Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 13 Einkavædd verðbólga Fyrir nokkrum dög- um var sagt frá því í fréttum að verðbólgan væri orðin 6% á árs- grundvelli ef miðað væri við verðhækkanir síðustu vikna. Mest munar um hækkanir á verði húseigna en þær verðhækkanir eru af mannavöldum. Landsbankinn Nýlega fór Lands- bankinn að lána fé til húsakaupa með góðum kjörum. Þessi lán eru vinsæl og mörg hund- ruð þeirra hafa verið afgreidd á nokkrum vikum. Afleiðingarnar hafa orðið þær að verð íbúða hefur snögghækkað og í sumum tilfellum um meira en 10%. Áður en þetta lánaflóð gekk yfir var fasteignamarkaðurinn í Reykjavík í jafnvægi og hafði ver- ið lengi. Framboð og eftirspurn héldust í hendur. Verðlag var stöðugt enda halda stjórnvöld því fram að hér sé ekki verðbólga. Svo setur einkavæddur banki með hf. fyrir aftan sitt nafn með nýju lánaframboði verðbólgu- skriðuna af stað. Alla vega í bili en fleiri aðilar hjálpa til. Lífeyrissjóðir. Okkur er sagt að nýju lánin komi úr lífeyrissjóðum. Þar er spamaðm- laun- þega. Þeim er ekki gerður greiði með því að hækka húsa- verð. Raunar er það neikvætt fyrir flesta launþega, sér- staklega þegar til lengri tíma er litið. Þá hækkar húsa- leiga. Einnig má benda á að lífeyris- sjóðir þurfa helst að fjárfesta i arð- bærum fyrirtækj- um sem skapa nýjar tekjur og nýja atvinnu. Vel mætti hugsa sér að lífeyrissjóðir ættu t.d. raforkuver. Þar er áhætta lítil og arður venju- lega öruggur. Andstæðan eru þau vinnubrögð að veita lán sem valda hækkun á verði íbúða og framleiða þannig verðbólgu. Hagvöxtur Nokkuð er deilt um það hvort hagvöxtur verði hér áfram 3% eða t.d. 5%. Þetta skiptir venjuleg- an mann litlu eða engu. Það ræður meiru hvernig tekjuskiptingin er. Vextir eru hér 2-3 sinnum hærri en t.d. á vaxtasvæði Evrunnar. Skuldir heimilanna aukast mjög hratt, sbr. opinberar skýrslur. Heimilin verða því ekki aðnjótandi meiri hagvaxtar. Hann lendir hjá þeim sem eiga íjármagn eða t.d. hjá bönkum sem hagnast mjög vel. Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hrl. „Einkavæðing bankanna fæddist hjá ríkisstjórninni en segja má að þetta afkvæmi þeirra framleiði nú verðbólgu og ofþenslu með því að seilast um of eftir vaxta- gróða. Verðbólgan var áður á vegum Seðlabanka og ríkis- stjórnar en er það ekki lengur. “ „Svo setur einkavæddur banki með hf. fyrir aftan sitt nafn með nýju lána- framboði verðbólguskriðuna af stað. Greinarhöfundur nefnir Landsbankann til sögunnar í grein sinni. Hjá eigendum fjármagns er „hagvöxturinn" ekki 5% sem er meðaltal í þjóðfélaginu. Hann er þar stundum frekar 25% eða jafn- vel 50% sem eru áætlaðar tölur. Svo er 1000% hagvaxtaraukning hjá sumum eigendum kvóta. Hjá skuldugu heimili er „hagvöxtur- inn“ neikvæður um þessar sömu tölur. Þar lenda háu vextirnir með fullum þunga. Einkavædd ofþensla. Ríkisstjórnin hefur hlotið ámæli fyrir það að við söfnum nýjum skuldum erlendis i þessu svokallaða „góðæri". Mikill halli ásamt skuldasöfnun er á viðskipt- um okkar við útlönd sbr. stórauk- inn innflutning nýrra bíla. Lán til eyðslu eru tekin erlendis með t.d. 5-6% vöxtum en endurlánuð hér með allt upp í 16% vöxtum til heimilanna. Þau finna því mörg varla fyrir hagvextinum og 3% eða 5% hagvöxtur skiptir því ekki nokkru máli. Það má því segja að einkabank- arnir sem hafa hf. i nafni sínu hrelli ríkisstjórnina með því sem ákveðinn hópur kallar að „há- marka