Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Spurningin Ertu farin(n) að grilla úti? Stella Gestsdóttir gjaldkeri: Já, ég grilla aðallega nauta- og lambakjöt og humar. Halla Jónsdóttir, heimavinnandi: Já. Þegar ég grilla þá grilla ég aðal- lega hamborgara. íris Dagbjört Ingibergsdóttir, heimavinnandi: Já, ég er löngu byrjuð á því. Ég grilla aðallega lambakjöt en það er best á grillið. Brynhildur Bjarnadóttir hús- móðir: Já, ég hef grillað einu sinni i vor. Þá var ég með kjúklingabring- ur og folaldakjöt. Hildur Magnúsdóttir nemi: Já, ég er búin að grilla þrisvar sinnum. Ég grillaði þá svínakjöt og lambakjöt Hólmfríður Sigurðardóttir nemi: Nei, ég er ekki byrjuð en það kemur að því. Lesendur Hlutabréfagildran, misskilin hugsjón - verkar ekki á íslenska launþega Ekki launahækkun í hendi þótt starfsmaður kaupi hlutabréf í fyrirtækinu sem hann starfar hjá, seg- ir m.a. í bréfinu. Bjöm Guðmundsson skrifar: Það virðist vera komin hreyfing á þá hugmynd að í næstu kjarasamningum, sem margir hafa áhyggjur af, verði höfðaö til starfsfólks að það kaupi hlutabréf í þeim fyrir- tækjum sem það starfar hjá. Góður gangur í þjóðfélaginu hefur ýtt undir hugmyndir al- mennra launþega að nú verði lag til að sækja aukinn kaup- mátt í næstu samningum og alla vega verður höfð að leiðar- ljósi sú umtalsverða launa- hækkun sem þingmenn og aðr- ir embættismenn ríkisins fengu nýlega. - Það er þvi ekki nema von að fyrirtæki og stærri atvinnurekendur líti til þess hvort ekki megi notfæra sér þróun verðbréfmarkaðarins í sambandi við kjarasamningana og bjóða starfsfólki að eignast bara hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem það starfar hjá, í stað þess að ræða launahækkun og kjarabætur. Bankarnir hafa farið inn á þessa braut og gengið vel að egna hluta- bréfagildruna fyrir starfsfólkið. Ekki fer miklum sögum af því hvað starfsfólkið hefúr fengið í staðinn. Það er ekki launahækkun í hendi þótt starfsmaður kaupi hlutabréf í fyrirtækinu sem hann starfar hjá. Aðeins útgjöld, a.m.k. í fyrstu, og ekki á vísan að róa með hækkun bréfanna síðar. Starfsfólki íslandsbanka og dótt- urfélögum hans eru t.d. boðin bréf þessa dagana með hagstæðum greiðsluskilmálum. Sem dæmi má taka að starfsmanni býðst að kaupa hlutabréf í bankanum í ár og næsta ár fyrir allt að 55.700 kr. að nafn- virði hvort ár. Miðað við gengi er þá kaupverð slíkra bréfa um 240.000 kr. sem nálgast þá upphæð sem árlegur skattafrá- dráttur hjóna miðast við. Ein- hverjir starfsmanna munu líta til slíkra hlutabréfa. - En hér er sannarlega ekki um launa- hækkun að ræða í neinum skilningi, og kemur aldrei í stað hennar. Það er því ekki hægt að setja jafnaðarmerki á milli hluta- bréfakaupa starfsfólks í fyrir- tækjum sem það vinnur hjá og beinnar launahækkunar eða annarra kjarabóta sem um kann að semjast á vinnumarkaðinum. Umræður um almennings- hlutafélög og hugsjónir þeirra sem settu fram þær hugmynd- ir að nánast allir íslendingar ættu þess kost að eignast hlutabréf í ís- lenskum fyrirtækjum munu aldrei koma í stað þess aö einstaklingar stefni að góðum launum sem af- rakstri af starfi sínu hjá hinu eða þessu fyrirtækinu. - Reynslan af hlutabréfaeign starfsmanna í fyrir- tækjum er ekki slik að hægt sé að egna hlutabréfagildru í nýjum kjarasamningum. Hún verkar ekki enn á íslenskt starfsfólk. Tilraunir til fjársvika með skjalafalsi - eru íslensk upplýsingafyrirtæki