Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Útlönd William Perry í viðræðum í Norður-Kóreu William Perry, sérlegur sendi- maður Bandaríkjaforseta, vonað- ist eftir fundi með leiðtoga Norð- ur-Kóreu í dag til að reyna að binda enda á hálfrar aldar kalt stríð á Kóreuskaganum. Suður-kóreskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Perry myndi hitta Kim Jong-il, aðalrit- ara kommúnistaflokks Norður- Kóreu og yfirmann hersins. Jafn- háttsettur bandarískur embættis- maður hefur ekki komið til Norð- ur-Kóreu frá því i Kóreustriðinu í upphafi 6. áratugarins. Kim Jong-il mun hafa fengið bréf frá Bill Clinton Bandaríkja- forseta í gær. Ekki hefur verið greint frá innihaldi þess. Perry kom til Norður-Kóreu á þriðjudag til að reyna að fá þar- lend stjómvöld til að falla frá kjarnorku- og eldflaugaáætlunum sínum í skiptum fyrir efnahagsað- stoð og aukin stjórnmálatengsl. Foreldrar í mál við foreldra skólamorðingja Foreldrar eins nemandans sem féll í skotárásinni í Columbine framhaldsskólanum í Kólóradó í síðasta mánuði hafa ákveðið að höfða mál á hendur foreldrum morðingjanna tveggja. Farið verð- ur fram á 250 milljónir dollara í skaðabætur, að sögn lögmanns foreldra nemans Isaiahs Shoels. Foreldrar Shoels byggja kröfur sínar á því að foreldrar morðingj- anna hafi ekki staðið sig í eftir- litshlutverkinu. Bretar vilja norska raforku Bresku rafmagnsveiturnar eru nú að rannsaka hvort fýsilegt sé að leggja neðansjávarrafstreng frá Noregi til Bretlands. Ef af yrði, væri hægt að ljúka lagningu hins sex hundruð kílómetra langa strengs árið 2006. Kostnaðurinn yrði tæpir 60 milljarðar króna. Milosevic Júgóslavíuforseti ákæröur fyrir stríðsglæpi: Sáttaferð til Belgrad seinkað Viktor Tsjemomyrdín, sáttasemj- ari Rússa í Kosovo-deilunni, hefur frestað sáttaför sinni til Belgrad vegna ákæru stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna á hendur Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta. Ferðin var fyrirhuguð í dag. Stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi tilkynnti í gær að Milo- sevic yrði ákærður fyrir stríðsglæpi. Formleg ákæra verður væntanlega gefín út í dag og handtökuskipun á hendm- honum hefur verið gefin út. „Ég held að þeir vilji sjá viðbrögð stjórnvalda í Belgrad við ákærunni áður en ferðin verður farin,“ sagði háttsettur vestrænn stjórnarerind- reki við Reuters-fréttastofuna. Talsmaður Tsjernomyrdíns í Moskvu sagðist í morgun ekki vita af neinum breytingum á ferðaáætl- un hans. Til stóð að Tsjemomyrdín, fyrr- um forsætisráðherra Rússlands, færi tO Belgrad í dag, hugsanlega í fylgd með Martti Ahtisaari Finn- Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var í Moskvu í gær til viðræðna við rúss- neska ráðamenn um leiðir tii lausn- ar á Kosovo-deilunni. Talið er að ákæran á hendur Milosevic Júgóslavíuforseta setji strik í reikn- inginn. landsforseta, sem hefur verið skip- aður sérlegur sendimaður Evrópu- sambandsins. Áður en fréttirnar af ákærunni á hendur MUosevic birtust höfðu rússnesk stjórnvöld gert það ljóst að þau væm að missa þolinmæðina. Bandaríska blaðið Washington Post birtir í dag grein sem Tsjemomyrd- ín skrifaði áður en ákveðið var að ákæra Milosevic. Þar segir sendi- maðurinn að hann myndi ráðleggja stjómvöldum í Moskvu að draga sig út úr friðarumleitununum í Kosovo ef loftárásirnar á Júgóslaviu yrðu ekki stöðvaðar. Orrustuflugvélar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) beindu spjót- um sínum að júgóslavnesku höfuð- borginni og nærsveitum í árásum sínum í nótt. Fregnir herma aö óbreyttir borgarar hafi fallið í árás- unum. Herforingjar NATO hafa fengið leyfi til að ráðast gegn síma- og tölvukerfum Júgóslavíu. Míkhaíi Gorbatsjov, síöasti leiötogi Sovétríkjanna sálugu, og Raísa eiginkona hans eru í heimsókn í Ástralíu þar sem leiðtoginn fyrrverandi heldur fyrirlestra. Hér má sjá hvar hann gefur eiginhandaráritun eftir fund með fréttamönnum í Sydney. Gorbatsjov ræddi meðal annars um átökin á Balkanskaga og sagðist óttast nýtt kalt stríð. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandl eignum: Eyktarás 24, Reykjavík, þingl. eig. Gylfi Guðmundsson og Kristín E. Þórólfsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 31. maí 1999 kl. 10.00. Furubyggð 13, Mosfellsbæ, þingl. eig. Hafdís Kristjánsdóttir og Jón Jónsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 10.00. Lokastígur 4, 3ja herb. íbúð á 2. hæð og 1/4 skúrs, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Öm Ingimundarson, gerðar- beiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 10.00. Skólavörðustígur 44, Reykjavfk, þingl. eig. Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bjami Þórðarson, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 10.00. Þúfusel 2, neðri hæð (kjallari), þingl. eig. Runólfur Þór Ástþórsson og Heiðrún Ólöf Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Is- lands hf., lögfræðideild, mánudaginn 31. maí 1999 kl, 10,00._________________ Æsufell 6, 3ja—4ra herb. íbúð á 6. hæð, merkt F, ásamt bflskúr, þingl. eig. Ragnar F. B. Bjamason, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 10.00._____________________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- ______um sem hér segir:______ Bámgata 37, 78,76 fm 3ja herb. íbúð í kjallara t.h. m.m. ásamt geymslu, merkt 0002, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 14.00. ___________________ Nóatún 26, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð t.v„ merkt 0301, Reykjavfk, þingl. eig. Álfhildur Eygló Andrésdóttir, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, mánudaginn 31. maí 1999 kl. 13.30.__________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Óljóst hver er fjármálaráðherra Talsmaður rússneska fjármála- ráðuneytisins sagði í morgun óljóst hver væri fjármálaráðherra i nýrri stjórn Rússlands. Rússneskir tjöl- miðlar greindu frá þvi í gærkvöld að Míkhaíl Zadomov, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem er fyrsti að- stoðarforsætisráðherra í stjórn Sergeis Stepasjíns forsætisráðherra, heföi verið skipaður forsætisráð- herra. Sú tilkynning kom degi eftir að Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði Míkhaíl Kasjanov í embætti fiármálctráðherra. Stepasjin, sem átti í morgun að stjóma fundi nýrrar ríkisstjómar, hafði enn ekki sagt hver væri fiár- málaráðherra. Jeltsín gerði í gær hlé á fríi sínu við Svartahaf og hélt til Moskvu. Rússneskir fiölmiðlar segja mikla valdabaráttu eiga sér stað bak við tjöldin. Sergei Stepasjín í þungum þönkum. Stuttar fréttir i>v Milljón á flóttá Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna lýsti í gær yfir áhyggjum vegna flóttamannastraumsins í Angóla. Tæp milljón manns er tal- in hafa ílúið heimili sín vegna borgarastyrj aldar innar. Fjögur tonn af kókaíni Hollenska lögreglan lagði hald á fiögur tonn af kókaíni sem fund- ust í ströngum af denímefni í vörubíl á leið til Portúgals. Þingið í Wales sett Eftir nær 600 ára hlé fengu Walesbúar aftur eigið þing í gær. Heiðursgestir við þingsetn- inguna voru El- ísabet Eng- landsdrottning og Karl Breta- prins. „Ég er viss um að um- ræðumar hér í þinginu verða líflegar og lýðræð- islegar," sagði drottningin meðal annars í ræðu sinni. Þingmenn á þinginu í Wales verða 60 og vom þeir kjörnir 6. maí síðastliðinn. Herforingjar reknir Forseti Paragvæ, Luis Gonzales Macchi, hefur rekið 15 herfor- ingja og 80 ofursta sem hann telur hliðholla uppreisnarleiðtoganum Lino Oviedo. Túristar í París reiðir Starfsmenn þekktra safna í Par- ís hafa nú verið í verkfalli á aðra viku. Ferðamenn koma að lokuð- um dymm og eru öskureiðir. Starfsmenn Versala hleyptu þó ferðamönnum inn ókeypis í gær. Ráðherra segir af sér Varnarmálaráðherra Kol- umbíu, Rodrigo Lloreda, sagði af sér í gær í mótmælaskyni við meinta eftirgjöf stjórnvalda við vinstri sinnaða skæruliða. Vissir um stuðning Ehud Barak, nýr forsætisráð- hema ísraels, ætlar ekki að minnka fiár- framlög til gyð- ingabyggða á Vesturbakkan- um og Gaza- svæðinu. Þetta fullyrti einn trúarflokkanna í ísrael í gær sem ekki er útilokað að verði meö í samsteypustjóm Baraks. Flokk- urinn hefur krafist þess að engar gyðingabyggðir verði lagðar nið- ur í samingagerð við Palestínu- menn. Likudflokkurinn hefur sett fram svipaðar kröfur. Munkar kærðir Rannsókn fer nú fram á írlandi á meintu ofbeldi og kynferðislegri misnotkun munka á ungum drengjum í skóla í Dublin fyrir nokkrum áratugum. Morðhús eyðilagt Talið er líklegt að hús í smábæ í Ástralíu, þar sem fiöldi líka fannst í sýrubaði, verði eyðilagt. Árekstur á Adríahafi Eftirlitsbátur ítölsku lögregl- unnar rakst í morgun á hraðbát með ólöglegum innflytjendum á Adríahafi. Samkvæmt fyrstu fréttum létust að minnsta kosti fimm manns. Kominn úr feium Fráfarandi forsætisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, birtist í gær op- inberlega á ný i fyrsta sinn eftir að hann beið ósigur í forsæt- isráðherrakosn- ingunum 17. maí síðastlið- inn. Netanyahu stillti sér upp fyrh' ljósmyndara á Ben Gurion flugvellinum þegar hann tók á móti flóttamönnum frá Kosovo. Netanyahu hló að fullyrðingum fiölmiðla um að hann hefði verið í felum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.