðilinn í þessum leik og tók leikinn strax í sínar hendur, en mörkin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 36. mínútu að Olga Færseth slapp í gegnum þétta vöm ÍBV þar sem henni var bmgðið og hún skoraði sjálf úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var. Seinni hálfleikur var líkt og sá fyrri, KR sótti stíft en Eyjastúlkur náðu nokkrum skyndisóknum. Guðlaug Jónsdóttir og Helena Ólafs- dóttir skoruðu sitt markið hvor fyr- ir KR áður en Bryndís Jóhannes- dóttir minnkaði muninn fyrir ÍBV. Guðlaug Jónsdóttir lék langbest í liði KR ásamt Olgu Færseth og Hel- enu Ólafsdóttur og er ljóst að KR- liðið kemur feikilega sterkt til þessa íslandsmóts. Petra F. Bragadóttir markvörður lék best í liði ÍBV og þær Bryndís Jóhannesdóttir, Iris Sæmundsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir áttu einnig góða spretti í skemmtilegu Eyjaliði sem á örugglega eftir að verða í toppbaráttunni í sumar. Þegar Bryndís skoraði fyrir ÍBV í gær voru liðnar 880 mínútur síöan Sigríður F. Pálsdóttir þurfti síðast að ná í boltann úr markneti KR á heimavelli. Valsarinn Eva Halldórs- dóttir skoraði síðast hjá henni og KR-vörninni 11. ágúst 1997 og voru því liðnir rúmir 9 leikir frá því að skorað var hjá KR í Frostaskjólinu. Átta Blikamörk Breiðablik átti ekki í teljandi vandræðum með Fjölni í Kópavogi og sigraði 8-0 en staðan í hálíleik var 4-0. Margrét R. Ólafsdóttir skor- aði 3 mörk, Erla Hendriksdóttir skoraði 2, þar af annað úr víta- spyrnu, og þær Kristrún L. Daða- dóttir, Eyrún Oddsdóttir og Erna Sigurðardóttir skoruðu sitt markið hver. „Ég er ánægður með 3 stig og er sáttur við þau átta mörk sem eru komin. En nú einbeitum við okkur að næsta verkefni, sem er gegn KR á sunnudag," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks. Baráttusigur Vals Valur vann baráttusigur gegn ÍA á Skipaskaga, 2-1. Rakel Logadóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Val á 24. mínútu en Áslaug Ákadótt- ir jafnaði úr vítaspyrnu einni mín- útu fyrir leikhlé. Það var síðan Ás- gerður H. Ingibergsdóttir sem tryggði Val sigurinn og þrjú stig meö marki 9 mínútum fyrir leiks- lok. Stjörnusigur í Grindavík Stjarnan sigraði nýliða Grinda- víkur, 3-1, í Grindavík en staðan í hálfleik var 2-1. Elva B. Erlingsdótt- ir skoraði fyrstu tvö mörk Stjörn- unnar í fyrri hálfleik en Auður Skúladóttir þjálfari skoraði þriðja markið í þeim síðari. Petra Rós Ólafsdóttir skoraði fyrsta mark Grindavíkur í efstu deild kvenna. -ih/ÓÓJ Marko kemur aftur Marko Tanasic, sem lék í sjö ár með Keflvíkingum, er á ný á leið til félagsins. Ef allt gengur eftir er von á leikmanninum meö fjölskyldunni til landsins á föstudaginn. „Hann hafði samband við okk- ur og bað okkur um liðsinni að komast úr landi með fjölskyldu sinni. Okkur fannst ekki annað hægt en að hjálpa honum að komast burt frá þeim hörmung- um sem nú geisa í Júgóslavíu. Það verður eflaust styrkur að fá Tanasic en hann er að sögn í ágætisformi þó hann hafi ekki verið að leika með neinu félagi í vetur,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Bikarkeppnin 1. umferð bikarkeppni karla í knattspymu var leikin í fyrradag. Úrslit urðu þessi: GG-Haukar.....................0-1 Reynir S.-Þróttur R.23........4-5 Stjarnan23-Bruni..............1-2 Hvöt-Þór A....................1-3 Boltaf.Norðfj.-Huginn/Höttur frestað Augnablik-tA23................1-4 Leiknir F.-Þróttur N......(frl.) 0-1 Hamar-Fram23 .................1-7 ÍBV23-Víkingur R.23 ..........0-2 Valur23-Þróttur Vogum.........2-3 Völsungm'-Tindastóll..........1-3 FH23-Breiðablik23.............1-4 Njarðvlk-KR23.................2-1 Afturelding-Grindavík23.......2-3 Neisti H.-Magni...........