Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 17 Fasteign sem sér- eignalífeyrissjóður - nú hægt að taka lífeyri út á fasteignaveð Eignallfeyrir er nýtt fyrirbæri á íslcindi en hefur veriö þekkt víða um heim í langan tíma. Hér á landi er eignalífeyrir ætlaður fólki 65 ára og eldra og á að gera því kleift að auka ráðstöfunartekjur sínar með því að neyta út á eignir sínar. Líta má því á fasteignir eldra fólks sem þess eigin lífeyris- sjóð. Á efri árum hefur fólk al- mennt ekki háar ráðstöfunartekjur en meirihluti fólks á fasteignir sem lítið eða ekkert hvílir á. Grunnlífeyrir og tekjutrygging er gjarnan lág og kaupmáttur þar af leiðandi lítill. Áunnin lifeyrisréttindi eru oft lítil, meðal annars vegna þess að lífeyrir margra brann upp í verðbólgu á sínum tima, auk þess sem lífeyris- kerfið í heild sinni hefur tek- ið stórkostleg- um breyting- um síðast- liðinn ara- t u g . Þannig er þessi nýjung kær- komin viðbót fyrir marga. Upphæðin miðast við mark- aðsvirði eignar. Það er Búnað- a r - því lífeyri gegn veði í fasteign. Upp- hæðin miðast við um helming markaðsvirðis fasteignarinnar. Samið er um fasteignalífeyri gegn veði í fasteigninni í formi trygg- ingabréfs. Þegar fólk hættir að taka fasteignalífeyri er heildarupphæð- inni breytt í langtímalán en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti fyrr en við sölu eða eigendaskipti á viðkomandi fasteign. Hægt er að semja um reglubundinn fasteigna- lífeyri í ákveðinn tíma, allt að 10 ár. Samningurinn er sveigjanlegur og honum er hægt að breyta eða fella hann nið- ur hvenær sem er. Bank- inn sér um að greiða fasteigna- lífeyrinn, t . d . mánað- arlega inn á banka- reikn- ing við- skipta- Tökum einfalt dæmi um hjón sem eru 70 ára og eiga 16 milljóna kr. fasteign og áætla að eftir 10 ár verði þau komin í minna húsnæði. Þau gætu t.d. fengið rúmlega 30.000 kr. fasteignalífeyri á mánuði allan tímann án þess að lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun skertust, auk þess sem eignaskatturinn lækkar. bankinn sem nú býður upp á þessa nýju þjónustu. Skoðum þetta nán- ar. Hugmyndin einföld Hugmyndin á bak við eignalífeyri er sú að fólk, 65 ára og eldra, getur samið við banka um að hann greiði vinar eða samkvæmt óskum hans og samningi þar um. í sumum til- fellum getur komið sér vel að fá hærri upphæð í fyrstu, t.d. ef leggja þarf út fyrir viðhaldskostnaði fast- eignar, og fá síðan reglulegar greiðslur eftir það. Með auknum ráðstöfunartekjum geta eldri borgar- ar því búið í fasteign sinni áfram, Dæmi um fasteignalífeyri 12 3 Einstaklingur Óskertur ellilífeyrir Lffeyristekjur og vinnulaun Lífeyristekjur og fasteignalífeyrir Grunnlífeyrir kr. kr. kr. 16.829 16.829 16.829 Tekjutrygging 28.937 1.584 19.585 Heimilisuppbót 13.836 757 9.364 Sérst. heimilisuppbót 6.767 0 0 Vinnutekjur tsssmam 40.000 0 Ltfeyristekjur 0 50.000 50.000 Samtals 66.369 109.170 9S.778 Tekjuskattur 2.117 18.527 13.392 Fasteignalífeyrir 0 O 20.000 Ráðstöfunartekjur 64.252 90.643 102.386 Mismunur 26.391 38.134 Skeröing viðbótartekna 71% Vegna skatta- og skerðingaráhrifa skilar 20.000 kr. fasteignalifeyrir 12.000 kr. melra f ráðstöfunartekjur en 40.000 kr. vinnulaun. 1. Ráðstöfunartekjur einstaklings og hjóna sem fá óskertar ellilífeyrísgreiðslur frá Tiyggingastofnun ríkisins. 2. Ráðstöfunartekjur einstakiings sem fær 90.000 kr. í Irfeyrissjóðs- og launatekjur. Ráðstöfunartekjur hjóna sem bæði eru ellilifeyrísþegar. Annað hjóna er með samtals 130.000 kr. í lífeyrissjóðs- og launatekjur. 