Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Einokun er endastöð Þótt Baugur sé kominn með rúmlega helmings mark- aðshlutdeild eftir kaupin á áFerzlunarkeðjunni 10-11, leið- ir það ekki til hækkaðs vöruverðs í náinni framtíð. Hins vegar er ástæða til að óttast þessa þróun í átt til fá- keppni, þegar litið er lengra fram á veginn. Einu sinni hafði Hagkaup forustu um lækkun vöru- verðs og lækkun verðbólgu á íslandi. Síðan tók Bónus við þessu hlutverki og nú síðast hafa 10-11 búðirnar gegnt mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Nú eru allar þessar keðjur komnar undir einn hatt Baugs. Fyrir utan stendur Kaupás með tæplega íjórðungs markaðshlutdeild í keðjunum Nóatúni, 11-11 og KÁ. Tvær stærstu keðjurnar hafa þannig rúmlega þrjá fíórðu hluta alls matvörumarkaðarins og gætu hæglega gert heiðursmannasamkomulag um hóf í samkeppni. Þetta þrengir kost stjórnvalda. Matvöruverzlunin í landinu hefur á undanförnum áratug verið mikilvægasti bandamaðurinn í lækkandi verðbólgu, vaxandi kaup- mætti og auknum vinnufriði í landinu. Snúist dæmið við, verða stjórnvöld hengd, en ekki Baugur. Neytendur eru á sama báti og stjórnvöld í þessu efni. Ef Baugur og Kaupás fara að gæta hófs í samkeppni sín í milli, sem er tiltölulega einföld ákvörðun tveggja aðila, leiðir það til kaupmáttarskerðingar, sem kemur harðast niður á þeim, sem flesta hafa munna að seðja. Vandi framleiðenda er annar og meiri. Þeir verða að sæta því, að tveir aðilar ákveði nánast einhliða, hvor út af fyrir sig eða sameiginlega, hvað varan eigi að kosta til Baugs og Kaupáss. Óhjákvæmilegt er, að fákeppnin leið- ir til grisjunar í landbúnaði og matvælaiðnaði. Við erum vitni að heimsþekktu ferli í samskiptum fyr- irtækja. Viðskiptafrelsi leiðir til harðnandi samkeppni, sem fyrirtæki svara með samruna til að auka hag- kvæmni og losna við kostnaðarsama keppinauta. Sam- keppnin breytist í fákeppni og á endanum í einokun. Síðustu stig ferlisins valda stjómvöldum, neytendum og framleiðendum staðbundnum vanda, þótt þau séu á ýmsan annan hátt hagkvæm. Þessi staðbundnu vanda- mál leiða til þess, að stjórnvöld reyna af veikum mætti að spyma við fótum með lögum og reglugerðum. Stjórnvöld eiga erfitt með að finna vatnaskilin, enda eru þau breytileg eftir aðstæðum hverju sinni. Spurning- in er, hvenær er komið að þeim stað, að vötn renna ekki lengur í átt til hagsældar stjómvalda og neytenda og fara að renna í öfuga átt við þessa mikilvægu hagsmuni. Bandarísk stjórnvöld hafa gengið harðast stjórnvalda fram í viðnámi gegn þessu ferli. Þannig var bandaríska símafyrirtækið klippt niður í margar einingar og þannig á ríkið nú í endalausum málaferlum gegn fjölbreyttri einokunaráttu hugbúnaðarrisans Microsoft. Hér á landi er viðnámið mildara og losaralegra. Óljóst er, hvað Samkeppnisstofnun getur gert í málinu og hvað henni ber í raun að gera. Hún getur svo sem lýst áhyggj- um sínum eins og allir hinir, stjórnvöld, neytendur og framleiðendur, og látið að mestu þar við sitja. Það veikir möguleika stjórnvalda að gera neitt í mál- inu, að ekki er hægt að reikna með skaðlegum áhrifum af kaupum Baugs á 10-11 búðunum í náinni framtíð. Ef um skaðleg áhrif verður að ræða, munu þau koma svo seint fram, að ekki er þá hægt að grípa í taumana. Innri þverstæða samkeppninnar er, að hún á sér fram- tíðarmarkmið og náttúrulega endastöð i einokun og að við vitum ekki, hvort eða hvernig á að bregðast við. Jónas Kristjánsson Fækkun ráðherra með sameiningu ráðuneyta dregur úr hættu á óþarfa útþenslu ríkisins og felur í sér sparnað fyr- ir ríkissjóð, fjölgun ráðherra felur hins vegar í sér aukin ríkisútgjöld og þar með einnig auknar byrðar á skattgreið- endur, segir greinarhöfundur m.a. Fækku m ráðherrum mæta kröfum einstakra þingmanna og fylgis- manna þeirra um ráð- herrasæti. Fjöldi ráð- herra á auðvitað ein- göngu að ráðast af mál- efnalegri þörf hverju sinni. Krafan hlýtur því að vera sú að ráðherrar séu ekki fleiri en rikið kemst með góðu móti af með. Annað væri í and- stöðu við það grundvall- arstefnumið Sjálfstæðis- flokksins að draga úr umsvifum ríkisins. Engin efnisleg rök í öðru lagi eru engin efnisleg rök til þess að fjölga ráðherrum. Þvert á móti hafa margir bent „Fækkun ráöherra með samein- ingu ráðuneyta dregur úr hættu á óþarfa útþenslu ríkisins og fel- ur i sér sparnað fyrir ríkissjóð, auk þess sem margvísleg tækni- ieg rök mæla með því. Fjölgun ráðherra felur hins vegar í sér aukin ríkisútgjöld og þar með einnig auknar byrðar á skatt- greiðendur.