(frl.) 1-2 -VS Friöbjörn Oddsson, GK, sigraði á opna Albatros-golfmótinu hjá Keili á mánudaginn. Leikinn var höggleikur og var Friðbjöm með 70 högg en Helgi Runólfsson, GK, kom næstur með 73. Með forgjöf sigraði Gústaf Alfreðsson, GR, á 63 höggum. Steingrimur Húlfdánarson, GK, sigraði á opna Búnaðarbankamótinu hjá Keili síðasta laugardag. Stein- grímur fékk 43 punkta en næstur kom Einar Gunnarsson, GK, með 38 punkta. Sœmundur Hinriksson, GS, sigraði á fyrsta Bláa-Lónsmóti timabilsins hjá Golfklúbbi Sandgerðis á Vallar- húsavelli um helgina. Sæmundur og Bjarni S. Sigurösson, GSG, léku báðir á 78 höggum en Sæmundur sigraði í bráðabana. Sæmundur sigr- aði einnig með forgjöf á 63 höggum. Þaö var Komatsu-bíll Gisla G. Sig- urössonar sem var á stærstu mynd- inni í umfjöllun DV um DV-Sport tor- færana í blaöinu í gær, ekki „Dam- an“ hans Siguröar Arnar Jónsson- ar. Sigurvin Ólafsson lék í gærkvöld sinn fyrsta knatt- spymuleik síðan hann fótbrotnaði illa við lundaveiðar i Vest- mannaeyjum síðasta sumar. Sigurvin lék allan leikinn með 23- ára liði Fram sem sigr- aði Hamar, 7-1, í 1. umferð bikarkeppn- innar í Hveragerði og skoraði eitt marka Fram. -VS Hollendingur hjá Fram Marcel Oerlemans, þrltugur Hollendingur, ættaður frá Surinam, kom í gær til reynslu hjá Fram. Oerlemans, sem er sóknarmaður, lék með Haarlem í hollensku B-deildinni í vetur og skoraði eitt mark í 9 leikjum. Tvö ár þar á undan spilaði hann með Ried í austurrísku A-deildinni og gerði þar 18 mörk í 70 deildaleikjum. Þar áður spilaði hann með First Vienna í austurrísku B-deildinni og gerði þá 32 mörk í 58 leikjum. -VS Blaifd í poka Bland i poka Júdómenn í sviösljósinu á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna: Flögur gull DV, Liechtenstein: íslendingar voru mjög sigursælir í júdókeppni leikanna en fjögur gull- verðlaun og tvenn bronsverðlaun komu í hlut islendinga. Þetta er miklu betri árangur en á leikunum í Reykja- vík fyrir tveimur árum en þá tókst ís- lenska júdóliðinu ekki að ná í gullverð- laun. Vernharð Þorleifsson hafi mikla yf- irburði í -100 kg flokknum og vann alla andstæðinga sína á ippon. Vemharð þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrum sínum enda kappinn í feiknagóðu formi. „Góður árangur og skref fram á við“ „Miðað við leikana heima er þetta mjög góður árangur og mikið skref fram á við. Ég átti ekki í vandræðum með andstæðinga mína en maður verð- ur samt alltaf að halda vöku sinni. Minnstu mistök geta kostaö mann sig- urinn og maður má aldrei vanmeta andstæðinga sína. Það var gaman að taka fyrsta gullið og sýna gott fordæmi fyrir strákana sem kepptu á eftir mér. Við erum núna komnir með einstak- lega þétta kjarna og ef við náum að gera rétta hlutina sé ég fram á bjarta tíma. Ég stefni ótrauður á ólympíuleik- ana í Sydney og ég veit að fleiri í lið- inu hafa sett sér það markmið líka,“ sagði Vernharð Þorleifsson. í -90 kg flokki sigraði Þorvaldur Blöndal. í úrslitaglímunni mætti hann Kýpurbúa og tókst Þorvaldi að leggja hann á ippon eftir tveggja og hálfrar mínútu bardaga. „Þessi sigur minn í úrslitaglímunni var aldrei í hættu þó svo að það hafi tekið á þriðju mínútu að innbyrða sig- urinn. Ég var reyndar orðinn talsvert þreyttur. Ég hefði alls ekki sætt mig við silfrið því ef maður vinnur ekki sigur á svona móti getur maður ekki ætlað sér einhverja stóra hluti. Nú er Norðurlandamót fram undan heima í júní og svo er heimsmeistaramótið í haust og ef ekkert kemur upp á eru það svo ólympíuleikamir í Sydney," sagði Þorvaldur Blöndal. Bjami Skúlason vann öruggan sigur í -81 kg flokki en hann lagi andstæðing sinn frá Mónakó á ippon strax eftir 15 sekúndur. „Fyrsta glíman sem ég glímdi var erfið eins