ávöxtunina". Einkavæðing bankanna fæddist hjá ríkisstjóm- inni en segja má að þetta af- kvæmi þeirra framleiði nú verð- bólgu og ofþenslu með því að seil- ast um of eftir vaxtagróða. Verð- bólgan var áður á vegum Seðla- banka og ríkisstjórnar en er það ekki lengur. Nú hefur ofþenslan og verðbólgan verið einkavædd. Gróðavonin ein rekur þetta stjórnlaust áfram. Lúðvík Gizurarson Hvað er fram undan? Ef það sem nú er að gerast er upphafið að þriðju heimsstyrjöld- inni, sem sennilega myndi þá verða sú síðasta, getur enginn sagt um hvað gæti gerst. Við vitum að heimurinn er i upplausn og maður- inn er búinn að sýna það að hann ræður ekki við að gera upp þann stóra reikning sem nú liggur fyrir. Þá er aðeins einn eftir, það er sá sem öllu ræður og allan vanda get- ur leyst. Hvað okkur íslendinga varðar erum við í svo mikilli sér- stöðu vegna legu landsins, sögu þjóðarinnar og óumdeilanlegs eignaréttar okkar á landinu. Okkar aðalsmerki er að við höf- um engan her og höfum ekki út- kljáð okkar mál gagnvart öðrum þjóðum með vopnum heldur skyn- samlegum rökum og samningum. Þess vegna eigum við ekki heima í neinu hernaðarbandalagi. Það er sorglegt að við skulum hafa verið dregin inn í að taka ákvörðun um að ráðast inn í Serbíu með þennan lofthernað sem hefur og á eftir að hafa hryllilegar afleiðingar. Margt ólært Nú er aðeins átta og hálfur mán- uður til ársins 2000. ísland kemur mikið við sögu hátíðarhalda árið 2000. Þá er þús- und ára afmæli kristnitökunnar á íslandi og Reykjavík verð- ur útnefnd ein af menningar- borgum Evrópu. Við verðum að taka okkur ær- legt tak ef við eigum að rísa undir því, svo margt eigum við ólært. Við unnum fullnaðarsigur í sjálfstæðisbar- áttunni 17. júní 1944 þegar við lýst- um yfir stofnun lýðveldis á ís- landi. Við sem vorum stödd á ÞingvöUum þann mikla rigningar- dag þegar hjörtu allra íslendinga slógu í takt gleymum því aldrei. Nú eru liðin 55 ár síðan og grun hef ég um einhver af hjörtum núlif- andi íslendinga hafi misst úr slög og takturinn því brenglast. Árið 1944 mynd- aði Ólafur Thors þriggja flokka stjórn sem Sjálf- stæðisflokkur, Sós- íalistaflokkur og Alþýðuflokkur stóðu að og var nefnd Nýsköpunar- stjórnin. Þessa stjóm hef ég talið einhverja bestu stjórn sem setið hefur að völdum. Og það kom einnig í hlut Ólafs Thors sem forsætisráðherra að koma almannatryggingum í lög. Þessari stjórn tókst að sameina það besta frá vinstri og hægri því ekkert er algott og ekkert alvont. Sjálfum okkur nóg Þarna held ég að orðið hafi til það mynstur sem jafnaðarmenn á hinum Norðurlöndunum og Verkamannaflokkurinn á Bret- landi notuðu eftir stríð. Þessi stjóm sat að völdum frá 21. okt. 1944 til 4. febr. 1947. Þá voru keypt- ir hinir margumtöluðu síðutogar- ar sem voru þeir fullkomnustu á þeim tíma en nokkrum árum seinna komu skuttogar- arnir sem höfðu mikla yfirburði hvað snerti allan aðbúnað og vinnu- aðstöðu svo síðutogar- arnir lögðust fljótt af. - Þetta sá enginn fyrir en var samt notað stjórn- inni til lasts. Landbún- aðurinn efldist mikið á þessum tíma því þá kom vélvæðingin til lands- ins, bæði stórvirkar jarðvinnsluvélar og hey- vinnuvélar. Það sem var þó stórkostlegast var iðnaðaruppbygging- in. Á nokkrum árum komst á fót ótrúlega fjölbreyttur iðnaður sem skapaði vinnu við að fram- leiða vörur sem við höfðum áður flutt inn og spöruðum með því gjaldeyri. Við komumst að því á stríðsárunum þegar allar sam- göngur