3. Ráðstöfunartekjur einstaklings sem fær 50.000 kr. í lífeyrissjóðstekjur og 20.000 kr. í fasteignalifeyri. Ráðstöfunartekjur hjóna sem fá 50.000 kr. i lífeyrissjóðstekjur og 35.000 kr. fasteignalifeyrí. annast eðlilegt viðhald, greitt rekstr- arkostnað og fasteignagjöld og notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Fasteignalífeyrir gerir fólki kleift að nýta fasteignina og auka þar með ráðstöfunartekjurnar án þess að líf- eyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun skerðist. Bankinn lánar út á veð í fasteigninni ákveðna upphæð, t.d. mánaðarlega í ákveðinn tíma. Ekki þarf að greiða aíborganir eða vexti fyrr en við sölu eða eigendaskipti á fasteigninni. Þetta er nýjung hér á landi og á al- veg eftir að tryggja sér sess. Hins vegar er ljóst að hér getur verið um áhugaverðan kost að ræða fyrir mjög marga heiðursborgara. -BMG Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990 . L.eiðc falleg og sterk samkomutjöld Spara má allt að 4 krónur á lítra með því að setja sjálfur bensín á bílinn: Sparað með hverri tankfyllingu Fjölmargir ökumenn eru reglu- legir gestir á sjálfsafgreiðslu- stöðvum þar sem ökumenn þjón- usta sig sjálfir með hjálp korta- sjálfsala. Bensínið á þessum stöðvum, Orkunni og ÓB, er ódýrara en á öðrum bensínstöðv- um. Hjá Orkunni kostar bensín- litrinn 71,10 krónur, 71,30 hjá ÓB en 75,10 á þjónustustöðvum. Á mörgum þeirra er þó veittur 2 króna afsláttur við sjálfsaf- greiðslu. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 4,00 krónur. Þó ekki sparist stórar fjárhæðir við hverja fyllingu getur sparnaður- inn orðið umtalsverður á árs- gnmdvelli, margt smátt gerir eitt stórt. Jafnvel þó sparað sé með því að fylla sjálfur tankinn á þjónustustöðvum. Gefum okkur að einungis eigi sér stað viðskipti við Orkuna. Eknir eru 12.000 km á ári og bíll- inn eyðir 10 lítrum af bensíni á hverja 100 km. Tankurinn á bíln- um tekur 40 lítra. Bensínlítrinn hjá Orkunni kostar 71,10 krónur og tankfylli því 2.844 krónur. Miðað við hæsta verð fyrir 95 oktana bensín, 75,10 krónur, sparast 160 krónur við hverja áfyllingu. Á ári sparast hins veg- ar 4.800 krónur. Reki fjölskylda tvo fólksbíla á þennan hátt getur sjálfsafgreiðsla á mannlausum bensínstöðvum sparað henni 9.600 krónur á ári. Gróðinn við sjálfsafgreiðslu verður mun meiri þegar bensínhákar, t.d. jeppar, eru teknir inn í dæmið. Hér er ekki lagt mat á gæði og þjónustu. Viðskiptavinir sjálfsaf- greiðlustöðvanna fara auðvitað á mis við ýmsa þjónustu sem í boði er á mönnuðum bensínstöðvum. Þar geta þeir líka keypt mun fleira en bensín. En valið er bíl- eigandans. -hlh Hefurðu kíktá “-28-31 í Símaskrá 1999 dÉfe. FO-1460 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki SHARR faxljölskyldan Betni íaxtæki enu vandfundin! ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbo&smenn um Ia nd a I It F-1500M • Faxtæki, sími, símsvari, Windows prentari, skanni, tölvufax.og Ijósriti í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 300 blaða pappírsbakki FO-4500 • Prentar á A4 pappir • Laserprentun • 1 mb i minni (ca 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 650 blaða pappírsgeymsia FO-2600 • Innbyggður sími • Prentar á A4 pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Laserprentun • 512 kb minni • 20 blaða frumritamatari • 100 blaða pappírsbakki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.