Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 enmng n Bjart yfir Hveragerði Tónlistarhátíöir vítt og breitt um landið eru orðnar algengar á sumrin og sem dæmi um staði sem hýsa slíkar hátíðir eru Skálholt, Reykholt, Kirkjubæjai'- klaustur og nú síðast Hveragerði en þar var há- tíðin Bjartar sumarnætur haldin í þriðja sinn um síð- ustu helgi. Þar hefur Tríó Reykjavíkur verið í farar- broddi og fengið til sín ýmsa góða gesti en gestim- ir að þessu sinni voru þau Signý Sæmundsdóttir sópr- an, Ragnhildur Pétursdóttir og Junah Chung fíðluleik- arar, Edda Erlendsdóttir pí- anóleikari og bandaríski fiðluleikarinn Rachel Barton sem lék einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands á síðustu áskriftartónleik- um. Þrennir tónleikar voru haldnir á hátíðinni og var gagnrýnandi viðstödd lokatónleikana á sunnu- dagskvöldið. Efnisskráin var tvíþætt, annars vegar einleiksprógram Bcirtons og hins vegar Brahms Pí- anókvintett í f moll ópus 34 sem Trió Reykjavíkur lék ásamt þeim Ragnhildi og Junah Chung. Barton hóf tónleikana á verki sem hún lék sem aukalag á sinfóníutónleik- unum, Slóasta rós sumars- ins eftir Heinrich W. Emst, tékkneskan fiðluleikara sem dáði Paganini ofar öllu og gerði mikið að þvi að semja „fingertwisters“ eins Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Barton kallaði það og má segja að slíkir tvistarar hafi einkennt prógramm hennar og ekki laust við að maður sæti opinmynntur frá fyrsta verki. Unaðslegur leikur Barton hefur allt að því ofurmannlegt vald yfir hljóðfærinu og greinilegt að þessi næst- um 400 ára gamla (1617) sögulega fiðla sem lagafiðlari og bar verkið nokkurn keim af því. Paganini Caprice frá 1-23 að vali gesta er nokkuð sem verður að teljast afar töff að hafa á efnisskrá og voru þær tvær caprísur nr. 9 og 19 glæsilega leiknar, i þeirri nr. 24 var heldur ekkert slegið af og verður undirrit- uð að segja að sjaldan eða aldrei hefur hún orðið vitni að öðru eins neistaflugi. Kærkominn gullmoli Edda Erlendsdóttir lék með Barton tvö verk á formlegri efnisskrá, Rómönsu eftir Amy Beach, kærkominn gullmola sem var meðhöndlaður sem slík- ur og Carmen fantasíu Sarasate og Waxmans. í stuttu máli sagt var leikur Barton ógleymanlegur, ástríðuþrunginn tónn og ótrúlegur hraði gerði það að verkum að neðri kjálk- inn féll endanlega niður á bringu, Edda fylgdi henni oftast nær sem skugginn en átti fullt í fangi í hröðustu köflunum enda æfingatím- inn líklega af skornum skammti líkt og Gunnar Kvaran minntist á í upphafi tónleikanna. Eins og nærri má geta krefst það mikillar vinnu að undirbúa þrjár efhisskrár á einni viku. Píanókvintett Brahms í f moll er gríðarmikið stykki og eitthvert stórkostlegasta verk sem samið hefur verið fyrir þessa hljóðfærasamsetn- ingu, eins og Gunnar komst að orði, og var flutningurinn á honum í heild ágætur, ein- stöku sinnum kom þó fyrir, sérstaklega í 1. og öðrum þætti, að samhljómurinn var ekki alveg hreinn. 