Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 28
52 MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 H>"V * ★ )Öpur verður i hjá óbreytt- um í Framsókn „Fái Framsókn sex ráðherra- stóla verða jafn- margir að láta sér nægja hlutskipti hinna óbreyttu. Verður það döpur og vanþakklát \ vist í heilt kjör- tímabil." Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. alþingismaður, í DV. Þumalfingursregla grínista „Þumalfingursregla grínista er að segja klámbrandara þegar þeir finna að þeir eru að missa athygli áheyrendanna og klám- brandarinn þarf ekki einu sinni að vera fyndinn til að virka.“ Solveíg Thorlacius mannfræð- ingur í Degi. Kolkrabbinnn mylur „Kolkrabbinn er búinn að mylja Útgerðarfé- lag Akureyringa gjörsamlega undir sig og þar á bæ stendur mönnum algjörlega á sama um hvort ein- hverjir samning- ar hafa verið gerðir eða ekki eða við þá staðið.“ Sverrir Júlíusson, fyrrv. stjórn- armaður í Útgerðarfélagi Akur- eyringa, í DV. i I 1 1 Andhverfan í leikhúsinu f „Leikhús er paradís allra vinnustaða en getur snúist upp í andhverfu sína. Ég hef mennt- un, reynslu og þekkingu á leik- hússtarfi og þegar það nýtist ekki þá segi ég hljóðlega bless.“ Hafliði Arngrímsson, leiklistar- ráðunautur Borgarleikhússins, ÍDV. Hnefaleikar „Þetta mál snýst um jafnrétti íþróttagreina því hnefaleikar eru í raun tíðkaðir á Islandi ef þeir heita austræn- um nöfnum. Ómar Ragnars- son, baráttumað- ur fyrir hnefaleik- um, í Morgunblaðinu. Eurovisiongaul „Farið er að gaula lög í söng- lagakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva og hafa þau lítið batnað í áranna rás. íslending- ar, helteknir af engilsaxneskum músíkhnykkjum hafa hvergi komist í þessari keppni og eiga ekki von á miklu, þótt vænting- ar séu nógar.“ Indriði G. Þorsteinsson, í fjöl- miðlarýni í Morgunblaðinu. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur: Vanari að úthluta heldur en að fá úthlutað sjálfur Stutt er síðan tilkynnt var að Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur væri útnefndur til Torstein og Wanja Söderberg-verðlaunanna sem veitt eru árlega þeim sem skarað hafa fram úr á Norðurlöndum í mál- efnum tengdum iðn- og listhönnun. Að þessu sinni eru fimm gagn- rýnendur frá íslandi, Noregi, Dan- mörku Svíþjóð og Finnlandi heiðraðir fyrir framúrskarandi um- fjöllun um listræna hönnun. „Þetta eru verðlaun sem kennd eru við vellauðuga sænska fjölskyldu sem hefur látið sig varða listir og hönn- un um árabil og er velgerðarfólk Röhsska-safnsins í Gautaborg sem er stærsta listgreina- safn í Svíþjóð. í þetta sinn var ákveðið að breyta til og verð- launa þá sem bæði eru að skrifa um listir og listiðnað og stuðla að fram- gangi listiðnaðarins. Þessu fylgir síðan að fara til Svíþjóðar i nóvem- ber og taka á móti verðlaununum og í leiðinni að opna sýningu. Við erum fimm og eigum hvert og eitt að velja fimm hluti eftir listamenn sem okkur finnst bera af og þó ekki sé alveg komið á hreint þá held ég að lagt verði upp með það besta af því nýjasta. Þessu verður síðan að fylgja greinargerð í sýningarskrá þar sem við rökstyðjum val á okkar á hverjum hlut fyrir sig.“ Tilnefningin kom Aðalsteini skemmtilega á óvart: „Ég hef alltaf verið hinum megin við borðið, setið í nefndum sem útdeila peningum til listamanna og aldrei hafði ég gert mér í hugarlund að ég yrði svo allt í einu aðnjótandi peningaverðlauna. Listhönnun á Norðurlöndum er lengra komin en hér á landi. Meðal þess sem tínt var til mér til tekna var skrif um listhönnun, kynning á listhönnun erlendis, fyrirlestrar og svo Menningarverðlaun DV.“ Aðalsteinn var ásamt Jónasi Kristjánssyni ritstjóra upphafsmað- ur að Menningarverðlaunum DV sem eru langlífustu menningarverð- laun á íslandi: „Við renndum blint í sjóinn á sínum tíma. Menning- arverðlaunin komu í kjölfar- ið á leiðindmn sem virtust fylgja viðurkenningum til listamanna en þessi verðlaun hafa fest sig í sessi og listamönnum finnst akkur í því að fá þessa viðurkenningu, bæði að fá útnefningu og svo verðlaunin sjálf.