og jafnan er á mótum en þeg- ar ég var orðinn heitur gekk þetta eins og í sögu. Bæði undanúrslitaglíman og glíman um gullið tóku ekki nema nokkrar sekúndur. Viö höfum sýnt og sannað að við erum með júdóliðið á leikunum og liðið okkar að undan- skildum stelpunum er komið með góða reynslu. Þetta mót er kannski í léttari kantinum en það breytir því ekki að það er nauðsynlegt að keppa erlendis," sagði Bjarni Skúlason eftir sigurinn. í -60 kg flokki fagnaðí Höskuldur' Einarsson sigri en hann hafði betur gegn andstæðingi sínum frá Mónakó. Bjarni Sigursteinsson vann til brons- verðlauna í 73 kg flokki og Gígja Gunn- arsóttir vann sömuleiðis bronsverð- laun í kvennaflokki. Hefði viljað vinna fimm gullverð- laun Jón Óðinn Óðinsson, þjálfari is- lenska liðsins, gat ekki verið annað en sáttur við árangur síns fólks. „Ég hefði viljað vinna fimm gull en þau urðu bara fjögur að þessu sinni. Strákamir stóðu sig í heildina mjög vel og það sama má segja um stelpurn- ar. Þær em nýliðar og sumar að keppa á sínu fyrsta móti. Þjóðirnar sem við emm að mæta á þessu móti era alltaf að styrkjast. Malta, Kýpur og Mónakó era með sín lið við æfmgar með bestu þjóðunum í Evrópu meðan við eram að gaufa þetta ein saman. íslenskt júdó er mjög öflugt um þessar mundir. Breidd- in er orðin mjög mikil og þessir strák- ar sem vora að vinna gull hér í dag eru allir komnir í heimsklassa. Við höfum aldrei átt svona marga í heimsklassa áður,“ sagði Jón Óðinn. -GH Silja Úlfarsdóttir (í miðju) og Guðný Eyþórsdóttir (til hægri) á verðlaunapallinum í Liechtenstein í gær eftir að hafa lent í fyrsta og öðru sæti í 100 metra hlaupi. Til vinstri er Deirde Caruana frá Möltu sem varð þríðja. DV-mynd L. Vaterland DV, Liechtenstein: Setningarathöfn sem fram fór á nýj- um þjóðarleikvangi Liechtensteina fór mjög vel fram en eins og oft var hún nokkuð langdregin. Það kom í hlut Hans Adams, furstans af Liecht- enstein, að setja leikana. Margt tignra gesta var við setning- una. Auk fursta- hjónanna var Albert prins af Mónakó og Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndar- innar (til hægri). Björn Bjarna- son menntamálaráðherra var við setninguna svo og Ellert B. Schram, formaður Óí. Jón Arnar Magnússon var fánaberi íslenska liðsins. Þegar islenska liðið gekk inn á völlinn stöðvaði Jón hóp- inn sem allur kraup niður og tók bylgjuna góðu viö mikinn fognuð um 5000 áhorfenda sem voru viðstaddir setninguna. Þóroddur Ingvarsson, læknir is- lenska liðsins, hefur ekki haft mikið að gera en enginn íslenkur keppandi hefur orðið fyrir meiðslum. Þóroddur hefur samt ekki setið auðum höndum en hann hefur verið að gera við göm- ul meiðsli og þá hefur hann tekið virkan þátt í að hvetja sitt fólk. Ncestu leikar fara fram í San Mar- ínó árið 2001 en fyrstu Smáþjóðaleik- amir fóru þar fram árið 1985. Síðan þá hafa allar sjö þjóðirnar haldið leik- ana einu sinni. Jón Arnar Magnússon keppir í þremur greinum á leikunum og um helgina verð- ur hann meðal keppenda á hinu árlega tugþraut- armóti í Götsiz i Austurríki. Jón Arnar mun ör- ugglega fá öflug- an stuðning á laugardaginn en marg- ir af íslensku keppendunum ætla að bregða sér yfir til Götsiz og hvetja Jón en aðeins um hálftímaakstur er frá Vaduz til Götsiz. Veöriö hefur leikiö við keppendur en eins og alltaf skiptast á skin og skúr- ir. Fram eftir degi var sól og blíða eins og hefur verið hér i Liechten- stein frá þvi á sunnudag en klukkan 16.30 eða rétt um það leyti sem keppn- in í fijálsum íþróttum hófst skullu á þrumur og eldingar og i kjölfarið fór að rigna. Veðurspáin fyrir næstu daga er hins vegar góð, léttskýjað og um 23 stiga hiti. Sumir keppendur sem keppa hér í Liechtenstein og kepptu í