Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 43 DV Sviðsljós Adam var ekki lengi í paradís: Leo fúllyndur gestgjafi: Mel B hvött til að láta bóndann róa Sumir myndu segja að þau væru súr, vínberin. Að minnsta kosti hef- ur fyrrum ástkona eiginmanns kryddpíunnar okkar, hennar Mel B, hvatt poppgyðjuna til að láta bónd- ann sigla sinn sjó. „Jimmy er lygari og svikari. Þú ert betur sett án hans. Þú ættir að forða þér á meöan þú getur,“ sagði fegurðardísin Brigitte van Leeuwan um Jimmy Gulzar, krydddansarann sem varð elskhugi og síðar eigin- maður Mel B. Brigitte þessi var kærasta Jimmys á sínum tíma, og það sem meira er, hann lét hana róa fyrir Mel B aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði grátbænt hana um að giftast sér. Kryddpían Mel B sefur ekki lengur í sömu álmu og eiginmaðurinn, dans- arinn Jimmy. „Úr því að hann gerði mér þetta á hið sama við um þig,“ sagði Brigitte við kryddpíuna. í síðustu viku var greint frá því að brestir væru komnir í hjónaband þeirra Mel B og Jimmys eftir aðeins átta mánaða sælu. Hjónin búa hvort í sinni álmu sveitasetursins sem þau keyptu með miklu brambolti á liðnum vetri og baráttan um forræð- ið yfir þriggja mánaða gamalli dótt- ur þeirra er hafin. „Jimmy sækist bara eftir pening- um og fjöri,“ sagði Brigitte og and- varpaði þungan þegar hún greindi frá öllum gæluyrðunum sem hann notaði um hana, eins og guðsgjöf og þvíumlíkt. Jimmy mun nefnilega vera ákaflega trúaður. Slekkur ljós þegar gestir eiga að fara Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio hefur hreint ekkert á móti því að halda veislu fyrir vini sína, svo fremi þeir fallist á að hypja sig heim þegar hann er bú- inn að fá nóg. Um daginn, I afmælisveislu fyr- ir kvikmyndaframleiðandann Mary Fanaro, tók Leo allt í einu upp á því að slökkva ljósin og kveikja til skiptis, svona til að láta gestina, þar á meðal Kevin Costner, vita að nærveru þeirra væri ekki óskað öllu lengur. Tilraunir til að fá Leo til að hætta báru ekki árangur. Hann hætti þó sjálfviljugur skömmu síð- ar þegar glæsiskutlan Kate Hud- son gekk í salinn. Hönd leikarans fór af slökkvaranum og ekki leið á löngu áður en hann var á þönum í kringum stúlkuna fogru. Leonardo DiCaprio er ekkert allt of hrifinn af þaulsætnum gestum. Hvort Nicole Simone Dyer, ungfrú Trínidad og Tóbagó, veröur kjörin ungfrú alheimur þegar keppnin um þann eftirsótta titil fer fram í heimalandi hennar í kvöld skal ósagt látið. Hins vegar sigraði stúlkan í þjóðbúningakeppnínni sem fram fór um liðna helgi. Og skal engan undra. Athugið að síðasti skiiadagur auglýsinga er föstudagurinn 28. maí. Gyöa Dröfn Tryggvadóttir sér um efni blaösins, símí 550 5000. Þeir sem hafa áhuga á aö auglýsa í þessu aukablaöi eru vinsamlega beðnir aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 hiö fyrsta, netfang: srm@ff.is Miðvikudaginn 2. júní mun aukablað um hús og garða fylgja DV. vefur á U visir.is allt sem þú þarft að vita og miklu meira til enn betur hversu mikið veísttu um Eurovision? 4 p

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.