meðsek? Jón Einarsson hringdi: Óhugnanlegar eru þær fréttir að reynt skuli hafi verið að svíkja fé út úr íslenskum fyrirtækjum með skjalafalsi. Fleiri tilraunir eru sagð- ar hafa verið í gangi síðustu vikur. í fyrstu fréttum var tekið fram að hér ættu hlut að máli útlendir aðil- ar eingöngu. Síðar kom í ljós að til að undirbúa verknaðinn fengu hin- ir grunuðu send ljósrit úr ársreikn- ingum allt að 13 íslenskra fyrir- tækja frá íslensku „upplýsingaþjón- ustufyrirtæki". Starfsmenn efnahagsbrotadeildar íslensku lögreglunnar vöruðu for- ráðamenn hinna íslensku fyrir- tækja við og höfðu þau strax sam- bandi við viðskiptabanka sína. Lög- reglan segir einnig að staðið hafi verið af fagmennsku að fjársvikatil- raununum og notaðar beiðnir um millifærslur sem tíðkist í samskipt- um fyrirtækjanna íslensku. Spuming vaknar því hvort ekki séu íslenskir aðilar í samráði um fjársvikatilraunimar. Væntanlega taka fyrirtæki ekki að sér að smala saman og senda ársskýrslur is- lenskra fyrirtækja til erlendra aðila án þess að greiðsla komi fyrir. - Einkennileg er þögn fjölmiðla hér um þennan þátt málsins. Ódýrari Ijósmyndir - fjöl- breyttara úrval Skarphéðinn Einarsson skrifar: Það er með framköllun á Ijós- —— myndum hér eins og fleira, hún cr of ■ dýr og fjölbreytn- mœtti vera m) meiri. Eftirtökur w5, em einnig fokdýr- ar og í takt við ■V < framköllunina og filmumar sjálfar. Þetta er allt í æpandi ósamræmi við verðið á þessum hlutum í nágranna- löndum okkar, t.d. í Bretlandi, þar sem þessi þjónusta er á lágmarks- verði. Það nýjasta þar er svokölluð „myndþrenna" (ein stór og tvær litl- ar myndir). Þessi útfærsla nýtur mitljMGM þjónusta allan sólarhringinn Aðcins 39,90 mínútan Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu llí UWUOH MU CðNMN * MAXiMUM M 4 UMi í m <**»* TRIPLEPRINT. 1 LARGE AND 2 C0MPACT PRINTS PLUS A PREÉ IS0 200 jjjsp K0NICA VX FIIM FÓR EVERV FILM V0U SEND US F0R PR0CESSING IOW TppROER-flHH cempkM MMk wMm Imum .and b«th TRIPLEPRINl *£*» iAM0U"TÍ|j|ÍÍ|i 1 LARGE AND 2 COMPACT PRINTS ....—j- - | j«*Ji ON 8UPER OIOSS PAPER I #,»,:«.«« I* ! ifjíi: I PLUG A FREE KONICA FILM TW IMUHUNThm, i» wá 1« CWBW MM4PW lliMI »#(. , EXTRA SETS OF “ 1 ffö, | Í»SÆ^a«u«3 TRIPLEPRINTS .[*?:•• 1 *?■•• .* Add po«BBii Bi »»p PB' fllm i*NN) riUnjSPECUltl BUY J-OET HHIÉH Konica vx fílm gð | Bg ttglaf.S/lBlMW" AYAUABIE )S0 100, 20Ö AND 400' IS0 100 C2.09,, IS0 200 £2.20 BUY THREE - GET ONE PREEI r„«. "iiSSfjTl.... si 1 m ■ £0.17 3 180 400 C2.40,.. £7.47,' ,,r. t; - Q8TONE FREE M*f ^ k-v • N » f,.B «1 (, W- asesæSBSöí?" »TÍ ' 100 £2.89 C7J7 J C IS0 200 C2.80 (, £0.07 fc'- C IS0 400 C3.09 ^ ;C0.27„: ,f | RCMEMBER - BUYTMRg - OEt ÓNE f REEI •«»‘•»£2.09,, £9.27, £ ^TBIRU.I'IUNT i t»'u £ ! jkill 3 . „ _______________*í M WA» li WH* M M»f vn *** C i li i „Einhver bið verður þó líklega á sambærilegu verði og í nágrannalöndum okkar,“ segir Skarphéðinn. - Bresk auglýsing um „myndþrennu" og tilboð á Ijósmyndafilmum. geysimikilla vinsælda nú, serstak- lega hjá yngra fólkinu. Trúlega hef- ur þetta borist til Bretlands frá Bandarikjunum líkt og fleira. Og talandi um Bandaríkin þá eru ljós- myndir þar meö ýmsum útfærslum og þar eru sum fram- köllunarfyrirtæki með vélar sem framkalla myndir með rúnnuð- um hornum og stimpli á baki myndarinnar er greinir frá ári og mán- uði framköllunardags. Gaman væri ef ís- lensk fyrirtæki sem eru umsvifamikil