Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 Afmæli Karl Steinar Guðnason Karl Steinar Guönason forstjóri, Heiðarbrún 8, Keflavík, verður sex- tugur á morgun. Starfsferill Karl Steinar fæddist í Keflavík. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1960. Karl Steinar var kennari við Bamaskóla Keflavíkur 1960-76 og jafnframt starfsmaður á skrifstofum verkalýðsfélagana í Keflavík og i fullu starfi þar 1977-78. Hann tók fyrst sæti á Alþingi sem varamaður 1972, var kjörinn þingmaður Reykjaneskjördæmis 1978, var for- seti Efri deildar 1987-88 og 1991, annar varaforseti Sameinaðs þings 1978-80 og fyrsti varaforseti þess 1979 og 1980-83, annar varaforseti Efri deildar 1988-91 og þriðji vara- forseti Alþingis 1991-92. Karl Steinar sat í flokkstjórn Al- þýðuflokksins 1960-93, var ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis 1966-70 og for- maður þess 1970-91, var námstjóri Félagsmálaskóla alþýðu um skeið, var formaður Félags ungra jafhað- armanna í Keflavík 1958-66, í stjórn SUJ 1958-70 og ritari þess 1962-70, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Keflavíkur 1962-70, í stjóm Æsku- lýðssambands norrænna jafnaðar- manna 1964-70, í bæjarstjóm Kefla- víkur 1970-82, sat allsherjarþing Sþ 1977 og 1982, sat i stjóm Verka- mannasambands Islands 1971-87 og var varaformaður þess 1975-87 og 1989-91, í stjórn Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1978-82 og var formað- ur hennar um skeið, sat í stjóm Vinnueftirlits rík- isins 1980-92 og í Kjara- rannsóknarnefnd 1988-92. Fjölskylda Karl Steinar kvæntist 17.6. 1962 Helgu Þórdísi Þormóðsdóttur, f. 5.9. 1942, félagsráðgjafa. Hún er dóttir Þormóðs Guð- laugssonar og Guðbjargar Þórhallsdóttur. Börn Þórdísar og Karls Steinars era Kalla Björg, f. 27.2. 1962, starfar hjá Samvinnuferð- um/Landssýn, í sambúð með Jóni Sigurðssyni, starfsmanni Nýherja, og eru böm þeirra Sigurður Stein- ar, f. 2.6. 1993, og Þóra Kristín, f. 4.11. 1995; Edda Rós, f. 29.12. 1965, hagfræðingur ASÍ, gift Kjartani Daníelssyni, starfsmanni Fylkis, og era böm þeirra Þórdís Helga, f. 20.3. 1992, og Daníel Steinar, f. 21.3. 1998; Guðný Hrand, f. 22.5. 1971, við- skiptafræðingur hjá Streng efh. og er dóttir hennar Kristrún Ásta Am- finnsdóttir, f. 4.4. 1993; Margeir Steinar, f. 19.6. 1976, bankamaður, nú við nám í Danmörku. Systkini Karls Steinars eru Gunn- ar Kristján, f. 27.6. 1936, verkamað- ur við Olíustöðina í Helguvík, kvæntur Erlu Jósefsdóttur húsmóð- ur; Jóhanna Jóna, f. 14.11.1937, hús- móðir, gift Erlingi Garðari Jónassyni, rafveitustjóra á Vestur- landi; Selma Gunnhildur, f. 31.8. 1944, d. 26.3.1994; Ólafía Bergþóra, f. 13.2. 1946, d. 25.6. 1997, var gift Friðriki Friðriks- syni, hlaðmanni hjá Flug- leiðum á Keflavíkurflug- velli. Foreldrar Karls Steinars eru Guðni Jónsson, f. 3.1. 1906, d. 18.10. 1957, vél- stjóri í Keflavík, og k.h., Karólína Kristjánsdóttir, f. 14.7. 1911, d. 27.1. 