1. þátturinn var þó massífur og þéttur og strengjahlutinn við lok hans sérlega fallegur, annar þátturinn kyrrlátur og leikinn af djúpri tilfinningu, 3. þátturinn kraftmikill og spennandi og sá fjórði eins og íslenskt veðurfar þar sem maður veit aldrei á hverju er von. Bjartar sumarnætur voru að þessu sinni metnaðarfull hátíð og er ekki annað að ætla en að hún eigi bjarta framtíð og verði fastur punktur í tilverunni hjá tónlistarunnendum. Rachel Barton - „ofurmannlegt vald yfir hljóðfæri sínu“. hún hefur til nota hefur lent í réttum hönd- um. Á sviðinu var hún svo afslöppuð og eðli- leg, sagði frá verkunum og tónskáldunum á skemmtilegan hátt og hristi svo hvert verkið af öðru fram úr erminni eins og hún hefði lít- ið fyrir því. Passacaglian eftir Biber, sem hún lék með eftirlíkingu af barrokboga, var hreint unaðs- lega leikin, hver nóta svo fullkomlega mótuð. Naut hún sín einkar vel í kirkjunni þar sem endurómunin var svo akkúrat. Umskrifun fyrmefnds Ernst á Álfakóngi Schuberts gerir ekki mikið fyrir það fallega verk en er hörkukrefjandi og maður vonar bara að flytj- andinn komi óskaddaður frá þeim hildarleik. Öllu áhugaverðari var Caprice nr. 6 eftir Mark O’Connor, ungt bandarískt tónskáld sem er þekktur fyrir snilli sína sem þjóð- Með sínu nefi Johannes Larsen, listmálari og íslandsvinur Johannes Larsen (á mynd) hét einn af þekktustu myndlistar- mönnum Dana á fyrri hluta þess- arar aldar, þekktur fyrir bæði landslagsmyndir og náttúrulífs- myndir frá heimahögum sínum kringum Kerteminde á Fjóni, auk þess sem hann myndskreytti fjölda bóka. Larsen fór um ísland árið 1929 í fylgd Ólafs Túbals, til að viða að sér efni í teikningar fyrir útgáfu íslendinga- sagna á dönsku (1933). Fyrir safni Larsens í Kerteminde fer annar íslandsvinur Erland Porsmose, en hann hefur nýverið sent frá sér mikla úttekt á listamanninum, Gylden- dal gefur út. í helgarblaði Berlings er að finna umsögn um þessa bók þar sem höfund- arvinna Porsmose er lofuð i hástert en sagt að hún leiði hins vegar fátt nýtt í ljós um listamanninn. Larsen virðist nefnilega hafa verið afar „venjulegur" maður og þar að auki lokaður þannig að hann gefur höfundi ekkert ráðrúm til sálarlífskönnunar. Verk hans eru í svipuðum dúr, hrein og bein, laus við allt sem heitir „próblematík". í ljósi tengsla Larsens við ísland ætti einhver hér- lend liststofnun að verða sér úti um þessa ævisögu. Burrað undir á greiðu Stundum var slegiö upp balli og burrað undir á greióu heitir þáttur sem sendur verður út á rás 1 kl. 15.03 í dag. Þar segir Laufey Valgeirsdóttir, tíu barna móðir frá Norðurfirði í Árneshreppi í Strandasýslu, Þórarni Björnssyni frá lifshlaupi sínu á Snæfellsnesi og í Norðurfirði. Laufey er yngst átján systkina og minnist bernsku- og æskuáranna í Norðurfirði, strandferðaskipanna, sem settu svip á mannlífið, og þeirra umskipta sem urðu á lífi hennar þegar hún eignaðist þvottavél fyrsta sinni... Leðurblökugengið til Færeyja Það verður gaman að vita hvernig frænd- ur vorir Færeyingar bregðast við sýningu íslensku óperunnar á Leóurblökunni eftir Strauss en þar verður hún flutt þann 30. maí nk. Með þessari heim- sókn ÍÓ gefst Færeyingum i fyrsta sinn tækifæri til að sjá og heyra óperuuppfærslu með fúllri hljóm- sveit. Rúmlega áttatíu manna hóp- ur á vegum ÍÓ verður í fór ásamt leiktjöldum, búningum og öðru til- heyrandi. Leðurblakan verður flutt í Norðurlanda- húsinu i Þórshöfn þar sem ræður ríkjum ís- lendingurinn Helga Hjörvar. Húsið er þungamiðjan í menningarlifi Færeyinga, þar sem allir helstu menningarviðburðir fara þar fram. Þetta er í þriðja sinn sem IÓ fer utan með sýningar; árið 1990 sýndi hún Carmina Burana og I Pagliacci við óperuna í Gauta- borg og árið 1992 var óperan Óþello eftir Verdi einnig flutt þar. Undanfarið hafa