“ Kjallarmn Jónas Þór Guðmundsson 1. varaformaður Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna Allt bendir til þess, að framhald verði á ríkisstjórn- arsamstarfi Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins nú að loknum kosningum. Af fréttum fjölmiðla að dæma, sem hafðar munu eftir öruggum heimild- um eins og það er orðað, mun ráð- herrum verða Oölgað úr 10 í 12. Sumir segja að skýringin á slíkri fjölgun, ef af verð- ur, sé einkum sú að með því væri komið til móts við kröfur sem flestra forystumanna kjör- dæma um ráð- herrasæti. Verði þessar hugmyndir að veruleika munu ráðherrar aldrei hafa verið fleiri i ríkisstjórn á ís- landi. Ástæða er til að hvetja ráða- menn Sjálfstæðis- flokksins til að hafna hugmyndum af þessum toga, enda leiða þær til niðurstöðu sem í gi-undvallaratrið- um er andstæð stefnu flokksins. Ekki málefnaleg rök í fyrsta lagi eru það ekki mál- efnaleg rök, ef rétt er að fjölga eigi ráðherrum til þess eins að hægt sé á að skynsamlegt sé að fækka þeim og ráðuneytum um leið með því að sameina iðnaðar-, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðuneytið í eitt ráðuneyti, svo dæmi sé nefnt. Fækkun ráðherra með samein- ingu ráðuneyta dregur úr hættu á óþarfa útþenslu ríkisins og felur í sér sparnað fyrir ríkissjóð, auk þess sem margvísleg tæknileg rök mæla með því. Fjölgun ráðherra felur hins vegar í sér aukin ríkis- útgjöld og þar með einnig auknar byrðar á skattgreiðendur. Það samræmist ekki stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Fráleitt við núverandi að- stæður í þriðja lagi er fráleitt við nú- verandi aðstæður í efnahagslífmu, þótt ekkert annað kæmi til, að fjölga ráðherrum. Fjölmargar stofnanir og einkaaðilar, sem hafa með efnahagsráðgjöf að gera, hvetja nú ráðamenn til að bregð- ast við merkjum um þenslu og aukinni hættu á verðbólgu með því að draga úr ríkisútgjöldum og greiða niður skuldir ríkisins. Rík- isstjórnin hefur og sjálf sagst hafa þetta að markmiði og tók reyndar, góöu heilli, mikilvæg skref í þá átt á nýliðnu kjörtímabili. Hitt er það að brýningar til al- mennings, fyrirtækja og sveitarfé- laga í landinu um mikilvægi sparnaðar hjá þessum aðilum einnig hljóta að verða hjóm eitt, ætli ríkisstjórnin sjálf ekki að fara að eigin ráðum. Engin réttlæting Fréttir herma reyndar líka að í stjómarsáttmálanum muni verða kveðið á um skipulagsbreytingar á stjómarráðinu síðar á kjörtímabil- inu, m.a. með sameiningu ráðu- neyta. Gott er ef satt reynist. Það réttlætir þó ekki með neinum hætti fjölgun ráðherra í upphafi kjörtímabils. Jónas Þór Guðmundsson Skoðanir annarra Aukin fákeppni „Með kaupum á verslunarkeðjunni 10-11 um helg- ina hefur Baugur styrkt yfirburðastöðu sína á ís- lenska matvörumarkaðinum ... Það þýðir væntanlega, að fyrirtækið er með mun stærri hlutdeild á höfuð- borgarsvæðinu ... Þetta breytir hins vegar ekki því að ástæða er til að hafa áhyggjur af aukinni fákeppni á markaðinum til lengri tíma litið. Það er lögmál hag- fræðinnnar að ef samkeppnin er ekki nægjanlega virk hverfur hvatinn til að bjóða neytendum hagstæð- ustu kjör. Hinar breyttu aðstæður á matvörumark- aðnum hljóta því að kalla á gífurlega öflugt aðhald af hálfu neytenda jafnt sem samkeppnisyflrvalda." Úr forystugreinum Mbl. 26. maí. Nýliðun í fiskstofnum „Við erum ekki í vafa um að fiskvernd undanfar- inna ára hefur leitt til aukins aflamarks. Hins vegar helgast hún fyrst og fremst af fiskifriðuninni ... Til þess að við getum aukið verulega við aflamarkið næsta ár, þurfum við aukna nýliðun. ‘96 árgangur- inn sem kemur inn næsta ár er mjög slakur en ‘97 árgangurinn virðist a.m.k. í meðallagi. Ef sama verður uppi -á teningnum með ‘98 árganginn og loðnustofninn verður í lagi, eru horfur mjög góðar upp úr aldamótum.“ Jóhann Sigurjónsson í Degi 26. maí. Ofbeldi í sjónvarpi „Enn hefur umræðan um áhrif ofbeldis i sjónvarpi á hegðun bama og unglinga fengið byr í kjölfar tveggja skotárása í bandarískum menntaskólum í vor ... Við getum vafalaust huggað okkur við að held- ur færri ofbeldisatriði ber fyrir augu barnanna okk- ar sem horfa á sjónvarp hér á íslandi. Engum blöð- um er samt um það að fletta að ofbeldi í sjónvarps- efni íslensku stöðvanna er mikið og hvort það ræð- ur úrslitum að íslenski unglingurinn hefur séð tíu, fimmtán eða tuttugu þúsund morð í stað fjörutíu þúsund skal ósagt látiö ... Það vekur óneitanlega furðu okkar sakleysingjanna hér uppi á Fróni að í bandaríska þinginu hafi verið tekist á um það hvort leyfa eigi unglingum að kaupa skotvopn eða ekki. Þarf eitthvað að ræða það? Til hvers þarf 15 ára ung- lingur að eiga skammbyssu?" Hávar Sigurjónsson í Mbl. 26. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.