1981, verkakona. Karl Steinar Guðnason. Ætt Faðir Guðna var Jón, b. í Stein- um undir Eyjafjöllum, bróðir Sigur- veigar, ömmu Guðmundar verk- fræðings og Jóhannesar Einars- sona, forstjóra Cargolux. Jón var sonur Einars, b. í Steinum, Jónsson- ar, og Sigurveigar Einarsdóttur, b. í Kerlingardal í Mýrdal, bróður Þor- steins, langafa Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. Einar var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal, Steingrímssonar, bróður Jóns eldprests. Móðir Jóns var Þórann, systir Guðrúnar, ömmu Guðjóns Samúelssonar, fyrrv. húsameistara ríkisins, og langömmu Leifs Sveinssonar lög- fræðings og Sveins Bjömssonar list- málara. Bróðir Þórunnar var Odd- ur, langafi Magnúsar Gústavssonar, forstjóra Coldwater. Bróðir Þórunn- ar var einnig Ólafur, langafi Georgs Ólafssonar, forstöðumanns Sam- keppnisstofnunar. Þórunn var dótt- ir Sveins, b. í Skógum, bróður Áma, langafa Helga, afa Más Gunnarsson- ar, starfsmannastjóra Flugleiða. Sveinn var sonur ísleifs, b. í Skóg- um, Jónssonar, lrm. í Selkoti, ís- leifssonar. Móðir Guðna var Jóhanna Magn- úsdóttir, systir Sigríðar, móður Magnúsar Á. Ámasonar listmálara, Ástu málara og Ársæls, afa Ársæls Jónssonar læknis. Karólína var dóttir Kristjáns, sjó- manns í Keflavík (Stjána bláa), Sveinssonar, b. í Akrahreppi í Skagafirði, Pálssonar. Móðir Krist- jáns var Helga Jóhannesdóttir, dag- launara í Hafnarfirði, Hannessonar og Helgu Jónsdóttur. Móðir Karólínu var Guðrún Jóns- dóttir, b. á Akri í Njarðvík, Jónsson- ar, b. í Eyjahól í Kjós, Jónssonar. Móðir Jóns á Akri var Guðrún Hall- dórsdóttir, bróður Þórhalla, langafa Gríms, fóður Ólafs Ragnars forseta. Móðir Guðrúnar var Guðríður Guð- mundsdóttir, systir Lofts, langafa Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Bróðir Guðríðar var Þorsteinn, langafi Solveigar, móður Einars 01- geirssonar alþm. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Ingigerður Jónsdótt- ir, b. í Berjanesi í Landeyjum, Jóns- sonar, og Ingigerðar Jónsdóttur, b. í Berjanesi, Þorsteinssonar, b. á Kýl- hrauni á Skeiðum, Eiríkssonar, ætt- fóður Bolholtsættar, Jónssonar. Karl Steinar og Þórdís verða stödd á Spáni á afmælisdaginn. Heimlisfang: Les Dunes Suites, Avda, Madrid, 10. Playa Levante 03500 Benidorm, Alicante, Espania, Fax: 966805106. Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri og varaþm., Akurgerði 13, Vogum, er fertugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Hafnar- firði en ólst upp í Sand- gerði frá tveggja ára aldri. Hann var í bamaskóla í Sandgerði, stundaði nám við ML og síðan við Fisk- vinnsluskólann, lauk það- an prófum sem fiskiðnað- armaður 1979 og sem fisktæknir 1980. Með náminu vann Jón í fisk- vinnslu og var til sjós. Að námi loknu var hann framleiðslustjóri hjá Hraðfrystihúsi Breiðdælinga Jón Gunnarsson. 1980-82, rekstrarráðgjafi hjá Framleiðni sf. í Reykjavík 1982, fram- leiðslu- og útgerðarstjóri hjá Freyju á Suðureyri í eitt og hálft ár og fram- leiðslustjóri hjá Brynjólfi hf. í Innri- Njarðvík til 1986. Jón hefur starfrækt eig- in fiskvinnslu í Innri- Njarðvík frá 1986 og starfrækir nú loðnu- vinnslu þar. Þá hefur hann jafnframt starf- rekstrarráðgjafafyrirtækið rækt Raðbyrgi frá 1992. Jón sat í hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps 1986-98 og var odd- viti hreppsins 1990-98. Hann gegndi