íslenskir djassmenn gert nokkuð af þvi að taka fyrir ákveðna listamenn, til dæmis Cóltrane, Brubeck og Miles Davis og flutt verk eftir þá ein- göngu á tónleikum. Þetta gerði kanadíska söngkonan Tena Palmer ásamt hljómsveit í Iðnó á þriðjudags- kvöld. Hún flutti þar lög úr söngvabók Djass Ingvi Þór Kormáksson Billie Holiday undir yfirskriftinni Guö blessi barnið sem er nafnið á einu þekktasta laginu sem Billie söng og samdi raunar sjálf ásamt Arthur Herzog. Áður hafa söngkonur minnst Holiday með svipuðum hætti og aðra látnar söngkonur hafa hlotið álíka með- ferð og er skemmst að minnast tónleika- ferðar og ágætis geislaplötu Dee Dee Bridgewater þar sem hún söng lög sem Ella Fitzgerald gerði fræg. Tena er fyrirtaks djasssöngkona og kann vel sitt fag. Rödd hennar hljómar stundum sem flauelsmjúkur saxófónn, tímasetning hennar framkallar spennu og slökun á vixl og hún getur áreynslu- laust rennt sér upp og niður skala líkt og saxafónleikarar eiga til að gera við og við. Píanistinn, Kjartan Valdimarsson, var sendur í fri í tveimur lögum. Þá losnaði um jarðsambandið og áheyrendur áttu kannski ekki auðvelt með að átta sig á hvað var upphaf, endir eða miðja í viðsnúningi verksins. Rómantísk og ljóðræn Ballöðurnar Ghost of a Chance sem innihélt sérlega sparsöm sóló Kjartans og Þórðar Högnasonar bassaleikara og Easy to Love (án píanós) voru rómantískar og ljóðrænar og einnig Detour Ahead og það var verulega gaman að hlýða á hraðari lögin What a Little Moonlight Can Do, I Didn’t Know What Time It Was og ekki síst uppklappslagið, One of Those Days sem alls ekki hefði mátt missa sig, þar sem Kjartan, Óskar Guðjónsson saxófón- leikari og Samúel Samúelsson básúnuleik- ari fóru á kostum og meira að segja trommarinn Pétur Grétarsson fékk að láta ljós sitt skína. Titillag tónleikanna var í allsérstakri og vel heppnaðri útsetningu flytjenda. Tena vildi ekki fara alveg í fotin hennar Billie enda söng hún öll lögin með sínu nefi sem betur fer. Sumir hefðu eflaust viljað heyra fleiri af þekktari lögum söng- stjörnunnar sálugu en lagaval er alltaf smekksatriði og þeir eru líka til sem vilja heyra eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt áður svo að segja má að vel hafl til tekist að því leyti. í lokin tekur maður bara ofan fyrir svona flnum spilurum og vonar svo bara að Tena Palmer ílendist hér sem allra lengst. Sígaunaljóð Brahms í fyrsta sinn á íslensku Kór allra landsbyggðarmanna, a.m.k. Sunnlendinga, Vörðukórinn (á mynd) held- | ur á næstunni árlega vortónleika sína. Sunnudaginn 30. maí kl. 21 syngur hann í Félagsheimilinu að Flúðum, fimmtudaginn 3. júní í Selfosskirkju kl. 20.30 og loks hleyp- ir kórinn heimdraganum fyrir alvöru og Isyngur í Stykkis- hólms- kirkju laugardag- inn 5. júní kl. 17. | Á efhisskrá kórsins eru ættjarðarlög, þjóð- lög og fjölbreytt kirkjutónlist, óperettulög og dægurlög. En metnaðarfyllsta tónlistin á söngskránni eru 8 sígaunaljóð eftir Jóhannes Brahms og er þetta í fyrsta sinn sem þau eru flutt í heild með íslenskum textum Sigurðar Loftssonar í Steinsholti. Félagar í kórnum eru rúmlega 40 talsins, úr flórum uppsveitum Árnessýslu. Undirleik- ari að þessu sinni er Agnes Löve og stjórn- andi er Margrét Bóasdóttir. Er þetta í síðasta t sinn sem kórinn syngur undir stjórn hennar. Umsjón Aðalsteinn Ingnlfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.