Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 27. MAI 1999 15 Ódýrt að leigja tjaldvagna og fellihýsi: Sumarferðir Útleiga á alls konar leiktækjum Herkúles Sími 568-2644 GSM 891-9344 $ SUZUKI —»m* — Penne með skinku og spergli a ódýran hátt Alltí garðinn og garðvinnuna Vantar þig gróðurmold, fræ, áburð, blómapotta, verkfæri, styttur og skraut í garðinn eða eitthvað annað sem snýr að garðyrkju, blóma- eða tijárækt? Hjá FR.JÓ færðu mikið úrval af allskonar vörum til garðyrkjustarfa, á frábæru verði. Við höfum allt sem þú þarft ■ til að prýða garðinn þinn! ©FRJO ehf. s STÓRHÖFÐA 35, 112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7860, FAX 567 7863 Undirbúningur: 20 mínútur Suðutími: 10 mínútur 225 g penne 340 g nýr spergill 120 g soðin skinka 30 g / 2 msk. smjör eða smjörlíki 280 ml rjómi 1. Notið grænmetissköfu/skrælara til að skafa utan af sperglinum, byrjið efst, u.þ.b. 5 sm frá toppi. Skerið neðstu 2,5 sm frá. 2. Skerið skinkuna í 1,5 sm breiðar lengjur. 3. Setjið vatn í lítinn pott, saltið og sjóðið. Tak- ið pottinn af hellunni til hálfs og setjið spergil- inn í þannig að toppamir séu þeim megin sem hiti er ekki undir. Setjið lok yfir og látið suðuna koma upp aftur. Sjóðið i 2 mínútur. Hellið í sigti og kælið. 4. Skerið spergilinn í 5 sm langa bita en hafið toppinn heilan. 5. Bræðið smjörið í potti og setjið spergilinn og skinkuna út í. Sjóðið aðeins áfram, eða þar til vökvinn hefur gufað upp, bætið þá rjómanum í. 6. Á meðan er pastað soðið í nægu söltuðu vatni með smáslettu af olíu í u.þ.b. 10-12 mínútur. 7. Hellið pastanu í sigti, skolið undir heitu renn- andi vatni og látið síðan renna vel af því. Blandið nú öllu saman og berið fram. Sumum finnst gott að strá parmesanosti yfir. Komdu i veynslu- akstuvl mimiMmimmmimimmiimimimm GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Sumarið er á næsta leiti og lands- menn flykkjast jafnt til útlanda sem og í ferðalög innanlands. Það hefúr verið talið dýrasta ferðalag- ið að fara til útlanda. Kostnaður vegna flugs og gistingar er oft æði hár en þegar að er gáð er jafnvel dýrasta ferðalagið innan- lands ef menn ætla að kaupa sér tjaldvagn eða fellihýsi. Ódýr leiga Það hefur tíðkast i áraraðir að ferðalangar taki tjöld á leigu. Kostnaðurinn er yfirleitt ekki mikill og fyrirhöfnin lítil. Tímarnir breytast og eftir að tjaldvagnar og fellihýsi ruddu sér til rúms á landinu hafa aðilar, sem leigja þessi hýbýli, sprottið upp sem gorkúlur. í dag eru þónokkrar leigur sem leigja þessi tæki. Elías Kristjánsson, hjá Fellihýsa- og tjaldvagnaleigunni, ir fellihýsum og tjaldvögnum. Hjá sagði að nokkur eftirspum væri eft- honum kostar leiga á tjaldvagni með fortjaldi 20.000 krón- ur vikan og fellihýsi 25.000 krónur en með fortjaldi, borði og stólum er leigan 30.000 krónur á viku. Munur- inn á tjaldvagninum og fellihýs- inu er fyrst og fremst stærðin en fellihýsið er stærra en það er þyngra að draga og lengur verið að setja það upp. Mið- að við að meðalstórt felli- hýsi kosti um 600.000 krón- ur og ferðalangurinn færi í útilegu tvisvar á sumri, væri því hægt að leigja sér fellihýsi í 12 ár fýr- ir kaupverð fellihýsis- ins og þá án þess að ýmis aukakostnað- ur sé tekinn inn í. T.d. tryggingar sem kosta um 20.000 krónur á ári, vextir af afborg- unum ef lán er tekið fyrir kaupunum og geymslukostnaður en ár- gjald í geymsluhúsnæði er tæplega 20.000 krónur á mánuði. Rýrnunar- tími fellihýsisins er misjafn, allt eft- ir notkun, meðhöndlun og gæðum, en flestir telja að meðal rýmunar- tími sé um 7-8 ár. En það getur ver- ið þægilegra að eiga eigin tjaldvagn eða fellihýsi, ekki síst til þess að geyma útilegugræjurnar í, því hvor tveggja híbýlin nýtast prýðilega sem geymslur. Það fer eftir hverjum og einum. Hefur þú séð svona vevð á 4x4 bil? • Mest seldi bíllinn í Japan(l), annað árið í röð. • Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilegur bíll með miklum staðalbúnaði: ABS hemlaíæsivörn rafdrifnu aflstýri, samlæsingu, o.m.fl. Ódýrasti 4x4 bíllinn á Islandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.