jafnframt ýmsum nefndarstörfum fyrir sveitarfélagið, sat í stjóm Sorpeyðingarstöðvar Suðumesja, í stjórn sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvarinnar og var stjómarformað- ur um skeið, sat í skólanefhd FS og í stjóm Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum 1990-98. Hann situr nú í stjóm Hitaveitu Suðumesja og er varaþingmaður frá 1999. Fjölskylda Jón kvæntist 31.12.1982 Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 26.4. 1961, hús- móður og skrifstofumanni. Hún er dóttir Gunnars Finnssonar, sjó- manns og vaktmanns i Ólafsfirði, frá Ytri-Á í Ólafsfirði, og Svanhvít- ar Tryggvadóttur húsmóður, frá Skrauthólum á Kjalamesi. Böm Jóns og Guðrúnar eru Gunnar, f. 13.10. 1982, nemi; Svan- hvít, f. 11.3. 1992, nemi. Systkini Jóns era Guðrún Gunn- arsdóttir, f. 7.12. 1957, starfsmaður við hafnarviktina í Keflavík; Krist- þór Gunnarsson, f. 17.5. 1960, fram- kvæmdastjóri ísafoldarprentsmiðju; Guðmann Guðlaugur Gunnarsson, f. 4.5. 1966, framkvæmdastjóri ís- lenska félagsins í Keflavík; Þjóð- björg Gunnarsdóttir, f. 20.9. 1971, kennari í Sandgerði. Foreldrar Jóns: Jóhann Gunnar Jónsson, f. 15.11. 1933, d. 1982, skip- stjóri, deildarstjóri og sveitarstjóri í Vogum, og k.h., Sigrún Guðný Guð- mundsdóttir, f. 6.8. 1938, húsmóðir. í tilefni afmælisins mun Jón taka á móti gestum í félagsheimilinu Glaðheimum í Vogum föstudaginn 28.5. frá kl. 18.00-20.00. Sigurður R. Ingimundarson Sigurður Ragnar Ingimundar- son, fyrrv. kaupmaður, Álfheimum 4, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Sigurður fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann flutti ungur til Reykjavík og var þar fyrst til heim- ilis hjá systur sinnni, Einöra, og manni hennar. Sigurður stundaði fyrst verka- mannastörf í Reykjavík, stimdaði nám við Iðnskólann i Reykjavík og lærði bókband í ísafoldarprent- smiðju en hann lauk sveinsprófi 1949. Hann stundaði síðan fram- haldsnám í Fagskolen for Bog- haandværk í Kaupmannhöfn. Sigurður starfaði í ísafoldar- prentsmiðju til 1949, hjá Pedersen & Pedersen i Kaupmannahöfn 1949, hjá prentsmiðjunni Hólum 1950, starfaði í u.þ.b. eitt ár í Kassagerðinni Oskju en hóf þá kaupmennsku sem hann stundaði síðan. Sigurður starfrækti fyrst mat- vöraverslun við Laugarásveginn í Reykjavík, síðan við Grensásveg en byggð síðan verslunarmiðstöð- ina að Álfheimum 2-4 þar sem hann starfrækti matvöruverslun th 1994. Fjölskylda Sigurður kvæntist 31.12. 1951 Dóru Maríu Ingólfsdóttur, f. 20.10. 1926, húsmóður. Dóra er dóttir Ing- ólfs Daðasonar og Lilju Halldórs- dóttur sem bæði era látin en þau vora búsett á Snæfellsnesi. Böm Sigurðar og Dóru eru Lilja Sigiirðardóttir, f. 10.3. 1951, flug- freyja, búsett í Reykjavík og á hún eina dóttur; Anna Sigurðardóttir, f. 31.1. 1953, húsmóðir í Reykjavík, gift Konráð Jónssyni prentara og eiga þau þrjár dætur; Erna Sigurðardóttir, f. 4.12.1957, flugfreyja, bú- sett í Reykjavík en maður hennar er Tonny Espersen bak- arameistari og eiga þau þrjú börn; Gylfi Ingi Sigurðsson, f. 27.3. 1960, flugumsjónarmaður, búsettur i Reykjavík; Berglind Sigurðardótt- ir, f. 25.12. 