Reykjavík fyrir tveimur árum muna vel eftir veðrinu. Kuldi og norðanvindur settu mjög mark sitt á leikana i Reykjavik og það kemur skjálfti í fólk þegar minnst er á Smáþjóðaleikana þar. Karlalandsliö íslands i blaki vann Liechtenstein, 3-1, i gær en kvenna- liðiö tapaði fyrir San Marínó, 1-3. -GH „Æðislega gaman að vinna“ - íslenkir frjálsíþróttamenn létu að sér kveða DV, Liechtenstein: Keppni í frjálsum íþróttum hófst í gær og strax á fyrsta degi létu íslend- ingar að sér kveða. Tvenn gullverð- laun komu í hlut íslenska liðsins, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverð- laun. Silja Úlfarsdóttir kom, sá og sigraði í 100 metra hlaupi kvenna. Sigurtími hennar var 12,09 sekúndur og stór- bætti hún árangur sinn en best átti hún 12,29 sekúndur. Guðný Eyþórs- dóttir sem varð hlutskörpust á leikun- um í Reykjavík hafnaði í þriðja sæti. „Þetta var æðislega gaman að vinna þetta en ég átti reyndar ekki að keppa í þessari grein. 100 metrarnir era aukagrein hjá mér en ég er aðallega í 200 metranum og keppi reyndar einnig í 400 metranum hér á leikun- um. Ég taldi mig alveg eiga möguleika eins og hinir keppendurnir og ég hitti á mjög gott hlaup. Það var mjög gleði- legt að ná bætingu og ég vona að svo verði einnig í hinum greinunum sem ég á eftir að keppa í. Ég veit ekki með 200 metra hlaupiö en 400 metrana ætla ég að vinna,“ sagði Silja Úlfarsdóttir. í 100 metra hlaupi karla varð Jó- hannes Már Marteinsson annar á 10,85 sekúndum og Reynir Logi Ólafsson varð þriðji á 10,86. Sigurvegari varð Markoullides frá Kýpur en hann kom örugglega fyrstur í mark á 10,61 sek- úndu. Ánægður með annað sætið Jóhannes var nokkuð sáttur við frammistöðu sína þó svo að hann hefði verið nokkuð frá sínu besta sem er 10,60 sekúndur. „Ég get ekki verið annað en ánægð- ur með annað sætið, annað væri bara hroki. Kýpm'búamir era mjög sterkir í þessari grein og þessi sem vann á best 10,12 sekúndur. Ég vonaðist að sjálfsögðu eftir því að hlaupa á mínu besta en það var kannski óraunhæft þar sem ég er búinn að vera meiddur samfellt í meira en þrjá mánuði. Engu að síður var gaman að komas.t á pall. Fram undan er keppni í Evrópubik- arnum í Króatíu um næstu helgi og svo er meistaramótið heima í sumar," sagði Jóhannes Már. Magnús Aron Hallgrímsson vann öraggan sigur i kringlukastinu með kasti upp á 58,28 metra en best á Magnús 60,62 metra. Aðstæður ekki upp á það besta „Aðstæður vora kannski ekki upp það besta. Það rigndi og hringurinn var sleipur. Ég er engu síður bara nokkuð ánægður með árangurinn og það kom ekki annað til greina en að koma hingað til að vinna. Þetta er fyrsta mótið sem ég keppi á í sumar og framhaldið lofar gópu. Ég er í mjög góðu formi enda hef ég æft vel í Sví- þjóð undir handleiðslu Vésteins Hafsteinssonar. Ég hef sett mér það markmið að ná lágmarkinu fyrir HM og þá þarf ég aö kasta 62 metra. Undir öllum eðilegum kringumstæðum á mér að takast það,“ sagði Magnús Aron. Hinn ungi og stórefnilegi Óðinn Þorsteinsson varð í 6. sæti með 40,97 metra en þess verður ekki langt að bíða að hann eigi eftir aö láta að sér kveða. Á dögunum sló hann unglinga- met Vésteins Hafsteinssonar og þar sýndi hann og sannaði að hann á framtíðina fyrir sér i þessari íþrótt. -GH Guðmundur og Markús aðrir DV, Liechtenstein: Guðmundur E. Stephensen og Markús Ámason urðu í öðru sætinu i liðakeppninni í borðtennis i gær. ís- land sigraði Kýpur 3-1, Möltu 3-1 og Liechtenstein 3-1 en tapaði með minnsta mun fyrir San Marinó og I.uxemborg, 2-3. Lúxemborgarar sigr- uðu, íslendingar urðu í öðra sæti og Kýpurbúar höfnuðu í þriðja sæti. Lilja Jóhannesdóttir og Eva Jón- steinsdóttir urðu í íjórða sæti i liða- keppni kvenna. Þær sigraðu