lokuðust við önnur lönd hvað það var nauðsynlegt að geta verið sjálfum okkur nógir á sem flestum sviðum. Það uxu upp hópar af mjög fær- um iðnaðarmönnum í mörgum greinum og iðnnám var eftirsótt hjá unglingum. Þetta var allt í örum vexti þegar nýfrjálshyggjan tók svo völdin, og fótunum var kippt undan innlendri framleiðslu með einu pennastriki. Snorri Bjarnason „Nú er aðeins átta og hálfur mán- uður til ársins 2000. ísland kemur mikið við sógu hátíðarhalda árið 2000. Þá er þúsund ára afmæli kristnitökunnar á íslandi og Reykjavík verður útnefnd ein af menningarborgum Evrópu. Við verðum að taka okkur ærlegt tak ef við eigum að rísa undir því, svo margt eigum við óiært.u Kjallarinn Snorri Bjarnason ökukennari, Blönduósi Með og á móti Fjölgun ráðherrastóla Búist er við að ný ríkisstjórn taki til starfa á morgun. I henni munu að öll- um líkindum sitja tólf ráðherrar í stað ti'u áður. Þar með verður landbúnaðar- og umhverfisráðuneyti ekki lengur á sömu hendi og sömuleiðis dóms- mála- og sjávarútvegsráðuneyti. Kemur i veg fyrir hagsmuna- árekstra „í tíð síðustu vinstristjórnar voru ráðherrar 11 að tölu. Undan- )eir verið 10. Nú )eim verði fjölg- Orri Hauksson, aö- stoöarmaöur for- sætisráöherra. farin átta ár hafa er hugsanlegt að að í 12. Það er ekki til nein töfratala þegar kemur að fjölda ráðherra. Það sem máli skipt-- ir er að verka- skipting og ábyrgð séu ljós og að stjórnsýsl- an bjóði ekki upp á að sami maðurinn sitji beggja vegna borðs. A þessum ára- tug hefur almenningi á íslandi orðið sífellt meira umhugað um að skil á milli ýmissa þátta hins opinbera séu skýr. Skorið var á tengsl framkvæmdavalds og dómsvalds og tjölmörgum réttar- bótum komið á, s.s. með stjórn- sýslulögum og upplýsingalögum. Sumir hafa spurt hvort eðlilegt sé að sami maður fari til dæmis bæði með umhverfismál og land- búnaðarmál, sem og með sjávarút- vegsmál og málefni landhelgis- gæslu. Þetta eru vangaveltur sem ekki á að leiða hjá sér. Uppbygg- ing Stjórnarráðsins er ekki óum- breytanleg og hefur þróast í gegn- um tíðina. Mér mundi hugnast vel að stokka upp og jafnvel sameina sum ráðuneyti. Þá mun ráðherr- um fækka. Það þarf ávallt að fara vel með almannafé og spara hvar sem kostur er. í því augnamiði eru til ýmsar aðferðir, flestar betri en að hætta á að skapa sið- ferðilegar klípur með því að láta sömu ráðherrana sinna fleiri en einu ráðuneyti." Engin tala heilög „Það hniga mörg rök að því að stjórnkerfið verði stokkað upp í heild sinni og endurskipulagt. Menn hafa til dæmis talað um stofnun sér- staks atvinnu- málaráðuneytis í því sambandi. Slík endur- skipulagning hefði í för með sér fækkun en ekki fjölgun ráðuneyta. Það er líka kostur að um- hverfisráðuneyti losni úr sam- bandi við landbúnaðarráðuneytið og dómsmálaráðuneyti og sjávar- útvegsráðuneyti séu ekki á sömu hendi því þannig losna menn við hugsanlega hagsmunaárekstra. Það er hins vegar alveg Ijóst að það er ekki til nein heilög tala yfir hversu mörg ráðuneytin eiga að vera. Mér finnst fráleitt að fjölga ráðherrastólunum til þess eins að fullnægja framagirni nokkurra þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks." -aþ Ögmundur Jónas- son þingmaöur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vak- in á því að ekki er tekið við grein- um í blaðið nema þær berist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönkum. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.