1963, flug- freyja, búsett i Reykja- vík, gift Amari Helga Kristjánssyni verktaka og eiga þau tvö böm. Systkini Sigurðar: Sigurður Ant- on Ingimundarson, f. 1907, d. 1924; Sigurbjörg Ingimundardóttir, f. 1909, húsmóðir í Reykjavík; Einara Ingimundardóttir, f. 1911, d. 1998, húsmóðir i Reykjavík; Amgrímur Ingimundarson, f. 1912, kaupmað- ur í Reykjavík; Ástriður Ingi- Sigurður Ragnar Ingimundarson. mundardóttir, f. 1915, húsmóðir f Reykjavík; Sigurlína Ingimundar- dóttir, f. 1917, húsmóðir í Reykjavik; Kristín Ingi- mundardóttir, f. 1920, d. í frambernsku; Kristín Ingimundardóttir, f. 1922, d. 1997, lengst af húsmóð- ir á Hvolsvelli, síðast i Kópavogi; stúlka, f. 1926, d. s.d. Foreldrar Sigurðar voru Ingimundur Sigurðsson, f. 7.5. 1882, d. 21.12. 1941, frá Hvammskoti á Höfða- strönd, og k.h., Jóhanna Amgríms- dóttir, f. 16.6. 1880, d. 4.10. 1932, húsfreyja frá Bjarnagili í Fljótum. Sigurður og Dóra era stödd í sumarbústað sínum á Spáni. Tll hamingju með afmælið 26. maí 85 ára__________________ Hólmfríður Bergþórsdóttir, Ásgarði 125, Reykjavik. 80 ára Þorbjörg Eggertsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Neðri-Dal, Vestur- Eyjafjöllum. Nú á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Hún tekur á móti gestum í Félagsheimilinu Hvoli laugard. 29.5. kl. 15.00-19.00. Torfi Ólafsson, Melhaga 4, Reykjavík. Hann er að heiman. Vilborg Bjamadóttir, Víkurbraut 30, Höfn. 75 ára Guðsteinn Þengilsson, Alfhólsvegi 95, Kópavogi. Hann er að heiman. Sólveig Sigurðardóttir, Byggðavegi 152, Akureyri. 70 ára Guðjón Böðvar Jónsson, Hátúni 4, Reykjavík. Trausti O. Lárusson, Fögrukinn 9, Hafnarfirði. 60 ára Alma Birgisson, Fróðengi 14, Reykjavík. Dagmar Þorbergsdóttir, Nesgötu 32, Neskaupstað. Sigríður Guðmundsdóttir, Úthlíð 10, Reykjavík. Svanfríður Kristjánsdóttir, Vitastíg 23, Bolungarvík. Þorvarður Vilhjálmsson, Sólhlíð 6, Vestmannaeyjum. 50 ára Unnur Jónsdóttir, Þorláksstöðum, Kjós. Maður hennar er Bjami Kristjánsson. Þau taka á móti gestum á heimili sinu, laugard. 29.5. kl. 20.30. Egill Sveinbjörnsson, HlíðarhjaUa 73, Kópavogi. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Sunnubraut 4, Dalvík. Heimir Jóhannsson, Huldugili 31, Akureyri. Kolbeinn Óskarsson, Laugavegi 138, Reykjavík. Pétur Ólafsson, Einholti 16 C, Akureyri. Sigurður Þorláksson, Hólavöllum 4, Grindavík. 40 ára Ágúst Einarsson, Ásvegi 15, Reykjavík. Ásdís Matthíasdóttir, Engihjalla 9, Kópavogi. Ástrún Björk Ágústsdóttir, Kögurseli 31, Reykjavík. Björn Sævarsson, Hrauntungu 56, Kópavogi. Dagný Selma Geirsdóttir, Engjavegi 25, ísafirði. Elin Gunnarsdóttir, Selvogsgötu 26, Hafnarfirði. Erlendur Samúelsson, Böðvarsgötu 2, Borgarnesi. Eymundur Kristjánsson, Lundargötu 17 B, Akureyri. Halldór Jóhann Grímsson, Ægisbraut 6, Blönduósi. Hrönn Axelsdóttir, Smárahvammi 16, Hafnarfirði. Inga H. Dagbjartsdóttir, Sílakvisl 23, Reykjavík. Kristinn Tómasson, Lerkilundi 17, Akureyri. Magdalena E. Krajniak, húsi 914, Keflavíkurflugvelli. Ólafur Harald Wendel, Skarðshlíð 18 F, Akureyri. Ólafur Ólafsson, Bjamastöðum, Bárðdælahr. Rán Tryggvadótdr, Hvassaleiti 99, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.