“ Aðalsteinn hefur lengi starfað sjálfstætt sem listfræðingur en stcufar nú um stund sem menningarrit- stjóri á DV meðan Silja Aðalsteins- dóttir er í sex mánaða fríi: „Það er ekki á vísan að róa að Maður dagsins starfa eingöngu sem sjálfstæður list- iræðingur á íslandi. Ég bý að því að hafa starfað lengi í bransanum og það þekkjá mig margir. En ég tel að það sé mjög erfitt fyrir ungt fólk sem kemur frá útlöndum með þessa menntun að ætla að lifa á henni einni og sér.“ Aðalsteinn hefur mörg áhugamál fyrir utan myndlistina: „Ég er mik- ill bóka- og tónlistarunnandi og svo er ég útivistarmaður og reyni að fara í göngu- og fjalla- ferðir á sumrin eins og ég mögu- lega get og má segja að allur sólarhringur- inn nægi ekki til að sinna því ég hef áhuga á.“ -HK Meðlimir Sneglu sem sýna smámyndlr. Smámyndasýning I Sneglu listhúsi er komu sumarsins fagnað með smá- ** myndasýningu í innri söl- um listhússins. Myndimar eru unnar með fjölbreyttri tækni og í ýmis efni sam- anber flóka, leir, silki, grafík, vefnað, textíl- þrykk, olíupastel og vatns- liti. Meðlimir Sneglu em fimmtán talsins og hafa all- ir lokið námi frá viður- kenndum lista- og hönnun- arskólum. Snegla listhús er á homi Grettisgötu og Klapparstígs og er opið mánu- daga-föstudaga frá kl. 12-18, laugardaga kl. 11-15. Sýningin stendur til 19. júni. Sýningar Myndgátan Kóngsvængur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lokahnykkurinn í tónleikaferð KK Hinn eini sanni KK (Kristján Kristjánsson) hefur undanfamar vikur verið á tónleikaferð á lands- byggðinni. Ferðin, sem hlaut nafn- ið Vorboðinn hrjúfi, hefúr nú stað- ið yfir í tæpar sex vikur og er nú komið að lokahnykknum. Áhersla hefur verið lögð á að tónleikarnir séu ekki eingöngu á þéttbýlustu stöðum, heldur einnig sem mest á stöðum sem em ekki alltaf „í leið- inni“ þegar tónleikaferðir em fam- ar og hefúr KK verið vel fagnað á stöðum á borð við Grímsey, Mjóa- fjörð og Loðmundarfjörð þar sem tónleikagestir vom ferjaðar á tón- leikastaðinn. Margir viðkomustað- anna hafa ekki fengið heimsóknir af þessu tagi svo árum skiptir og sumir em ekki í vegasambandi nema hluta úr ári (Grímsey reynd- ár aldrei). Tónleikar Næstu tónleikar KK em í kvöld í Félagsheimilinu Baldur á Drangsnesi. Annað kvöld og á föstudag kemur Magnús Eiríksson til liðs við hann og skemmta þeir í Trékyllisvik og Hólmavík. Allir tónleikamir heíjast kl. 21. Bridge Spilarar miða yfirleitt við ákveð- inn fjölda punkta til þess að spila game, um 25 punkta til að spila 3 grönd eða 4 í hálit en heldur fleiri ef spilað er game í láglit. Mikil skipting spilanna getur hins vegar valdið frá- vikum frá þessari reglu. í þessu spili, sem kom fyrir á æflngu kvenna- landsliðsins i vikunni, era AV með 24 punkta og 6-2 samlegu í spaðalitn- um. Miðað við hefðbundnar forsend- ur ættu 4 spaðar að fara langleiðina enda var það svo að sá samningur var spilaður á tveimur borðum af þremur. Eins og spilin liggja var hann hins vegar andvana fæddur og fór 3 niður á báðum borðum. Sagnir tóku aðra stefnu á þriðja borðinu. Suður gjafari og AV á hættu: * Á75 Á109642 ♦ - * 9864 4 KG10632 •* * KG •f Á105 * D2 4 84 * 83 * 9632 * ÁKG73 Suður Vestur Norður Austur pass 2 4 2 * 2 4 3 * pass 5 * p/h Opnun vesturs var veik og sýndi langlit i tígli. Norður vildi taka þátt í sögnum þó ekki væm punktamir margir. Austur greindi að sjálf- sögðu frá spaðalit sínum og suður taldi sig þurfa að segja frá sínum lit. Sú sögn kom feikivel við norður sem var ekkert að tvínóna við hlutina og stökk beint í 5 lauf. Sá samningur er reyndar óhnekkjandi í þessari legu á aðeins 16 punkta. Aðeins spaða- útspil kemur í veg fyrir að sagnhafi fái 12 slagi. í reynd var útspilið tíg- ull sem trompaður var í hlindum. Hjartaásinn var tekinn og meira hjarta spilað. Austur lenti inni á kóng og spilaði spaða. Sagnhafi drap á ásinn og spilaði hjarta. Aust- ur reyndi að trompa með laufa- drottningu en það gagnaðist lítt. Sagnhafi yfirdrap á ás, tók tvisvar lauf, trompaði tígul í blindum og henti tapslögum sínum heima í frí- hjörtun. Segja má aö AV hafi gert vel í þvi að dobla ekki lokasamning- inn. Isak Öm Sigurðsson 4 D9 V D75 4 KDG874 * 105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.