Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 4
X Torfæruhjól BBBaBBBSBaBBBBBgBHHBBwJ MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1999 Torfæruhjól á markaðinum Tegund Undirtegund Rúmtak Hestöfl Kíló 2-gengis/4-gengis Verð Umboð Kawasaki KX250 249 56 99 2 699.000 Vélhjól&sleðar > Kawasaki KLX300R 292 35 104 4 648.000 Vélhjól&sleðar Kawasaki KDX220R 216 42 101,5 2 635.000 Vélhjól&sleðar > Kawasaki KLR650 634 52 168 4 724.000 Vélhjól&sleðar Suzuki RMX250 249 51 108 2 670.000 Suzuki-umb. \ Suzuki DR350 349 32 113 4 635.000 Suzuki-umboðið Suzuki DR350SE 349 31 130 4 675.000 Suzuki-umboðið Suzuki DR650SE Yamaha YZ250LC 644 46 147 799.000 Suzuki-umboðið 249 53 97 885.000 Merkúr Yamaha WR400F 399 55 109 890.000 Merkúr Yamaha XT600E 595 43 141 675.000 Merkúr Honda CR250 249,3 58,2 97 2 735.000 Honda Honda XR400R 397,2 32,6 121 4 735.000 Honda Honda XRV750 742 60 207,5 4 1.115.000 Honda Honda SLR650 649 39 160 4 595.000 Honda < KTM EXC200 193 46 96 2 690.000 KTMÍsland KTM EXC250 248,7 54 103 2 710.000 KTMÍsland > < KTM EXC380 368 61 103 2 720.000 KTMÍsland 1 KTM SX65 65 19 50 2 290.000 KTM ísland > < Gas Gas EC300 299 49 98 2 700.000 Gagni Husaberg FE501E 501 52 115 4 860.000 Gagni > Husaberg FE400 399 44 107,3 4 850.000 Gagni { Husaberg FC400 399 45 105 2 830.000 Gagni > SUZUKI UMÐOÐIÐ EHF. RMX 250 Væntanlegt RMX50 Skútahrauni 15, Hafnarfirði, sími 565 1725. Veffang: www.suzuki.is Tollar á keppnistæki Mörg af þeim hjólum sem flutt eru inn um þessar mundir eru svo til ein- göngu notuð í keppni og æfingar fyrir þær. Á þessum hjólum eru sömu tollar og á öðrum mótorhjólum, eða 70%, og þess vegna hefúr aðeins borið á smygli eða svokölluðum ferðatöskuhjólum. Á dögunum var samþykkt reglugerð sem leyfir tollfrjálsan innflutning keppnis- bifreiða en þar gleymdist að gera ráð fyrir öðrum keppnistækjum, eins og torfæruhjólum. Samkvæmt heimildum DV er verið að endurskoða þessa reglu- gerð með tilliti til þessa. Það er von þeirra sem keppa í akstri torfærubif- hjóla að þeir verði settir undir sama hatt og aðrir akshn-síþróttamenn sem myndi opna sportið til muna og koma jáfnframt í veg fyrir ólöglegan inn- flutning. Þessu til viðbótar má setja spurn- ingarmerki við það hvort rétt sé að tollafgreiða torfæruvélhjól til keppnis- notkunar sem vélhjól. Nær undan- tekningarlaust eru keppnisvélhjól til notkunar í enduro og Motocross skráð sem torfærutæki og er það af og frá að motocrosshjólin geti hlotið skráningu sem vélhjól þar sem á þau vantar all- an ljósabúnað. Einnig er rétt að benda á það að um ökutæki til aksturs- íþrótta er að ræða en ekki fólksflutn- ingatæki. Núverandi lög og reglugerðir ná því í raun ekki á réttmætan hátt yfir tollflokkun og skráningu á keppnis- vélhjólum og hefur þeim því í raun verið fundinn staður í kerfinu án þess að látið hafi verið á það reyna hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Það má spyrja sig hvort ekki sé kominn timi til að aðlaga kerfið keppnisvélhjólum þannig að sómi sé að, líkt og gert hef- ur verið í Noregi og Svíþjóð. Það er skemmst að líta þangað til þess að finna kerfi sem gæti hentað íslensk- um aðstæðum, þó svo að ekki sé öllu eins háttað hjá þessum frændþjóðum okkar varðandi tollafgreiðslu og skráningu á ökutækjum. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.