á sviði ljósmyndafram- köllunar gætu boðið viðskiptavinum sinum þessa nýju útfærslu á framköllun, þæði myndþrennu og annað sem hér er minnst á, ásamt fjölbreyttari þjónustu í kringum ljósmyndaviðskiptin. Einhver bið verður þó líklega á sambæri- legu verði og í ná- grannalöndum okkar. En þegar ísland geng- ur í Evrópuþandalagið mun þetta lækka í verði líkt og margt annað. í dag sýnist mér þó að framköllun sé einna ódýrust hér í verslunum Bónuss. Það er þá í takt við annað í þeirri verslanasam- stæðu. DV Vistvæn símaskrá Kristín hringdi: Mikið er gert úr útkomu nýrr- ar símaskrár þessa dagana. Það hlýtur að vera lítið fréttnæmt efhi t.d. hjá RÚV þegar obbinn af tíma hádegisfrétta fer í að útlista útkomu nýrrar símaskrár (há- degisfréttir RÚV þriðjud. 25. maí). Tilgreint er að simaskráin sé orðin vistvæn (skildi þó aldrei hvers vegna hún er það) og gömlu skrárnar séu nú urðaðar í tonnatali. Svona frétt eins og þessi um útkomu símaskrárinn- ar er hlægileg og auðheyrt að hún er ekki til annars en að taka upp tímann og segja okkur hlust- endum frá einskisverðum hlut- um, eða svo gott sem. Kólnandi veðrátta Birgir skrifar: Mér finnst ekki mikið rætt um þá spá sem vísindamenn höfðu uppi fyrir svo sem tveimur árum um að lofstlag færi kólnandi hér á norðurslóðum og gæti kólnað skyndilega á kannski tveimur til íjórum árum svo mjög að ekki væri lengur búsetuskilyrði hér á landi. Allt vegna þynningar ósonlagsins sem væri orðið van- hæft að varna áhrifum sðlar- geislanna til að bræða jökla á norðurslóðum. Þannig sagði ein- hver vísindamaðurinn að Græn- landsjökull bráönaöi mjög hratt og sífellt klofnaði úr honum og jakaburður bærist í áttina til ís- lands. Hvað sem þessu líður finnst mörgum að hér sé kóln- andi veðurfar þrátt fyrir ail- sterkt sólskin. Og þegar sólar nýtur ekki er kuldinn vel merkj- anlegur. - Hver er skýringin? Finn til meö bændum Finnbjörn skrifar: Það er greinilegt að stjórn Kaupfélags Þingeyinga hefur tekið hagsmuni KEA fram yfir hagsmuni bænda í Þingeyjar- sýslu þegar ekki er leitað tilboða í mjólkursamlag þess fyrrnefnda heldur afhent KEA yfir borðið, ef svo má að orði komast. Þótt venjan hafi verið sú innan kaup- félaganna, SÍS og þeirrar valda- keðju allrar að taka hagsmuni hennar fram yfir hagsmuni bændanna þá hélt maður áð sú taktík heyrði sögunni til. Þetta er sárara en tárum taki að vega svona að bændum enn og aftur af þeim sem síst skyldi. Mér fmnst að ríkisstjórnin ætti - með Framsóknarflokkinn sem annan aðildarílokkinn - að sker- ast í málið og fyrirskipa riftun á öllum ákvörðunum af hálfu KÞ og láta kanna hagstæðustu fram- vindu mála með tilliti til bænd- anna sem eftir standa með glat- að fé. Tökum mark á skjálfta- spám Erlingur hringdi: Ég hef þá skoðun að við ís- lendingar eigum að vera vel á verði gagnvart öllum spám á jarðvísindasviðinu, hvort sem þær eru okkur að skapi eða ekki. Nýleg frétt um að skoskur jarð- eðlisfræðingur túlkaði spennu á tilteknum stað í jarðskorpunni á Hengilssvæðinu sem svo að hún væri ávísun á jarðskjálfta kom sumurn í uppnám, ekki síst þeim sem búa nær þessu svæði. Síðar kom svo frétt um að íslenskir jarðfræðingar túlkuðu þetta ekki sem jarðskjálftaviðvörun. Mér finnst að við eigum að gera okk- ur klára að eins miklu leyti og hægt er þegar svona aðvaranir berast, hvort sem er frá innlend- um eða erlendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.