Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 32
/1. vinningur clö vý&M FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRIÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1999 Eurovision: Selma við Pauðahafið DV, Jerúsalem: v Selma Bjömsdóttir slakaði á við Dauðahafið í gær og bjó sig undir Eurovision-átökin um helgina. Á leiðinni lenti hún í 49 stiga hita í eyðimörk en þær hitabreytingar og loftslagsbrejrtingar yflrleitt hafa ekki haft nein áhrif á rödd hennar. í gær heimsótti Selma hins vegar Grátmúrinn. Síðdegis í dag hyggst Selma halda blaðamannafund á hót- eli sínu i Jerúsalem. Veðbanki sem er starfandi í tón- leikahöllinni þar sem Eurovision- keppnin verður háð á laugardags- kvöldið spáir íslenska laginu sigri en í þeim veðbanka eru helstu keppinautar Selmu króatíska og sænska lagið. Vegna nýrra reglna . varðandi Eurovisionkeppnina verð- 1irur islenska lagið að ná minnst 100 stigum í atkvæðagreiðslunni á laug- ardagskvöldið til að ísland fái að vera með á næsta ári. Hundrað stig þýða eitt af fyrstu sætunum og ekk- ert minna. kpj/-EIR Jarðskjálftahrin- an að fjara út „Hrinan er ekki alveg gengin yfir, en það sjást engin merki um að við . ^eigum eftir að fá stóran skjálfta í þess- ari hrinu" sagði Steinunn Jakobsdótt- ir hjá Veðurstofu íslands í morgun, en hún segir að talsvert hafi verið um minni skjáifta í nótt, þá stærstu um 2 á Ricter. Skjálfti sem mældist 3,9, með upp- tök norður af Hveragerði, varð skömmu eftir hádegi í gær og annar jafnstór síðdegis norðaustur af Grims- ey og í kjölfarið fylgdi tjöldi smærri skjáifta. „Nú er þetta að verða rólegt, en við erum ekki búin að gefa út dán- arvottorðið fyrir þessa hrinu enn þá,“ sagði Steinunn. -gk Bensínlausir á m, hraöbáti Tveir ungir menn úr Vestmanna- eyjum komust í hann krappan í morg- un. Þeir voru að koma úr veislu í nótt og hafa eflaust hrifist af yndislegu veðrinu sem er í Eyjum því þeir ákváðu að fá sér stuttan rúnt á litlum hraðbáti sem þeir höfðu aðgang að. Þeir gleymdu að athuga bensínið á bátnum og urðu þvi bensínlausir rétt norðvestan við Elliðaey. Til allrar hamingju voru þeir með farsíma á sér ög gátu hringt í Neyðarlínuna sem hafði samband til Eyja og var björgun- arbáturinn Þór sendur eftir þeim fé- lögum. Báturinn átti í nokkrum erfið- leikum með að finna mennina þar sem sólin glampaði mikið í sjónum. i t Það tókst þó og þeir komust heilir á húfi i land. -hvs Við Grátmúrinn Selma Björnsdóttir viö Grátmúrinn t Jerúsalem í gær. Hún slakaöi einnig á viö Dauðahafiö og bjó sig undir Eurovision-átökin um helgina. DV-mynd kpj Stj órnarmyndunin: Ný ríkisstjórn líklega mynduð á föstudag - Siv Friðleifsdóttir sækir fast að fá ráðherrastól Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisílokks ræddu í gær eins- lega við þingmenn sína um myndun nýrrar ríkisstjómar og halda viðræð- unum áfram í dag. Þingflokkar flokk- anna og miðstjórnir koma svo saman til funda á fimmtudaginn og fimmtu- dagskvöld. Búast má því við að ný rík- isstjóm taki til starfa á fóstudag. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið talsverð spenna innan þingflokks Sjálfstæðisflokks um skip- an ráðherrastóla. Frá því eftir kosn- ingar hefur það legið í loftinu að Hall- dór Blöndal yrði ekki ráðherra heldur trúlega forseti þingsins. Halldór er hins vegar sagður sækja það fast að halda áfram sem samgönguráðherra. Það geri líka öílugur stuðnings- mannahópur hans sem vitnar til þess að Halldór hafi unnið kosningasigur í kjördæmi sínu og sé nú fyrsti þing- maður þess. í gær þótti líklegt að Árni M. Mathiesen og Arnbjörg Sveinsdóttir kæmu inn í ríkisstjóm. Þá var talað um að verið gæti að núverandi ráð- herrar flokksins að Þorsteini Pálssyni undanskildum yrðu áfram í sömu ráðuneytunum í nýrri ríkisstjóm. Menn vildu í gær í hvorugum stjórnarflokkanna koma fram undir nafni meðan ráðherramálin era á við- kvæmu stigi. Einn þingmanna orðaði það þannig að Davíð Oddsson væri í nokkurri klemmu: Hann ætti erfitt með að hafna Halldóri Blöndal og þeg- ar fyrir lægi að tveir nýir ráðherrar kæmu inn verði illa hægt að ganga fram hjá efsta manni flokksins í Reykjanesi, Áma M. Mathiesen. Enn fremur verði í jafnréttisins nafni að Siv Friðleifsdóttir kemur af fundi Halldórs Ásgrímssonar í gærkvöld. DV-mynd E.ÓI. taka í það minnsta eina konu inn og helst tvær. Hann standi þvi frammi fyrir vali milli Sturlu Böðvarssonar og Arnbjargar Sveinsdóttur. Verði Halldór hins vegar ekki í ríkisstjórn Veörið á morgun: Bjart veður suðvestan- lands Á morgun er gert ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, golu eða kalda. Súld verður með köfl- um norðanlands og viða bjart veður suðvestan til, en síðdegis- skúrir sunnanlands. Áfram verð- ur kalt í veðri. Veðriö í dag er á bls. 53. þá sé mögulegt að Sólveig Pétursdótt- ir verði næsti dómsmálaráðherra þótt hún sé úr Reykjavík en vegna þess að hún er kona. Halldór Ásgrímsson ræddi við þing- menn stna síðdegis í gær og í gær- kvöldi. Framsóknarmenn eru í vanda vegna þess að Siv Friðleifsdóttir sæk- ir mjög fast að komast í ráðherrastól en einhugur er síður en svo í þing- flokknum um að koma til móts við viija hennar í þessu efni. Framsóknar- mönnum þótti í gærkvöldi mjög lik- legt, nánast ömggt, að Valgerður Sverrisdóttir yrði í ríkisstjórninni. Aðrir sem nefndir vom í gærkvöldi sem líklegir ráðherrar voru fyrir utan Halldór Ásgrímsson Ingibjörg Pálma- dóttir, Finnur Ingólfsson, Guðni Ágústsson og Páll Pétursson. -SÁ SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SIMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.