andstæð- inga sína frá Liechtenstein, 4-0, en töpuðu fyrir Möltu 3-1, Lúxemborg 3-0 og San Marínó 3-1. Rai vann San Marínó-búa í tennis Rai Bonifacius stóð sig vel í einliða- leiknum í tennis en hann hafði betur gegn Dalbergue frá San Marínó. Úr- shtin urðu 2-1 fyrir Bonifacius, 3-6, 7-5 og 6-4. Bonifacius sýndi oft góða takta í leik sínum og var sigur hans sanngjam. Leik Davíðs Halldórssonar gegn Risch frá Liechtenstein var hætt vegna bleytu. -GH Sport Urslitakeppni NBA: Utah lifir enn Utah lifir enn í úrslitakeppni NBA, eftir 88-71 sigur á Portland, i fimmta leik liðanna í undan- úrslitum Vestm-deildar í nótt. Portland hafði unnið þrjá leiki í röð og leiðir enn samt einvígið 3-2. Þetta var í þriðja sinn á 11 dögum sem Utah bjargar sér frá þvi að detta út en Utah hefur nú unnið 6 af síðustu 7 leikjum þegar andstæðingarnir geta slegið þá út. Karl Malone gerði 23 stig og tók 8 fráköst, Bryon Russell gerði 22 stig, Jeff Hornacek 14 auk þess sem John Stockton átti 14 stoðsendingar. Hjá Portland gerði Isaiah Rider 16 stig, Rasheed Wallace 15 og Damon Stoudamire 12. Portland hitti aðeins 34%. Sögulegur sigur New York New York vann á mánudag, Atl- anta Hawks, 79-66 og þar með ein- vígið 4-0. Þetta er sögulegur sigur, því aldrei hefur lið með áttunda besta árangurinn inn í úrslita- keppnina, komist alla leið í úrslit deildanna. New York mæti Indi- ana og liðin byrja einvígið á sunnudaginn. Houston 19, Ewing 17, Sprewell 11 - Smith 14, Mutombo 11, Long 8. -ÓÓJ Admira fylgdist með Arnari Útsendarar frá austurríska knattspyrnufélaginu Admira/Wacker mættu á leik 23-ára liðs KR við Njarðvík í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi, þeirra erinda að fylgjast með Arnari Jóni Sigurgeirssyni, KR-ingi. Þeir eru að leita að kantmanni og hugðust skoða Sigþór Júlíusson i leik KR gegn Leiftri í gær en þeim leik var frestað. í staðinn sáu þeir leikina Valur-ÍBV og Fram- Keflavík en ekki fer neinum sögum af því hvort þeir hafi þar séð áhuga- verða leikmenn. -VS BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Rangársel 15 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar breyting á deiliskipulagi Miðsvæðis Seljahverfis frá 30. desember 1988. Með breytingunni er verið að stækka lóð leikskólans Seljakot og byggja við núverandi hús. Langholtsvegur 84 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar skipulag lóðarinnar Langholtsvegur 84. Hjarðarhagi 45-47-49 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Melunum frá 24. júní 1949. Með breytingunni er verið að stækka húsið Hjarðarhagi 45-49, gera íbúðir á efri hæð, sameina lóðirnar og stækka. Síðumúli 24-26 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Kringlumýrar, Grensáss, Háaleitis " frá desember 1957. í breytingunni felst að reist verður bílageymsla á lóðinni Síðumúli 24-26. Síðumúli 12-14 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi "Kringlumýrar, Grensáss, Háaleitis" frá desember 1957. í breytingunni felst að hækkuð verða þök á bakhúsum að Síðumúla12-14 og hús nr. 12 breikkað. Básbryggja 51 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis frá 30. september 1997. Með breytingunni er lóðin Básbryggja 51 stækkuð og bílageymsla færð til innan lóðar. Skipholt 62-66-68 í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Skipholt frá 14. mars 1961. Með breytingunni eru settir nýir skilmálar og byggingarreitir fyrir lóðirnar Skipholt 62, 66 og 68. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:00 frá 26. maí til 23. júni. Ábendingum og athugasemdum vegna framangreindra kynninga skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 7. júlí 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.